Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 13
/ SGNNUDAGUR 8. septeniber 1968.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Alfreí NrsteÍRssan
A VHATEIGI
Járntjald í íþróttum.
Svo virðist, sem inrás
Rússa í Tékkóslóvakíu ætli að
hafa alvarleg áhrif á gang í-
þróttamála í Evrópu. Austan
tjaldslöndin hafa verið ein
angruð í knattspyrnu og verða
að keppa innbyrðis í Evrópu
bikarkeppninni. Enn alvar-
legri er þróunin í handknatt
leik, því að í þeirri íþrótta
grein hefur Evrópubikarkeppn
in verið lögð niður um tíma
og leikjum í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar ver-
ið frestað.
Það fer því ekki milli ffiála,
að járntjald er að síga hægt
og hægt niður á milli íþrótta
fólks í vestri og austri.
fþróttir og stjórnmál.
Því hefur löngum verið hald
ið fram, að íþróttir og stjórn-
mál ættu ekki samleið. Ekkért
getur breytt þeirri staðreynd,
ekki einu sinni innrás Rússa
í Tékkóslóvakíu, jafn fólsku
leg sem hún var þó. Við for-
dæmum hana. En gleymum
ekki, að iþróttir eru sá vett
vangur, þar sem fólk af ólíku
bergi, fólk af ólikum litar
hætti og fólk með ólíkar stjórn
málaskoðanir getur mætzt og
háð með sér keppni. Þess
vegna er það sorglegt, hve í-
þróttir hafa dregizt inn í
stjórnmálaviðburði síðustu
daga.
Vel má vera, að einhverjir
verði til að mótmæla þessari
skoðun, Rússar og fylgifiskar
þeirra eigi ekki betra skilið
og að með þessu sé hægt að
sýna, hve rík samúðin með
Tékkum sé. En ef okkur er
einhver alvara, því slítum við
þá ekki stjórnmála og við-
skiptatengsl við þessi ríki?
Væri það ekki áhrifaríkara?
Á hverju ári ske atburðir
víðs vegar um heiminn, sem
eru okkur ekki að skapi. í
þesu sambandi má nefna Viet
nam. Vitað er, að þorri al
mennings er á móti stefnu
Bandaríkjastjórnar þar í landi.
Engan hef ég þó heyrt, sem
vill útiloka Bandaríkjamenn
frá íþróttakeppni. í Nígeríu
brytja Nígeríumenn Biafra-
menn niður og svelta þá. Samt
geta þeir tekið þátt í íþrótta
keppni hvar sem er.
Svona er hægt að telja á
fram, Við fordæmum Ijótar að
farir, en höldum íþróttunum
fyrir utan það.
Glappaskot HSÍ-fulltrúanna
í Amsterdam.
Eins og vikið er að fyrst í
þættinum, er þróunin í hand
knattleiksmálum alvarleg. Evr-
ópubikarkeppnin lögð niður í
ár og leikjum í heimsmeistara
keppninni frestað. Það var al
þjóðaráðstefna handknattleiks
manna, sem háð var í Amster-
dam nýlega, sem tók ' þessa
heimskulegu ákvörðun. En
með svo litlum mun var hún
samþykkt, ,að aðeins munaði
einu atkvæði. Framh. á bls. 14.
Guðbrandur Magnússon:
LLUR KEPPNi UMFI
OG RVÍKUR NIDUR?
Fyrsta landsmót í fþróttum sið
an á gullöld, var haldið í Reykja
vík 1911, að tilefni aldarafmælis
Jóns Sigurðssonar forseta, og
stóð mótið í viku. Heyrt hefi ég
’eldra fólk vitna til þess, að það
hafi ekki verið haldið til jafns
við þennan lið afmældsháítiðar
Jóns Sigurðssonar . fyrr en 1944,
en þá var efnt til íþróttamóts,
sem ekki stóð hinu að baki.
Hér er ekki mælt í iþróttaaf-
rekum heldur bylgjulengdinni
sem yfir vötnum sveif.
ílþróttamótið 1911 mun hafa
staðið í viku. Þátttaka var hvaðan
æfa af landinu, enda greinilega
sagt frá mótinu í blöðum þess
tíma, eins og hátíðahaldinu öllu.
Ég get þess hér, ungu kynslóð-
inni til fróðleiks, að á þessu ári
sá lífið fyrir sjálfa sér í beinu
framhaldi af ævistarfi Jóns Sig-
urðssonar, okkar vitru, varfærnu,
en farsælu frelsishetju. Þá var
m.a. Háskóli íslands stofnaður og
ef ég man rétt, íþróttasamband ís
lands einnig. En hvers vegna er
verið að rifja þetta upp. f íþrótta
fréttum Morgunblaðsins í dag 6.
sept. les maður þessa stórletruðu
fyrirsögn: Fellur keppni UMFÍ
og Reykjavíkur niður?
Að forgöngu Ungmennafélag-
anna var verið að koma því til
leiðar, að Frjálsaþróttasamiband
fslands kæmi á keppnismótum
milli UMFÍ og Reykjavíkur-íþrótta
félaga, og fékk tillaga þessi mjög
góðar undirtektir. Var í ráði að
keppni þessi ýrði til skiptis í
Reykjavik og úti á landi.
En hvað skeður ekki! Fram-
kvæmdastjórinn neitaði um vallar
leyfi á þeim forsendum, að forseti
ÍSÍ og framkvæmdastjóri töldu
að íþróttafólk gæti ekki keppt
fyrir UMFÍ.
Morgunblaðið segir:
„Telja má slíka afstöðu næsta
furðulega!" Tíminn er nákvæm-
lega sama sinnis, og telur þessa
afstöðu stórfurðulega. Morgunblað
ið greinarfpá, ,að ydirstjórn íþró.tta
málanna muni hins vegár ekkert
hafa haft við það að athuga, að
keppni færi fram „sem keppni
Reykjavíkur og laiidsbyggðarinn-
ar“.
Ég vil gera grein fyrir því, að
í hinni fjölmennu Reykjavíkur-
borg er nú ekkert Ungmennafélag.
Skýringin á því er sú, að þau eru
að undanskildu Umf. Víkverja-
uppleyst í sérfélög/ svo sem leik-
fimifélög, glimufélög, sundfélög,
söngfélög, skógræktarfélög. Hin
fjölmenna höfuðborg hefur mann
afla til slíkrar sérgreiningar á
áhugamálum Ungmennafélaganna,
sem létu sér ekkert óviðkomandi,
nema trúmál og stjórnmál. Ekki
heldur forustumenn íþróttamála
gjkjddu fara villur vegar!
Guðbrandur Magnússon.
Frakkar
mótmæla
einnig
Nú hafa Frakkar bætzt í hóp
þeirra ríkja, sem mótmælt hafa
hinum nýja drætti í Evrópubik-
arkeppninni f knattspyrnu. f sím
skeyti til Evrókuknattspymusam
bandsins (UEFA) skora Frakkar
á sambandið að halda sig við
upphaflega dráttinn, enda sé það
lögum samkvæmt.
Þá hefur samband franskra at-
vinnumánnaliða ennfremur sent
mótmæli, en það bendir á, að
ekki megi blanda saman íþrótt
um og stjórnmálum. ^
Þess má geta, að frönsku meist*
ararnir, St. Etienne, drógst í
fyrstu á móti Ruch Chorzow frá
Póllandi ,en síðari drættinum á
móti Glasgow Celtic, fyrrverandi
Evrópubikarmeisturum.
Þá hefur AusturÞýzkaland
einnig bætzt í hóp mótmælaland-
anna, en í skeyti til Evrópuknatt
spyrnusambandsins segja Austur
Þjóðverjar, að hér sé um að ræða
stjórnmálalega meðhöndlun á mál
inu eftir þrýsting frá öflum, sem
séu fjandsamleg íþróttum.
Þess má geta, að stjórn Evrópu
knattspyrnusambandsins mun
koma saman til fundar í Ziirich
í Sviss á morgun, mánudag, til
að ræða mótmælin. En óhugsandi
er, að enn einu sinni verði gerð
breyting, þar sem mörg lið hafa
þegar náð samkomulagi eftir nýja
dráttinn, til að mynda KR og hin-
ir grísku mótherjar þeirra í
keppni bikarhafa.
Á þessum ,-T
■ ■■ i ■■ *. >’ f
velli leika
Valsmenn
Hinn stóri íþróttaleikvangui
sem við sjáum á myndinni til
hliðar er leikvöllur portú-
gölsku meistaranna, Benfica,
Lissabon.
Valsmenn munu leika á þess
um velli síðari leik sinn gegn
Benfica í Evrópubikarkeppn
inni þann 2. október.
Mikill áhugi er á leik Ben
fica og Vals og búast Portú
galarnir við að fá 40 þiisund
áhorfendur eða jafnvel fleiri
á leikinn. Verður án efa erfitt
fyrir Valsmenn að leika fjrir
svo mörgum áhorfendum, auk
þess, sem búast má við, að leik
ið verði í flóðljósum.
in í dag
Bikarkeppni KSI verður haldið
áfram í dag. Verður leikið bæði
í Reykjavík og á Akureyri. Á
Melavellinum í Reykjavík leika
kl. 2 Akranes og KR b. Síðar.
eða kl. 5 leika svo Víkingur og
Þróttur.
Á Akureyri leika heimamenn
gegn Val og hefst leikurian kl. 5.
Kvenfólk leikur knatt-
spyrnu í Kópavogi í dag
— og bæjarstjórn Kópavogs leikur gegn meistaraflokksliði Breiðabliks.
Hinn vinsæli knattspyrnu-
leikur milli bæjarstjórnar
Kópavogs og meistaraflokks
Breiðabliks, fer fram á vell-
inum vi5 Kópavogsbraut í dag
(sunnudag).
Dagskráin hefst kl. 2,30 með
leik í 5. flokki KR—Breiðablik.
KR-ingar eru nýbakaðir íslands
meistarar í þessum aldursflokki
og verður gaman að sjá hvernig
Kópavogspiltunum vegnar gegn
þeim, en þeir hafa ekki tapað
leik síðan í byrjun júní.
Dómari í beim leik verður
Sigrún Ingólfsdóttir, sem mun
vera eini kvendómarinn í knatt
spyrnu. !
Þá mun kvenfólk keppa í
knattspyrnu og mun það vera í
fyrsta sinn hér á landi. Kven-
fólkið i Breiðablik. hefur nú æft
knattspyrnu um nokkurt skeið og
munu lið Austurbæjar og Vestur
bæjar mætast að þessu sinni.
Rnísínan í pylsuendanum verð-
ur svo leikur bæjarstjórnarinnar
við meistaraflokk Breiðabliks og
mun bæjarbúum og fleirum ef-
laust leika fórvitni á að sjá hvort
geta bæjaryfirvalda hefur hrakað
í hinni vinsælu Sþrótt, en þeir
sigruðu, þegar kcippt var síðast.