Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1968, Blaðsíða 12
/ m TIMINN m m NRASINITEKKOSLOVAKIU FÖSTUDAGUR 23. ágöst 1968. Tékkar standa saman Framhald af bls. 1 sertdingum hertiSs trl Tékkó- slóvakíu, og þykir það sýna, að búizt sé við sívaxandi and- spyrnu Téfcka og Slóvaka gegn innrásarliðinu. • Fréttir seint í kvöld hermdu, að blað, sem út kom í Prag í kvöld, hafl fullyrt að þeir Alexander Dubeek, Josif Smrkovsky, F. Kriegel og J. Spacek, hafi í dag verið flutt- ir flugieiðis til AAoskvu. Jafn- framt var fullyrt í dag, að O. Cernik hafi farið sömu leið fyrr í dag. • Fjórir tékkneskir ráð- herrar voru staddir í Júgó* slavíu, þegar land þeirra var hernumið. Þeir tilkynntu all ir í morgun að þeir myndu halda áfram stjórnarstörfum sínum utan landamæra Tékkó slóvakíu. ★★ Nýr og harkalegri þáttur í .þróuninni í Tékkóslóvakíu í dag hófst með tilkynningu, sem sett var upp um alla höfuðborgina, þar sem íbúunum var ■ fyrirskipað að halda sig innan dyra á heimilum ■sínum frá kl. 22 á kvöldin til kl. 05.00 á morgnana, og einnig var öll fundarstarfsemi bönnuð. Stóð í tilkynningunni, að ef fólk safnað ist saman á götum, yrði á það lit- ið sem ögrun, og myndi þá skotið á mannfjöldann. Ávarp þetta var undirritað af L. Velichko, hers höfðingja, sem er hernámsstjóri í Prag-héraðinu, augsýnilega fyrir hönd hernámsliðsins í landinu. irk Hinn mikli fjöldi ungmenna, sem safnazt hafði saman á Wen- ceslastorgi, fékk fyrirskipanir gegnum hátalara um að hverfa af torginu fyrir kl. 17 V dag, en ef ' svo yrði ekki, þá myndi sovézku hermennirnir skjóta. Unga fólkið hlýddi eigi fyrirskipun þessari, en hrópaði þess í stað slagorð til stuðnings Alexander Dubcek og félögum hans, sem nú eru í haldi, og hæddu einnig sovézku hermenn ina, sem stóðu allt 1 kringum þá með byssur sínar tilbúnar. irk Á meðan héldu sovézkir skriðdrekar í átt til torgsins, og skömmu eftir að fresturinn var út runninn, hófu sovézku hermennirn ir skothríð, en fólksfjöldinn hrökl aðist í allar áttir og í skjól eftir megni. Ekki er vitað með vissu hvort einhverjir hafi látið lífið irk Skothríðin á Wenceslas- torgi er aðeins ein af mörgum táknum um andspyrnuvilja hinn ar hernumdu tékkóslóvösku þjóð- ar í dag. Alls staðar að af land- inu streymdu fulltrúar frá flokks- félögunum til Prag í dag til að sitja flokksþing tékkneska komm únistaflokksins, sem eiginlega átti að hefjast í næsta mánuði, en var færður fram. Þótt margir fulltrúar, einkum frá Slóvakíu, hafi verið hindraðir í að komast til Prag, voru um 1100 af um 1500 þing- fulltrúum viðstaddir, þegar fund urinn var haldinn í dag. Hann var haldinn á leynilegum stað, senni lega í einhverri stórri verksmiðju byggingu í, eða nálægt hinni her numdu höfuðborg. I irk Frjálsar tékkneskar útvarps Etöðvar tilkynntu síðdegis, að flokks þingið hefði með 1.094 atkvæðum gegn einu samþykkt yfirlýsingu, þar sem fullum stuðningi er lýst við Dubcek-stjórnina. — Umbóta stjórnin er áfram hin löglega stjórn landsins, og sérhver, sem ekki er því samþykkur, á á hættu að vera rekinn úr flokknum, sam kvæmt tilkynningu í Prag-útvarp inu, sem örskömmu síðar var lok að af hernámsliðinu. irk Flokksþingið tilkynnti, að allsherjarverkfall, sem standa myndi um óákveðinn tíma, myndi hefjast á hádegi á föstudag, og að ýmsar aðrar ráðstafanir yrðu einnig gerðar, ef Sovétmenn og aðrir hernámsaðilar hyrfu ekki úr landi með herlið sitt innan 24 klukkustunda, og slepptu úr haldi þeim lpiðtogum, sem í haldi eru. ★★ Áður en Prag-útvarpið hætti sendingum, tilkynnti það að Sovét menn hefðu sett Dubcek úrslita- kosti. Var þar krafizt að hann héldi útvarpsræðu til þjóðarinnar og hyllti hernámsliðið sem „frels ara“ Tékkóslóvakíu. ★★ Aðrar óstaðfestar fregnir hermdu í dag, að yfirmaður inn- rásarliðsins, Ivan Pavlovsky, hers höfðingi frá Sovétrikjunum, hafi veitt þeim stjórnmálaleiðtogum, sem enn eru „frjálsir“, frest til miðnættis I kvöld að skipa nýja ríkisstjórn án þátttöku Dubcek- manna. Ef þetta gerist ekki, þá muni hernámsliðið skipa sjálft •ríkisstjórn, og hafa fjórir íhalds samir kommúnistar verið nefndir sem hugsanlegir ráðherrar: Jozef Lenart, fyrrum ráðherra, Vasil Bil ak, leiðtogi slóvanskra kommúnista Alois Indra, fyrrum formaður skipulagsráðs ríkisins og Ritir hershöfðingi. ★★ Samkvæmt tilkynningum ým issa frjálsra útvarpsstöðva, kom til átaka og skothríðar í mörgum tékkóslóvönskum bæjum, án þess að nákvæmar tölur séu fyrir hendi um fallna og særða. í Prag eiga a. m. k. 6 að hafa látið lífið, og a. m. k. 8 í Bratislava, en aðrar heimildir herma að tala fall inna geti verið tífallt þessar töl- ur. ★★ Sovézkur fréttaritari í Prag skýrði frá því í dag, að á- hafnir sovézkra brynvagna hefðu hlotið alvarleg meiðsl, þegar tékkneskir andspyrnumenn gerðu göt á eldsneytistanka vagnanna og kveiktu í þeim. ★★ Deildir úr öryggislögreglu Tékkóslóvakíu, sem hefur gerzt skósveinar hernámsliðsins, hand tóku í dag fjölda háttsettra borg- ara um allt landið, að því er Prag útvarpið tilkynnti áður en sovézk ir hermenn ruddust inn í það og það varð að hætta sendingum. Tæknimenn og útvarpsfréttamenn hófu að nýju síðar sendingar á bylgjulengd Pragútvarpsins með leynilegum aukasendi á Prag- svæðinu. ★★ Aðeins tvö Prag-blöð, flokks málgangið Rude Pravo og verka- lýðssamtakablaðið Prace, komu út í dag, bæði fordæmdu her- námið, jafnframt því sem Rude Pravo fullyrti, að hernámsliðið yrði sífellt taugaóstyrkara, og varaði landsmenn við að sýna and spyrnu er gæti kostað mannslíf. ★★ Næstum allur venjulegur at vinnurekstur lá niðri í Prag í dag. Síðdegis voru aðeins örfá bakarí og nýlenduvörubúðir opnar og Sovézkir skrlðdrekar og þyrlur á tékknesku landsvæði. HernaöarhlutfölEin Samkvæmt upplýsingum frá Herstjórnarstofnuninni í Lond on, nemur heildarherafli árás- arríkjanna 5, Sovétríkjanna, Austur-Þýzkalands, Póllands, Ungverjalands og Búlgaríu, hátt á fjórðn milljón manna, eða um 3.880 000 manns. Fasta her og loftvarðlið Tékkóslóv- akíu telur þar í mót um 225. 000 manns. auk 40.000 manns í varaliði. Talið er, sð í herafla Sovét- ríkjanna séu 3.220.000 manns, og einnig hafi rikin á að skipa 250.000 manna varaliði, þar með talið öryggis- og landa- mæravarðliðið. í fastaher og loftvarnarliði Tékkóslóvakíu eru u.þ.b. 250.000 manns, en varalið og landamæravarðlið Tékka telur auk þess samtals um 40.000 manns. Landher Sovétríkjanna, sem sennilega hefur u.þ.b. tveimur milljónum manna á að skipa, er skipt í 140 herdeildir, en vígbúnaður þeirra er nokkuð ' misjafn, og talið er, að u.þ.b. helmingur deildanna sé vígbú- inn að fullu Talið er þó, að hægt sé að vigbúa allar deild- irnar með skömmum fyrirvara, enda þótt 1/4 af þeim hafi lé- legan útbúnað og þurfi á veru legum styrk að halda Herdeildir Rtússa eru stað- settar svo scm hér segir: 20 eru í Austur Þýzkalandi, tvær í Póllandi, f.’órar í Ungverja- landi, 60 htrdeildir í Sovét- ríkjunum vestan Úralfjalla og norðan Kákasus, 10 í. Mið- Sovétríkjunum, 30 í sunnan- verðum ríkjunum og 15 her- deildir eru staðsettar í Asíu- löndum Sovétríkjanna. í loft- varnarliði Sovétríkjanna eru um 10250 flugvélar. Tékkneski herirm skipÉtsf: i 14 deildir, þ.e. fjórar áanö- drekasveitir og 19 fótgöngu- liðsveitir. f loffacarnd®fe Tékkóslóvakíu era 600 fö^vél ar. Þá skýrir herstjóíaarstofn unin frá herafla annarra rfkja Varsjárbandalagsins. Sam- , kvæmt þeiœ upplýsingum era 127.000 manns í herliði Aust- ur-Þýzkalands, 270.000 manns í herjum Póllands, 154.000 manns í Búlgaríu, 102.000 manns í Ungverjalandi. 85.000 manns eru í tveimur skriðdrekasvtitum og fjórum fótgönguliðss-citum f Austur- Þýzkalandi. f loftvarðliðinu eru 25.000 manns, og það á 300 orrustuflugvélar. í örygg- is- og landaroæravarðliði Aust ur-Þjóðverja eru samtals 70. 000 manns. Framhald á bls. 15. var vöruúrvalið í þeim sáralítið. Svo virtist sem þegar væri skoll ið á sérlega áhrifamikið allsherjar verkfall í Prag, að því er hinn þekkti fréttaritari Reuters, Vin- cent Buits greindi frá í greinar- gerð sinni í kvöld. ■krk Útsendingar BBC á rúss- nesku voru enn truflaðar í dag af rússneskum útvarpstruflurum, að sögn talsmanns brezku útvarps- stöðvarinnar BBC. Byrjað var að trufla útsendingar stöðvarinnar á rússnesku á miðvikudag og er það í fyrsta sinn síðan 1963. Orsökip til þessarra aðgerða er innrás Sov étríkjanna í Tékkóslóvakíu, en út sendingar stöðvarinnar á tékkn- esku hafa ekki verið truflaðar enn. Talsmaður ameríska sendi- ráðsins í London upplýsti í dag, að útsendingar amerísku útvarps stöðvarinnar Voice of America, á rússnesku væru einnig truflaðar. 200.000 manna fundur í Belqrad Rúmlega 200 þús. manns tók í i \ dag þátt í fjöldafundi, sem hald- inn var í miðborg Belgrad, til þess að votta leiðtoga tékkneska Ikommúnistaflokksins stuðning sinn. Hundruðir tékkneskra ferða manna í Júgóslavíu veifuðu fána ættlands síns og hrópuðu mót- mæli gegn hinu sovézka hernámi. Utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, sem nú er sagður á leið til New York til þess að tala máli þjóðar sinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, tók á móti þúsundum fundarmanna eftir fjöldafundinn við tékkneska sendiráðið. Hann þakkaði íbúum Belgrad fyrir afstöðu þeirra: — Þetta er sönn sósíalistísk al- þjóðahyggja, og fyrir okkur tákn ar stuðningur ykkar raunhæfa og mikla von, sagði Hajek við mann fjöldann, sem hróp^ði taktfast og í sífellu: „Tito — Dubcek" og „Burt með hervagnanna". Hinn tékkneski ambassador í Belgrad, Wladislav Simovic, kyssti tékkn eska fánann meðan manfjöldinn hrópaði and-sovézk slagorð. í dag var efnt til mótmælaað- ' gerða fyrir utan sovézk sendiráð • víðsvegar um heim, brotnar hafa verið rúður með steinkasti og; stöðugur formælingakór hefur • verið fyrir utan sendiráðin í mörgum stærri borgum heimsins. Til viðbótar þessum mótmælaað- gerðum hafa ríkisstjórnir og for-. ráðamenn alþjóðastofnanna sent Sovétríkjunum og öðrum rétttrún' aðar kommúnistaríkjum í Austur- ', Evrópu mótmæli eftir friðsamlegri, leiðum en engu að -síður harðorð og kröftug. Ríkisstjórnir eða þjóðþing í eft' irtöldum löndum, Astralíu, Dan mörku, Noregi, fsrael, Ghana, Bur undi, ftalíu, Grikklandi, Indlandi, Kenýa, Tanzanía og Ethiópíukeis ari Haile Selassie skoruðu í dag á Sovétríkin og fylgifiska þeirra að hverfa á braut úr Tékkóslóv- akíu með hernámsliðið. Áður höfðu mörg önnur ríki beint lík- um tilmælum til Sovétstjórnarinn- ar. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.