Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 29.06.1977, Blaðsíða 10
VÍSIR 1 lg<*fundi: Itrvkjíipmit lií Kramkva‘iud;istjóri: Davift (iiiftniumlsson Itilstjórar: l»orsli‘inn l'álsson ábm. Olafur Hugnorsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bragi (iuftmundsson Kréttastjóri rrlrmlra frétta: (iuftmundur G. Pélursson. l insjón meft llelgarhlafti: Arni Dórannsson Klaftamenn: Anders Hansen. Anna Heiftur Oddsdóttir, ’ Kdda Andrósdottir. KinarK Guftfinnsson. Klias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson. Guftjón Arngrimsson. Hallgrimur H Helgason. Kjartan L. I’álsson. f)li Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn Guftjonsson. Sa*mundur (iuftvinsson Iþróttir: Bjórn Blóndal. Gylfi Kristjánsson ( tlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson. Mdgnus Olafsson. I.jósmvudir: Kinar Gunnar Kinarsson, Jens Alexandersson. Loftur Asgeirsson Siilusljori: l»áll Stefánsson Auglvsingastjóri; Dorsteinn Kr Sigurftsson Dreifingarstjóri: Sigurftur K Pétursson. Auglxsingar: Siftumula x. Simar K22(i». Klilill. Aski iítargjald kr. HIIMl ;i mauufti innanlaiids. Afgreiftsla: St^kkholli 2-1 simi KOIill Verft i kiusasiilu kr. 70 eintákift. Hitstjóru : Slftumiila II. Sími KlíOII. 7 Ifnur. Prentun: Itlaftapreut hf. Hálft bókarverð á mann úr sjóðum bókaþjóðarinnar Almenningsbókasöfn þessa lands eiga mörg hver í umtalsverðum rekstrarerfiðleikum um þessar mundir. Bókaverð hefur hækkað og sömuleiðis allur rekstrarkostnaður og með lagabreytingu hefur stuðn- ingur ríkissjóös við söfnin verið felldur niður. Þar var um að ræða þátttöku í byggingarkostnaði og rekstri almenningsbókasafnanna. Eins og málum er nú háttað er það einungis komið undir áhuga sveitarstjórnarmanna á hverjum stað og fjárhagslegu bolmagni sveitarfélaganna hvað verður um bókasöfn landsmanna. Þessi þáttur menningar- starfseminnar hefur lagst þungt á rýra sjóði flestra minni byggðarlaganna og má segja, að það framlag> sem ríkissjóður innti af hendi til bókasafnanna hafi einungis verið til málamynda og varla umtalsvert. I meðalstóru bókasafni í einum kaupstaðanna þar sem heildarreksturskostnaður nam nálægt þremur milljónum króna rétti ríkissjóður af örlæti sínu fram rúmlega 80 þúsund krónur, en hirti svo af sama safni mun hærri upphæð í formi þinggjalda og launaskatts. Þannig mun dæmið hafa litið út víða, það er að fram- lög ríkisins til safnanna námu lægri upphæð en skatt- lagningin á þau. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir, að kostnaður við rekstur bókasaf nanna verði rúmlega 30% hærri en hann var á siðasta ári, og er þá hætt við, að víða verði dregin saman seglin. Slik afturför yrði mesta hneisa fyrir þjóð, sem löng- um hefur kennt sig við bækur, og er ófært annað en þessi mál verði tekin til endurskoðunar af hálfu stjórnvalda. Almenningsbókasöfn eru miklar menningar- og menntastofnanir hvert i sínu byggðarlagi og má að ýmsu leyti segja að þau séu hluti af skólakerfinu þar sem þau veita viðtæka fræðslu og upplýsingar bæði skólanemendum og öðrum íbúum byggðanna. Af þessari ástæðu væri mjög eðlilegt að rikissjóður bæri uppi sama kostnaðarhlutfall af bókasafnsrekstri og hann gerir í sambandi við skóla landsins, en um slikt þýðir ekki að tala í bráð. Sennilega væri heppilegast að hafa ákveðna viðmið- unarreglu í sambandi við fjárveitingar ríkisins til bókasafna og leggur Vísir til, að framlagið verði látið nema helmingi verðs á meðalbók á hvern íbúa byggðarinnar. Ef meðalverð algengustu íslenskra bóka er áætlað um 3000 krónur, yrði f járframlagið 1500 krónur á hvern íbúa miðað við núverandi verðlag. Með þessu móti fengi bókasafn í 1000 manna byggð einnar og hálfrar milljónar króna fjárstuðning við reksturinn á þessu ári og 2000 manna byggð í sama hlutfalli þrjár milijónir króna. Ríkissjóður verður að hlúa að þeim mikla menningarauka, sem bókasöfnin eru, og ef tekið er tillit til þeirra upphæða, sem ríkið hefur í tekjur af hverjum landsmanni á ári ætti ekki að vera til of mikils ætlast að í staðinn kaupi það svo sem hálfa bók á mann að jafnaði. Ekki fer Vísir fram á jafnvirði heillar bókar á mann í hverju byggðarlagi, heldur að- eins stuðning, sem svarar hálfu bókarverði. Þessum fjárveitingum ríkisins ætti einungis að verja til bókakaupa og viðhalds á bókakosti safnanna, spjaldskrárgerðar og endurskipulagningar. Á móti þessu fé kæmi svo framlag sveitarfélaganna á hverjum stað, sem gæti numið svipaðri upphæð, og yrði við það miðað að sveitarfélagið legði til húsnæði og greiddi starfsmannahald og rekstrarkostnað bóka- safnsins. Með þessum hætti væri tryggt, að bókasöfnin yrðu þær mennta-, upplýsinga-og tómstundastofnanir, sem bókaþióðin vill aft þau verði. Haraldur Blöndal tek- ur hér til umræðu meið- yrðamál þau sem höfð- uðvoru vegna skrifa um aðstandendur Varins lands og afskipti nor- rænna rithöfunda af þvi máli, á þingi þeirra i Reykjavik fyrir skömmu. Á norrænu rithöfunda- þingi nú í sumar kvaddi sér hljóðs svíi að spyrjast fyrir um meiðyrðamál tólf for- ystumanna undirskriftar- söfnunar Varins lands gegn nokkrum íslendingum. Af fréttum má marka, að formaður íslensku. rithöf- undasamtakanna hafi þar hlaupið á sig og gefíð svör, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann. Hvað snerta þessi mál svía? Sigurður A. Magnússon, sem er nú formaður rithöfundasamtak- anna á Islandi, hélt einu sinni tölu um þessi meiðyrðamál erlendis i klögunarskyni. Var hann áminntur fyrir þessi glöp sin af stjórn rithöf- undasamtakanna, þegar heim kom. Önákvæm ræða Sigurðar varð hins vegar til þess að margir norrænir rithöfundar töldu, að ver- ið væri að ráðast gegn prentfrelsi á Islandi með þvi að fara i þessi meiðyrðamál. Það er af þessum sökum, sem sviinn kvaddi sér hljóðs nú að spyrjast fyrir. Meiðyrðamál þessi koma þó svi- um ekki frekar við en venjulegt skaðabótamál vegna þess, að drukkinn ribbaldi gerir óskunda hjá fólki, eða maður lendir i árekstri. Eðlilegt að verja æru sína. A sama hátt og fólk telur eðlilegt að fá bætt tjón, sem aðrir valda þvi með skaðabótaskyldum hætti, þá er eðlilegt að menn telji sér rétt að verja æru sina, og vilji ekki þola bótalaust að vera svivirtir i blöö- um. Prentfrelsiö var aldrei til þess sett að ritsóðar gætu vaðiö um rit- völlinn bölvandi og ragnandi og meitt bótalaust hvern þann, sem ekki fór að vilja þeirra. Vegna prentfrelsisins hefur almannavald þó vfirleitt ekki gætur á ritsóðun- um, heldur metur það hver með sjálfum sér, hvort hann telur sig ærumeiddan. Hann getur þá höfðað mál og dómstólarnir skera úr um þrætuna. Og þannig er prentfrelsinu best borgið. Menn hafa fullan rétt til að tjá sig, en skulu ábyrgjast fram- setninguna. Þjóðviljasjóðurinn Samkvæmt blaðafregnum á nú að stofna sjóð til að standa straum af kostnaði vegna meiðyrðamála forystumanna Varins Lands. Ekki á þó að safna fé til að borga 'máls- höfðunina eins og réttast væri og i VISIR Miðvikudagur 29. júnl 1977 samræmi við anda prentfrelsisins, heldur á að safna fé til þess að greiða fyrir menn, sem ekki geta tekið þátt i opinberum umræðum án þess að veröa sér og málstað sinum til skammar með sóðalegum munnsöfnuði. Miklu nær væri fyrir vini þessara manna að útvega þeim kennslu i hófsömum skrifum til þess aö þeir geti I framtfðinni komið skoðunum sinum þokkalega á framfæri. Eiga rithöfundar aö vera ábyrgðarlausir. . Ef marka má orð Sigurðar A. Magnússonar telur hann rithöf- unda eiga að njóta sérréttinda og aö þeir eigi aö hafa meira prent- frelsi en aðrir. Slikar skoðanir eru jafnframt krafa um afnám prentfrelsis, þvi að fái einn maöur meiri rétt til að tjá skoöanir sinar en aðrir, þá merkir það um leið höft á málfrelsi manna. Ég veit ekki til þess að nokkur rithöfundur, sem til frægðar hefur unnið, hafi krafist sérréttinda fyrir sig. Allir rithöfundar með sjálfs- virðingu telja skrifað orð það mik- ils virði að fara veröi vel með það og ekki beita þvi til ills. Sönnu nær geta orð velmetins rithöfundar vegið þyngra en annarra og þess vegna valdið meiri miska, sé þeim beitt til þess. Dónaskrif Halldórs Laxness um Einar Benediktsson eru þvi alvar- legri, sem Halldór er heimsfrægur maður og einn mesti stilisti á Is- lenska tungu. Þessi skrif heföu ekki verið tekin alvarlega, ef venjulegur maður hefði ritaö þau, a.m.k. hefði veriö léttara að lita fram hjá þeim. Tilraun til skoöanakúgunar. Nú eru liðin þrjú ár frá undir- skriftasöfnun Varins lands. I dag er enn ljósar en áður, hversu varnir eru nauðsynlegar á íslandi. Reynslan hefur þvi staðfest álit þeirra kjósenda, sem skrifuðu nöfn sin undir áskorunina. Skrif þeirra manna sem hæst létu af andstæðingum söfnunarinnar, hafa að sama skapi reynst byggö á röngum forsendum. Þó voru mörg þau skrif málefnaleg. En skrif þeirra manna, sem stefnt var i meiðyrðamálunum, skera sig úr sakir sóðaorðbragös. Sjaldan hafa menn verið svivirtir jafn mikið og þá, og tilgangurinn virðist auösær. Það átti að hræöa menn frá und- irskriftum með hótunum um stór- felldar ærumeiðingar, en það mis- tókst. Deilur um þjóðmál tengjast ærumeiðingum Slikar og þvi likar aðgeröir eru þekktar. Alvitringar i stjórnmálum hafa einlægt freistast til þess að beita slikum aðferðum. Margur maðurinn kærir sig ekki um aö fá nafn sitt atað auri vegna þess eins, að hann segi skoðanir sinar opin- berlega og þegir heldur. Hefur Þjóðviljinn einna helst beitt þessari ofsóknaraðferð og þvi miður orðið um of ágegnt. „Prentfrelsið var aldrei til þess sett aö ritsóðar gætu vaðiö um rit- völlinn bölvandi og ragnandi og meitt bótalaust hvern þann, sem ekki fór aö vilja þeirra”, segir Haraldur Blöndal lögfræöingur I þessari grcin sinni. Sóðaskrif eins og andstæöingar Varins lands stunduðu eru hættuleg frjálsri skoðanamyndun, þvi aö þau fæla menn frá þvi að láta stjórnmál til sin taka. Sóðaskrifin valda þvi, að menn telja subbuskap og ókurteisi nauösynlega i opinber- um þjóðmálaumræöum, og halda að deilur um þjóömál hljóti aö hata ærumeiðingar I för með sér. Forystumenú Varins lands völdu þann kostinn að sætta sig ekki við sóðaskrifin. Þeir hafa látið ritsóð- ana standa við stóru orðin fyrir dómstólum, en sóðunum hefur ekki tekist það. * i >'r ■ • Miövikudagur 29. júni 1977 VISIR Allir eru sistarfandi i Kina og samhugur er mikiil meöal fólks, aö sögn Sverris Einarssonar. Meiðyrðamól koma svíum ekki frekar við en mól vegno bílárekstra Tekið á móti islenska hópnum meö lófataki f einni af hinum fjöl- mörgu kommúnum sem hópurinn sótti heim. (Myndirnar tók Sverrir Einarsson). islensku feröalangarnir i skoöunarferö um kinverska borg. „VH> GtNGUM EFTIR KINA- MÚRNUM í 32 STIGA HITA' Fyrsti islenski ferðamanna- hópurinn, sem hefur farið i skipu- lagöa ferð til Kina, er nýkominn heim eftir vel heppnaða ferð. Hópurinn lagöi upp frá tslandi um siðustu mánaöamót en alls tók ferðin 23 daga. Ferðin var farin á vegum „Kinversk-Islenska menningarfélagsins” og var haft samráð við ferðaskrifstofuna Landsýn varöandi fyrirgreiöslu hér heima, en að öðru leyti önnuöust kinverskir aðilar skipulagningu ferðarinnar. „Þetta var alveg skinandi ferð i alla staðL Móttökurnar voru höfðinglegar og aflur viður-" gjörningur af hálfu landsmanna eins og að um þjóðhöfðingja hefði ferið að ræða,” sagði Sverrir Einarsson, tannlæknir en hann var i hópi ferðalanganna. ,,Að visu var ferðin dálitið erfið, þvi prógramið var ansi þétt og má segja að hver minúta hafi verið skipulögð. En þetta var vissulega ánægjuleg ferð og á margan hátt óh'k þvi sem maður á að venjast. Ég held lika, að þetta mikla skipu- lag hafi verið nauðsynlegt, þvi auð- vitað vorum við öll mállaus i hópnum og þvi hefði eflaust orðið erfiðleikum bundið að vera þarna mikið upp á eigin spýtur,” sagði Sverrir ennfremur. Vinnugleöi áberandi þáttur i lifi fólks „Það vakti sérstaka athygli okkar hvað vinnugleði virðist vera áberandi þáttur i daglegu lifi fólks- ins þarna. Allir eru si'starfandi og þrátt fyrir áberandi fátækt virðistt vera mikill samhugur i mönnum og áhugi á að byggja upp,” Við hittum þarna fjóra islend- inga, sem eru við nám i Kina, oj létu þeir allir vel af dvöl sinni oj voru hinir hressustu. Svo var auð vitað farið að Kinamúrnum og vi! gegnum á honum i um 32stiga hita IKina erlika mikið afgörðum, serr gaman er að skoða, svo og fornurr musterum og hofum frá hinum ýmsu keisaratimabilum. Þaö er sem sagt margt athyglisvert að sjá þarna,” sagði Sverrir. Sv.G - rœtt við Sverri Einarsson, tannlœkni, sem er ný kominn úr heimsókn til Kínaveldis

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.