Tíminn - 03.09.1968, Page 14
M
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 3. september 196*
PLASTGLER
i UNDIR SKRIFBORÐSSTÓLA .
| — VERNDAR TEPPIN _
(
j — BETRI VINNUAÐSTAÐA —
GEISLAPLAST SF
v/MIKLATORG _ SÍMI 21090
I Þ R Ó T T I R
Framhald af bls. 13.
einu sinni verði það Banda-
rikjamenn, sem stíga á verð
launapallinn á Olympíuleik
unum, og 3-3 Bandaríkja-
fánar dregnir að hún, eft-
ir hverja sundgrein.
Á úrtökumótinu synti
Don Scholeander, sem híaut
fern gullverðlaun í Tokíó,
á nýju heimsmeti í 300
metra skriðsundi, 1,54,3 og
bætti þar sitt eigið met um
eina sekúndu.
Þá setti Mark Spitz nýtt
heimsmet í 100 metra flug-
sundi, synti á 55,6 sek. og
loks setti Hickcox nýtt
heimsmet í 400 metra fjór-
sundi, synti á 4,39,0 og
bætti eldra metið um ein-
ar 4 sekúndur.
f kvcnnasundgreinunum
voru sett 8 ný heimsmet.
Á því móti syntu 3 stúlk-
ur 100 metra skriðsund und
ir 1 mínútu, en ^igurvegari
varð Fatterson á 59,0, en
heimsmet hinnar frægu ít-
ölsku sundkonu, Don Fraz-
er, sem sigraði í 100 metra
skriðsundi á þremur Olym-
píuleikun í röð, er 58,9.
NÁMSKEIÐ
Framhald af bls. 3.
ára bekkjum og raunar fyrr án
kennslubóka, en hér á landi
byrja nemendur 13 ára að læra
eðlisfræði. Þess hefur orðið vart,
að nemendur héðan, sem utan
fara til tækni- og raunvísinda-
náms, séu ekki nógu vel undir
það búnir.
Fimm manna nefnd hefur lok-
ið ítarlegri áætlun um endurskipu-
lagningu eðlisfræðikennslu við
skyldunámsstigið hérlendis og
miðast áætlunin einkum við
kennsluhætti í Bandaríkjunum og
Bretlandi. Áætlað er, að breyting
um þessum verið komið á í á-
föngum og verði að fullu lokið
1974. Heildarkostnaður við end-
urskipulagningu eðlisfræðikennsl-
unnar er áætlaður 3.1 milljón
króna, en tæki og annað til nú-
tímakennslu á þessu sviði er dýr.
Áætlun nefndarínnar felur í sér
algera breytingu á sviði eðlis-
fræðikennslu, m. a. nýja kennslu
bækur, sérstakar eðlisfræðistofur
í sem allra flestum skólum o.s.
frv. Nýjar kennslubækur verða
samdar og endurskoðaðar smátt
og smátt við kennslu í skólunum
áður en þær verða gefnar út.
Unz nýju bækurnar verða gefn-
ar út, verða notaðar viðurkennd-
ar danskar kennslubækur, sem
Sigurður Elíasson hefur þýtt og
breytt að nokkru. Nefnd þá, sem
unnið hefur að ofannefndri áætl-
un, ekipa Sveinbjörn Björnsson,
Páll Theódórsson, Steingrimur
Baldursson, Sigurður Elíasson og
Þórir Ólafsson.
Námskeiðið í Kennaraskólan
um má líta á sem upphaf fram-
kvæmdar þessarar áætlunar. Norð
mennirnir Ivar Anljot ,og Wil-
helm Sommerfeldt munu haldá
fyrirlestra og stjórna verklegum
æfingum, þá hafa verið fengin
tæki bæði fyrir kennara og nem-
endur til námskeiðsins og verð-
ur íslenzkum eðlisfræðikennurum
kennd meðferð þeirra. Yfir 30
kennarar víðsvegar að af landinu,
sækja námskeið þetta, sem stend-
ur frá 2.—20. september. Almenn
ingi er heimilt að hlýða á fyrir-
lestra norsku séffræðinganna, en
þeir fara fram frá 9—12 fyrir há-
degi.
í sumar, og þó einkum í haust,
hafa verið og verða haldin um
10 námskeið fyrir kennara á veg-
um Fræðslumálaskrifstofunnar.
Námskeið þessi hafa fjallað um
handavinnu pilta og stúlkna,
dönskukennslu, stærðfræði-
kennslu, íþróttakennslu, starfs-
fræðslu og söngkennslu. Þá verða
einnig haldin styttri námskeið úti
á landi nú í haust og munu á
milli 500 og 600 kennarar við
barna- og gagnfræðaskóla hafa
sótt eða sækjaje.inhver endurhæf-
ingarnámskeið á þessu sumri.
Á BÍLUM
Framhaid af bls. 3
» í. Síðan urðum við að aka i
talsverðum hliðarhalla utan í
Ólafsfellinu, vegna mýranna
þar fyrir neðan, en þegar við
komum austan í Ólafsfellið
tóku við sandar nokkuð mosa-
grónir, og ætluðum við beint
yfir þá yfir í Arnarfellsmúla.
Þessir sandar reyndust mjög
erfiðir yfirferðar, og tók það
okkur megnið af deginum að
komast þarna fyrir Arnarfells-
múlann. Þarna var allt i lagi
að ganga eftir söndunum, en
strax og einhver viðstaða varð
á leið bílanna og þeir „spól-
uðu“ aðeins, sukku þeir í og
varð ekki náð upp nema með
spilum. Að lokum komum við
að Arnarfellskvísl vestari, sem
Útför föður mín* og afa
Péturs Ó. Lárussonar,
StlgahlíS 8,
verður gerð frá Fossvogskirkju mlSvikudaginn 4. september n. k.
kl. 1,30 e. h
Sigurður Reynir Pétursson,
Jóhanna Jensdóttir
Gróa Ófeigsdóttir
Deild, Akranesl,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 4, sept n.k.
Vandamenn.
Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
Sigfúsar Halldórs frá Höfnum
Þorbjörg Halldórs frá Höfnum,
Þuríður Halldórs frá Höfnum, Jóhannes Brandsson
Slgfús, Guðrún, Stefán Helgi,
Halldór HaUdórs frá Höfnum, Sigríður Jóhannsdóttir,
Jóhann, Sigfús, Helgl.
er nokkuð mikið vatnsfall, en
við komumst á góðu broti yfir
hana. Þarna um kvöldið kom-
um við í Arnafellsbrckku eða
torfuna undir Arnarfelli eins
og hún er oft nefnd. Ilallgrím-
ur Jónasson ferðalangur hefur
lýst þesari leið í Ferðafélags-
bókinni 1967 og lætur þar svo
urfimælt að leiðin sé svo til
ófær. Forsíðumyndin á bók-
inni er þarna frá torfunni und
ir Arnarfeili, og sagt er að
þarna finnist flestar plöntuteg
undir á íslandi. er á annað borð
þrífast á berangri. Er brekk-
an gróin upp undir brún, og
mjög sérkennilegt að koma
þarna á þessa gróðurvin upp
við jökul.
Er við komum þarna á laug-
ardagskvöldið, höfðum við ek-
ið 57 kílómetra frá því við
fórum úr Kerlingafjöllum eft-
ir tíu tíma ferð. Um kvöldið
var farið að rigna, og rigndi
stanzlaust alla nóttina. Tókum
við því tjöldin upp um kl. sjö
um morguninn, og héldum á-
fram austur. Næst tóku við
sléttir sandar og margar
kvíslar, enda eru þarna upp-
tök Þjórsár. Kvíslarnar voru
vatnsmiklar og fóru vaxandi,
enda vatnsveður mikið og
hvasst. Ég álít að það hafi ekki
mátt tæpara standa, að við
kæmust þarna yfir. Síðustu
kvislarnar voru orðnar mjög
vatnsmiklar, en yfir komumst
við þó.
Héldum við síðan norður og
var nokkuð greiðfært á sönd-
unum þarna, en sumar kvísl-
arnar voru slæmar, eins og
ein, sem ekki er nú nafngreind
á korti. Urðum við að stinga
bílunum á endann, ef svo
mætti segja, er við fórum út
í hana, en gott var að kom-
ast upp úr henni.
„„, Við iórum síðan yfir Berg-
vatnskvíslina, sem var auðveld
og þaðan var farin beinasta
leið á Sprengisandsleið. Vor-
um við þá búin að fara 100
km. leið frá Kerlingarfjöllum.
Er við vorum- komin yfir
Fjórðungskvíslina fórum við
síðan sem leið liggur í skál-
ann í .Nýjadal og gistum þar.
Daginn eftir fórum við svo
áfram á tveim jeppum Gæsa-
vatnsleið, ásamt fleiri ferða-
löngum. Mikið vatn var í einni
kvísl Skjálfandafljóts, en öðru
leyti var ferðin tíðindalítil úr
Nýjadal og niður í Drekagil
við Öskju. Þaðan lögðum við
svo leið okkar upp að Víti og
komumst alla leið á jeppun-
um.
Daginn eftir ókum við svo
frá skálanum í Herðubreiðar-
lindir og vestur fyrir Herðu-
breið að eina uppgöngustaðn-
um, og fengum ágætt skyggni
þar upp eftir þriggja tíma
göngu.
GÓÐ AÐSÓKN
Framhald af bls. 3.
en auk þess starfrækir hún Tón-
skóla Þjóðkirkjunnar“.
„Stendur kirkjan vel saman um
skólann?“
„Skólanum stjórnar skólanefnd
skipuð af ráðherra ' eftir tilnefn-
ingu biskups, en margir sóknar-
prestar hafa sýnt skólanum mik-
inn og þakkarverðan áhuga. Eft-
ir því sem skólinn hefur starfað
lengur hefur sá áhugi vaxið og
vonandi glæðist hann ekki aðeins
meðal prestanna, heldur einnig
meðal safnaaðnna sem slíkra“
„Er dýrt að vera í húsmæðra-
skóla?“
„Nei, ekki er hægt að segja
það. Kostnaður s.l. vetur var um
20.000.00 og er þá innifalið allt,
svo sem fæðiskostnaður í átta
mánuði, handavinnuefni, sem var
mikið að vöxtum og námsbækur"
„Hefur verið grózka í félagslífi
nemerula?“
„Stúlkurnar hafa haft kvöldvök
ur reglulega. Gagnkvæmar skóla
heimsóknir hafa verið við Bænda-
skólann á Hólum og nálægra hús-
mæðraskóla. Að sjálfsögðu skap-
ast kynni við unga fólkið í sveit-
unum hér í kring, og eru leyfðar
heimsóknir í skólann viss kvöld í
viku. Hefur það reynzt vel og
verið öllum til ánægju".
Að þegnum góðum veitingum
kvaddi fréttamaður Löngumýri.
Er út á Sauðárkrók kom varð á
vegi hans sóknarpresturinn þar
sr. Þórir Stephensen.
Aðspurður kvað sr. Þórir skóla-
starf á Löngumýri hafa gengið
mjög vel. Það hefði vakið athygli
sína, að kristin fræði og uppeld-
isfræði hefðu verið vinsælustu
bóklegu námsgreinarnar, og þar
sem svo tækist til meðal ungs
fólks, væri áreiðanlega vel á mál-
uip haldið og verið á réttri leið.
Undir þau orð er hægt að taka.
SJÓVEÐ
Framhald af bls. 3.
greiðslur fyrir birgðir þær og
þjónustu, sem þeim hefur verið
veitt.
Sé nú svo komið, að brýn nauð-
syn beri til að tryggja með sjó-
veðrétti greiðslu fyrir úttekt
vista og fyrir viðgerðarþjónustu
síldveiðiflotans.
Fyrir því eru hér með sett
bráðabirgðalög, samkvæmt 28. gr.
stjórnarskrárinnar, á þessa leið:
1. gr.
A eftir 2. mgr. 5. tölul. 216.
gr. siglingalaga, nr. 66 31. desem-
ber 1963, komi ný málsgrein, svo-
hljóðandi:
Þó skulu eiga sjóveðrétt kröf-
ur, sem skipstjóri stofnar, vegna
kaupa á nauðsynjum skipsins eða
viðgerðarþjónustu, til að tryggja
áframhald veiðiferðar á fiskimið-
um I 300 sjómílna fjarlægð frá
íslandi eða meira.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört í Reykjavík,
31. ágúst 1968.
Kristjáh Eldjárn
L.S.
Eggert G. Þorsteiiisson.
STÉTTARSAMB.FUNDUR
Framhald af bls. 1
ráðherra að hlutast til um það við
stjórn Áburðarverksmiðjunnar, að
bændur njóti sem mests valfrels
is um áburðarkaup þangað til
Áburðarverksmiðjan hefur á boð
stólum samkeppnisfæran áburð,
hvað snertir gæði og fjölbreytni".
Frá allsherjarnefnd var eftirfar
andi ályiktun samþykkt:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1968 vill þakka landbúnað
arráðherra þá könnun sem harð
ærisnefnd hefur verið falið að
gera á efnahag bænda og væntir
þess að henni verði lokið sem
fyrst;
Treystir fundurinn því að könn
un þessi auki skilning ráðamanna
þjóðarinnar á afkomu bærnlastétt
arinnar.
Og þar sem bændur eiga í mikl-
um greiðsluerfiðleikum vegna
þess hvað mikið hefur vantað á að
þeir fái það kaup, sem þeim ber
samkvæmt framleUsluráðslögun-
um, þá skorar fundurinn á ríkis
valdið að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir hið allra fyrsta til að
bændur geti haldið áfram búskap
sínum.
Aðalfundur Séttarsambands
bænda 1968 harmar þá ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að verða í
engu við sanngjörnum óskum auka
fundarins s. 1. vetur um að bæta
bændum að einhverju leyti rang-
látan úrskurð meiri hluta yfir-
nefndar og lýsir andúð bænda-
stéttarinnar á þeirri afgreiðslu.
Telur fundurinn að það sé hlut
verk ríkisvaldsins að aðsto'ða
bændastéttina og landbúnaðinn
eins og aðrar atvinnuvegi við að
leita allra úrræða til að gera
framleiðsluna sem hagkvæmasta,
svo að landbúnaðurinn verði traust
undirstaða þjóðfélagsins hér eftir
sem hingað til.“
Um verðlagsmál landbúnaðarins
var ennfremur samþykkt eftirfar
andi:
,,Aðalfundur Stéttarsambands
bænda, haldinn í Skógaskóla dag .
ana 31. ágúst — 1. september
1908, telur að reynslan hafi sýnt
að núverandi verðlagslöggjöf, lög
in um framleiðsluráð landbúnaðar '
ins, verðskráningu, verðmiðlun,
sölu á landibúnaðarvörum o. fl.
tryggi ekki bændastéttinni sam-
bærileg kjör við aðrar stéttir eins
og að var stefnt, þegar Ijöggjöfin
var sett.
Auk þess hafa komið fram mikil
vandkvæði á framkvæmd laganna,
sem m. a. gera það að verkum að .
verðlagning gengur seint og illa.
Fundurinn samþykkir því að
kjósa fjóra menn, einn úr hverj
um landsfjórðungi til að vinnameð
Stéttarsambandsstjórninni að því
að semja breytingartillögur við
firamleiðsluráðslögin þar sem eink
um verður lögð áiherzla á eftirtal
in atriði. /
1. Að bændum verði tryggðar
sambærilegar tekjur við aðrar
stéttir.
2. Sex-manna-nefndin í núvér
andi mynd verði lögð niður, en
bændastéttin fái aðstöðu til að
semja við ríkisstjórnina um verð
lagið, framleiðsluaðstöðu og kjör
stéttarinnar.
3. Sett verði ákvæði í lögin er
tryggi möguleika til rr hafa stjórn
og skipulag á framleiðslu búvöru
þannig, að of miki'ð framboð vöru
valdi ekki bændastéttinni.. beinu
fjárhagstjóni.
Fundurinn felur Stéttarsam
baindsstjórninni og þeim fjórum
mönnum, sem kosnir verða, að
vinna að því að fá samstöðu í
Alþingi um ofannefndar breyt-
ingar.“
Þá voru ennfremur samþykktar
ályktanir um það ófremdarástand
sem ríkir í sláturhúsamálum, og
ullarsölumálum. Fleiri ályktanir
voru og gerðar en birting þeirra
verður að bíða vegna plássleysis
í bla'ðinu.
AGA KHAN
Framhald af bls. 16
borgar með viðkomu í Kaup-
mannahöfn og Zurich.
Hvarvetna þar sem forstjóri
flóttamannahjálparinnar kemur á
Norðurlöndum mun hann flytja
þakkir fyrir hinn aukna efnahags
lega og siðferðilega stuðning við
starf Sameinuðu þjóðanna meðal
flóttamanna og ræða mál, sem
stjórnir Norðurlanda og flótta-
mannalijálpin hafa sameiginlegan
áhuga á.
Auk þjóðhöfðingja, forsætis- og
utanríkisráðherra mun hann einn-
ig hitta að máli flóttamannanefnd
ir í hverju einstöku landi og aðra
þá aðila sem láta sig flóttamanna
vandamálið cinhverju skipta.
Haldnir verða blaðamannafundir
í hverju Norðurlandanna.
I Þ R Ó T T I R
Framhald af bls 13.
Akureyrarliðinu. Gunnar Aust-
fjörð er kominn inn á miðjuna,
en Jón Stefánsson hefur verið
settur vinstr bakvörður. Þá hef-
ur fyrrverandi bakvörður liðsins.
Númi Friðriksson. verið settur i
fremstu víglínu og er mun betri
þar en sem- bakvörður. f tveim
síðustu leikjum hefur hann verið
bezti leikmaður liðsins í þessari
nýju stöðu sinni. Vestmannaéying
ar léku vel í þessum leik, en
sem fyrr.full fast.