Tíminn - 25.09.1968, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 25. sept. 1968
Þær verða að vera ör-
lítið farnar að hugsa
í vor var haldin fegurðarsamkeppni í .veitingahúsinu Lídó í Reykjavík, og var að
þessu sinni 22 ára gömul stúlka kosin fegurðardrottning og hlaut hún titilinn Ung-
frú ísland. Þessi unga stúlka, Jónína Konráðsdóttir vakti á sér nokkra athygli, er
hún gifti sig skömmu seinna og afsalaði sér þar með rétti til að taka þátt í alþjóð-
legri fegurðarsamkeppni erlendis, en það mun nær undantekningarlaust skilyrði að
þátttakendur í fegurðarsamkeppni séu ógiftar. Jónína kaus heldur að gerast eigin-
kona námsmanns og húsmóðir í lítilli tveggja herbergja kjallaraíbúð, starfa áfram sem
fóstra á barnaheimili áttæ tíma á dag, heldur en halda út í heirn ævintýra og glæsi-
lífs í fjarlægum löndum, ef tii vill með hinn sígilda óskadraum margra ungra stúlkna
í huga, að öðlast gnægð fjár og frama sem sýningarstúlka eða leikkona.
Er skýrt var frá því í frétt-
um fyrir skömmu, að stúlkan,
sem varð önnur í íslenzku feg-
urðarsamkeppninni, Helen
Knútsdóttir væri lögð af stáð
inn í dimmustu Afríku til feg-
urðarkeppni, ásamt keppend-
um frá mörgum öðrum Ev-
rópuþjóðum, varð okkur hugs-
að til Jónínu og ekki var laust
við að með okkur vaknaði for-
vitni um hvað það er sem kem
ur ungri stúlku, sem lögð er
út á þessa braut til að hætta
við allt saman. Blaðamaður
Tímans hringdi í Jónínu og
fékk góðfúslegt leyfi til að líta
inn á heimili þeirra hjóna og
spjalla við hana næsta dag.
Jónína er gift Gunnari
Gunnarssyni, sem leggur stund
á viðskiptafræði við Háskóla
fslands og lýkur námi næsta
vor. Þau búa í lítilli en góðri
íbúð við Leifsgötu. Þar er allt
í röð og reglu, og fljótséð, að
Jónína er mesta myndarhús-
móðir þótt hún vinni úti full-
an vinnudag. Annan hvorn dag
verða þau hjónin að byrja dag
inn snemma, því Jónína vinn
ur á barnaheitnilinu að Silunga
polli á vöktum. þá hringir vekj
araklukkan kl. 6,15. Og eig-
inmaðurinn ekur Jónínu þang
að uppeftir og fer svo sjálfur
til vinnu hér í bænum.
Ég er komin ínn í stofu til
Jónínu, og við spjöllum sam-
an x mestu makindum. Það þarf
ekki langa viðkynningu til að
sjá að hún er engin hispurs-
mey. Hún er látlaus, klædd í
pils og peysu. Og að öllum
fegurðardrottningum ólöst-
uðum þá er eitthvað við hana
sem veldur að hún er þeim frá
brugðin. Ef tíl vill það, að hún
er sériega myndarleg og tild-
urslaus.
— Hver var ástæðan fyrir
/ því að þú hættir frekari þátt
töku í fegurðarsamkeppni
Jónína''
— Meginástæðan var sú, að
ég gifti mig 11. maí í vor. En
það kcm einnig fleira til. Mér
fanst filhugsunin um að fara
til útlanda í fegurðarsam
keppni spennandi fyrst í stað
eftir keppnina hér heima. Ætl
unin var, að ég tæki þátt i
fegurðarsamkeppninni á Long
Beach í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum. En það drost, að á
kveðið svar kæmi um hvenær
sú keppni færi fram og raunar
hefur hún ekki verið haldin
enn. Er frá leið minnkaði svo
áhuginn hjá mér, ég komst að
þeirri niðurstöðu, að það ætti
Jónína Konráðsdóttir.
ekki beint við mig, að taka
þátt í siíkri keppni Allt þetta
tilduir, sem fylgir fegurðarsam-
keppni og því, sem í kringum
hana er, á illa við mig.
— Þú hefur kynnzt af eig-
in raun fegurðarsamkeppni er
lendis?
— Já, ég var valin ásamt
annarri íslenzkri stúlku. Guð
rúnu Pétursdóttur til að taka
þátt 1 fegurðarsamkeppni
Finnlandi í fyrrahaust. þótt við
hefðum ekki verið kosnar feg-'
urðardrottningar hér á ís
landi.
Við dvöldum í viku í Finn-
landi, í Helsinki og Turku
Fegurðarsamkeppnin fór fram
í sjónvarpinu og komu bátt-
takendur þar fram bæði í sund
bolum og síðum kjólum. Stúlk
an sem var hlutskörpust var
sænsk. mjög falleg. Við krýn-
inguna vorum við klæddai
síðum kjólum en ekki sund-
bolum eins og hér heima. !
þessari keppm tóku eingöngu
þátt stúlkur frá Norðurlönd-
um. Oti finnst mér stúlkurnar
frá, hinum Norðurlöndunum
betur valdar en gerist hér hjá
okkur. Þar er líka eflaust
meira úrval af fallegum stúlk
um en hér enda stærri þjóðfé
lög, og svo hafa stúlkurnar tii
meira að vinna Sænska feg
urðardrottningin hafði t.d
fengið bíl að verðlaunum. og
sagðist ekki þurfa að kaupt
sér föt næstu árin. svo mikið
hafði henni verið gefið af fatn
aði.
— Hvað nöfðuð þið fyrir
stafni á meðan þið dvölduð í
Finnlandi?
— Við skoðuðum borgina
og nánasta umhverfi, okkur
voru haldnar veizlur, við tók-
um þátt í myndatökum fyrir
verzlanir o.s. frv.
Þetta er afskaplega þreyt-
andi, ég gæti ekki hugsað mér
að taka þátt í slíkri keppni,
sem tæki langan tíma, jafnvel
hálfan mánuð eða meira.
— Hvað var það einkum,
sem þú kunnir illa við, í sam-
bandi við þessa fegurðarsam-
keppni?
— Allir sem maður hittir
£ sambandi við slíka keppni
sýna manni einhverja skrítna
hlið á sér, enginn er eðlileg-
ur. Yfirborðsmennskan ríkir
fyrst og fremst.
/
Ég get nefnt eitt, sem ég
kunni sérlega illa. Einn dag-
inn var öllum þátttakendum
boðið í mat í veitingasal stórs
verzlunarhúss. Við mátuðum
föt og teknar voru af okkur
ljósmyndir, og síðan settumst
við að borðum í matsalnum.
Frá þvi var skýrt í blöðum, að
við yrðum þarna staddar á
þessum tíma, og síðan
streymdi að múgur og marg-
menni og gei-ði sér lítið fyrir
og glápti á okkur eins og
hverja aðra verzlunarvöni.
Nei, það ætti ekki við mig að
vera sýningarstúlka. Ég gæti
ekki hugsað mér að leggja
slíkt fyrir mig.
Annars kunni ég mjög vei
við stúlkurnar sem tóku þátt
í keppninni, þetta voru allt á-
gætisstúlkur.
En það er eitt, sem íslenzk-
ar stúlkur ættu að hafa í huga,
sem hyggjast taka þátt í slíkri
keppni. Ferðalag sem þetta er
kostnaðarsamt jafnvel þótt far
gtjöld, uppifaald og annað sé ó-
keypis. Ferð til slíkrar keppni
krefst margvíslegs fatnaðar,
sem venjulegar stúlkur eiga
ekki, og flestir vilja hafa ein-
hverja vasapeninga í utan-
landsferð.
— Hvaða skoðun hefur þú á
íslenzku fegurðarsamkeppn
inni?
— Mér finnst það ætti að
vera skilyrði, að stúlkurnar
sem taka þátt í henni, séu
komnar um tvítugt. séu full-
orðnar stúlkux en ekki krakk-
ar. Ég álít að þátttaka í feg-
urðarktppni og það sem henni
fylgir gæti auðveldlega koll-
varpað kornungum stúlkum
gersamiega Það stígur þeim
til höfuðs að hafa verið valdar
til slikrar keppni. og þæi
gleyma sér í öllum þessum hé-
góma. Þess eru dæmi. að stúlk
ur naía hæt! námi eða sagi
upp vinnu eftir að hafa tekið
bátt i slíki" keppm til þess að
fara tii frekarl keppni erlend
is. Nei stúlkur sem leggja
þetta fvrir sig verða að vera
farnar örlítið að hugsa. Þær
veirða að gera sér grein fyrir,
að þótt þær hafi verið kosnar
fegurðardrottningar; stendur
sú dýrð efcki að eilifu. Þær
verða að hugsa svolítið meira
fyrir lífinu.
— Það kom fram í viðtali
við þig í Tímanum í vor, Jón-
ína, að þú ætlaðir að leggja
stund á framhaldsnám, læra
meðferð taugaveiklaðra barna
undir skólaldri. Ertu exm að
hugsa um það?
— Mig langar til þess, en ég
veit ekki hvað verður. Meðferð
llllllllllllllllll!llllllllllllilllllllilllllll!llllllllll!llllll
.V.V.V.V.V.V.VAWAV.
Rætt við
Jónínu
Konráðs-
dóttur
fegurðar-
drottningu
íslands
1968
.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v
•llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllll
þessara barna er einungis
hægt að læra erlendis. Hvað
verður þegar Gunnar maður-
inn minn hefur lokið námi hér
heim i vor er ómögulegt að
segja.
— Hvað gerirðu helzt þér
til dundurs í tómstundunum?
— Ég er nú aðallega að
sauma bessa dagana.
— Þú sérð ekki eftir fyrr;
ákvörðun og óskar að þú vær-
ir komin i spor stallsystur
þinnar Helenar i fegurðarsam
keppni suður : Kongó?
Jónína hlær góðlátlega.
— Nex. méi líður afskaplega
vel. És nýt bess að vera heima
í rólegheitum.
SJ