Tíminn - 03.09.1968, Side 16
186. tí»l. — Þriðjudagur 3. sept. 1968. — 52. árg.
- .................................. .......
Viðræður stjórnarflokkanna
og stjórnarandstöðunnar
KJ-Reykd'avík, mánudag. Fulltrúar Framsóknarflokks
ins í þessum viðræðum verða s
Á morgun klukkan tvö hefst þeir Ólafur Jóhannesson, for- I
í Stjórnarráðinu viðræðufund- maður Framsóknarflokksiins og 1
ur fulltrúa ríkisstjórnarinnar Eysteinn Jónsson, formaður B
og stjórnarandstöðuflokkanna. þimgflokks Framsóknanflokks- p
Svo sem kunnugt er þá óskaði ins. Fulltrúar Allþýðuiflokksins |
forsætisráðherra eftir þessum verða ráðherrarnir Gylfi Þ. I
viðræðum, og að flokkarnir. Gístason og Eggert G. Þor- f
tilnefndu tvo fulltrúa hver. steinsson. Fulltrúar Sjálfstæð- í
Fulltrúar allra flokkanna, isflokksins verða ráðiherrarnir f
nema Alþýðubandalagsins, til- dr. Bjarni Benediktsson og
nefndu fulltrúa sína í dag, en Jóhann Hafstein. . Fulltr. Al-
í kvöld var fundur hjá Alþýðu þýðubandal. verða Lúðvík Jó-
bandalaginu um tilnefninguna sefsson og Björn Jónsson.
Hlaup í Kolgrímu
AA-Höfn, Hornafirði, mánudag.
Mikið hlaup er nú í Kolgrímu
og hefur veginn tekið af beggja
megin árinnar. Hlaupið hófst í
gæidag og mikið rigndi enn i
nótt og er vatnið enn ekki farið
að sjatna. Brúin stendur enn, en
veginn hefur tekið af við báða
brúarsporðana. Vegna vatnavaxt-
anna, er enn ekki hægt að sjá hve
mikiar skemmdir.nar eru.
Nærri lætur að slík hlaup komi
í Kolgrímu árlega og verða þá
alltaf meiri og minni vegaskemmd
ir. Brúin yfir ána er orðin gömul
og stendur til að endurbyggja
hana.
Góð kartöflu
uppskera í
garðlöndum
Reykjavíkur
Um helgina notuðu margir
sér góða veðrið til kartöfluupp
töku í nágrenni Reykjavíkur.
Mátti víða sjá fjölskyldur í
kartöflugörðum hamast við að
taka upp og virðist svo sem
uppskera ætli að verða ágæt
hjá Reykvíkingum, en álitlegur
hluti af kartöfluuppskeru lands
mannp er einmitt ræktaður í
garðlöndum Reykvíkinga. Hér
á myndinni sjáum við ungan
mann Kristján Baldursson með
góða uppskeru í garðlöndum í
Smálöndum. Ljósmyndari Tím-
ans Gunnar tók þessa mynd. Úr
þessu má fara að búast við
næturfrostum, og þvf ekki til
neins að bíða með upptökuna.
Þegar svo garðaþjófar hafa
gert vart við sig, í sumum garð
löndum, eins og í Kópavogi,
virðist engin ástæða til að láta
kartöflurnar vera lcngur í
jörðinni. Það virðist vera held
ur ótrúlegt, að fólk skuli leggja
sig niður við stuld úr kartöflu
görðum, en það er nú samt
staðreynd.
Tveir lögreglubílar í árekstri í gær:
Fær hver sem er aí
aka bílum lögreglunnar?
\
ÓÓ-Reykjavík, mánudag.
Fjórir bilar skemmdust meira
éða minna í árckstri á Suður-
landsbraut í dag. Tveir bíl-
anna eru jeppar í eigu lögregl
unnar í Reykjavík og átti annar
þéirra sök á hvernig fór. Þess
ber að geta að það var ekki lög-
reglumaður sem ók bílnum, sem
er auðkenndur lögreglunni og
búinn þeim sérstöku tækjum
sem eru í slíkum bílum.
Bílarnir stefndu allir í sömu
átt. Á móts við Reykjaveg stanz
aði fyrsti bjllinn, vegna umferð
ar, en bílstjórinn ætlaði að
aká norður Reykjaveginn. Aftan
við þann bíl stanzaði Benz fólks
bíll og lögreglubfll þar fyrir
aftan. En fjórði bíllinn, sem
einnig er lögreglubíll stanzaði
ekki fyrr en aftan á bílnum fyr
ir framan, sem kastaðist á Benz
fólksbílinn, sem aftur kastað
ist aftan á fremsta bflinn.
Skemmdust allir bílarnir nokk
uð, Benzinn þó mest, en slys
urðu ekki á fólki.
í fremri lögreglujeppanum
ók óeinkennisklæddur maður, l
og þeim sem árekstrunum olli
ók starfsmaður á bílaverkstæði
lögreglunnar.
Þótt þetta óhapp hafi hent
blessaðan viðgerðarmannninn,
er ekki þar með sagt að hann
sé verri bflstjóri en hver ann-
ar. Slíkt getur komið fyrir
flesta þá sem aka bílum og þá
kannski ekkert síður lögreglu-
þjóna en viðgerðarmenn og ann
að fólk. Hins vegar ættu ekki
aðrir að aka lögreglubflum í
umferðinni en einkennisklæddir
lögreglumenn. Bílarnir eru
merktir lögreglunni. Þeir eru
búnir sírenum, ljósum og tal-
stöðvum, sem eingöngu'eru ætl
aðar til notkunar. fyrir lögreglu
þjóna. Iíinn almenni borgari lít
ur á lögreglubíla sem nokkurs
konar tákn löggæzlunnar, á
sama hátt og einkennisbúning
lögreglunnar og ættu þvi eng
ir aðrir að fá að aka þessum
bílum en lögreglumenn að störf
Framhald á bls. 15.
1039 laxar úr Miðfjaröará
Aga Khan kemur
til Reykjuvíkur
Rvík, mánudag.
Dagana 6. til 14. september
heimsækir Norðurlönd forstjóri
flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, Sadruddin Aga Khan
prins. Heimsóknin hefst í Reykja
vík á föstudag.
Prinsinn kenfur með flugvél
frá Flugfélagi íslands upp úr há-
deginu, og er búizt við að hann
komi til Reykjavíkur um kl. hálf-
fjögur. KI. 4 á hann fund við
forsætisráðherra og hálftíma síð
ar við utanríkisráðherra, en kl.
hálf-sex fer liann til Bessastaða
að hitta forseta fslands að máli.
Kl.. hálf-átta um kvöldið situr
prinsinn kvöldverðarboð lijá utan
ríkisráðherra. I.augardaginn 7.
septcmber kl. t*u á prinsinn við
ræður við forustumenn Ilerferðar
gegn hungri, en síðan verður ekið
með hann um borgina fram að
hádegisverði. Hann heldur frá
Islandi kl. hálf-tvö á laugardag og
flýgur þá til Stokkhólms með við
komu í Kaupmannahöfn. Þriðju
daginn 10. september kemur prins
inn til Helsinki, miðvikudaginn
11. september til Kaupmannahafn
ar og daginn eftir til Osló, en það
an flýgur hann að morgni laugar
dagsins 14. septcmber til Algeirs
b'rariihaio a Oi.-- •<
Héraðsmót Fram-
sóknarmanna í
A-Húnavatnssýslu
Jón Ilelgason Jón Skaftason
OÓ-Reykjavík, mánudag.
Veiðitímanum í Miðfjarðará
lauk 31. ágúst s.l. Veiðin var góð
í sumar og komu á land 1039
laxar, sem teljast verður mjög
gott, þar sem í fyrra fengust
ekki nema um 600 laxar úr ánni.
Stærsti laxinn sem veiddist þarna
í sumar var 20 pund að þyngd.
Laxveiðin varð strax allgóð þeg-
ar er veiðitímahilið hófst 11. júnf
og hefur haldizt jöfn allt síðan.
Fyrir nokkrum árum minnkaði
Iaxveiði á vatnasvæðinu verulega
og mátti heita að hún væri engin
fyrir þrem áruin síðan.
Þá voru sett seiði j ána, og
hefur það verið gert árlega síðan.
Hefur þessi framkvæmd skilað
mjög góðum árangri eins og fyrr-
greindar tölur bera með sér.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur tók
vatnasvæðið á leigu s.l. vor og
voru þá sett helmingi fleiri seiði
í vatnasvæði Miðfjarðarár en gert
var árlega undanfarið og mur,
það einnig verða gert næsta sum-
ar, en féíagið hefur árnar á leigu
í þrjú ár. Sýnir þessi gífurlega
aukning á laxveiði hve þýðingar-
mikið er að rækta árnar og sýna
laxastofni'num alúð, því með
þeirri veiði sem nú er, og hefur
verið undanfarin ár í allflestum
ám landsins er tæpast von til að
náttúrulegt klak í ánum dugi til
að viðhalda þeirri laxagengd sem
telja verður nauðsynlega til að
eigendur ánna geti leigt þær á
háu verði og að stangaveiðimenn
sætti sig við að greiða háa leigu.
AKRANES
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna á Akranesi verður
haldinn í Framsóknarhúsinu Akra
nesi fimmtudaginn 5. september
og hefst klukkan 8,30. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf, laga-
berytingar og sagðar verða fréttir
af 12. þingi SUF. Félagar cru
hvattir til að fjölmenna og taka
með sér nýja félaga.
Stjórnin.
Framsóknarmenn í A-Hún. halda
héraðsmót í Félagsheimilinu
Blönduósi laugardaginn 7. septem
ber og hefst það klukkan 21 00
Ræður flytja: Jón Helgason rit-
stjóri og Jón Skaftason alþingis-
maður. — Skemmtiatriði
annast Jóhann Daníelsson og Ei
ríkur Stefánsson, sem syngja ein
söng og tvísöng við undirleik Ás-
kels Jónssonar. Þá annast Baldur
Hólmgeirsson skfemmtiþátt. Hl.iom
sveitin Póló og söngvararnir Erla
og Bjarki leika og syngja fyrir
dansi.