Tíminn - 03.09.1968, Side 3

Tíminn - 03.09.1968, Side 3
■n 'í *■ ■•i ~ i* f f v » r ■ rs ÞKffilUÐAOIIR 3. september 1968. TIMIMN NámskeiB fyrir eðlisfræðikennara SJ-Reykjavík, mánudag. í dag hófst í Kennaraskólan- um námskeið fyrir eðlisfræði- kennara, sem haldið er fyrir til- , stilli Skólarannsókna og Mennta- málaráðuneytisins með fjárstyrk frá UNESCO. Hingað til lands eru komnir tveir norskir sérfræð- ingar í eðlis-, efna- /)g náttúru- fræðikennslu og munu þeir ann- ast kennslu á námskeiðinu, en i Sigurður Elíasson hefur ásamt þeim séð um undirbúning. Kenusla í eðlis- og efnafræði hér á landi hefur til þessa verið á eftir tímanum, ef til vill frem- ur en kennsla í öðrum greinum. í öðrum löndum er nú lögð á- herzla á að kennsla og nám í þessum og skyldum greinum fari fram með verklegum æfingum, til raunum og starfi, og nemandinn fái áhuga á og finni viðfangsefn- in sjálfur frenjur en þau séu lögð fyrir hann tilreidd. í Noregi t. d. hefst eðlisfræðikennsla, þar sem stuðzt er við kennslubækur í 10 Framhala á bls 14 Góð aösókn er að Löngumýrarskólanum GO-Sauðárkrókí. í Húsmæðraskóla kirkjunnar, Löngumýri í Skagafirði standa nú yfir miklar framkvæmdir. Frétta- maður Tímans átti nýlega leið þar um og fann að máli skóla- stjórann frk. Hólmfríði Péturs- dóttur. Fréttamaðurinn innti hana fyrst eftir fregnum af fram- kvæmdunum. Hólmfríður kvað miklar endurbætur hafa farið fram á húsakynnum öllum í sum- ar. Gert var við þök og glugga skólahússins, mikið endurnýjað af innréttingum, nýir dúkar lagðir og húsið nálega aUt málað innan og utan. Einnig var miðstöðvar- kerfi skólahússins endurbætt. Verður aðstaða öll til skólahalds nú hin ákjósanlegasta. „Er skólinn fullskipaður fyrir næsta vetur?“ „Aðsókn að skólanum virðist ætla að verða nokkru meiri nú en í fyrra, en fáeinum nemendum er þó hægt að bæta við enn“. „Af hverju rekur kirkjan hús- mæðraskóla?" „Frk. Ingibjörg Jóhannesdóttir, sem stofnaði þennan skóla 1944 og rak hann sem einkaskóla, gaf kirkjunni hann árið 1962. Kirkj- an tók slikri gjöf fegins hendi. Öllum er ljós þörfin á góðri menntun verðandi húsmæðra og mæðra. Eigi þjóðfélagið að mót- ast af kristinni trú og siðgæði, er nauðsynlegt að mæðumar séu því hlutverki sínu vaxnar að ala börn sín upp í Guðlsótta og gióðum siðum. Flestir þeir sem um upp- eldismál fjalla sjá og viðurkenna þessa þörf. Ekkert er því sjálf- sagðara og æskilegra en að kirkj- an starfræki húsmæðraskóla". „Er þetta eini skólinn sem ís- lenzka kirkjan á?“ „Þetta er eini almenni skólinn, , Framhald á bls. 14. Héraðsmót í Rangárvallasýslu Framsóknarmenn í Rangárvalla sýs-lu halda héraðismót í félags- heimilinu Hvoli, laugardaginn 7. sept. ag hefst það kL 21.00. — Ræðu flytur Halldór E. Sigurðs- son alþingismaðmr og ávarp Bald ur Óskarsson formaður SUF. Til skemmtunar verður m.a. gaman- þættir; Ómar Ragnarsson, einsöng ur Jón Sigurbjörnsson. Hiljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar leikur og syingur fyrir dansi. Halldór Baldur. Ferðalangarnir við austustu upptökukvísl Þjórsár. (Ljósmynd Björn Ólafsson) 4 bílum sunnan Hofsjökuls í fyrstu skipti / átjún úr KJ-Reykjavík, mánudag. Um fyrri helgi fóru nokkr- ir ferðalangar úr . Reykjavík frá Kerlingafjöllum sunnan Hofsjökuls og yfir í Nýjadal. Þetta er leið sem ekki hefur verið farin frá því 1950, svo vitað sé, enda er hún toríár- in mjög, og lá við að ferða- langarnir yrðu innlyksa sunn- an undir Hofsjökli vegna vatnavaxta, sem urðu þarna um helgina. TÍMINN fékk eitin af ferða- löngunum Björn Ólafsson til að segja lesendum blaðsins ferðasöguna í stuttu máli og gefum við honum orðið. — Já við lögðum af stað úr Reykjavík á fjórum jeppum síðari hluta föstudagsins 23. september og var áfangastað- urinn Kerlingafjöll. Á laugar- dagsmorguninn fóru svo þrír bílanna af stað norður fyrir Loðmund og síðan austur yfir Illahraun, en einn bílinn urð- um við að senda norður á Hveravelli eftir meira benzíni. Af Illahrpuni var stefnan tek- in á Blautukvíslareyrar upp undir jökli, og fórum við þama yfir kvíslarnar í stefnu á Söðulfell. Mjög lítið var í Blautukvíslinni, aðeins smá- lækir, og því greiðfært. Frá Söðulfelli ætluðum við að fara i beint austur og um "Nautöldu, ■ en það svæði reyndist svo blautt að við urðum að fara upp í svokallaðan Jökulfcrika, sem er vestan undir Ólafsfelli. Þar fórum við yfir kvísl sem nefnd er Miklakvísl, en hún var sem betur fer með minnsta móti. Aftur á móti var anzi blautt í kring um hana, og lágu því bílarnir oft Framhald á bls. 14. Á leið yfir SkjáUandafljót í Jeepster. Sjóveðráttur tryggir greiðslu skulda útgerðarkostnaðar Reykjavík, mánudag. Útgerðarmönnum síldveiðiskipa hefur yfirleitt gengið illa í sum- ar, að standa straum af útgerðar- kostnaði. Síldveiði hefur verið sáralítil, sigling á miðin löng og olíukostnaður mikill þar sem skip in eru að látlausri leit að síld- inni. Til að sfldveiðiskipin þurfi ekki að hætta og snúa heim á leið, vegna vangoldinna skulda hefur sjávarútvegsmálaráðherra gefið út bráðabirgðalög þess efn- is að kröfur sem skipstjóri á síld- veiðiskipi stofnar til vegna kaupa á nauðsynjum og viðgerðarþjón- ustu til að geta haldið sfldveiði- tilraunum áfram, verði tryggðar með sjórétti. Tímanum hefur borizt eftirfar- farandi fréttatilkynning frá sam- göngumálaráðuneytinu: Forseti íslands hefur í dag, samkvæmt tillögu sjávarútvegs- málaráðherra, gefið út bráða- birgðalög um breytingu á siglinga lögum nr. 66 31. desember 1963. Lögin eru svohljóðandi: Forseti íslands gjörir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hef ur tjáð mér, að nauðsynlegt hafi reynzt að gera ýmsar ráðstafanir til að sjá íslenzka síldveiðiflotan- um fyrir birgðum af matvælum, olíu og vatni, svo og brýnni við- gerðarþjónustu, þar sem veiði- svæðin hafa í sumar verið óvenju langt frá íslandi. Hafi síldarflutningaskip ieyst þennan vanda, en er afli minnk- aði nú í ágústmánuði, hafi ferð- um seinkað og veiðiskipunum einnig gengið erfiðlega að tryggja Framhaid á bls. 14. l

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.