Tíminn - 13.09.1968, Síða 11

Tíminn - 13.09.1968, Síða 11
FÖSTUDAGUR 13. sept. 1968. TIMINN n f leifcbúsinu: — Afsakið, en þér getið víst ekki sagt mér, hvort það er gamanieikur eða sorgarleikur sem á áð sýna hér ’’ kvöld, spurði stakur miaðuir ictmuna við hlið sér á kurteislegan hátt. — Æ, svaraði daman og blaðaði álkaft í prógramminu: eftir því sem ég fæ hezt 6éð er það áðeins gestalerkur. (Spmnskir brandarar: — Blaðamaður no’kkur átti áð senda blaði sínu greinar frá Spáni og var hugmymidin að hann dveldist þar um langt skeið. Til þess að kiomast hdó ritskoðun spænkra yfirvalda hafði rittrj’óri blaðsins og fréttamanninum komið saman um að a'llt, sem hann skrifaði með bláu bleki ætti áð skilj ast bókstaflega, en allt sem hanm ritaði með grænu skyldi skiljast öfugt við orðamna hljóðan. Eftir vi'ku tíma kom fyrsta greinin og var þar á skáldteg an hátt lýst hvað ástandið í Iandinu væri framiúrskarandi gott. Greininni lauk svona: — f hinum ágætu verzlun um í Madrid er vöruúrval mik ið og hægt að fá allt sem hug orinn girnist nema einmitt grænt blek. Eims og allir vita getur Lundúnaþoka orðið mjög þétt Sjaldan er hún þó svo svört eins og s. 1. haust þegar maður nokkur frá Bristol, sesn hsfði komið ti'l London til þess að ■ skemmta sér dálítið, hitti stúlku á förnum vegi og spand eráði á hana heilum eftirmið degi áður en hann komst að raun um að þetta var hans eig in tengdamóðir. FLÉTTUR OG MÁT Eftirfarandi skáklok komu fyrir á norska meistaramótinu í ár mil'li Einars Hatlebakk, sem hafði hvítt og Petter H. D. Hansen. — Ekki þarna . . fíflið þitt. Vélin er að aftan. Krossgáta Nr. 115 Lóðrétt: 2 Vœla 3 Afchuga 4 Eona 5 Mjólkurmatur 7 ílát 9 Hratt 11 Óþétt 15 Veik 16 Stafimir 18 Eomast Riáðning á gátu nr. 114. Lárétt: 1 Skata 6 Áta 8 Sel 10 Los 12 Ll. 13 EE 14 Ann 16 Þau 17 Ómi 19 Stóll Lárétt: 1 Spilasort 6 Lukka 8 Lóðrétt: 2 Eál 3 At 4 Byða 10 Bors 12 Tveir eins 13 Tal 5 Áslag 7 Öskur 9 Ein Eeyri 14 Saurga 16 Eeyrðu 17 11 Oka 15 wót 16 Þil 18 Dvel T9 Óvirða. Mó 17 Svartur gafst upp í þessari stöðu, mörgum til undrunar. BDvað skeður ef hann leikur hinum eðlilega leik Rf6. A. — 1. hö — Re4t, 2. Bh5 — Ef6 og skákin virð ist jafntefli. B. 1. g7 — Ee6 2. Eg6 — Rg8 3. h6 — Re7t 4. Eh7 — Ef7 óg ekkert nema jafntefli virðist framund am Þegar þau kvöddust fyrir utan hliðið, voru þau aftur orðnir góð- ir kunningjar. En eigi að síður hafði eitthvað nýtt laumazt inn í spilið. 7. kafli. Samskotalistiun. Anna var að þvo upp eftir mið- degisverðinn og bentu allar handatiltektir hennar til þess, að hún hlyti að vera bráðdugleg kona. — Er það ekki sem ég segi, að það var bjánaskapur að láta Agn- esi fá þennan hest, sagði hún. — Onei, því þá það? anzaði Eristín og fór að þurrka glösin. — Þú sérð nú hve mikla skemmt un hún hefur af Gullu. — En nú veit maður aldrei hvar að henni er að leita, gengdi Anna. — Áður "hélt hún sig oft- ast heima við, og færi hún eitt- hvað, vissi maður ætíð hvar hana var að finna. Nú er þetta orðið vonlaust .Hún gætir ekkert að tímanum. Svo er aldrei að vita hvað fyrir getur komið. — Auðvitað getur eitt og ann að komið fyrir bæði telpuna og hestinn, mælti amma, — en það er nú ekki hægt að varðveita börn frá öllu illu. Þau verða að læra að standa á eigin fótum ogi gæta sín sjálf. En I alvöru talað finnst mér að hún ætti að minnsta kosti að geta skilað sér til mið- dags'matarins. — Hún hefir enga klukku, sagði Eristín. — Það ætti hún að hafa, þá gæti hún engu um kennt. Tóni fór að gelta frammi á hlaði og Jón leit út. — Það er afi. Eannski hann hafi séð hana. Og nú fer ég út, því pabbi er farinn að bíða. Við ætlum að aka inn heyi með hesti undir kvöldið. — Hvers vegna? spurði Anna. Er eitthvað að dráttarvélinni? — Nei, nei. Við ætlum bara að taka inn það sem orðið er þurrt úti í girðingunni, og brúin yfir keldurnar heldur ekki dráttarvél. Bless á meðan. Nú heyrðu þau pikkið í göngu- staf Óla Péturs frammi í gang- inum. Hann hafði vanið sig á að nota staf, og hélt því áfram eftir að hann var orðinn góður í fæt inum. — Sæl verið þið, kallaði hann glaðlega. — Hvernig líður ykkur í góða veðrinu? Hann var ber- sýnilega í sólskinsskapi í dag. — Betur en okkru hefur liðið lengi, þakka þér fyrir, svaraði amma. — En hvemig er heilsan hjá þér? — Ojæja, beinahrúgan hangir þó saman. — Góðan dag, pabbi og velkom inn, mælti Anna. Maður er kannski velkominn, ef hægt er að gera eitthvert gagn, og það hafði ég hugsað mér að gera í dag. Hvað hafa karlarnir fyrir stafni. — Þeir eru að taka inn hey, við höfum verið að því í allan dag. — Hefur þú orðið nokkuð var við Agnesi, pabbi? spurði Anna. Óli Pétur kinkaði kolli. — Já en það eru einir tveir tímar síð- an, ekki styttra. — Hún fer sjálfsagt að koma, mælti Jóhann sem gekk inn I þessu. — Ertu búinn að borða9 — Já, miðdegismatinn er ég búinn að snæða, en ekkert hefði ég á móti kaffisopa. — Þá fáum við okkur kaffitár, öll saman, áður en við leggjum í það aftur, sagði Jóhann. Hádeg- ishvíldinni er eiginlega ekki lok- ið enn. — Ef við ættum þetta alltaf víst, mælti Eristín og hló. — Pabbi er orðinn svo vinnuharður, skal ég segja þér, afi, að við höf um ekki fengið svo mikið sem fimm mínútur eftir mat ennþá, síðan heyskapurinn byrjaði. — Um þetta leyti þarf enginn að búast við að komast af með átta stunda vinnudag, gengdi Jó- hann. — Þeir mega vera fegnir, sem komast hjá að vinna um helg ar. — Nú, það er þó ekki verra en svo, að þú getur verið úti á kvöldin, sagði Óli Pétur glettinn. — Eða varstu kannski ekki í Glaumá í gærkvöldi? , — Jú, það stendur heima, svar aði Jóhann. — Það var fundur þar. — Hvers konar uppátæki er þetta, að halda fund á miðjum slætti? Hvaða fundur var það? — 0, það var nú eins konar einkamál. Þú veizt að fjósið á Bakka brann um daginn. Ágúst og Beta eiga ekki beinlínis rúmt um hendur, svo okkur kom sam- an um það, nokkrum nágrönnum hérna, að veita þeim ofurlitla að- stoð við að koma upp nýja fjós inu. — Áttu við að fjósið hafi ekki verið brunatryggt? spurði Óli Pétur. — Jú, víst vár það, en ekki svo að nægi til nýbyggingar, eins og verðlagið er nú orðið. — Og hver borgar þá? — Tryggingafélagið, minnsta kosti að einhverju leyti. En við ætlum kannski að skjóta saman í nokkur tré. — Þetta er það versta sem ég hef heyrt. Það er bara stór- mennskubrjálæði að taka þátt í öðru eins, mælti Óli Pétur. — Ekki býzt ég við að fara á hausinn, þó ég geri mitt, ef aðrir gera sitt, svaraði Jóhann fastmælt ur. — Hvert getur Agnes hafa lagt leið sína? spurði Anna nokkru síðar og var óróleg. — Bara að ekkert hafi komið fyrir hana. Eins og farið er að aka bílunum núna, er ekkert vísara en að keyrt hafi verið bæði yfir hana og hestinn. — Það er ekki rétt að vera eins kvíðandi út af henni, og þú ert ævinlega, mælti amma alvar- lega, nærri ströngum rómi. — Eigi óhappið að henda, getur það allt eins komið fyrir einhvern hér heima við bæ, eins og úti á þjóðveginiun. Allir hlutir eru í; guðs hendi, Anna mín. . . — Já, og þó. . . svaraði Anna og varp öndinni. — Nú koma þeir aftur með hlass, sagði hún þegar heyra mátti ákveðið hófatak Baldurs. uppi á bjallanum. — Ég ætla að fara út og taka á móti í hlöð- unni. , Það gekk vel að ryðja hlassinu af. Anna átti fullt í fangi með að hafa undan í hlöðunni. — Er Agnes ekki komin heim ennþá? spurði Jóhann. — Nei, ég er orðin svo hrædd um hana. Eg hefi hringt í allar áttir, og allir hafa séð hana. en enginn veit hvar hún er nú nið- urkomin. — Hún hlýtur að koma bráð- um, sagði Jóhann róandi. — En hún skal fá almennilega skammar ræðu þegar hún birtist. Þetta má hún ekki gera. — Hvernig getui’ðu talað svona, þegar hún liggur kannski einhvers staðar limlest? mætti ' Anna í ávítunarrómi. — Maður á nú ekki að halda allt hið versta undir eins, anzaði Jóhann og sló úr. Hann var ekki eins rólegur sjálfur og hann lét á sér heyra. — Ég verð að senda Jón á hjólinu, til að leita henn ar. Ekki af því að ég haldi að neitt hafi orðið að heuni. . . En Jón er snar í snúningum þegar. hann vill það við hafa, en kannski verður Agnes komin heim á und an honum, við sjáum nú til. — Óskandi að svo yrði. . . and varpaði Anna. Þau fóru sér að engu óðslega úti í girðingunni. Eristín ók síð- ustu umferðina, og Jón var bú- inn að taka upp allar tómu hesj- urnar svo hægt væri að hlaða þeim á vagninn og aka þeim að ÚTVARPIÐ Föstudagur 13. september 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hó- degisútvarp 13.15 Lesin dag- skrá næstu viku. 13.30 Við, sem heima sitjum. Sigríður Sohiöth endar lestur sög- MBHM unnar „Önnu á Stóru-Borg“ eftir Jón Trausta (20) 15.00 Mi'ðdegisút varp 16.15 Veðurfregnir. ís- lenzk tónlist. 17.00 Fréttir Elassísk tónlist. 17.45 Lestrar stund fyrir litlu börnin 18.00 Þjóðlög Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir Til kynningar 19.30 Efst á baugi Elías Jónsson og Magnús Þórð arson tala um erlead málefni. 20.00 Fiðlukonsert nr. 3 í h- moll op. 61 eftir Saint-Saens 20.30 Sumarvaka a. f lífsháska á hákarlaveiðum Pétur Sigurðs son ritstjóri flytur frásögu- þátt b. Andleg tónlist: Eór Patreksfjarðarkirkju syngur. Guðmundur H. Guðjónsson stj. og leikur með á orgel kirkj unnar. c. Syngur hver með sínu ■ nefi Auðunn Bragi Svemsson skólastjóri flytur visnaþátt. d. Huldublómið Eristján Þór- steinsson les tvo stutta þætti eftór Orra Uggason. 21.2i5 Eammermúsík. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Evöldsag- an: „Leynifarþeei minn“ eftir Joseph Conrad Sigrún Guðjóns dóttir les (4) 22.35 Evöldfaljóm leikar: „Striðsmessa" eftir Bohuslav Martinu 23.05 Frétt ir í stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 14. september 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Óskalög sjúkl inga Kristín Sveinbjörnsd. stj. lö. 10 Laugardagssyrpa í utnsjá Baldurs Guðlaugssonar 17,15 Á nótum æskunnar. 17.45 Lestr arstund fyrir litlu börnin 18.00 Söngvar í léttum tón: Gunth'er Kallmann kórinn syngur nokkur lög. 18.20 Tilkynningar 18.45 Veð urfregnir 1900 Fréttir, tilkynn ingar 1930 Daglegt líf Árni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn 20,00 Dönsk tónlist. 20. 40 Leikrit: „Máninn skín á Kyleu amoe“ eftir Sean 0‘Casey Þýð andi: Gelr Kristjánsson. Leikstj. Gisli Halldórcsnn 21 35 Söneur 1 útvarpssal Tón kvartettlnn á Húsavik syngur 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Danslög 33. 35 Fréttir í stuttu rnáli Dagskrár lók.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.