Vísir - 25.06.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 25.06.1977, Blaðsíða 19
23 VISIR Laugardagur 25. júnl 1977 ( Simatími lesendasíðu frá klukkan 13-15. Vísis „Sjúkdómsvaldurinn er verslunarvara og gróðalind fyrir ríkissjóðina" Kristján frá Djúpalæk skrifar: Afengissýkin hefur fylgt mannkyni frá ómunatiö. Hún vofir enn yfir okkur eins og svipa skelfingarinnar, þótt læknavisindin hafi útrýmt eöa heft framgang tuga annara álfka meina. Væri jafn auövelt aö greina sýkla þá, er valda öör- um þjóöplágum i liki sjúkdóma, væri löngu búiö aö finna öruggt ráö gegn þeim. Væruþeir sýklar geymdir i vöruhúsum eins og áfengiö.væribúiö aö brenna þau hús. En hér spilar inn, aö þessi sjúkdómsvaldur er verslunar- vara, já, ein helsta gróöalind þúsunda manna og jafnvél nýtt af rikissjóöum sem búbót. Þess vegna eru þessi sýklabúr opin og auglýst. Og nægilega margir, alltof margir, bera þangaö fé sitt i skiptum fyrir stundarfró, logna gleöi, ævikvöl og dauöa. Furöulegt öfugstreymi. AA- bókin, sem nýkomin er út fjallar um nauövörn þeirra, er oröiö hafa fórnarlömb áfengissýkl- anna. Þetta er bók um mann- lega niöurlæging, sorg og kvöl. AA.-samtökin eru ung aö árum. „Neistinn, sem tendraöi fyrsta AA-hópinn var sleginn i Akron, Ohio (I Bandarikjunum) i júni 1935 og hrökk af samtali verö- bréfasala og læknis i Akron”. Svo segir i formála þessarar bókar, sem nú er komin út á is- lensku, en var fyrst prentuö i Bandarikjunum 1939. Þessir menn voru báöir drykkjusjúkl- ingar. En þeir geröu sér grein fyrir þvi og einnig hinu, aö slikir veröa aöklóra ibakkann sjálfir, eöa farast. — AA-samtökin byrjuöu smátt. Nú eru í þeim tugþúsundir félagshópa og milljónir félaga i yfir 100 lönd- um. Þessi bók er handbók þeirra og leiöabók f senn i voöa- sjóum áfengisbrimsins. Hér segja sjúklingar sögu sina, m.a. um átakanlega ósigra fyrir Bakkusi. Hér segir frá þvi hvernig frumkvöölar byggöu Bréfritari kallar áfengisverslanirnar sýklabúr sem séu auglýst og nýtt af rikissjóðum sem búbót. varnarvigi sin. Aö viöurkenna sig sjúka, aö vænta möguleika til viönáms og gagnsóknar, aö viöurkenna eitthvert afl sér sterkara, einhvern guö eins og hver og einn gat hugsaö sér hann, og reyna aöleita tilhans i bæn og ákalli um styrk. Aö reyna aö bragöa ekki vin I dag. Einn dag f senn. Þaö þýddi ekki aö taka stökkin stór, menn uröu aö feta sig fram. Og þeir geröu sér ljóst, aö þaö var ekki nóg aö hætta sjálfir, þeir uröu aö fórna kröftum tilaöhjálpa öörum jafn illa stöddum til aö hætta. Hér hefurveriö unniöótrúlega mikiö starfog sigrar eru furöumargir, þó skipbrot fylgi meö. En upp- hafsmenn hittu á rétta sálfræöi, án þess aö hún væri viöurkennd visindi þá. Þaö er samstarf, trúnaöur, opin samgönguleiö milli sálna. Nokkrir Islendingar segja sögu baráttu sinnar hér. Vandamáliö er enn viö lýöi. En leiöin til aö leysa þaö er fundin: AA-samtökin. Þessi bók ætti aö vera til á hver ju heimili, einkum þar sem Bakkus knýr dyra. En hann er viöa á ferö. Drykkjusjúklingur. Ef þú lest þessi orö, þá útvegaöu þér AA- bókina. Lestu hana vel, faröu eftir ráöum hennar út i ystu æs- ar. Og þú munt læknast. Lff þitt breytir svip. Þjáning þinni, ógæfu fjölskyldu þinnar, niöur- læging þinni og fátækt lýkur. Þú veröur frjáls og lifiö hlær aftur viö þér. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hefur lög að mœla: „SKÖMM AÐ REYNA EKKI AÐ OPNA HAFNARBÚÐIR" Seðlabankinn svarar íslenskum námsmanni Hólmfriður Jóns- dóttir hringdi og vildi taka undir orð Aðal- heiðar Bjarnfreðs- dóttur formanns Sóknar á baksiðu Visis sl. miðvikudag um nauðsyn á betri að- hlynningu sjúkra. „Loks heyrist skynsamleg ályktun um hjúkrunarmál okkar. Þaö er skömm aö reyna ekki aö opna Hafnarbúðir. Auö- vitaö geta margir fleiri hjálpaö fólki og veitt þvi aöhlynningu en lært hjúkrunarfólk. Almenn- ingur þarf aö taka þessi mál til almennrar umræöu á skynsam- legum vettvangi, og meö þaö Aöalheiður Bjarnfreösdóttir fólk fyrst og fremst í huga sem þarf á aðstoð aö halda.” sagöi Hólmfriöur. Fyrir stuttu birtist hér i les- endadálkinum bréf frá islensk- um námsmanni erlendis, sem spyr hvort sú aöferö, sem Flug- leiöir nota viö aö umreikna far- gjald til tslands á Islenskt gengi, brjóti ekki i bága viö lög. Flug- leiöir hafa þegar svaraö bréfi námsmannsíns, og hér birtist svar Siguröar Jóhannssonar, forstööumanns gjaldeyriseftir- lits bankanna. Um greiðslu flugfar- gjalda i islenskum krónum með islenskum flugfélögum í þeim tilfellum þegar skrif- stofum islensku flugfélaganna erlendis berast islenskir pen- ingar sem greiðsla fyrir þjón- ustu, viröist eölilegt aö notaö sé þaö gengi, sem skráö er á is- lensku krónunni á viökomandi staö. Um nokkur afföll er aö ræða, en þau ekki óeölileg. Ekki viröist neitt liggja fyrir, sem bannar skrifstofu islensks flugfélags aö veita islenskum seölum viötöku, en hinsvegar getur skrifstofan ekki sent seöl- ana tillandsins og veröur þvi aö skipta þeim fyrir erlendan gjaldeyri á staönum. Af fram- komnum upplýsingum veröur ekki séö, hvort seðlar hafi lög- lega verið fluttir úr landi. A undanförnum árum hefur sú regla gilt, aö heimilt hefur verið ferðamönnum aö flytja meö sér til og frá landinu allt aö kr. 1.500.-þó ekki i hærri seölum en 100 króna. Þann 10. þ.m. tóku gildi nýjar reglur um út- og innflutning is- lenskra seöla. Heimila þær feröamönnum aö flytja meö sér úr og tillandsins allt aö 14.000.- i öllum seölastæröum aö undan- teknum 5.000,- seölum. Sérstök ástæöa viröist vera til aö benda á, aö útflutningur á 5.000- króna seðlum er ólöglegur og þvi ekki skiptanlegur erlendis nema gegn afarkjörum. Hvað viö kemur „hungurlús úr hnefa til námsmanna”, er það að segja, aö upphæö náms- yfirfærslna er ákveðin um hver áramót, að höföu samráöi viö samtök islenskra námsmanna erlendis. Ekki veröur fjallaö nánar hér um J>að atriöi. SEÐLABANKIÉSLANDS. Siguröur J óh annsson. Starfsmenn þar af einn með fósturmenntun, á með- ferðarheimilið að Kleifarvegi 15. Upplýsingar veitir forstöðumaður heimilisins i sima 82615. Umsóknir berist fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 20. júli. Fræðslustjóri. Sími 36011 SiTiumula 8 Keykjavik ■ Ég óska aö gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag visrn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.