Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 29. júni 1977 Símatími lesendasíðu Vísis frá klukkan 13-15. 23 “V Sími 86611 Afnemum kvikmynda- eftirlitið Kvikmyndaáhugamaður skrifar: Alveg eru þau eins og töluð út úr minu eigin hjarta, orð Arna Þórarinssonar i kvikmynda- gagnrýni Visis þriðjudaginn 21. júnisl. Þar segir Árni m.a.: „Sá hreinsunareldur sem kvik- myndir þurfa að ganga i gegn- um hérlendis áður en þær fá að komast á hvita tjaldið er löngu útbrunninn i nálægum menn- ingarlöndum. Hér eru menn ennþá að reyna að hafa vit fyrir náunganum. Fyrir löngu er kominn timi til að aflétta siðferðilegu eftirliti með mynd- máli á lílandi, alveg eins og rit- máli.” Þetta er auðvitað alveg lauk- rétt’. Við höfum fyrir löngu dregist aftur úr öðrum þjóðum vegna forpokunar og moldar- kofahugsunarháttar, ekki bara á þessu sviði heldur á öllum sviðum. Þó er sorglegast til þess að vita, að góðar kvikmyndir, sem flokka má undi-r menn- ingarverðmæti, hafa hreinlega verið eyðilagðar með skærum kvikmyndaeftirlitsins þar sem sjálfumglaðir og sjálfskipaðir siðgæðispostular þykjast ætla að hafa vit fyrir þjóðinni undir yfirvarpi siðferðilegra umbóta. Krafan er þvi: Niður með kvik- myndaeftirlitið. RÁÐ TIL STJORNMALAMANNA: PINIÐ OKK- UR ÓBEINTI S.M.S. skrifar: ,,Ég hitti varla þann sem ekki kvartar og kveinar undan sköttum sinum. Þeir bölva og ragna, og ræða leiðir til að greiða sem minnst i rikiskassann. En þessir menn hafa ekki minnstu hugmynd um hversu skattpindir þeir eru i raun og veru. Tekjuskatturinn er t.d. ekki nema 7 til 8 prósent af tekjum rikisins. Otgjöld rikisins verða um 85 milljarðar á þessu ári, en tekjuskattur nemur ekki „nema” um 5 milljörðum. Við verðum að greiða hina milljarðana eftir sem áður, en samt kvarta flestir undan þessum skitnu 5 milljörðum. Islendingar greiða u.þ.b. sömu upphæð og tekjuskattinum nemur i formi áfengiskaupa. Agóöinn af áfengissölu er semsé um 5 milljarðar. Og tekjur af bensin- sölu eru svipaðar. Afgangurinn af tekjum hins opinbera er fenginn með ýmiss konar öðrum óbeinum skatt- lagningum, t.d. söluskatti, toll- um, innflutn i ngsgjöldum, sölu opinberrar þjónustu o.s.frv. Úr þvi að stjórnmálamenn hafa ákveðið að pina okkur svona hroðalega (um helmingur tekna manna fellur i rikissjóð aö lokum), hversvegna þá að halda enn i þessa sköttun sem allir kvarta undan, þ.e. tekjuskattinn. Obeina skattlagningin er hvort sem er svo mikil, aö fæstir mundu taka eftir þótt söluskattur hækkaði upp i 50 prósent, eða bensinlítrinn i 160 krónur. Svona nú, stjórnmálamenn Verið klókir. Aflið ykkur vinsælda. Fellið niður tekju- skattinn, og náið honum aftur i formi óbeinna skatta. Hækkið allt, hvað sem er nema áfengið. Við verðum að búa að einhverju til að drekkja sorgum okkar yfir að hafa kosið ykkur. Frá sandspyrnukepninni i Hrauni i ölfusi. Eiqq sandspvrnubíl- qrnir oð fq skoðun? Gunnar Jensson, sjómaður hringdi: „Ég var að sjá hér i Visi frásagnir af sandspyrnukeppni sem var haldin austur á Hrauni i ölfusi. Fréttinni fylgdi mynd, af farartækjum sem tóku þátt i keppninni. Mig langar að fá svör við þeirri spurningu, hvernig svona bifreiðar fái skoðun. Sumir eru reknir til baka vegna þess að bilar þeirra hafa verið hækkaðir á fjöðrum, eða upprunalegri gerð þeirra breytt á einhvern hátt. Eða er það kannski svo, að bifreiðaeftirlitsmenn kalla þetta ekki breytingar, heldur endurfæðingu? — Gaman væri að fá svör við þvi.” Vísir hafði sambandi viö Bifreiðaeftiriitið og bar þessar spurningar undir Ragnar Jóns- son, verkstjóra Hann sagði: Við hér i eftirlitinu könnumst ekki við að hafa fengið þessa bila hér til skoðunar i þvi ástandi, sem þeir voru i, i sand- spyrnukeppninni. Það er engin leið fyrir okkur að fylgjast stöðugt með bilum landsins svo það er ekki miklum erfiðleikum bundið fyrir eigendur þessara bila að breyta þeim fyrir svona keppnir. Ég reikna fastlega með að þeim verði aftur breytt i upp- runalega mynd, þvi að þeir fengju aldrei skoðun eins og þeir litu út á myndum sjónvarpsins og blaðanna.” „Það er frekar litið um að við visum mönnum frá vegna þess að bilar þeirra hafi verið hækkaðir á f jöðrum eða að dekk nái útfyrir. Það kemur þó fyrir, og þá eru upprunaleg hlutföll bilanna gjörbreytt.” Fjörug spyrnuþjónusta *■ Vegna mikillar sölu vantar okkur flestar gerðir bíla á söluskrá. Amerískir og japanskir bílar eru vinsœlir í dag BÍLASALAN SPYRNAN YITATORGI °piö frá 919‘ 0piö ' h**deginu og laugardögum 9-6 Símar: 29330 og 29331 BILAVARAHLUTIR Nýkomnir varahlutir í Cortinu ’68 Fíat 128 71 BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10, simi 11397. Opið fra kl. 9-6.30, laugardaga kl.°9-3 og.sunnudaga kl. 1-3. VÍSIR Ég óska að gerast áskrifandi Simi 8661 1 SiTiumula 8 Keykjavik. Nafn Heimili Sveitafélag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.