Vísir - 25.06.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 25.06.1977, Blaðsíða 13
VISIR Laugardagur 25. Júnl 1977 17 ■ ... ■ Æsk'í Flugmenn Vængja koma úr einni af ferðum sfnum f gær. Twin Otter vélarnar hafa reynst mjög vel við islenskar aðstæður. STÓR HLUTI VERKEFN- ANNA FLUTNINGUR Á KNATTSPYRNUMÖNNUM Vængir munu i sumar, meðan sói er hæst á lofti, fljúga Mið- nætursólarflug. Fiogið er frá Reykjavik klukkan 20 og flogið norðurfyrir land. „Já það virðist vera mikill áhugi á þessum ferðum sagði Guðjón Styrkársson i samtali við Visi” Og sá áhugi er ekki siður meðal islendinga sjálfra. Við erum búnir að fara tvær ferðir og báðar hafa tekist mjög vel. Viðdvöl er höfð i Grimsey þar sem menn geta farið i skoð- unarferð og horft á miðnætur- sólina. Siðan er drukkið kaffi i félagsheimilinu og að þvi búnu afhent skirteini sem staðfesta að viðkomandi hafi stigið norð- urfyrir heimskautsbaug”. Siðan er flogið til Reykjavikur og eru veitingar bornar fram i flugvélinni á leiðinni. Áætlunarf lug til Mývatns Þá er þess að geta að Vængir hafa tekið upp fast áætlunarflug til Mývatns. Verður flogið dag- lega og er brottför frá Reykja- vikurflugvelli klukkan 19.00 en frá Mývatni klukkan 21.00. „Við erum nú með áætlunar- ferðirá 14staöiá landinu” sagði Guðjón. „Þessar Mývatnsferðir hafa verið nokkuð lengi i undir- búningi hjá okkur enda en Mývatn mikill ferðamannastað- ur og þangað leggja þúsundir leiö sina á sumrin. Enda hefur komið i ljos að ferðaskrifstofur hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga. Okkur hafa borist marg- ar bókanir fyrir erlenda ferða- menn á flugleiðinni,, og einnig hafa islendingar að sjálfsögðu sýnt áhuga”. Fastar flugsamgöngur hafa ekki áður verið milli Reykjavik- ur og Mývatns. Vængir hyggjast nota 20 manna Twin Otter vélar sý/nar á þessari flugleið, en auk þeirra tveggja eiga Vængir eina 10 manna vél og eina 4 manna. Mikið flogið með knatt- spyrnumenn Nú stendur fótboltavertiðin sem hæst og Vængjavélarnar hafa þar mörg verkefni. „Sennilega er uppundir 20 prósent af verkefnum okkar um þessar mundir tengd knatt- spyrnumönnum”, sagði Guðjón, „en knattspyrnulið viða um land nota sér þjónustu okkar i vaxandi mæli”. Sem dæmi um þá þjónustu má nefna að i dag eru selfyssingar að keppa á ísafirði. Vængjavél skaust austur fyrir fjall og náöi i liðið og flaug siðan með það til Isafjarðar. Þar biður flugvélin á meðan leikurinn stendur yfir og fer siöan aftur með mennina á Selfoss. —GA Gítartónleikar ó mónudagskvöld Simon Ivarsson, gitarleikari, efnir til tónleika i kirkju Óháða safnaöarins, mánudaginn 27. júni klukkan 20.30. A efnis- skránni eru lög eftir ýmis þekkt tónskáld meðal annars Bach, John Doweland og Manuel de Falla. Simon Iauk prófi frá Tón- listarskóla Sigursveins D. Kristinssonar, voriö 1975 og hef- ur siðan stundaö framhaldsnám við Tónlistarháskólann I Vinar- borg hjá hinum heimsfræga prófessor i gitarleik, Karl Scheit. í sumár mun Simon kenna á gitar og geta menn látiö innrita sig við innganginn á mánudaginn. Tónleikarnir verða endur- teknir i Tónlistarskólanum á Akranesi miðvikudaginn 29. júni og á Selfossi fimmtudaginn 30. júni. —Sv.G. Sfmon tvarsson nam um skeið hjá hinum þekkta prófessor I gltarleik, Karli Scheit. Nýkomnir tjakkar fyrir fólks- og vörubíla fró 1 til 20 tonna •• MJOG HAGSTÆTT VERÐ Fjörug spyrnuþjónusta Vegna mikillar sölu vantar okkur flestar gerðir bíla á söluskrá. Amerískir og japanskir bílar eru vinsœlir í dag BÍLASALAN SPYRNAN VITATORGI 0piö frá 9'19' °pið 1 háde9'nu og laugardögum 9-6 Símar: 29330 og 29331 Höfum opnað nýja ferðaskrifstofu Önnumst alla mögulega fyrirgreiðslu Reynið viðskiptin Vinsamlegast skrifið hjá yður simanúmer okkar 29211 Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar h.f. Skólavörðustíg 13a. Reykjavik simi 29211 Ff/ugum þrísvar til Bíldudals og ÖRYGGI, þœgindi og hraði sinnum í viku Tálknafjarðar VÆNGIR HF. Reykjavíkurflugvelli vængir hif Símar: 26060 og 26066 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.