Tíminn - 03.09.1968, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. september 1968.
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvsemdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, .Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiQslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán tnnanlands — 1
iausasöiu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Stefnubreyting
Þeir efnaíhagslegu erfiðleikar, sem nú er glímt við,
eru vissulega miklir. Margir þeirra stafa af orsökum,
sem þjóðin ræður ekki við. En þýðingarlaust er samt
annað en að viðurkenna, að erfiðleikarnir væru miklu
viðráðanlegri og auðleystari, ef öðruvísi hefði verið háttað
stjórnarstefnunni á undanförnum árum — ef önnur leið
hefði verið farin.
Það myndi t.d. vera öðruvísi og betur ástatt nú. ef
togaraflotinn hefði verið endurnýjaður á undanförnum
áratug, í stað þess að togurunum hefur fækkað um
helming og langflestir þeirra, sem eftir eru, orðnir
löngu úreltir. Sannarlega hefði verið betur ástatt,
ef við hefðum hér fylgt fordæmi annarra fiskveiðiþjóða,
sem hafa keppzt við að afla sér nýtízku togara seinustu
árin.
Það myndi ekki síður vera betur ástatt, ef við hefðum
haldið áfram að leggja kapp á að vera forystuþjóð í
rekstri hraðfrystihúsa, eins og Mbl. segir réttilega, að
íslendingar hafi verið 1958, þegar vinstri stjórnin lét
af völdum. í stað þess hefur þessum atvinnurekstri verið
látið síhraka og aðrar þjóðir, sem áður voru eftirbátar
okkar, eru komnir langt fram úr okkur á fiskimörkuð-
unum.
Það myndi líka vera öðru vísi og betur ástatt, ef við
hefðum kappkostað alhliða eflingu iðnaðarins, eins og
aðrar þjóðir hafa gert, í stað þess að nota góðæristekj-
urnar til hamslauss innflutnings á erlendum iðnaðar-
vörum, með þeim afleiðingum, að margar iðngreinar
hafa ýmist lagzt niður eða eru 1 þann veginn að gera það.
Það myndi og sannarlega vera betur ástatt, ef við
hefðum rækt markaðsleit af skipulögðu kappi, eins og
Framsóknarmenn hafa margsinnis lagt til á Alþingi, í
stað þess að stjórnarvöldin hafa ekkert aðhafzt í þeim
efnum.
Fleira þárf ekki að nefna til að rekja það, að erfið-
leikarnir, sem nú er glímt við, eru miklu meiri en ella
vegna þess, að fylgt hefur verið rangri stjórnarstefnu
á undanförnum árum — í stað markvissrar uppbygg-
ingar hefur handahóf og spákaupmennska verið látin
ráða ferðinni.
Þetta verða menn að gera sér ljóst. Fyrsta skrefið
til þess að sigrast á erfiðleikunum er að menn skilji
það, að þeir verða ekki yfirunnir, nema með stórfelldri
stefnubreytingu.
Sök bítur sekan
Síðastliðinn sunnudag var það merkisafmæli, að tíu
ár voru liðin síðan fiskveiðilandhelgin var færð út í tólf
mílur. Öll sunnudagsblöðin minntust þessa atburðar í
forustugreinum sínum, eða á annan hátt, nema eitt. Það
var blaðið, sem telur sig bezta fréttablað landsins —
Morgunblaðið.
,En það má virða Mbl. það til vorkunnar, að hér
hefur sök bitið sekan. Þáttur Mbl. og flokks þess í þessu
máli, var með slíkum hætti, að skiljanlegi er, að Mbl:
vill ekki minna á hapn.
En hann gleymist samt ekki. Hann má ekki heldur
gleymast. Svo lærdómsríkur er hann um það, hvar Mbl.
og flokk þess er að finna, þegar á reynir í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar.
Jén Skaftason alþm:
Hvar stöndum viö?
Hvað viljum við?
i
Margt hefir verið skrifað og
skraf að um þá miklu erfiðleika,
sem aflabrestur, kal í túnum
og óhagstætt verðlag mikils
hluta útflutningsins hefir skap
að þjóðinni.
Digrir gjaldeyrissjóðir, sem
safnazt höfðu á meðan allt lék
í lyndi eru nú tæmdir að mestu
og tröllvaxnir- erfiðleikar herja
alla aðalatvinnuvegi þjóðarinn
ar, bæði þá er framleiða til
útflutnings og hafa orðið fyrir
barðinu á verðfallinu og eins
hina, er framleiða fyrir heima-
markað. Efnahagslegt jafnvægi
fyrirfinnst ekki og þjóðin eyðir
svo milljörðum skiptir um-
fram aflafé árlega.
Landsmenn horfa fram á
komandi vetur með kvíða. Þeir
óttast verulega aukið atvinnu-
leysi með þeim þjáningum, sem
því eru ætíð samfara.
Góður kunningi minn, sem
hlýtt hafði á boðskap forsætis
ráðherra fyrir skemmstu í sjón
varpinu, þar sem hann bauð
stjórnarandstöðuflokkunum til
samstarfs sagði við mig, að illa
hlyti málefnum landsins að vera
komið fyrst Bjarni Ben. byði
til þessa og vissulega er nokk-
uð til í því. Það hefir þó lítið
upp úr sér, að þjarka um
orðna hluti og hverjum eigi að
kenna um, hvernig komið er.
Vissulega eiga utanaðkomanði ' ’
ástæður og okkur óviðráðanleg
ar stærstan þátt í, að ekki verð-
ur lengur haldið áfram þeim
uppbyggingarhraða og háa
neyzlustigi, sem verið hefir um
árabil. En geta íslendingar frek
ar en aðrir byggt tilveru sína
um of á ytri aðstæðum, sem
þeir fá engu ráðið um?
Þeir erfiðleikar, sem nú eru
fyrir hendi verða vonandi til
þess að knýja fram endurmat
á stöðu okkar inn á við og
útávið, er byggist á meira raun
sæi, en algengast hefir verið
til þessa. Á grundvelli þessa
endurmats verður þjóðin síðan
með sameinuðu átaki og nýj-
um vinnubrögðum að sníða sér
þann stakk í efnalegu tilliti, er
bezt hentar?*Það er afar þýðing
armikið, að almennur skilning-
ur sé fyrir hendi á nauðsyn
þessa.
Tækniþróun síðustu áratuga
hefir haft í för með sér marg-
falda afkastagetu í fjölmörgum
atvinnugreinum. Hún hefur einn
ig leitt til breytinga á hugsana
hætti, lífsvenjum og atvinnu-
háttum þjóðanna. Um allan
hinn iðnvædda heim hefir hún
leitt til aðstreymis fólks frá
iandinu til borganna. Nýjar at-
vinnugreinar rísa á legg og
draga til sín vinnuafi og fjár-
magn oft á kostnað þeirra eldri,
sem i vök eiga að verjast.
ÞESSI ÞRÓUN GERIST OFT
AST EKKI SÁRSAUKALAUST
EN HÚN ER UNDIRSTAÐAN
UNDIR ÞEIRRI AUKNU VEL
MEGUN. SEM IÐNVÆDDU
ÞJÓÐIRNAR HAFA BÚIÐ
VIÐ, í SÍAUKNUM MÆLl.
Þeir stjórnmálamenn og raun-
ar aðrir, sem segjast aðhyll-
ast og berjast fyrir örum hag-
vexti og góðum almennum lífs-
kjorum verða i verki að virða
þessa megin staðreynd efna-
hagslegrar framvindu.
Við íslendingar verðum að
Jón Skaftason
gera okkur vel ljóst, hvar við
stöndum í þessum efnum.
Hverju viljum við sækjast eft-
ir og hvað ber okkur að varast?
Án setts marks og miðs kom-
umst við lítt áfram umfram
það, er ytri aðstæður fleyta
okkur hverju sinni.
Ég hefi frá því fyrsta verið
eindregið þeirrar skoðunar, að
með stjórnmálaafskiptum mín-
um bæri mér að stuðla að, sem
almennastri velmegun þegnanna
bæði andlegri ,og efnalegri. Ég
' hefi verið reiðubúinn að
kaupa framfarirnar nokkuð
dýru verði, að því leytinu, að
þær kynnu að valda röskun á
þeirri stöðu í þjóðfélaginu,
sem til staðar er. Já, jafnvel
taka þá áhættu, sem stundum
er samfara samvinnu við er-
Ienda fjármagnseigendur. Þess
vegna bai’ðist ég ekki á Alþingi
gegn byggingu Álverkssmiðju í
Straumsvík né Kísilgúrverk-
smiðju við Mývatn, einfaldlega
vegna þess, að mér fundust
plúsarnir fleiri, en mínusarnir
í báðum dæmunum.
Ég trúi því líka, að íslending
ar geti búið við góð lífskjör og
stöðugri, en verið hefir til
þessa, þótt ekki njóti þeir jafn
mikillar sólar og sumar aðr-
ar þjóðir og ekki finnist málm-
ar eða olíur í jörðu hér. Við
höfum annað í staðinn.
Mér virðast möguleikar okk-
ar liggja m. a. í eftirfarandi:
I fyrsta lagi í vel menntuðu
fólki, sem býr yfir miklum
sköpunarmætti efnalega og and-
lega. Við erum blessunarlega
iausir við þá erfiðleika, sem
fylgja ólæsi og örbirgð millj-
óna þjóðanna. Vandamál ó-
iíkra kynþátta, sem búa verða
saman, eru okkur framandi.
Það er því ástæða til þess að
ætla, að landsmenn geti með tíð
og tíma byggt hér upp alhliða
blómstrandi atvinnulíf í krafti
eigin hyggjuvits og með því að
aðlaga erlendar hugmyndir í
atvinnumáium hérlendum að-
stæðum, þar sem slíkt á við.
f öðru lagi verðmiklum
landskostum, sem ónytjaðir
eru að mestu ennþá. Afl fossa
og hvera má nota til þess að
framleiða dýrmæta orku. sem
getur orðið undirstaða öflugs
atvinnulífs. Með nútíma aðferð
uin og verulegu fjármagni á að
vera hægt að rækta landið
miklu meira og skapa þannig
grundvöllinn, að stóraukinni
kjötframleiðslu á samkeppnis-
færu verði á erlendum mörk-
uðum. Auðæfi sjávarins í kring
um landið eru á sumurn sviðum
ónytjuð enn þá, en bjóða upp
á mikla möguleika og þannig
mætti áfram telja.
Alla þessa möguleika mun-
um við nýta í framtíðinni. En
það skiptir meginmáli í þeirri
viðleitni okkar, að sem fæst
víxlspor verði stigin á þeirri
braut. Allt slíkt seinkar því,
að settu marki verði náð. Mér
virðist ein megin forsenda þessa
sú, að okkur auðnist að varð-
veita betur efnahagslegt jafn
vægi í þjóðarbúskap okkar, en
oftast hefir tiltekizt allt frá
styrjaldarlokum. Okkur hættir
við að kaupa örar framkvæmd
ir um of á kostnað efnahags-
legs jafnvægis auk þess, sem
eðli sumra atvinnuvega okkar,
með toppum og öldudölum,
stuðlar að jafnvægisleysi.
Staða atvinuveganna í dag
er glöggt dæmi um óheillavæn
legar afleiðingar jafnvægisleys
isins. Nálega alls staðar er
tilkostnaðurinn við útflutnings-
framleiðsluna orðinn meiri, en
hið erlenda markaðsverð fær
borið uppi og mýmörg eru dæmi
þess úr öllum atvinnugreinum,
að finna megi óarðbæra og
lítt arðbæra fjárfestingu, svo
hundruðum milljóna króna skipt
ir.
Hér þarf því að brjóta í
blað. Reynslu undangenginna
ára á ekki að nota, til þreyt-
andi „pexs“ um, hver eigi sök
á hinu eða þessu, sem aflaga
hefir farið, heldur sem skóla
í, hvernig forðast beri að
gera sömu mistökin aftur og
aftur.
Það er nú mjög á orði haft,
að almennrar þrevtu gæti
með stjómmálaflokkana og ,
starfandi stjórnmálamenn. Ég
er ekki í vafa um, að þessa
gætti mjög í síðustu forseta-
kosningum og var ákvörðunar
ástæða margra fyrir því, hvern
ið þeir ráðstöfuðu atkvæði
sínu.
Fátt er almennu Iýðræði
hættulegra, en þessi þróun og
gegn henni verður að vinna.
Engum stendur það nær, en
þeim, sem eru starfandi stjórn-
málamenn, sem með réttu og
röngu eru taldir bera höfuð-
ábyrgð á þessu ástandi.
Við verður að játa að stjórn
málabaráttan er háð í gamal-
dags stíl, sem litla athygli vek-
ur. Stjórnmálaumræður ein-
kennast um of at slagorðum og
almennum staðhæfingum frem
ur en málefnalegum skoðana-
skiptum og rökstuddum mál-
flutningi.
Þessu þarf að breyta. Er of
mikil bjartsýni að tengja von-
ir um breytingar helzt við til-
komu ungra og velmenntra
manna í forystusveitir stjórn-
inálaflokkanna og í æðstu stjórn
Framhald á bls. 15.
ÞRIÐJUDAGSGREININ