Tíminn - 13.09.1968, Qupperneq 6

Tíminn - 13.09.1968, Qupperneq 6
* f TIMINN FÖSTUDAGUR 13. sept. 1968. -“V-------------------------------------------------- Fréttastjóri tékkneska sjónvarpsins skýrir frá atburðum í heimalandi sínu ADI — OG DÓ Ég er Ýékki, og allt frá því ég fór að hugsa um stjórnmál hef ég verið bommúnisti. En síðan ég fór frá Tékkóslóvakíu fyrir skemmstu, veit ég varla hvað ég á að kalla mig. Ég hef ekki breytt hugmyndum mínum um sósíalismann, og ég get í rauninni ekki kallað mig annað en kommúnista. En ég hata þetta hugtak, vegna þess, að það nær ranglega yfir þá, sem ríkjum ráða í Sovétríkj- unum, menn, sem hafa drýgt glæp bæði gegn Tékkóslóvak- íu og sósfalismanum. Ég veit, að ég hef breytzt mikið, og ég geri mér fulla grein fyrir þvá. Og ég segi það ekki sársaukalaust, að stjórnvöld Sovétríkjanna er mesta hættan, sem að sósíal- ismanum steðjar. Það er ekki útiþensla Þýzkalands eða banda rísk heimsvaldastefna, heldur stjórn Sovétríkjanna. Og enda þótt ég vilji á engan hiátt bera blak af Þjóðverjum og Banda- ríkjamönnum, og muni ávallt fordæma það, sem er að gerast í Vietnam, þá eru það stjórn- völd Sovétríkjanna, sem hafa drýgt stærsta glæpinn. Saga mín fjallar um veika von, sem glæddist, þar til hún brást algjörlega 21. ágúst s.L Fyrir valdatöku Dubceks vaf vonin mjög veik, en hún tók þegar að giæðast, er hann var seztur í valdastól, þangað til hún hvarf af fullu, við rússn- esku innrásina. Prá því að Bússjirnir komu og þar til fyrir rúmri viku lifði ég anna- samasta tímafoil ævi minnar. Við reyndum til okkar ýtrasta að halda uppi sjónvarpssending um lindir eftirliti Rússa, — reyndum að segja sannleikann, og það, sem okkur fannst. En öll von er nú í raun réttri úti, að minnsta kosti fyrir þessa kynslóð. Mesta áfallið Alila tíð hef ég, sem flestir aðrir Tékkar, litið á Rússa sem öflugustu bandamenn okkar. Rússland var hið stóra land Slava — stóri bróðir okkar. — Við skynjuðum ávallt hættuna í vestri. Við óttuðumst Þjóð- verja, Breta og Frakka. Mestu andans menn í heimalandi mínu á sviði lista og bók- mennta voru einlægir aðdáend ur Rússa. Þess vegna álítum við Tékkar rússnesku innrásina hin hræðilegustu vélráð, sem okkur hafa verið brugguð, and styggilegri, en innrás Kitlers því að hér átti í hlut banda- maður okkar og vinur. Þetta var stærsta áfall, sem tékkn- eska þjóðin gat orðið fyrir. Fólkið hafði og hefur frá blautu barnsbeini verið alið upp í brennandi hugsjónum, og þótt það hafi á stundum gert sér tálvonir, þá trúði það í raun og veru á kommúnismann. Það var þessi trú á kommúnis- mann, sem olli því að fólk gat sætt sig við ýmislegt sem hon- um fylgdi. Ég fór að trúa á hugsjónir sósíalismans, þegar ég, 17 ára gamall, fór í ferðalag um Sovét ríkin. Ég átti heima í liitlu þorpi skammt frá þýzku landa- mærunum og fjölskylda mín átti þar verksmiðju. Móðir mín var gagntekin af Rússlandi og það var að hennar undir- lagi sem ferð þessi var farin. Það, sem hafði mest áhrif á okkur var álhugi sá og eld- móður, sem við urðum vör við hjá öllum, bændum, verka- mönnum og unglingum. Þau tóku þátt í uppbyggingu lands ins aí lífi og sál, og gleðin yfir hinu mikilvæga hlutverki, — að fá að vera með, — ljóm- aði af andlitum þess. Ég man að móðir mín sagði, að tækist tékknesku þjóðinni að skapa slíkt andrúmsloft, og vinna að hinu sama marki og Rússar, myndi hún með heilum hug láta verksmiðjuna lönd og leið. og breyta um lifnaðar- hættL Hrekkleysi Rússa Þetta var árið 1935, og um það leyti, sem hreinsanir Stal- íns voru að hefjast. En um þær vissum við ekkert, því að við sáum aðeins venjulegt fólk. Ef til vill var engin ástæða til ofsahrifningar yfir áhuga fólksins og krafti. Ef til vill var betta aðeins hin rússneska þjóðarsál. Ég var einnig Var við þessi einkenni hjá ungu innrásarhermönnunum fyrir skömmu. Þar var hinn sami barnslegi áhugi og hrifning. Ég hef aldrei orðið var við annað eins hrekkleysi, nema stöku sinnum hjá Bandaríkja- mönnum, vegna þess að þeir eru ekki ólíkir Rússum í ýmsu tilliti. Eftir þetta ferðalag mitt til Rússlands, var ég geysilega á- hugasamur um kommúnisma og Rússland. Ég hélt. fyrir- lestra fyrir skólafélögum mín- um um þessi efni, og las allt, sem ég gat náð í um Marx, Lenin og jafnvel Stalím. Síðar fór ég til Prag og hóf nám við heimspeki í háskólanum, því að ég hafði áhuga á að gerast listagagnrýnandi. Á þessum tímum voru komm únistar í Tékkóslóvakíu boð- berar nýrra tíma og frjálslegr ar hugsunar. Þeir voru alls óháðir stjórninni I Moskvu, börðust hatrammlega gegn þýzka nazismanum og samn- ingar nazista og Sovétríkjanna höfðu ekki í för með sér neina stefnubreytingu fyrir þá gagn stætt því, sem var meðal kommúnista í Englandi til að mynda. Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu hefur aldrei gengið í berhögg'Við þióðerni* legar hugsjónir Tékka og Slóvaka. Þjóðernisstefna og kommúnismi hafa þar ævin- lega runmið í einn og sama farveg. Munchensáttmálinn var okk ur hræðilegt rothögg og hann skildi eftir sig und, sem aldrei mun gróa. Englendingar og Frakkar lögðu blessun sína yfir innrás Þjóðverja í land okkar. Ég dvaldi í Prag í nokkra mánuði eftir að innrásin var gerð, en síðan komst ég til Póllands og þaðan _við illan leik til Englands. Ég bjó í flóttamannabúðum í Kent og Lake District, og þar stundaði ég skógarhögg. Um.þær mund ir gekk ég í lið með tékknesk um .kornmúnistum, sem voru i útlegð í Englandi, en 1941 gekk ég í tékkneska herinn. í stríðslok var ég gerður að ráðunaut í Suður-Bæfoeimi, og þar aðstoðaði ég Bandaríkja- menn við að hafa hendur í hárl nazista, og innti af hendi önn- ur störf fyrir þá. Þá varð ég fréttaritari fyrir tékkneskt her blað og skrifaði ma.. um Niirnberg-réttarhöldin. Þvi næst var mér falið að taka að mér störf fyrir Rude Pravo, málgagn tékkneska kommún- istaflokksins Um þetta leyti hurfu bæði Rússar og Banda- ríkjamenn úr landinu, og stjórn landsins komst aftur . í hendur Tékka. Nokkrum mán- uðum síðar var ég gerður að ritstjóra Rude Pravo um utan ríkismál, og var þó 29 ára að aldrL Valdatakan 1948 í stríðslok var kommúndsta flokkurinn stærsti og vinsæl- asti stjórnmálaflokkur Tékkó- slóvaitíu, og stefnuskrá hans var prýðileg. Árið 1948 tók hann völdin í sínar hendur. Að minni hyggju var það þó ekki ætlunin þá að stytta lýðræðinu í Tékkóslóvakíu aldur fyrir fullt og allt. Það var ekki nema sanngjarnt, að kommún- istaflokkurinn með yfirgnæf- andi meirihluta kjósenda að baki, hefði völdin. Valdatakao var ekki á þann veg sem blöð á Vesturlöndum lýstu, — stjórnlagarof. Yfirleitt voru fregnir í Vesturlöndum af þess um atburðum mjög rangfærð- ar og ósannar, og við lokuðum eyrunum fyrir flestu, sem kom úr þeim áttum. Á þessum tímum vorum við gallharðir Stalínistar, og við trúðum ekki helmingnum af því, sem okkur barst til eyrna af ódæðum hans. Við lifðum á byltingartimum, okkur fannst byltingin góð, og þegar á miklu gengur sættir maður sig við ýmislegt, sem ekki er alltaf fullkomið. Við trúðum því, að sovézka skipulagið væri nokkuð, sem allur heim urintn ætti að taka sér til fyr- Irmyndar, og því fannst okkur sjálfsagt að hlýða skipunum frá Moskvu, hvað annað! — Þótt rangfærðar fréttir bærust okkur stundum til eyrna, og við birtum slíkarríréttir stund um í Rude Pravo, voru orðin frá Moskvu okkur heilagur sannleikur. 1949 fóru málin að fá aðra stefnu, þá hófust rannsóknir og hreinsanir. Sovétríkin voru farin að hlutast verulega til um málefni annarra kommún- istalanda heims. Sovétmenn fóru nú að mælast til að komm únistaflokkarnir hreinsuðu til í kringum sig og losuðu sig við flokksfjendurna svoköll- uðu. Mönnum voru gefnir mínusar, og þeir sem flesta höfðu, voru hengdir, og sum ir voru reknir úr stöðum sín- um. Smám saman hvarf allmargt fólk af sjónarsviðinu, einkum þeir, sem höfðu gengið í flokk inn eftir Munchen-sáttmálann, þeir, sem barizt höfðu i borg- arastyrjöldinni á Spáni, eða öðrum herjum á Vesturlönd- um. Ennfremur þeir verka- ménn, sem ekki höfðu gengið í flokkinn, af því að eþir voru af gyðingaættum. Ég var sekur um margt af þessu, og það munaði vfst minnstu, að ég yrði leiddur að gálganum. Samt sem áður trúði ég því hálft í hvoru, að þessar hreins anir væru nauðsynlegar. R«»l<inn úr embætti Mér, var • sagt upp stöðu minni hjá Rude Pravo árið 1951. Ástæðan fyrir uppsögn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.