Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1968, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. september 1968. Beiðni stjómar- flokkansta. Síðastl. laugardag birtu dag- . blöðin í Reykjavík svoihljóðandi ; tilkynndngu, er þeim hafði bor- . izt frá forsætisráðuneytinu: „Forsætisráðherra hefur fyrir hönd stjórnarflokkanna í dag farið þess á leit við stjórnar- andstöðuflokkana, að allir stjórnmálaflokkarnir hefji við- ræður sín á milli um efnahags- mál þjóðarinnar og nauðsynleg úrræði í þeim. Hefur hann ósk- að þess, að viðræðurnar hefjist n. k. þriðjudag hinn 3. sept- ernber kl. 2 e. h. 1 Stjórnarráð- ínu, enda tilnefni hver flokkur 2 fulltrúa af sinni hálfu í því skyni og hafa flokkarnir fallizt á að senda menn á þennan fund.“ í samræmi við þetta, kusu •' flokkarnir fulltrúa til áð taka • þátt í viðræðunum og urðu fyrir valinu: Af hálfu Framsóknarflokks- ins: Ólafur Jóhannesson og Ey ' steinn Jónsson. Af hálfu Alþýðubandalagsins: Lúðvík Jósefsson og Björn Jónsson. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins: ' Bjarni Benediktsson og Jóhann ' Hafstein. Af hálfu Alþýðuflokksins: 1 Gylfi Þ. Gíslason og Eggert Þor steinsson. Fyrsti fundurinn. Fyrsti viðræðufundurinn fór . fram eins og ákveðið hafði ver- . ið, síðastliðinn þriðjudag og var að honum loknum birt svo . hljóðandi tilkynning: , .Fulltrúar st j órnmálaflokk- anna komu saman á fund í ' Stjórnarráðinu kl. 1 e. h. í dag , til að ræða efnahagsmál þjóð . arinnar og nauðsynleg úrræði í þeim. Menn urðu sammála um að halda þessum viðræðum áfram en gerðu sér ljóst, að taka mundi nokkrar vikur þangað til sýnt verður, bvort samkomu lag næst m. a. vegna þess tíma, sem nauðsynleg gagnaöflun krefst. Fulltrúar stjórnarflokk- anna skýrðu frá þeim bráða- birgðaráðstöfunum, sem þeir telja óhjákvæmilegar og ákveð ið hefur verið að lögfesta nú í dag, bæði vegna ríkjandi á- stands og til að skapa svigrúm til þeirra samningaumleitana, sem nú eru hafnar. Fulltrúar ' stjórnarandstöðuflokkanna tóku fram, að þessar ráðstafanir væru að sjálfsögðu á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar einnar og stuðn- ingsflokka hennar, en breyttu engu um vilja þeirra til að halda áfram viðræðum þessum. Þá var nánar rætt um, hvern ig viðræðunum skyldi háttað og hverra helztu gagna þyrfti að afla.“ Einhliða ákvörðun rí kisst jórna rinna r. Bráðabirgðaráðstafanir þær, sem nefndar eru í tilkynningu viðræðunefndarinnar, f'elast í bráðabirgðalögum, sem voru gefin út á þriðjudaginn. Sam- TIMINN Frá fyrsta fundi viðræSunefndar stjórnmálaflokkanna. máUfni kvæmt þeim er lagt 20% inn- flutningsgjald á allar innflutt- ar vörur. Þetta gildir’ fyrst um sinn til 1. desember. Eins o| kemur fram í tilkynningu við ræðunefndarinnar, hafði rík isstjórnin engin samráð við stjórnarandstöðuflokkana um iþessa ráðstöfun. Hún er því al- gerlega á ábyrgð hennar einn- ar. Stjórnarandstáðan hefur þar hvergi komið nærri. • Það einkennir þessa ráð- stöfun, að hún hækkar nauð synjavörur tiltölulega meira í verði en hinar ónauðsyn- legri. Þetta liggur í því, að tollur leggst ekki á innflutn- ingsgjald'ið, en tollar eru yfir- leitt lágir eða engir á nauð- synjavörum, en hærri á hin- um. Sést á þessu, að enn er sú stefna mikilsráðandi hjá stjórnarflokkunum, að láta byrðarnar koma sem mest á almenning, en ekki þá, sem hafa breiðustu bökin. Samvinna um efnahagsmálin. Það hefur lengi verið af- staða Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin ætti að leita sam- ráðs við stjórnarandstöðuna, áð ur en hafizt væri handa um stórfelldar efnahagsaðgerðir. Slíkar ráðstafanir kæmu að mestu gagni, ef hægt væri að skapa um þær sem mesta ein- ingu. Á undanförnum árum hafa Framsóknarmenn flutt oft þá tillögu á Alþingi, þegar efnahagsaðgerðir hafa verið til umræðu, að skipuð yrði sér- stök nefnd allra þingflokka til að reyna að ná samkomulagi um úrræðin. Stjórnarflokkarn- ir hafa jafnan hafnað slíkum tillögum með stærilæti og tal- ið sína stefnu svo rétta, að 'þeir þyrftu ekki að halda á sam ráði við aðra. Á síðastl. hausti voru ekki aðeins Framsóknar- menn, heldur einnig Alþýðu- bandalagsmenn þess fýsandi, að reynt yrði að ná víðtæku sam komulagi um lausn efnahags- málanna. Forustumenn stjórn- arflokkanna höfnuðu- þessu með háðsyrðum og glósum í garð einstakra manna. f staðinn framkvæmdu þeir einir efna- hagsaðgerðir í anda sinnar gömlu stefnu. Stjórnarandstæð ingar töldu þær bæði rangar og ófullnægjandi. Nú er auð- velt að dæma um, hvorir hafa haft réttara fyrir sér. Annað hljóð í strokknum. Nú er líka komið annað hljóð í strokkinn hjá forustumönnum stjórnarflokkanna. Sé beiðni þeirra um samstarf við stjórn arandstöðuna um efnahagsmál- in, annað og meira en blekking og leikaraskapur, getur hún ekki stafað af öðru en því, að þeir gera sór loksins Ijóst, að stefna þeirra hefur beðið skipsbrot. Nú þurfi þvi ný úrræði og víð tækara samstarf. Það var sjálfsagt af stjórnar- andstöðunni að bregðast vel við þessum tilmælum stjórnarflokk anna. Það var sjálfsagt að fá úr því skorið, hvort hér fylgdi hugur máli, hvort hér væri um raunverulega stefnubreytingu að ræða eða ekki Það var sjálf sögð könnun. En ekkert verður endanlega fullyrt um raunveru legan tilgang stjórnarflokkanna fyrr en niðurstöður viðræðn- anna liggja fyrir Margir eru eðlilega fuUir tortryggni, sök um fyrri reynslu Bezt er þó að sleppa öllum getsökum að sinni, því nógur er tíminn til þess síðar, ef svo reynist, að hinir tortryggnu hafi rétt fyrir sér. Gagnasöfnun Ljóst er af öllu, eins og kem ur fram í tilkynningu viðræðu- nefndarinnar, að það muni taka verulegan tíma — sennilega nokkrar vikur — að afla full- nægjandi gagna um ástand og horfur í efnahagsmálunum. Hér er ekik aðeins þörf upplýsinga frá ýmsum opinberum stofnun um um stöðu þjóðarbúsins og afkomu ríkisins, heldur þarf að fá sem nákvæmastar upplýsing ar frá atvinnuvegunum og ýms I um stéttarsamtökum. Það er t. d. ekki sízt mikilvægt, að verka lýðssamökin afli sem greini- legastra upplýsinga um, hvern ig horfur séu í atvinnumálum og hvort yfirvofandi sé stór- fellt atvinnuleysi, eins og marg ir óttast. SMkra upplýsinga þarf að afla um allt land, ásamt til- lagna um, hvernig bezt verði fram úr vandanum ráðið á hverjum stað. Það ber að sjálfsögðu að harma, að slíkra upplýsinga skuli ekki hafa verið aflað fyrr. En um orðinn hlut þýðir ekki áð sakast. Nú skiptir mestu, að slík gagnasöfnun verði sem fullkomnust og því fáist um það sem bezt yfirsýn, hvernig raun verulega er ástatt og hvað muni vænlegast til ráða. Meðan þessar upplýsingar eru ekki fyrir hendi, geta engar verulegar viðræður hafizt um lausn efnahagsmálanna. Þess vegna skulu menn á þessu stigi ekki leggja of mikinn trúnað á sögusagnir, sem jafnan fylgja slíkum viðræðum. Viðræðumar eru enn hreinlega á byrjunar- stigi og munu verða það næstu vikumar eða þangað til full- nægjandi upplýsingar eru fyrir hendi, en það getur tæpast orð ið fyrr en eftir nokkrar vikur. Stefnubreyling Það er bersýnilegt, að vand- inn, sem við er að fást í efna hagsmálunum, er stórkostleg- ur. Þannig hefur verið haldið á stefnunni í fjárfestingar- og efnahagsmálunum á undanförc um áratug, að atvinnuvegirnir voru ekki á neinn hátt undir það búnir að mæta erfiðleik-. unum, þegar þeir gengu í garð,; þrátt fyrir allt góðærið á und- an. Þeir höfðu enga sjóði stofn. að né endurnýjað tæki sín. Dæmi um það eru togaramir, hraðfrystihúsin, stór hluti iðn; aðarins og landbúnaðarins o. ’ s. frv. Þess vegna er miklu örð< ugra og vandasamara að fástj við erfiðleikana en ella. Það er af þessum ástæðum, sem! röng stjómarstefna undanfar-, inna ára bitnar nú harkalega á; þjóðinni. Segja má, að ekki þýði að; sakast mikið um orðinn hlut. En að einu leyti getur röng stefna gert gagn eftir á. Hún get ur verið víti til vamaðar. Af henni geta menn lært það, sem - ber að forðast. Það þurfa menn að gera nú. Reynsla undanfar- inna ára sannar glöggt, að nú gagnar ekkert annað en við-, tæk stefnubreyting. Þess vegna spáir það ekki ■ góðu, að enn skuli vera tfl/ menn innan stjórnarflokkanna,' sem halda því blákalt fram, að viðreisnin hafi heppnazt! Von/ andi er, að slíkir menn séu' orðnir svo fáir, að þröngsýná þeirra og þrái hindri ekki óhjá' kvæmilegar endurbætur. Örþrifaráð Eðlilega hefur það vakið mikla athygli, að aðalfundur, Stéttarsambands bænda heimil-,- aði stjórn þess að fyrirskipa. sölustöðvun, ef ekki fengist við unandi afurðaverð. Ályktun þessi hefur vakið sérstaka at- hygli vegna þess, að sennilega mun engin stétt kjósa það síð- ur en bændur að grípa til verk fallvopnsins. Það sýnir bezt, að þeir eru orðnir aðþrengdir,. þegar þeir eru farnir að ræða um slíkt. Samkvæmt upplýsingum, sem komu fram á aðalfundinum, urðu nettótekjur bænda. 1967 helmingi lægri en verðlags- rundvöllurinn gerði ráð fyrir. ár munu kjör þeirra enn versna vegna harðindanna og gengisfellingarinnar. Það er því engin furða, þótt bændur beri sig illa. Það munu fáir álíta, að hægt sé að rétta hlut bænda ein- göngu með verðhækkun á afurð um þeirra innanlands. Slíkt myndi leiða til nýrrar dýrtíðar bylgju, sem bitnaði ekki siður á þeim en öðrum. En það er hægt að gera ýmsar hliðarráð- stafanir, sem koma bændum að gagni, t. d. lækkun vaxt.a. lengingu lána, niðurgreiðslu vissra kostnaðarhða o. s. frv. Þetta mál er svo stórt, að það verður hvorki leyst af sexmanna nefnd eða yíirdómi. Hér verður forganga hins opinbera að koma til, og tryggja bændum þann hlut, að þeir neyðist ekki til að grípa til örþrifaráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.