Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 6
6 TIMINN
Sj * 0 nva r; pí i næstu viku
SUNNUDAGUR 8. september 1968.
Hin unga, vinsæla söngkona, Sigrún Harðardóttir.
Mánudaginn 9. september
skemmtir hljómsveitin Orion,
ásamt Sigrúnu Harðardóttur.
Sigrún er bæði sjónvarpsáhorf-
endum og útvarpshlustendum
að góðu kunn, og nú í ^sumar
hefur hún aflað sér mikilla
vinsælda hjá unga fólkinu með
söng sínum með Orion. Ann-
ars er hún nemandi við
Menntaskólann á Akureyri, og
verður því að láta af dægur-
lagasöng í haust, að mestu a.
m.k. En reyndar er Orion að-
eins starfrækt að sumrum, því
að hinir meðlimirnir eru einn
ig skólafólk, og einn þeirra,
Sigurður Ingvi Snorrason,
stundar tónlistarnám í Vínar-
borg. Aðrir meðlimir eru: Ey-
steinn Jónasson, Stefán Jökuls
son og Snorri Snorrason.
Hljómsveitin flytur lög við
allra hæfi, en einskorðar sig
ekki við ákveðna tegund tón-
listar.
Á þriðjudagskvöld hefst nýr
framhaldsmyndaflokkur um
ríki Suður-Ameríku, og fyrst
í röðinni er silfurlandið Arg-
entína. í myndum þessum er
reynt að varpa Ijósi á efna-
hagslegt og stjórnarfarslegt á-
stand ríkjanna, sem eru yfir-
leitt skammt á veg komin í
flestu tilliti. Þá er brugðið
upp svipmyndum af daglegu
lífi fólksins, sem lönd þessi
byggja.
Tvær kvikmyndir Ósvaldar
Knudsen, Laxaþættir og Svip-
myndir, verða sýndar n.k. mið
vi'kudag kl. 20.55. Sú fyrri fjall
ar um laxagöngur og laxveiði
á sumrum og ennfremur laxa-
klak, frjóvgun hrogna og upp-
eldi seiða í klakhúsi. Síðari
myndin, Svipmyndir, er tekin
af ýmsum kunnum íslending-
um, þ.á.m. séra Bjarna Jóns-
son o.fl. Þulur með báðum
þessum myndum er dr. Kristj-
án Eldjárn.
Síðast á dagskránni á mið-
vikudagskvöld er brezk mynd,
er gerð var um réttarhöldin
frægu í Rússlandi, er rithöf-
unarnir tveir, Andrei Sinyaf
sky og Juli Daniel, voru dæmd
ir til 12 ára fangelsisvistar
fyrir að hafa ritað ýmislegt.
er valdhöfunum þar eystra féll
ekki í geð. Réttarhöld þessi
fóru fram í febrúar 1966 og
vöktu dómarnir gremju og
reiði hvarvetna í heiminum.
Kvikmynd þessi, er hér um
ræðir og nefnist. ,Æðsta frels-
ið“, er byggð á handriti, er
ritað var, meðan á málaferl-
unum stóð, og var síðan
„smyglað“ frá Rússlandi. Art-
hur Hill er í hlutverki Sinyav-
sky, en Daniel ér leikinn af
Lee Montague.
Á morgni nýrrar aldar, nefn
ist þýzk kvikmynd um þýzka
listamanninn Hans Holbein, er
uppi var á 16. öld. Rekur
kvikmyndin ævi listamannsins,
en hann dvaldi löngum við
hirð Hinriks 8. Englandskon-
ungs og þar urðu mörg meist-
araverk hans til. í myndinni
eru sýnd mörg verka.. hans,
en hann málaði mörg, mál-
verk, og gerði jafnframt tré-
skurðarmyndir, glerskreyting-
ar, freskómyndir og fékkst við
ýmsar aðrar greinar myndlist-
ar. Hann er talinn meðal allra
fremstu listamanna Þýzka-
lands fyrr og síðar.
Á laugardagskvöldið kl. 20
25 er sýnd kvikmynd, er nefn-
ist „Fagurt andlit". og fjallar
um fegurð kvenna og ýmis
fegrunarbrögð þeirra á ýms-
um tímum og í ýmsum lönd-
um heims, en konan hefur, all-
ar götur frá grárri forneskju,
haft margvíslegar hugmyndir
um, hvernig hún geti sem bezt
gengið í augun á hinu sterk-
ara kyni. f mynd þesari koma
fram margar fríðleikskonur,
og ýmsir menn og konur láta
£ ljósi álit sitt á kvenlegri
fegurð, m.a. listamaður, ljós-
myndari, mannfræðingur.
snyrtisérfræðingur o.fl.
Síðasti liðurinn á dagskrá
laugardagskvöldsins er kvik-
myndin Er á meðan er, en
hún er gerð eftir samnefndu
leikriti, sem sýnt var í Þjóð-
leikhúsinu fyrir allmörgum ár-
um. Höfundar eru Moss Hart
og George S. Kaufman, en
Frans Capra gerði kvikmynd-
ina. f aðalhlutverkum eru
Lionel Barrymore, James Stew
art, Jean Arthur og Edward
Arnold.
FRÁ TÓNLISTAR-
SKÓLA KÓPAVOGS
Innritun hefst mánudaginn 9. september n.k. Um-
sóknir um skólavist sendist Tónlistarskóla Kópa-
vogs, pósthólf 149, Kópavogi, fyrir 1. október n.k.
Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar:
Píanóleikur
Flautuleikur
Klarinettleikur
Trompettleikur
Fiðluleikur
Sellóleikur
Gítarleikur
Söngur
Tónlistarsaga
Tónfræði
Einnig mun starfa undirbúningsdeild fyrir nem-
endur á aldrimim 7—9 ára. Námsefni:
Blokkflautuleikur
Söngur
Nótnalestur
Nemendur undirbúningsdeildar eru beðnir að láta
upplýsingar fylgja umsókninni um það, á hvaða
tíma þeir sækja aðra skóla.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Tónlistar-
skólans, Félagsheimilinu Kópavogi, n. hæð. Þar
verða umsóknareyðublöð afhent.
Skrifstofan verður opin kl. 10—12 f.h. og kl. 5—7
e.h. Sími 41066.
SKÓLASTJÓRI
sKmr
BORÐ
FYRIR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR
IDE
XJILJXEI
■ frAbær gæði ■
■ FRlTT STANDANDI ■
■ STÆRÐ: 90x160 SM ■
■ VIÐUR: TEAK ■
■ FOLÍOSKÚFFA ■
■ ÚTDRAGSPLATA MEÐ ■
GLERI A
■ SKÚFFUR ÚR EIK ■
HÚSGAGNAVERZLUN
REYKJAVÍKUR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940
Frá Samvinnuskólanum j
Bifröst
Samvinnuskólinn Bifröst verður settur fimmtu- •
daginn 26. september kl. 11 fyrir hádegi. Nem-
endur mæti í skólanum miðvikudaginn 25. sept.
Norðurleið h.f. tryggir nemendum ferð frá Um-
ferðamiðstöðinni þann dag kl. 14,00 (kl. 2 eftir
hádegi).
SKÓLASTJÓRI j
r\ rp^n
SKARTGRIPIR
VELJUM ÍSLENZKT <tí) (SLENZKAN IÐNAÐ
Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist.
SIGMAR OG PÁLMI -
Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Laugav. 70. Sími 24910