Tíminn - 13.09.1968, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 13. sept. 1968.
TÍMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
3. Þorsteinsson Fulltrúi rítstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti ? Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán lnnanlands — f
lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Skuldir bænda
Ein meginástæða þess, að landbúnaðurinn er nú verr
undir það búinn að mæta erfiðleikum en áður, er hin
mikla skuldasöfnun, sem orðið hefur hjá bændum og
fyrirtækjum þeirra hin síðari ár. Samkvæmt upplýsing-
um sem fyrir lágu á síðastl. sumri, námu heildarskuldir
bænda þá nálega hálfum öðrum milljarð króna, en síðan
hafa þær stóraukizt, m.a. vegna harðindanna í vetur. Hér
eru skuldir fyrirtækja bænda ekki meðtaldar. Jafnframt
þessu hefur það gerzt, að óhagstæðar lausaskuldir eru
nú miklu stærri hluti heildarskuldanna en áður. Árið
1961 voru lausaskuldir 35% af heildarskuldum bænda,
en á síðastl. ári voru þær komnar upp í rúm 60%.
Orsakir hinna miklu lausaskuldasöfnunar hin síðari
ár, eru m.a. þessar:
1. Framkvæmdir allar »g vélvæðing krefjast mikils fjár-
magns, enda hefur dýrtíðin farið ört vaxandi hin
síðari ár .
'X
2. Stofnlán landbúnaðarins hafa ekki hækkað í hlutfalli
við stofnkostnað.
3. Lánstími stofnlána er allt of stuttur, enda styttri nú
en áður, nema á lánum til íbúðarhúsabygginga. Lán
eru nú til 15 ára út á járnvarðar timburbyggingar,
t.d. hlöður, fjárhús og fjós, en til 20 ára út á steyptar
byggingar og rælctun, en aðeins til 5 ára út á aflvélar.
4. Vaxtakjör Stofnlánadeildar landbúnaðarins eru miklu
lakari nú en áður, eða 6% til íbúðarhúsalána, en voru
áður 3V2%, til allra annarra lána deildarinnar eru
61/2% vextir, en voru áður 4%. Vaxtahækkun síðan
1960,er 60—70%.
5. Lagður er nú sérskattur á bændur, og rýrir það til
rhuna tekjur þeirra, en tryggir þeim ekki lán sem
skyldi, eins og þeim var heitið, er skatturinn var á
þá lagður.
6. Ungt fólk eða byrjendur í búskap fá hvergi lán til
bústofns- eða vélakaupa.
7. Þótt óðaverðbólga hafi rikt síðan 1959, hafa rekstrar-
lán landbúnaðarins ekki hækkað.
8. Veðdeild Búnaðarbankans hefur allt of lítið fjármagn
til umráða og vextir hennar ekki hagstæðir, þar sem
þeir eru 8%.
Við þetta hefur svo bætzt of lágt afurðaverð, miðað
við tilkostnað, mikil fóðurbætiskaup vegna harðinda o.fl.
Afkoma fjölda bænda er nú þannig, að þeir hljóta
að gefast upp við búskapinn, ef þeir fá enga aðstoð tii
að rísa undir þeirri byrði, sem hinar óhagstæðu lausa-
skuldir eru. Þess vegna fluttu Framsóknarmenn á sein-
asta þingi frumv. um, að veðdeild Búnaðarbankans gæfi
út nýjan flokk bankavaxtabréfa, sem yrðu eingöngu not-
uð til að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Vextir
skyldu eKki vera hærri en 6V2% og lánstími allt að 20
ár, gegn veði í fasteign, en 10 ár gegn veði í vélum.
Heildarlán mættu vera allt 'að 80% af matsverði.
Því miður náði þetta frumvarp ekki fram að ganga.
En svo augljós, sem þörfin var fyrir slíka ráðstöfun fyrir
ári síðan, er hún enn augljósari nú. i
Hér er tvímælalaust um eitt mesta vandamál land-
búnaðarins að ræða — vandamál, sem er þannig vaxið,
að það krefst lausnar á næsta þingi.
-.........
á — ______ ^
ERLENT YFIRLIT
Sobhusa konungur ( þióðbúningi.
HINN 6. þ. m. öðlaðist sein-
asta brezka nýlendan í Afríku
fullt sjálfstæði. Hér er um að
ræða Swasiland, sem er að
mestu innilokað í Suður-Afríku,
en hefur þó á stuttum kafla
landamæri með portúgölsku ný
lendunni Mozambique. Bretar
héldu um alllangt skeið tveim-
ur landsvæðum innan landa-
mæra SuðurAfríku eða Basutu
landi og'Swasilandi. Bæði þessi
lönd voru byggð sérstæðum
þjóðflokkum svertingja, sem
Bretar höfðu samið sérstak
lega við um verndargæslu. Bas
utoland, sem nú heitir Lesotho,
hlaut fullt sjálfstæði 1966 og
er nú eitt af aðildarríkjum S.
Þ. Lesotho er mjög háð Suður-
Afríku vegna legu sinnar, og
féllst stjórn Suður-Afríku lika
á sjálfstæði þess með því skil-
yrði, að ekki væri rekinn það-
an neinn áróður gegn kyn-
þáttastefnu hennar. Blökku-
menn annars staðar í Afríku
skilja þessa sérstöðu Lesothos
og láta því afskiptalaust, þótt
fulltrúi þess taki ekki þátt í
atkvæðagreiðslu á þingi S. Þ.
um kynþáttamálin í Suður-'
Afríku.
Nokkuð svipað er að segja
um annað gamallt verndargæzlu
svæði Breta, Bechuanaland,
sem nú ber nafnið Botswana.
Það liggur milli Suður-Afríku
og Rhodesíu, og er því alger-
lega háð þessum tveimur ríkj
um. Það er því tilneytt að leiða
hjá sér kynþáttadeilurnar á
þingi S. Þ., þótt íbúar þess
séu eingöngu blökkumenn.
SWASILAND er hið eina
þessara þriggja brezku ný-
lendna, er ekki breytir um
nafn við sjálfstæðistökuna. Á-
stæðan er sú, að það dregur
nafnið af þeim þjóðflokki, sem
byggir landið. Hann er einn af
elstu og þekkustu þjóðflokk-
um þar og hefur notið þess, að
ráðamenn hans hafa frá upp-
hafi haft gott samstarf við
hina evrópísku aðkomumenn á
þessum slóðum, fyrst Búa og
síðan Breta. Eins og Botswana
og Lesotho mun Swasiland
sækja um aðild að Sameinuðu
þjóðunum og mun vafalaust
veitt hún á næsta aðalþingi
þeirra.
Swasiland er konungdæmi frá
gamalli tíð. Núverandi konung
ur þar er Sobhusa II, en meðal
landa sinna gengur hann aðal-
lega undir nafninu Ngwenyama
eða ljónið. Hann er tæplega
sjötugur að aldri, en hefur verið
konungur síðan 1921. Konungi
er leyfilegt að eiga margar kon
ur, og telja kunnugir, að kon-
ur hans fyrr og síðar séu nú
orðnar um 170 talsins og barna
fjöldinn eftir því. Eins og í öðr
um nýlendum Breta, hefur ver
ið komið á lýðræðislegri stjórn
í Swasilandi áður en það fékk
sjálfstæðið viðurkennt. Flokk-
uis sem konungur styður, hefur
yfirgnæfandi meirihluta á
þingi. Konungurinn hefur orð
á sér sem hygginn og fram-
sýnn stjórnandi. Hann hefur
beitt sér fyrir ýmsum umbót-
um, en telur þó, að þær megi
ekki breyta lifnaðarháttum og
siðvenjum landsmanna of hratt.
SWASILAND er að flatar-
máli langminnst umræddra
þriggja rkja eða tæp 7 þús.
fermílur að flatarmáli. Það er
líka fámennast, en íbúarnir eru
um 400 þús., þar af Evrópu
menn 8—10 þús. Þeir byrjuðu
að flytja þangað nokkru fyrir
aldamót og hafa gerzt þar stór
bændur. en stór hluti landsins
er vel fallinn til ræktunar.
Konungur Swasilánds samdi um
það strax í upphafi, að Evr-
ópumenn mættu aðeins taka
sér bólfestu í vissum hlutum
landsins og aðeins eiga jarð-
eignir þar. Þetta hefur stutt
að því, að jarðeignir hafa ekki
komizt eins mikið í hendur
Evrópumanna og ella. Þó er
ríflegur meirihluti landbúnað-
arframleiðslunnar í höndum
þeirra.
Auk þess að vera gott land-
búnaðarland, er Swasiland ríkt
af mörgum náttúruauðæfum
öðrum. Þar eru t. d. miklar
járn- og kolanámur og einhverj
ar mestu asbestosnámur í
heimi. Gull, silfur og tin er
unnið þar úr jörðu. Á síðari
árum hefur risið þar upp nokk
ur iðnaður, en enn eru Swasi-
lendingar þó fyrst og fremst
landbúnaðarþjóð.
Swasiland er talið geta átt
góða framtíð, einkum vegna
náttúruauðæfa landsins. Miklu
skiptir, hvernig sambúðin við
Suður-Afríku verður. Ilún hef
ur verið vinsdmleg fram að
þessu, m. a. innheimtir Suður-
Afrika allar tolltekjur fyrir
Swasiland og greiðir því síð
an 0.15% af heildartolltekjum |
sfnum. Það talar sínu máli um 1
framtíðarmöguleika Swasilands I
að útflutningur þess hefur pre H
faldast síðan 1960. Þ.Þ. f
r
merr\