Tíminn - 03.09.1968, Page 8

Tíminn - 03.09.1968, Page 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 3. september 1968 ENDURNYJUN NAUDSYNLEG í FLOKKSSTARFSEMINNI Samkvæmt ályktun síðasta mið- stjórnarfundar Framsóknarflokks- ins kaus framkvæmdastjórn í lok marz, sérstakt skipulagsráð, skip- að sjö mönnum. Tíminn hefur snúið sér til formanns ráðsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, og spurzt fyrir um almennt starfsvið skipulagsráðsins og einstök verk- efni þess . ' — Hvert var tilefni stofnunar skipulagsráðsins? — Ungir menn í Framsóknar- flokknum hafa á síðustu árum hvatt mjög til nýrra vinnubragða og endurnýjunar iiyian flokksins, jafnhliða þvj áð hlutur þeirra í starfi og stefnu'ákvörðunum væri aukinn til muna. Þessi sjónarmið yngri manna hafa mótazt mjög af almennum viðhorfum nýrrar kyn- slóðar til flokksstarfsemi í land- inu, en eðlilega finnst henni að ýmislegt mætti betur fara í upp- byggingu og málefnastarfi flokk- an.na. Flokkur, sem lifað hefur marga áratugi, hlýtur að bera nokkur merki gamalla hátta. Ungir menn, sem hafa kosið flokkimn, sem þjóðmálalegt baráttutæki hljóta því að óska eftir breyting- um, bæði innávið og útaávið, í samræmi við kröfur tímáns og Rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, formann skipulagsráðs Framsöknarflokksins nýjar þjóðfélagBaðstæður, þannig að flokkurinn getur ávallt verið sem álhrifaríkast baráttutæki, jafnt hinna urngu og hinna eldri, fyrir_ víðtækum þjóðfélagsumbót- u.m, f viðræðum við forustu Fram sóknarfLokksins á síðasta vetri kynntu full.trúar yngri manna ósk ir sínar í þessum efnum og má segja að þær hafi verið hið eigin lega tilefni stofnunar skipulags- ráðsins. — Hver er nánari tilgangur og skipan ráðsins? — Skipulagsráðinu er almennt ætlað að sinna útbreiðslumálum í um.boði framkvæmdastjórnar en leggja sérstaka áherzlu á eflingu flokksstarfsins og nýjungur í því að styrkja unga menn til starfa á sem flestum sviðum og starf- rækja málefnahópa til undirbún- ings stefnumörkum. Auk mín eru í ráðinu: Bjöm Teitssom, Eyjólf- ur Eysteinsson, Eljas Snæland Jónsson, Helgi Bergs, Jóhannes ElíaSson og SteidgKmur Hermanns son. Félagsheimili Félagasamtök „ÁSAR” leika og syngja fyrir yður gömlu og nýju dans- ana. Lög við allra hæfi. Ráðningarsímar 81319 etfir kl. 19. — 92-6511 kl. 10—12 og 16—18 daglega. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Ólafur Ragnar Grímsson — Hváða helztu verkéfnum hef ur ráðið sinnt til þessa? — Skipulagsráðið hóf störf sín í byrjuin apríl og hefur haldið reglul. fundi að frátöldum næstum 4 vikum, þegar forsetakosningarn ar stóðu sem hæst. í fyrstu var fjallað almennt um þau verkefni og vandamál, sem ráðinu er ætlað að glíma við, en þar næst um einstaka þætti. Ráðið samdi ítar- lega verkefnaskrá fyrir erindreka og gerði tillögur um framkvæmda stjórn erindreksturs á vegum flókksins. Mikilvægt er að flokks félögin séu hvött til starfa og þau aðstoðuð á ýmsan hátt og gegnir erindrekstur mikilvægu hlutverki í þvi sambandi. Ráðið hefur aðstoðað tvö kjördæmisram bönd með erindrekstur í suimar og hafa tveir ungir menn sinnt honum: Davíð Aðalsteinsson á Vesturlandi og lólafur Þórðarson á Vestifljörðum. Einnig gerði ráðið Meira en fjórði hyer miði vinnurHi DREGIÐ 5. SEPTEMBER Endurnýjun lýkur á hádegi dráttarda UmboSsmenn geyma ekki miða viðskiptavina fram yfir dráttardag. gs Vöruhappdrætti SlBS sérstakar tillögur um ráðningu og verkefni erindreka sem ein- göngu sinnti málefnuim verkalýðs- félaga og annarra launþegafélaga og hefur Pétur Kristjánsson ný- lega tekið til starfa á þeim vett- vangL Ráðið vi.n.nur nú að til- lögum um skipan erindreksturs næsta vetur. Þá hefur skipulagsráðið fyrir skemmstu sent öllum þingmönn- um Framsók n arflokksins tilmæli um að þeir efni i september til funda á öllum þéttbýlisstöðum og í helztu sveitahéruðum hvers kjördæmis. Þessir fundir verðl öllum opnir og í viðræðuformi, þannig að sem mest skoðanaskipti fáist miilli kjósenda og þin.g- manna, en því miður hafa stjórn málafundir of einkennzt af einhæf um málflutningi, eins konar póli- tískum predikunum. Með þessum fundum yrði reynt að ná lífrænna og raonhæfara sambandi milli al- mennings á hverjum stað og hinna kjörnu fulltrúa hans, en kjör- dæmabreyting 1959 og ýmsir þætt ir þjóðfélagsþróunarinnar hafa gert þingmönnunum mun erfiðara en áður fyrir að ná beinu sam- bandi við fólkið og verður hér sem i öðru að reyna nýjar leiðir. Einnig gætir nokkurra stjómmála þreytu meðal hluta þjóðarinnar og gætu slíkir opnir viðræðufund ir ef til vill aukið álhugann á þj óðmálaumr æðum. Skipulagsráðið hefur eininig ný- lega gert álitsgerð um samskiptl forystu flokksins við fjölmiðlunar tæki, bæði blöð, hljóðvarp og sjón varp. Misnotkun ráðherra á sum- um þessara fjölmiðlunartækja hef ur verið lýðræðisleguim og frjáls- um skoðanaskiptum í landinu mjög í óihag og er þvi nauðsyn- legt að málsvarar stjórnarandstöð unnar geri af sjálfsdáðum ein- hverjar ráðstafanir sem lífclegar væru til jafm.vægis í þeirri von | að starfsmenn fréttastofnana og blaða sýni róttlæti og drengskap í fréttaflutningl Tilraun Sambands ungra Framsóknarmanna með j blaðam.annafund vegna nýafstað-| ins þings sins, gafst vel, en aðeins! Morgunblaðið eitt reyndist ekki: nægilega frjálslynt til að geta um þingið í frétt — Hvað um málefnahliðina? j — Um þessar mundir er Skipu-, lagsráðið að setja á stofn málefna i hó.pa, aðallega skipaða ungu fólki,' til að vinna að gagnasöfnun og tillögugerð í hinum ýmsu mála- flokkum, bæði í fjármálum, at- yinnumálum, stjórnsýslumálum, mennta- og menningarmálum, heil brigðismálum, og öðru og má vænta þess að hinir fyrstu muni skila áliti 1 upphafi vetrar. Fleirl málefnahópar verða svo settir á stofn á næstunni og vonandi mun starfi þeirra allra sjá stað í mál- flutningi og stefnumótun flokks- ins. — Aðalverkefni á naestnnni? — í lok september, dagana 28. og 29., verður haldin á Seiiossi landsráðlstefna um flokksstarfíðs, endurnýjun þess og upphyggingu. Framkvæmdastjónn flokksins boð-; ar til ráðstefnunnar en skipulagB; ráðið hefur veg og vanda i af undirbúningi hennar, ásamt- starfsmönnum flokksins og mum: leggja fram ítarlega skýrslu um- umræðuefni ráðstefnunnar. Verða;• í henni tillögur um breytta starfs' háttu á ýmsum sviðum. Umræðu. efni þessarar ráðstefnu nær yfir '; starfsemi flokksfélaga og kjör- dæmasambanda og samskipti / framkvæmdastjlóra flokksins við aðrar flokksdeildir. Málefna- og fræðsluhlið flokksstarfsins: ráð- stefnur, námskeið, fuindir, ásamt skemmtunum og fleiru þess hátt- ar. Framtíðarskipun erindreksturs og blöð flokksins, bæði Tímans‘ og kjördæmablöðin. Einnig verð- ur rætt um tilhögun framiboðs- ákvarðana, prófkjör og skoðana- kannanir. Þáttur kvenna og yngri manna í flokksstarfi verður líka á dagskrá, þátttafca í fjöldáhreyf ingum, svo sem verkalýðshreyf- ingum, samvinnuhreytfingunni, á- samt aðferðum til að tryggja sem/ samfelldasta og eðlilegasta endmr/ nýjun á öllum trúnaðarstigum flokksins. Meðal þátttakendanna/ í ráðstefnunni verða þrír folltrt-.' ar frá hverju kjördæmi, fram- kvæmdastjóm flokksins og þing/ menn, skipulagsráð flokksins og) fjármálaráð og nokkrir aðrir að-' ilar. Undirbúningur að þessari ráð- stefnu og gerð tillagna til um- ræðu á henni verður aðalstarf okkar á næstunni, en jafnhliða1 munum við sinma öðrum verkefn • um, sem ekki er ástæða tfl að rekja hér. — Hvað viltu svo taka fram að lokum? — Þjóðfélagsþróunin undanfar- ið, jafnt á fslandi og í öðrum löndum, hefur gert stjórnmála- flokkum æ erfiðara að halda nánu og beinu sambandi við fólkið. Það hlýtur að verða höfuðverkefhi inn an flokkanna á næstu árum að. snúa þessari þróun við og stuðla að beinna og líifrænna lýðræði/ með aukinni hlutdeild almennings. í ákvörðunum bæði um val á mönnum og stefnumál. Sérstak- lega verður að veita hinni fjöl- mennu nýju kynslóð auðveldan að gang að stefnumótun flokkanna, svo að hún geti afdráttarlaust komið sjónarmiðum sínum á fram færi. Ungt fólk hefur nú mjög. ákveðnar skoðanir á flestum þátt um þjóðmála og það er fjarstæða, sem forsætisráðherra að aðrir hafa haldið fram, að það viti ekki hvað það vill. Það verðúr að veita þjóðmálakröftum unga fólksins inn f flokkana og flokkarnir verða: í þessu efni að laga sig að óskum unga fólksins, ef þá á ekkl að daga uppi. Þótt sumt ungt fólk Ifti stjórnmálaiflokkana horn auga, verður ekkl hjá því komizt í lýðræðisríki nútímans, en þeir mega hins vegar ekki missa sjón- ar af hinum upprunalega tilgangJ sinum: að vera þjóðmálalegt bar- áttutæki fólksins sjálfs fýrir um bótum, betra láfi og þjartari fram tið. — AK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.