Tíminn - 13.09.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.09.1968, Blaðsíða 15
: FÖSTUDAGUR 13. sept. 1968. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Framhald af öls. 3 hverju atriði, að það var líkara því að þær væru níu“. Leikendur í Fvrirheitinu eru: Arnar Jónsson, Hákon Waage og Þórunn Magnúsdóttir, en allt eru þetta ungir leikarar, sem stundað hafa nám í Leiklistarskóla Þjóð- . leikhússins. Leikstjóri er Eyvindur Erlends son og er þetta annað leikritið, sem hann stjórnar hjá Þjóðleik húsinu, en hitt var eins og kunn- ugt er Billy lygari, sem hann svið setti á sl. leikári á Litla-sviðdnu í Lindarbæ. Eyvindur hefur stund að nám í Moskvu í fimm ár í leikstjórn og lauk þar prófi með góðum vitnisburði fyrir rúmu ári. Leikmyndir eru gerðar af Unu Collins, en þýðing leiksins er eft- ir Steinunni Briem Myndin er af leikstjóranum. KOSNINGAR í SVÍÞJÓÐ Framhald af bls. 1 arnir þrír verða að ná meirihluta í öllu þinginu til þess að Erlander segi af sér, það er að segja í efri og neðri deild samanlagt. Þetta hefur í för með sér að vega verður upp á móti meirihluta jafn aðarmanan í efri deildinni en til þess þurfa stjórnarandstöðuflokk arnir að vinna a. m. k. níu til tíu þingsæti á sunnudaginn og slík ur sigur er talinn ólíklegur, og niðurstaðan hlýtur því að verða sú að stjórn Erlanders sitji enn að völdum um hríð. Erlander forsætisráðherra hef- ur einnig lýst því yfir að hann muni segja af sér fái borgaraflokk arnir yfir 50% atkvæða n. k. sunnu dag eða þingið verði þannig skip að að ómöguleg reynist að halda uppi stefnu jafnaðarmanna. Þessi afstaða Erlanders byggist á sænsku stjórnarskránni eins og hún er í dag. Þingið getur ekki ger.t löglegar samjþykktir nema með samvinnu og samþykkt í báð um deilum. Stjórnarandstaðan lit- ur málin öðrum augum: Kosið er í efri deild þingsins með óbeinum kosningum, venjulega innan hinna þjóðkjörnu fylkisstjórna, sem endurnýjast með mjög löngu milli- bili þ. e. a. s. aðeins áttundi hluti þeirra árlega. Það er sem sagt neðri deildin, kosin beinum kosn- ingum, sem endurspeglar vilja fólksins eins og hann er einmitt í dag. Nái borgaraflokkarnir meiri hluta í neðri deildinni hlýtur rík isstjórnin í nafni lýðræðisins að leysa upp efri deild og efna til nýrar kosninga. Stjórnin getur samkvæmt stjórn arskránni leyst upp efri deild þingins en að efna til kosninga nú myndi vera að ganga út í opinn dauðann fyrir Erlander og stjórnina svo að fáir eru þeirrar skoðunar í Svíþjóð að hann taki þetta til bragðs. Þegar kbsningasérfræðingarnir setja fram spádóma sína slá þeir marga varnagla. Allt bendir til þess að þrír kjósendahópar séu líklegir til þess að skera úr um úrslit kosninganna. í fyrsta lagi 635 'þús. ungmenni, sem fá nú í fyrsta sinn að kjósa til þingsins, í öðru lagi þeir sem heima sátu við síðasta neðri deildar val 1966 og í þriðja lagi eftirlaunafólk. Fyr irfram er erfiðast að gera sér grein fyrir hvernig þessir kjós- endahópar láta atkvæði sín falla: ENN VANTAR... Framhald af bls. 1 við Gunnar Guðbjartsson, for mann Stéttarsambands bænda, ; og spurði hann um gang rnála í SaKmannanefndinni. Sagði hann, að Sexmannanefndin hafi hafið störf sín 20. ágúst, ! og strax þann dag lögðu fulltrú 1 ar bænda í nefndinni fram til- lögur sínar um verðbreytingar | TIMINN á búvörum miðað við 1. sept. Mjög dróst, að fulltrúar neyt enda skiluðu sínum tillögum. Gerðu þeir það fyi'st 4. septem ber, en þær tillögur voru það langt frá tillögum bænda, að ekkert samikomulag náðist. Var þá samþykkt þann dag að vísa málinu til yfirnefndar til úrskurðar. Ekkert samkomu lag náðist um oddamann, og var því óskað eftir að Hæsti réttur skipaði hann. Var Guð mundur Sikaftason, lögfræðing ur, skipaður oddamaður á föstu dagiun var. Bændur skipuðu strax þann 4. sept. Ingva TVyggvason, Kár hóli, en neytendafulltrúarnir hafa enn ekki skipáð mann í nefndina, og þykir sú töf furðu sæta. Er það vissulega vítavert að draga störf yfir- nefndar á langinn með slíkum aðgerðum. Gunnar Guðbjartsson tj'áði blaðinu, að það væri vilji landibúnaðarráðuneytisins að verðlagningu yrði lokið fyrir 23. september, en eins og kunn ugt er hafa bændur tilkynnt, að verði verðlagningin ekki ákveðin fyrir 25. september, muni þeir auglýsa nýtt verð sjálfir. ÍÞUÓTTI R- Framhald af bts. 13. spennandi, þó svo, að ekkert mark væri skorað. Leeds lagði greini- lega mikið upp úr vörninni og voru oft og tíðum 9 leikmenn í vörn. Þóttu ‘ þeir þremenningar, Cooper, Bremer og Madley standa sig frábærlega vel, og tókst að forða því, að hinir sókndjörfu Ung verjar, með Florens Albert í broddi fylkingar, næðu að skora. f fyrri leik Leeds og Ferenc- varos, sem fram fór í Leeds, skor- aði Mike Jones eina markið í þeim leik. íslenzkir knattspyrnuáhugamenn kannast vel við ungverska liðið Ferencvaros frá því að það lék hér árið 1965 gegn Keflvíkinguim í Evrópubikarkeppninni. SJÓNVARPIÐ Framhald af bls. 1 Gert er ráð fyrir talsverðu skemmtiefni, erlendu og inn- lendu, og tvær langar kvik- myndir verða fluttar vikulega í stað einnar áður. Dagsikrárlengdin verður svip uð og var sl. vetur, útsending ar hefjast kl. 20 3 daga vik unnar, og um kl. 18 aðra þrjá. Engar útsendingar verða á fimmtudögum \ eftir sem áður. Vetrardagskráin hefur ekki ver ið ákveðin að fullu, en flest ný mælin eru hér talin. Svo virð ist sem íslenzkt efni muni skipa meiri sess en verið hefur að. undanfornu. Flestir hinna föstu þátta verða fluttir áfram, en þó ef til vill í breyttri mynd og auk þess verða sýndir all margir stakir þættir um ýmis efni. Sjálfsagt finnst mörgum eft- irsjá að góðkunningjum sínum úr sjónvarpinu, Harðjaxlinum, og Dýrlingnum, — Haukurinn hefur hins vegar ekki fest sig verulega 1 sessi. Öðrum hefur þó fundizt allir þessir þættir ó þarfir á dagskrá sjóinvarpsins, einhliða og lítt uppbyggilegir. Þó má gera ráð fyrir því, að Dýrlingurinn eigi brátt aftur- kvæmt á skerminn, e.t.v. þegar eftir áramótin. Til eru hins veg ar miklu færri þættir með Harðjaxlinum, og vonandi hef ur honum heldur ekki verið út '. hýst að fullu. Saga Forsyte æítarinnar er í 26 köflum. Danska sjónvarpið er nýbyrjað að flytja þessa þætti og hafa þeir vakið geysi lega hrifningu. Verður þáttun um sjálfsagt ekki síður vel tek ið hér, enda þótt leikritið hafi verið flutt í hljóðvarpi hérlend is fyrir nokkrum árum. WALLACE Framhald af bls. 1 Wallace mun heimta að barátt an fyrir jafnrétti kynþátta verði hætt. Hann mun krefjast þess að fá að hafa hönd í bagga um val nýs hæstaréttaforseta og ef til vill fara fram á sæti í ríkisstjórninni. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Wallace þegar tryggt sér meirihluta í ríkjunum Alabama, Missisippi, Georgiu og Louisiana. Wallace álítur að hann geti hugs anlega unnið í nokkrum Norður- ríkjanna verði keppni Nixons og Humphreys jöfn. Fái t. d. tveir aðalframbjóendurnir 66% atkvæða og deili þeim jafnt á milli sín en Wallace megnið af því sem þá er eftir telur hann sig geta ráðið yfir flestum kjörmönnunum. Stjónmálamenn í stóru flokkun um tveimur hafa aðeins látið liggja að því að hyggilegt væri að koma á samkomulagi milli Nixon og Humphreys sem fæli í sér að sá þeirra sem undir yrði í kosning unum gæfi kjörmönum sínum fyr irmæli um að kjósa þann sem fleiri atkvæði hefði hlotið. Ekkert bendir þó til þess að slíkt sam- komulag verði gert á næstunni. Fái hvorugur aðalframbjóðend anna tilskilinn meirihluta og komi Nixon og Humphrey sér ekki sam an um að brjóta Wallace á bak aftur mun forsetakjörið fara fyr ir öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem hvert ríki hefur eitt at- kvæði. Á VlÐAVANGI Framhald a+ bls 5 reglum, sem eiga að gilda. Sannleikurinn er sá, að það fer að verða nokkuð dýrt fyrir i einstaklinga eða fyrirtæki að nota ávísanaviðskipti, þegar bæði þarf að greiða nokkurt, á okurverði til badkanna. Flest | viðskiptagjald og ávísanahefti i ir munu ætla, að bankar sýndu þjónustu sína í því að selja ávísanahefti fremur undir en yfir kostnaðarverði. Gæti jafn- vel farið að borga sig betur að geyma peningana heima, t.d. mánaðarlaun eða rekstrarfé, til nota á næstu dögum og vikum fremur en leggja inn á ávísana relkning í banka. Kannske bankarnir vilji beina þróun- inni í þá átt. Öðru vísi verður þetta varla skilið. Og tíminn til þessarar helmingshækkunar á þessari þjónustu bankanna við viðskiptavini er auðvitað sér- lega vél valin til þess að sýna sem bezt yfirburði þessara á- byrgðarmiklu stofnana í Við- i skiptasiðgæði! ! Með hliðsjón af því má líta á þetta sem verð stöðvunarfána, og fánaberlnn er sjálfur Seðlabankinn! Slm I154a Barnfóstran íThe Nanny) tslenzkur texti Stórfengleg. spennand) og af- burðavel leildn mynd með Betty Davis, sem lék l Þel. þel. kæra Kar. lotta Bönnuð börnum yngrl en 14. Sýnd kl 5. 7 og 9 Bráðin (The naked prey) Sérkennileg og stórmerk amer ísk mynd tekin f Technicolor og Panavision. Framleiðandi og leikstjóri er Cornel Wilde. Aðalhlutverk: Cornel Wilde Gert Van Den Berg Ken Gampu íslenzkur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Síðasta sinn 18936 Blóðöxin i — íslenzkur 'texti — Æsispennandi og dularfull kvikmynd með Joan Crawford Endursýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Ræningjarnir í Arizona , (Arizona Raiders) Hörkuspennandi og viðburðar- rík ný amerlsli nvikmynd f lit um og Cinema Scope. Audie Murphy, Michael Dante Sýnd kl. 5, 7 Bönnuð innan 14 ára. Stúlkan með regnhlífarnar Endursýnd kl. 9. Sverð Zorros Endursýnd kl. 5. LAUGARA8 Slmar 32075 og 38150 Á flótta til Texas Sprenghlægileg skopmynd frá Pniversal i litum og Tekniscope Aðalhlutverk: Dean Martin Alan Delon og Rosmary Forsyth Sýnd kl 5, 7 og 9 íslenzkur texci. 15 Robin Krúso hðsforingi Bráðskemmtileg ný Walt Disn ey kvifcmynd 1 litum með: Dick Van Dyke Nancy Kwan fslenzkur texti, Sýnc kl. 5 og 9 T ónabíó Slm 31182 Khartoum íslenzkur texti Heimsfræg, ný, amerísk ensk stórmynd í litum Charlton Heston Laurence Olivier Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. Elska skaltu náungann (Elsk din næste) óvenju skemmtileg ný dönsk gamanmynd i Utum með fræg ustu leikurum Dana. Sýnd kL 5.1ö og 9. Síiili 50249. Hetjurnar sjö (Gladiators 7) Amerísk Utmynd með íslenzk um texta. Sýnd kl. 9 Hillingar Sérstæð og spennandi saka. málamynd með Gregory Peck íslenzkur texti Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd 1. 5 7 og 9 aÆJÁRBiP Slml 50184 Onibaba Hin umdeilda japanska kvik. mynd eftir snilUngin Kaneto Shindo. Hrottaleg og bersöguieg á köfl um. Ekki fyrir nema tauga- sterkt fólk. Danskur textl Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 9 Skelfingarspárnar i Sýnd kl. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.