Tíminn - 25.09.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.09.1968, Blaðsíða 5
MIBVIKUDAGUR 25. sept. 1968 TIMINN I SPEGLITIMANS Þessi fallega, 18 ára stúlka, var kjörinn „Ungfrú Ameríka 1969“ í fegurðarsamkeppni, sem i * Eric Maria Remarque, sem skrifaði Tíðindalaust á vestur- vígstöðunum var eitt sinn að því spurður, hvort sagan væri byggð á dagbók hans úr stríð- inu. — Nei, svaraði skáldið, — ég hélt enga dagbók. Ég skrif aði bókina tíu árum eftir stríð ið. Ég skrifaði þessa sögu um hörmungar styrjalda á fimm vik um á sveitasetri á mildu hausti við litskrúð og angan fagurra blóma. Rithöfundurinn var síðan spurður hvort hann hefði skrif að eitthvað meðan hann lifði mitt í hörmungum styrjaldar- innar. — Remarque svaraði því játandi og sagði: — Þá orti ég Ijóð, — um angan fagurra blóma. Eftirfarandi klausu rákumst við á í blaði og það er George Mikes, sem skrifar. Næstum allar kvikmyndir, sögur og útvarpsleikrit hvetja okkur á óbeinan há±t. til að ná okkur í sjúkdóm, sem er hættu legri en öll onnur veikindi og almennt gengur undir nafninu ást. Helztu sjúkdómseinkennin eru þessi: 1. Sýkillinn — oftast falleg ung stúlka, stundum þó hvorki falleg né ung, — segir ein- hverja vitleysu, sem sjúklingn um finnst gullkorn samboðin Skattheimtan á Irlandi fékk bréf fró einum skattgreiðanda. í bréfinu sagðist hann hafa svikið undan skatti fyrir tíu árum og síðan hafi hann ekki getað sofið rólega eina einustu nótt. Með bréfinu fylgdu tutt- ugu og fimm sterlingspund og því lauk með þessum orðum: Ef þetta nægir ekki til þess að ég fái svefnfrið, þá sendi ég það, sem á vantar Það þekkja allir jazz nú til dags, en segja má, að sá mað- ur, sem lagði grundvöllinn að jazziðnaði, hafi dáið án þess að vita, hversu þekkt nafn hans ætti eftir að verða. Adolf Sax, ungur belgískur hljóðfærasmiður, datt ofan á hugmyndina að saxófóninum, þegar hann var að gera til- raun með munnstykki af klar- inettu og málmlúðri. Hann tók einkaleyfi á hugmynd sinni 1846, en hafði ekkert upp úr því. Tónlistargagnrýnendur líktu tóninum í saxófónirnum við breimavæl í ketti og baul í kú. Árið 1884 lét Sax hljóðfæri sitt á sýningu í París, en áð- ur höfðu ýmis tónskáld, þeirra á meðal Verdi, Berlioz og Ross ini, kynnt sér það. Þeir s'ömdu verk fyrir það og brátt var það orðið fast hljóðfæri í öll- um herlúðrasveitum. Sax dó í fátækt árið 1896, án þess að hafa nokkurt hugboð um til- komu jazzins. Árið 1914 kom saxófónninn fyrst fram í New York í dans- hljómsveir, sem nefndist Tom Brown's Minstrels og síðan hefur hann verið aðalhljóðfær ið í öllum jazzhljómsveitum heimsins. Hinn heimsfrægi finnski arkitekt, Alvar Aalto, sem teiknaði Norræna húsið í Reykjavík, var fyrir nokkru heiðraður í Bandaríkjunum. Hann var gerður að heiðurs- félaga í lista- og bókmennta- stofnun Bandaríkjanna. háð var í Atlanta fyrr í þessum mánuði. Hún heitir Judith Anne Ford og er frá Illinois. ★ andríki Oscars Wilde, vizku Pascals og frumleika Bernards Shaw. 2. Hún kallar hann kútinn sinn, sætabrauðsdrenginn, krútt ið sitt og fleiri álíka gáfulegum nöfnum, og hann er í sjöunda himni og kurrar af ánægju. 2. Hún þekkir ekki muninn á hrúti og á, og honum finnst það heillandi og sakleysisleg einfeldni. 4. í hvert skipti, sem hún gefur öðrum undir fótinn, en ar ókurteis við hann, kaupir hann handa henni blóm og biðst afsökunar. Til þess er ætlazt að við veljum okkur framtíðarmaka, þegar \dð erum algerlega ófær til þess. Við eigum að velja hann, þegar við erum ástfang inn, þ. e. þegar okkur finnst vitleysan vera vizka, tilgerðin yndisþokki, eigingirni skemmti leg og fallegt andlit það eftir sóknarverðasta af mannlegum eiginleikum. Ég legg til: 1 Að allur áróður fyrir ást (í kvikmyndum, smásögum, skáldsögum, málverkum o. s. frv.) verði talinn refsivert at- hæfi. Höfundur slíks verks ætti að dæmast til fimm ára dvalar á eyðiey ásamt ástmey sinni. 2. Að hver sá, sem verður ást fanginn, verði settur í sóttkví á svipaðan hátt. 3. Að ást verði með öllu af- numin Nýtt flugvélamóðurskip bætt ist bandaríska flotanum fyrst í þessum mánuði og hlaut það nafnið John F. Kennedy í höf uð hins myrta forseta. Það var Caroline litla Kennedy, sem' skírði skipið, og sést hún hér við athöfnina. Frændi hennar, Edward Kennedy, er henni til aðstoðar en litla stúlkan stóð sig með mestu prýði og þurfti litla hjálp. 5 i 11 iiiiiii III Á VlÐAVANGI Hver á svo væna sneið? Morgunblaðið birtir s. 1. laug ardag forystugrein, sem það vel- ur hið veglega heiti: „Hátt til lofts og vítt til veggja“. Og hver skyldi sú Hliðskjálf vera, sem slíka glæsilýsingu á með fullum rétti? Auðvitað nýhaldið aukaþing ungra Sjálfstæðis- manna, en Mbl. telur, „að þingið valdi straumhvörfum meðal ungs fólks“. Til sann- indamerkis þessi stórmerki öll birtir Mbl. síðan eftirfarandi viðtalskafla eftir Jón E. Ragn arsson, varaformann Sambands ungra Sjálfstæðismanna: „Við teljum okkur standa á tímamótum, og um leið og við krefjumst siðbótar í stjórnmál um teljum við nauðsynlegt að efla á þessum síðustu og verstu tímum samstöðu þess unga fólks, sem ekki óskar þess að vera tannhjól í ríkismaskínunni en trúir á mátt sinn og megin, á framtak einstaklingsins, frelsi hans, land sitt og þjóð“. Hver á svona væna sneið, sem þessi ungi maður gefur? Hefur ekki síðasti áratugurinn verið kenndur við „viðreisn“ Sjálfstæðismanna í landinu. Er nú mælirinn loks fullur, og hinn ungi Sjálfstæðismaður get ur ekki lengur orða bundizt og krefst „siðbótar“ eftir þennan viðreisnaráratug? Og hvað á maðurinn við, þegar hann er að tala um þessa „síðustu og verstu tíma?“ Hefur „viðreisnin“ al- veg faríð fram hjá honum eða kann hann ekki gott að meta? Hvaða dylgjur eru þetta?' Varla getur sú skýring, sem er orðum hans næst, átt við rök að styðjast, að nú loks hafi augu hans opnazt fyrir nauðsyn „siðbótar í stjórnmál- um“ er „viðreisnar“-stefnan hafði ráðið lögum og lofum í landinu í áratug, og „á þeim síðustu og verstu tímum“ sé nauðsynlegt að efla „samstöðu þess unga fólks, sem ekki ósk •ar þess að vera tannhjól í ríkis maskínunni.“ „Hugdetta" Alþýðumannsins. Enginn vafi er á því, að mark aðsörðugleikar okkar erlendis um þessar mundir stafa að nokkru af því, að við höfum orðið undir í harðnandi sam- keppni. Þess er skemmst að minnast, er forstjóri fiskrétta verksmiðju Sölumiðstöðvar hrað frystihúsanna í Ameríku lýsti því yfir í Mbl fyrir skömmu, að unnt væri að gera miklu meira til sölu fiskrétta þar, og fer þó ekki milli mála, að hann og samstarfsmenn hans hafa unnið mikið og gott verk. En ríkið hefur haldið að sér hönd um og látið söluaðila framleið enda eina um þetta, einmitt þeg ar þörf var margeflds átaks en þessir ailar jafnframt vanbún astir til þeirra. Alþýðumaðuriiin, blað Al- þýðuflokksins á Akureyri, skýr ir frá bví, að þessi mál hafi ver ið töluvert raedd á kjördæmis- þingi Alþýðuflokksins þar iiyrðra, og ungur bæjarstjóri á Húsavík haft um þau framsögu. Taldi iiann auðsætt, að ekki hefði að undanförnu verið fylgzt nógu vel með þróun er- lendis á sviði vöruvöndunar. sölumennsku og öriunar nyrra markaða, en það væri mál sem varðaði velferð og afkomu allr ar þjóðarinnar og væri mál að Framihald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.