Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR \8. september 1968. TIMINN s
i
danskra króna á þeim þrem dög
um sem höfSu liðið. Þau dvöld
ust síðan í fangelsi í Róm þar
til fyrir nokkrum dögum að
þau komu flugleiðis til Kaup
mannaihafnar. Maðurinn lengst
til hægri er danskur lögreglu
maður og undir hendi heldur
hann á þeim tvö hundruð og
fimmtíu þúsund krónum, sem
Iþeim hafði ekki gefizt tími til
þess að eyða,-
Þótt hin fræga fyrirsæta
Twiggy sé bæði ung og mögur
er hún ekki skyni skroppin
bvað peninga snertir. Um þess
ar mundir ferðast hún um og
sýnir tízkufatnað, sem hún
sjálf selur og framleiðir i
stórum stíl og hefur hún grætt
heilmikið á þessu uppátæki
sínu. Er talið að á þessu ári
haifi um tvö hundruð þúsund
Twiggy-kijiólar selzt um allan
heim.
★
Shirley Temple, sem fræg
var á sínum æskuárum sem
barnastjarna í kvikmyndum og
nú á síðari árum fyrir afskipti
sín af stjórnmálum var í Prag,
þegar rússneskir skriðdrekar
ruddust inn í borgina fyrir
nokkru. Hún vaknaði um nótt
ina, þegar skriðdrekárnir fóru
fram hjá hótelinu, sem hún
bjó í. Næsta dag var hún
ásamt fjögur hunduð banda-
rískum ferðamönnum flutt til
VesturÞýzkalands í bdlalest.
sem í voru hundrað bifreiðir,
sem bandariska sendiráðið í
Tékkóslóvakíu útvegaði.
Þegar Shirley kom til San
Fransisco sagðist hún ekki
hafa séð neinn drepinn eða
slasaðan, og verið þakklát fyrir
það. Hins vegar sagðist hún
hafa heyrt öskur og óhljóö.
★
Síðasta kvikmyndin, sem
bandaríska lei'kkonan Jane
Fonda lék í nefnist Barbarella
og var tekin undir stjórn eigin
manns hennar, Roger Vadim.
Á meðan á kvikmyndatökunni
stóð, tilkynnti Jane blaða-
mönnum að er hún hefði leikið
í þessari kvikmynd ætlaði hún
að gera MéT á kvikmyndaleikn
um og eignast barn. Þetta hef
ur reynzt heilagur sannleikur
því að þessa dagana bíður hún
eftir að ala barn, en bún hefur
þegar gert kvikmyndasamninig
og mun leika aðalhlutverkið í
kvikmynd sem gerð er eftir
skáldsögu Horace Mcay.
★
Það fór heldur illa fyrir
stúlkunni hér á myndinni. Hlún
er bandarísk leikkiona og var
að leika í kvikmynd í Róm,
þegar hún datt aftuir fyrir sig
út í einn af gosbrunnum Róma
toorgar. Hún slapp ósködduð
frá þessari byltu að öðru leyti
en því, að hún varð talsvert
'blaut og kvikmynda varð atrið
ið aftur þegar leikkonan var
orðin þurr. Kvikmyndin, sem
hún var að leika í heitir ,Ef
það er þriðjudagur, hlýtur
þetta að vera Belgía.“
Cliff Ridhard, sem allir bjúgg
ust við að vœri hættur að
syngja og spila tízkumúsák ung
dómsins og aðallega farinn að
snúa sér að kvikmyndaleik,
heldur því fram að innan tíð
ar kom nýr rokkfaraldur. Þess
vegna hefur hann lieikið inn á
plötur aftur rotoklögin, sem
hann. gerði fræg fyrir tíu til
fimnilpn árum.
★
Stúlkan hér á myndinni heit
ir Jette Sediiri og er dönsk,
gift Túnisbúanum Youssef
Sediri, sem sést lengst til
vinstri. í vor vann hún á skrif
stofu aðalgjaldikera hjá Illum
og leysti þar af áðra stúlku.
Einn daginn mætti hún ekki í
vinnuna og sama dag vildi svo
til að i peningaskáp fyrirtœkis
ins, sem ar geysilega stór, vant
aði 270 þúsund krónur dansk
ar eða um tvær milljónir ís-
lenzkar. Böndin bárust fljótt
að Jette og grunurinn styrktist
þegar lögreglan komst að því,
að hún hefði farið til Rómar.
Þar hitti hún eiginmann sinn,
og þrem dögum síðar eða tutt
ugasta og fimmta júní voru þau
handtekin í Róm. Viðurkenndi
★
einmaðuirinn. þá að hía'fa stolið
þessum peningum og böf ðu þau
hjónin eytt 19 þúsundum
f
/
t
j
/