Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.09.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGtTR 5. september 1968. TÍMINN 3 Aðalefni SAMVINNDNNAR jslenzkur landbúnaður” EJ-Reykjavík, miðvikudag. Samvinnan, fjórða hefti þessa árgangs, er komin út, og er aðal- efái hennar „íslenzkur lamdibún- aður“. Eru í heftinu margar grein ar um ýmsa bætti landbúnaðar- miála eftir þekkta menn. Gunnar Bjariiason, ráðunautur BÍ, ritar greinina ,,Ný viðhorf og ný skref“, Björ.n Stefánsson, bún aðarlhagifræðingur urn „Fjárfest- ingu í landbúnaði og lífskjör sveitafólks", Inddði G. Þorsteins- son, rifchöfundur, greinina „Lág- lendið mun gera þá ríka”, Gunn- ar Guðbjartsson, formaður Stéttar sambands bænda greimlna „Hver verður stefnan í landbúnaðarmál- um í fraimtíðinni?", Jóhann Franks son de Fontenay, tilraunastjóri, Hvolsvelli, greindna „Fóðuröflun á íslaindi", Ólafur Geir Vagnsson búfræðingur um „Menntun bænda“, Jóhannes Torfason bóndi, Tonfalæk, „Ný viðhorf“ og Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri, greinina „Afurðir og afurðasala — sögubrot". Margt annað efni er að finna í þessu hefti Samvinnunnar. í þættinum „Menn sem settu svip á öldina“ er að þessu sinni ritað um Nasser, forseta Egyptalands, og greinar eru m.a. um stefnur í bókmenntakönnun, forsetakosn- ingarnar, „uppreisn æskunnar", kosningarnar í Svíþjóð í haust, séra Caimilo Torres og þjóðfrelsis baráttuna í Colombíu og „Kristna trú frá sjónarmiði guðleysingja", en þá grein ritar Gísli Gunnars- son. Nokkrir leikarar og starfsmenn Leikfélagsins viS upphaf ieikársins. Maður og kona frumsýnt hjá Leikfélaginu í sept. Starfsárið er hafið hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Fyrir nokkru komu leikarar í Iðnó og starfsfólk saman í fyrsta sinn að loknum sumarleyfum, og þegar daginn eftir hófust æfingar á tveimur fyrstu verkefnunum, sem frumsýnd verða 'í haust, Manni og konu og Yvonne Búrgundarprinsessu eftir Gom- browicz. Leikárinu lauk 19. júní s. 1. með síðustu sýningu á Heddu Gabler, en aðsókn að þeirri sýningu var svo mikil, að Hedda verður sýnd að nýju nú í haust, og auk þess er ráðgert að fara með hana í stutta leikför til Akureyrar um mánaða mótin september-október. • Strax þann 20. júní lagði leik flokkur Leikfélagsins af stað út á land með Koppalogn Jónasar ÁrnasOnar, sem sýnt hafði verið í Iðnó frá því á jólum, lengst allra leikrita á leikárinu. Koppalogn var sýnt 19 sinnum á Norður- og Aust urlandi, og hefur nú verið sýnt sam tals 72 sinnum, en sýningar hefjast á Koppalogni aftur í Reykjavík um miðjan október. Þriðja leik ritið frá fyrra leikári, sem sýnt verður í haust, er svo skopleikur inn Leynimelur 13, sem frumsýnd ur var í mai í vor og hlaut mikla aðsókn. Leikhússfcjóri, Sveinn Einarsson ávarpaði samstarfsfólk sitt að loknu sumarleylfinu og lýsti því sem framundan er í leikhúsinu nú í haust. Ennfremur ræddi hann ný viðhorf í húsbyggingarmálum félagsins, en þau mál verða rædd á aðalfundi Leikfélagsins, sem hald inn verður þriðjudaginn 3. septem ber n. k. Hinn vinsæli alþýðusjónleikur, Maður og kona, verður frumsýnd ur upp úr 20. september. Er þetta önnur sviðsetning L. R. á leikn um, sem þeir Emil Thoroddsen og Indriði Waage sömdu upp úr hinni sígildu sögu Jóns Thoroddsens, en þessi leikgerð var frumsýnd í Iðnó á jólum fyrir 35 árum. Síðan hefur leikurinn verið sýndur bæði á vegum Fjalakattarins og Þjóð leikhússins. Það er Jón Sigur- björnsson, sem sviðsetur Mann og konu að þessu sinni, en leik myndir teiknar Steinþór Sigurðs son. Brynjólfur Jóhannesson leik ur Séra Sigvalda, en hann lék sem kunnugt er þann fræga klerk við frumuppfærsluna 1933. Regína, Þórðardóttir fer með hlutverk Þórdiísar í Hlið, Valgerður Dan er Sigrún og Þorsteinn Gunnars son, Þórarinn sfcúdent. Vaidimar Helgason leikur Hjálmar tudda, en það hlutverk fór hann einnig með 1933. Leikritið . um Yvonne Búrgund arprinsessu eftir Witold Gombro wicz er eitt þeirra nútímaleikrita sem mesta athygli hafa vakið víða erlendis á síðustu árum. Höfundur inn er pólskur að uppruna, en hef Framhald á bls. 15. Þorsteinn frá Hamri fær 30 þús. úr minningarsjóði Ara Jósefssonar skáids Stjórn Minningarsjóðs Ara Jósefssonar skálds úthlutaði i fyrsta skipti úr sjóðnum á þrítug asta afmælisdegi Ara, 28. ágúst síðastliðinn. í skipulagsskrá sjóðs ins er til þess ætlazt að úr honum sé úthlutað verðlaunum til ungra skálda og listamanna. í samræmi við það ákvað stjórn sjóðsins ein- róma að úthluta Þorsteini frá Hamri 30.000 krónum sem, viður kenningu fyrir unnin verk og upp örvun til frekari afreka. Þorstein frá Hamri þarf ekki að kynna. Hann hefur með verkum sínum skipað sér framarlega á meðal is- lenzka skálda og sýnt að hann er þroskaður, þrótfcmikill rithöfundur sem mikils má af vænta. Stjórn Minningarsjóðs Ara Jósefs sonar. Leikár Þjóðleikhússins hefst með frumsýningu á Fyrirheitinu Mánudaginn 2. september hélt Þjóðleikhússtjóri fund með öllum leikurum Þjóðleikhússins og for- stöðumönnum hinna ýmsu deilda leikhússins. Það hefur verið venja á undanförnum starfsárum að halda slflcan fund á fyrsta vinnudegi í september. Leikárið hófst að þessu sinni nokkru fyrr en venjulega, eða nánar tiltekið, þann 26. ágúst. Á fundinum ávarpaði þjóðleik hússtjóri starfsfólk leikhússins og bauð það velkomið til starfa á hinu nýbyrjaða leikári. ! Ennfremur taldi hann upp helztu verkefni, sem eru á sýningarskrá Þjóðleikhússins á þessu leikári og eru þetta aðaliverkefnm: Þann 21. þ. m. verður fjrrsta frumsýningin í Þjóðleikhúsinu á leikritinu. Fyrirheitið eftir Aleks ei Arbuzov, en þessi leikur hefur undanfarin tvö ár verið sýndur á leikhúsum nágrannalandanna við miklar vinsældir. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson, en aðalhlut verkið er leikið af Arnari Jóns syni, Leikmyndir gerir Una Coll ins. Þann 27. ágúst s. 1. hófust æfing ar á leikriti Brechts, Púntila og Matti vinnumaður hans. Leikstjóri er Wolfgang Pintzka, einn af aðal leikstjórum við Alþýðuleikhúsið í Austur-Berlín og hefur sett Pún tila á svið bæði í'Finnlandi og Svíþjóð. Pintzka starfaði lengi við hið fræga leikhús Brecht í Berlín og nam leiklist undir handleiðslu Bert holt Brechts. Sannarlega er það mjög gott fyrir Þjóðleikhúsið að fá jafn reyndan mann og Wolf gang Pintzka er, til að stjórna þessu ágæta og skemmtileg^ leik riti Bertholts Brechts. Pintzka kom hingað til landsins s. 1. vor ræddi þá við ýmsa starfsmenn leikhúss ins og skipaði í hlutverk, en aðal hlutverkin eru leikin af: Róbert Arnfinnssyni, Kristbjörgu Kjeld og Erlingi Gíslasyni. Leikurinn verður frumsýndur 4. október n. k. Um 20. október hefjast svo sýn ingar á leikritinu Hunangsilmi, eftir Shelagh Delaney. Leikurinn var sýndur fjórum sinnum vorið 1967 á Litla sviðinu í Lindarbæ, en nú verður leikurinn sýndur á leiksviði Þjóðleikhússins. Aðalhlut verk verða leikin af Brynju Bene diktsdóttur og Þóru Fdðriksdótt- ur. Leikstjóri við sýninguna í Lindarbæ vorið 1967 var Kevin, Palmer. Þá hefjast sýningar á leikriti. Guðmundar Kambans, Vér morð- ingjar, þann 27. september, en leikurinn var sýndur 12 sinnum á ’ s. 1. leikári við frábærar undirtekt •' ir og ágæta aðsókn. Auk þess var ■■ Framhald á bls. 15. Þjóðleikhússtjóri ásamt leikurum við upphaf leikársins. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.