Tíminn - 25.09.1968, Side 16

Tíminn - 25.09.1968, Side 16
SfLDARSÖLTUNI KSAD 205. tbl. — Miðvikudagur 25. sept. 1968. — 52. árg. HEFJAST UM ALLA AUSTFIRÐI f þessum reit er verið að taka upp tólffalda uppskeru. • • (Tímamynd—GE). eOÐ KARTOFLUUPPSKERA OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Kartöfluuppskera er í góðu með allagi í haust. Sums staðar er upp skera allt að tólfföld, miðað við útsæðið sem sett var niður s. 1. vor. Tíð hefur verið góð það sem af er haustinu og hafa ckki enn komið næturfrost og hafa því garð eigendur látið kartöflur sínar vera í jörðu lengur en ella. Þessa dagana er verið að taka upp úr görðum í Reykjavík og nágrenni. Eins og annars staðar er uppskeran ágæt í garðlandinu í Smálöndum og þykir ekki teljast til tiðinda þótt uppskeran s tólf föld. Úr meðalstórum garði þarna er yfirleitt látið niður hálfur ann ar poki af útsæði. Uppskeran er því um 18 pokar. Þeir Reykvíkingar sem rækta kartöflur höfðu nokkrar áhyggjur vegna þess að til stóð að rífa jarð húsin í 4rtúnsbrekkunni í vetur, en ákveðið hefur verið að það verði ekki gert og verða því leigð þar út geymslupláss fyrir jarðávexti eins og áður í vetur Jarðhúsin verða þó síðar að víkja fyrir nýj um vegi sem lagður verður þar sem þau eru nú. OÓ-Reykjavík, þriðjudag — Síldin veður uppi um allan sjó, en er stygg og spriklar eins og óþæg stelpa og er engin leið að ráða við hana. Þerr kasta og kasta en ná litlu, sagði starfsmaður síldarleitar- innar á Raufarhöfn er blaðið hafði samband við hann síð- ari hluta dags, en hún hlýtur að fara að þreytast á þessum látum. Síldin er enn á göngu upp að landinu og er allur síldveiðiflotinn búinn að fá einhvern afla síðasta sólarhring. Eru nú mörg skip á leið til hafnar með aflann og verður byrjað að salta á lestum söltunarstöðvum fyrir norðan og austan í nótt og á morgun. Síldin er nú um 250 mílur frá Langanesi og hefur nær allur flotinn verið þar að veiðum. Leiitarskipið Árni Friðriksson er enn grynnra og tilkynnti í dag að þar væri eimnig vaðandi síld. Verður Síldargangan að öiium líkindum komin að landi næstu daga og stöðvakt 'þá vænt anlega, en veiði for þá nokkuð eftir hve stygg síldin verður. en öruggt má telja að Mf fari að færast í tuskurnar á síldarplön unum. og fara síldarstúlkur að flykkjast í söltunarplássin næstu daga. Flest síldveiðiskipanna eru nú á leið til lands með afla eða leggja af stað í fyrramálið. Ekki er mikill afli í hverju skipi en sjó- mennirnir reyna að koma sem mestu magni í salt og aflinn því miklu verðmætari en ella. í þeim skipum sem nú erú á leiðinni að landi eru 100 til 320 lestir. Saltað var á Raufarhöfn s.l. nótt: Komu þá tvö skip með afla og í i kvöld og nótt er von á fleiri skip- um með s'íld og heldur þá söltun- in áfram. Ekkert er enn komið af aðkomufólki til Raufarhafnar til að vinna að söltuninni, en margar síldarstúlkur eru væntanlegar næstu daga. Á Vopnaíirði var byrjað að salta í gær og var söltwn haldið á-; fram í dag. Erettingur kom með í Framlhald á bis. 14 STAL GITAR OG SMJÖRLÍKI OÓ-Reykj avíik, þiriðjudag. Innbrotsþjiófarnir eru nú famir að lúta lægra en í síðustu! viku, en þá settu þeir markið' hátt og brutust niður nm þök húsa og stálu stórmannlega, pen ingaskápum og fieiro. f nótt var ; skriðið inn um kjallaraghigga f! Iíraunbæ 70 og brothst iun í þrjár geymslur. í einni geymslunni var stolið > gítar, í annarri engu og 24 styfckj ; um af smjörlíki í þeirri þriðíju. Ekki hefur enn hafzt upp á þjóf- unum, en ef einlhver hefur orðið var við mann sem spilar á gítar og étur margarín er viðkomandi beðinn að láta rannsóknarlögregl una vita. BYGGJA 8BUÐIR FYRIR ALDRAD FOLK FB-Reykjavík, þriðjudag. Nú er verið að vinna við að fullgera teikningar að íbúðarhúsi, sem í verða 60 íbúðir, sem Réykjavíkurborg byggir, og verða sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki, sem þrátt fyrir aldur sinn hefur möguleika á að sjá fyrir sér sjálft. Arkitektinn, sem teiknar, er Guðmundur Kr. Guðmundsson, og verður húsið reist við Norðurbrún skammt frá Hrafnistu. Sveinn Ragnarsson félagsmáia fulltrúi Reykjavíkurborgar skýrði blaðinu frá því í dag, að vonazt væri til að teikningar og útboðslýsing yrðu fullgerðar þannig. að hægt verði að bjóða verkið út í lok bessa árs. Síð an verður reynt að hraða bygg ingu eins og frekast er kostur en samt sagðist Sveinn ekki bú ast við að verkinu yrði lokið fyrr en á árinu 1970. Húsnæði þetta, fyrir aldrað fólk, verður á tveim hæðum. en þó er hluti byggingarinnar á þremur hæðum. Þarna verða 60 íbúðir. 8 íbúðir fyrir hjón. en 52 fyrir einstaklinga. Bygg ist þessi skipting á því, að það eru aðailega einstaklingar, sem knýja a hjá borginni um að fá husnæði, og svo að borgin hefur yfir að ráða 68 íbúðum í háhýsinu við Austurbrún 6 en þar eru 48 fermetra íbúðir sem reiknað er með að síðar meir verði gerðar að hjónaíbúð um að einhveju leyti. Nú eru þar 30 íbúðir fyrir aldraða. 19 fyrir öryrkja og 19 fyrir einsfæð ar mæður. Sagði Sveinn að lang ir biðlistar væru af fólki, sem vildi fa þar inni. og er mikil þörf á að fá húsnæðið við Norðurbrún sem fyrst í notk- un. íbúðirnar viÖ Norðurbrún verða 42 og 30 fermetrar að stærð. Ein húsvarðaríbúð verð ur í húsinu. Borgaryfirvöldin hafa átt við' ræður við forstöðumenn Hrafn istu, og hefur náðst samkomu lag um, að sjómannaheimilið muni veita íbúum hússins ein- hverja þjónustu, t. d. muni fólki gefast kostur á fæði frá Hrafn istu geti það ekki séð um mat fyrir sjálft sig ákveðið tímabii. Sveinn sagði, að líklega væri ekki rými í matsölum Ilrafn istu fyrir þetta utanaðkomandi fólk, en eldhúsið væri stórt, og yrði ræbt síðar um fyrirkomu lag þessarar fyrirgreiðslu. Þá munu lóðir Hrafnistu og þessa húss borgarinnar verða skipulagðar sameiginlega, enda liggja þær saman. Lóð borgar hússins er fremur lítil, og verð ur því mjög heppilegt fyrir alla aðila, að lóðirnar verða skipu lagðar sem ein heild, og um leið fá íbúar borgarhússins full an aðgang að lóð Hrafnistu. Um leigu er það að segja. að nú sem stendur, er leigu máli boVgarinnar þapnig, að fólk greiðir 30 kr. á ferm. en auk þess nokkurt gjald fyrir álnot af sameign. Því sagðist Sveirin reikna með að leigan yrði 1500 til 1700 krónur, mið að við það sem nú er, en sú upphæð getur verið orðin önn ur, þegar húsið verður komið upp og lilbúið til afnota. 25 millj. verðbréfa lán Síðastliðið vor fékk fjármála. ráðherra lagaheimild til öflnnar innlends verðbréfaláns, að fjár- hæð 75 milljónir króna, sem verja skyldi til opinberra framkvæmda á grundvelli framkvæmdaáætlun- ar fyrir þetta ár. í mal s.l. voru boðin út spari- sikírteini að fjárhæð 50 milljónir króna, samkvæmt nefndri heim- ild; og eru þau nú að mestu seld. I framhaldi hefur fjármálaráð herra nú ákveðið að bjóða út nýtt spariskírteinalán fyrir eftirstöðv- um ofangreindrar heimildar, kr. 25 milljónum. Hefst sala 6pari- skírteinanna á morgun 25. sept. í bönkum, sparisióðum og h.iá nokkrum verðbréfasölum. Verða þau með sömu kjörum og verið hafa, þ.e. lengst til rúmlega 12 ára með 6% pieðaltalsvöxtum og innlausnarrétti eftir rúmlega þrjú ár. Sérpréntaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.