Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 8
Miövikudagur 29. júni 1977 VISIR KONUNGLEGI DANSKI BALLETTINN gestaleikur i Þjóleikhúsi. Dansahöfundar: August Bournonville, Hans Beck, Hans von Manen. „Annaö atriði, sem við aldrei ötlum að gleyma, er feguröin. Hún er sameinuð nytseminni, — aö so miklu leiti sem það sem fagurt er ætið er til nota, and- legra eða likamlegra, — eða þá til eblingar nytseminni. Samt er fegurin hennir eptir eöli sinu aungvanveginn háð, heldur so ágæt, að allir menn eiga að gyrnast hana sjálfrar hennar vegna.” Fjölnir, 1. ár. Þegar þetta kemur fyrir sjón- ir lesenda, er of seint að eggja þá lögeggjan að fara i Þjóðleikhús islendinga að sjá danska ballettflokkinn sem þar hafði tvær sýningar um helgina. En það er ekki of seint að draga ofurlitla lærdóma af sýning- unni. Tvær þjóðir Norðurlanda gjaldgengar í listdansi 1 þessum pistlum hefur áður verið lýst gleði yfir þvi lifi sem virðist vera að færast i islensk- an ballett með samstarfi List- dansskóla Þjóðleikhússins og tslenska dansflokksins. Það varpar engum skugga á þá gleði, þótt við höfum með heimsókn dana fengið tækifæri að sýna nefnda norræna sam- vinnu i verki: Hvernig væri að semja um að við fengjum til okkar — fyrst með samnorrænni fjárhagsaöstoð, siðan á eigin reikning — skandinaviska dans- flokka, ekki í skyndiheimsóknir eins og þessa, heldur til stöðugs sýningarhalds i svo sem mánuð á ári? Ef rekinn væri skynsam- legur áróður fyrir slikum sýn- ingum og tiltækið styrkt nógu riflega til þess að ódýrt yrði að sækja ballett, væri áreiðanlega á fáum árum unnt að kenna islendingum eins og öðrum þjóðum að njóta þessarar yndis- legu listgreinar. Og um leið væri búið að skapa vaxtarskilyrði islenskum listdansi. Þvi að án kennslu i að njóta listarinnar fást engir áhorfendur, og án áhorfenda enginn listdans. Að eiga fræga dansara í útlöndum Þessar hugsanir hljóta að vakna þegar maður hefur átt jafn ánægjulega stund og gafst kostur á i Þjóðleikhúsinu um helgina. Þegar maður hefur reynt á sjálfum sér sannleiks-j gildi orða Jónasar og félaga um fegurðina sem er „so ágæt, að allir menn eiga að gyrnast hana sjálfrar hennar vegna.” Og þegar maður auk þess hefur fengið enn eina sönnun þess að þegar náðst hefur fullt vald á al- varlegri listrænni tjáningu, þá er hægt að umgangast listina meö svo skemmtilegu frjáls- lyndi að jafnvel frumsýningar- gestir Þjóðleikhúss sitji iskrandi af hlátri undir heilum þætti i ballettsýningu. Þetta gerðist á laugardaginn var, þetta gæti gerst miklu oftar. Það hlýtur að vera eölileg krafa okkar til foringja norrænnar samvinnu að þeir velji einfalda leið til að láta það gerast. Ann- ars mun svo fram fara sem hingað til, að islendingar geta haldið áfram að stæra sig af þvi að eiga fræga dansara i útlönd- um. —Hp. Heimir segist á sýningu konunglega danska ballettsins hafa reynt á sjálfum sér sannleiksgildi orða Fjölnismanna um fegurðina sem er ,,so ágæt, að allir menn eiga að gyrnast hana sjálfrar hennar vegna”. Heimir Pólsson skrifar hér um gesta heimsókn konunglega danska balleftsins i Þjóðleikhúsinu. Segir hann sýninguna sönnun þess, að þegar naðst hefur fullt vald ó alvarlegri iistrœnni tjóningu þó sé hœgt að umgangast listina kmeð svo skemmtilegu frjólslyndi að jafnvel f ru msýningargestir þjóðleikhússins sitji iskrandi af hlótri undir heilum þœtti í balletsýningu Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta i Hraunbæ 30, þingl. eign Guðbjargar Gunnarsdóttur fer fram á eigninni sjálfri fóstudag 1. júli 1977 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Nauðungaruppboð sem auglýst var í 16., 18. og 20. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á hluta I Klapparstíg 17, þingl. eign Gunnars Fjeldsted fer fram eftir kröfu titvegsbanka tslands og Búnaöarbanka tslands á eigninni sjálfri föstudag 1. júli 1977 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik KENNARAR GRILL 12 gerðir af grillum, einnig annað sem til þarf, viðarkol, kveikivökvi og fleira. SKA 1A itini.x W Bk , Hjálparsveit skáta Reykjavik SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar hf Spítalastíg 10 — Sími 11640 STÖÐLUN - STARF Frá og með 1. október verður ráðinn verk- fræðingur eða maður með sambærilega menntun til að annast stöðlunarverkefni á vegum Iðnþróunarstofnunar íslands. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf, þurfa að berast stofnuninni eigi sið- ar en 25. júli n.k. Iðnþróunarstofnun íslands Skipholti 37 — Reykjavik 1 í VÍSM wísará widskiptin PASSAMYIVDIR . teknar í Ritum tiHfúnar strax I barna *. flölskyldu UOSMYIVDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Eftirtaldar kennarastöður við skólana i ísafjarðarkaupstað eru lausar til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 5. júli n.k. 1. Ein kennarastaða við Gagnfræðaskól- ann. Æskilegar kennslugreinar hjálpar- kennsla og/eða enska. 2. Tvær kennarastöður við Barnaskóla ísafjarðar. 3. Ein kennarastaða við Barnaskólann i Hnifsdal. Skólanefnd ísafjarðar. Fljúgum fimm sinnum í viku til Hellissands, Ólafsvíkur og Stykkishólms ÖRYGGI, þœgindi og hraði VÆNGfR HF. Reykjavíkurflugvelli vængir h/f Simur: 26060 og 26066

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.