Tíminn - 02.10.1968, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 2. október 1968.
TIMINN
9
mkm
Útgefandi: FRAMSÓKNARFUOKKURINN.
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusíaat: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur,
s'imi 183«». Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. —
I lausasiJTu kr. 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Á hvaða reynslu byggir
unga félkið dóm sinn?
Undanfarnar vikur og mánuði hafa miklar umræður
staðið meðal ungs fólks um stjórnmálin í landinu. Gagn-
rýni unga fólksins á stjórnmálaflokkana, skipulag þeirra
og starf, er opinská og ómyrk, og krafa um „siðbót“ í
stjórnmálum er efst á baugi. Þing ungra manna í stjórn-
málaflokkunum hafa með ýmsum hætti kveðið upp úr
með þetta. Ungir Framsóknarmenn höfðu forystu í þess-
um umræðum, urðu fyrstir til þinghalds, sem var opið
öllum, og var það ánægjuleg nýlunda. Þeir mótuðu skýra
stefnu umræðna unga fólksins um stjórnmálin. Ungir
Sjálfstæðismenn hafa nýlokið þingi, sem þeir höfðu því
miður ekki o.pið, en af samþykktum þeirra má ráða, að
gagnrýni á stjórnmálaflokkana og stjórnmálalífið í land-
inu hafi hnigið mjög í sama farveg og hjá ungum Fram-
sóknarmönnum, þó að stefnumálin séu allt önnur. Þeir
eru síður en svo myrkari í máli í garð síns flokks.
Allur þessi stjórnmálaáhugi er mikilla og góðra
gjalda verður og gefur vonir um þroskavænlega nýsköp-
un í starfi þeirrar kynslóðar. sem er að erfa landið og
tekur hvað af hverju við af hinum eldri í stjórnmála-
lífinu. Sú spurning hlýtur jafnframt að knýja á, hverjar
séu meginorsakir þessarar miklu og hörðu gagnrýni unga
fólksins á stjórnmálalífið í landinu einmitt nú. og á hvaða
reynslu það byggir hina hörðu áfellisdóma, og hvers
vegna er þessi alda svona sterk?
Þetta unga fólk, sem nú lætur til sín heyra, er yfir-
leitt yngra en 25 ára og varla eldra en þrítugt. Eigin
kynni þess og reynsla af íslenzku stjórnmálalífi nær
aðeins yfir s.l. áratug. Þann tíma hefur sama ríkisstjórn-
in að kalla setið í landinu og sömu tveir flokkarnir farið
með völdin- Þeir hafa ekki farið dult með, að þeir hafi
tekið upp nýja hætti og kölluðu ,,viðreisn“. Þjóðin veit
að það er rétt, en sanndæmi er sízt um, að til bóta hafi
verið, eða nafnið við hæfi.
Að sjálfsögðu eiga straumar að utan einhvern þátt
í nýjum viðhorfum ungs fólks, en reynsla þess af íslenzku
stjórnmálalífi og stjórnarfari þennan síðasta áratug, sem
það þekkir einan af eigin raun, hlýtur þó að vera sá
megingrundvöllur, sem það byggir áfellisdóm sinn á. Á
þessa staðreynd benti Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, glögglega í ræðu, er hann flutti
á ráðstefnu Framsóknarmanna um s.l. helgi. Ríkisstjórn-
in og fiOKkar hennar hafa ráðið stjórnarfari landsins
þennan áratug og haft tögl og hagldir í löggjafarstarfi.
Þeir hafa mótað í sinni mynd siðgæðið í stjórnarstarfi.
Sú mynd hefur blasað við unga fólkinu. og þaö þekkir
ekki aðra af eigin raun. Því finnst, að þetta sé hin rétta
mynd af íslenzku stjórnmálalífi fyrr og síðar, og það
fellir alla flokkana að verulegu leyti undir sömu sök.
En það er reynslan af „viðreisnar“-stjórnarfarinu, sem
æskan byggir áfellisdóm sinn á. Þar hefur hún fu._iið
M snillingu. sem hún segir strið á hendur. þá starfs-
hætti, sem hún vill uppræta. Framsóknarflokkurinn
mælir sig á engan hátt undan börf umbóta í skipu-
lagi og starfi. Honum er slíkt sem öðrum flokkum sífelld
nauðsyn, og hann mun ekki verða síðastur til verks í
þeim efnum, en það breytir á engan hátt þeirri stað-
reynd, að það eru stjórnarhættir síðasta áratugs. sem
eru þyrnirinn, er stungið hefur unga fólkið Það verður
ekki sagt um ráðaflokka þess tímabils, að þeir séu á
þeim framtíðarvegi, að æskan í landinu viljj nú rétta
þeim örvandi hönd- Hún reiðir að þeim refsivöndinn.
Útdráftur úr skýrslu U Thants:
Hneigðin til að binda endi á
ágreining með ofbeldi eykst
Nota ætti tækifærið og fá utanríkisráðherra stórveldanna til að hittast
og ræða sameiginleg vandamál.
I,
The Times I London birti
á föstudaginn var útdrátt úr
skýrslunni, sem U Thant,
framkvæmdastjóri Samein-
u'ðu þjóðanna flutti, þegar
allsherjarþingið kom saman.
Fer þessi útdráttur hér á
eftir í lauslegri þýðingu.
EKKERT hefur miðað í átt
til friðar í Vietnam og hern-
aðarátök halda áfram af engu
minni krafti en áður, enda
þótt að hver dagurinn, sem
líður, efli þá sannfæringu mína
að vandinn verði aldrei leyst-
ur með hernaði. Vonin, sem
vaknaði, þegar fulltrúar Norð-
ur-Vietnam jg Bandaríkjanna
hófu viðræður síóar í París, er
sífellt að dofna. Undangengið
ár hefur spennan og ókyrrðin
aukizt æ meira í löndunum fyr
ir botni Miðjarðarhafsins. Ný-
afstaðnir atburðir í Tékkósló-
slóvakíu varpa langdrægum
skugga og valda aukinni ó-
vissú og öryggisleysi, sem
kosta mun einbeitni og lang-
varandi viðleitni að yfirstíga.
Viðleitnin til afvopnunar
hefur borið ofurlítinn árangur,
en merkasti áfanginn á þeirri
braut á liðnu ári var undir-
skrift samningsins um bann
við útbreiðslu kjarnorku-
vopna. Fulltrúar þeirra ríkja,
sem ekki hafa kjarnorkuvopn,
sita enn á rökstólum þegar
þessi skýrsla er samin og verð
ur að vona, að þeir komist að
einhverri .jákvæðri niðurstöðu.
Á sviði efnahags- og félags-
legrar framvindu hefur það
helzt til tíðinda borið, að ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna
um verzlun og framþróun hef-
ur ekki auðnast að uppfylla
þær vonir, sem þátttakendur
báru í brjósti í upphafi, eink-
um þó fulltrúar hinna van-
þróuðu ríkja.
Eg hef á hverju ári rætt um
vandræðin í sambandi við af-
nám nýlenduveldis, apartheid
og annan slíkan vanda, sem
við hefur verið að stríða í
sunnanverðri Afríku um langt
skeið, þrátt fyrir vilja og við-
leitni Sameinuðu þjóðanna.
Þessi vandræði hafa enn auk-
izt árið sem leið, og vonleys-
ið er enn meira en áður.
Alþjóðadómstóllinn hefur
sent Állsherjarþinginu skýrslu
sína í fyrsta sinni. Ég hygg, að
það yrði aðildarríkjum Sam-
einuðu b.ióðanna til góðs að
Allsherjarþingið og aðrar fast
ar stofnanir samtakanna
reyndu, 4samt aðildarþjóðun-
um, að íyua þ«tur en gert
hefur verið mögirréika dóm-
stólsins i glímunni við cwrin
vanda, sem le.vsanlegur er með
lögum og dómsmeðferð.
í skýrslu minni í fyrra mælti
ég með því að reynt yrði í
litlum mæli að kveðja öryggis-
ráðið saman á vissum fresti,
þar sem aðildarþjóðirnar
sendu ráðherra úr ríkisstjóm
U THANT
sinni eða einhvern annan til-
nefndan fulltrúa. Enn hefur
ekki verið reynt að fram-
kvæma þessa uppástungu. Nú
vil ég í staðinn benda, á að
gagnlegt gæti orðið að grípa
tækifærið þegar utanríkisráð-
herrar Frakklands, Sovétríkj-
anna, Bretlands og Bandaríkj
anna verða hér saman komnir
á Allsherjarþinginu, og koma
á sameiginlegum fundi þeirra
til viðræðna um sameiginleg
vandamál.
Að því er varðar dagski’á
slíks fundar mætti eftirláta ut
anríkisráðherrunum sjálfum
að ákveða hana, en fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð
anna gæiti einnig gengið frá
dagskrá til bráðabirgða. Nokk
ur von væri um, að furndur ut-
anríkisráðherranna yrði til
þess að leiðtogar stórveldanna
fjögurra kæmu saman til fund
ar. Mér virðist mikil þörf á
einhverju slíku framtaki eins
og nú standa sakir, til þess að
hamla gegn þeim afturkipp.
sem nýjustu atburðir hafa vald
ið í sambúðarbótum Austurs
og Vesturs. Ég er einnig þeirr
ar skoðunar, að einhvers slíks
átaks sé þörf til þess að leiða
í ljós ákveðin mikilvæg mál,
sem stórveldin kynnu að geta
komið sér saman um, þrátt
fyrir erfiðleikana, sem að
steðja.
MÉR þykir miðui að þurfa
að benda á, að lítið sem ekk-
Fym hluti
ert hefur tV{\azt í átt til ,auk?
innar reglu á alþjóða vett-
vangi á grundvelli laga og rétt
ar síðan -ð Allsherjarþing-
ið sat rökstólum síðast Þvert
á móti -irðist um verulega aft
urför að ræða í háttum og sið-
ferði í alþjóðamálum, þar sem
gripið er í síauknum mæli til
aflsmunar og ofbeldis til þess
að ráða til lykta ágreininginn
milli ríkja.
Þessi hneigð til að grípa til
aflsins sem stefnu í utanríkis-
málum grefur beinlínis undan
grundvelli samtakanna. Rétt
látri lausn er fórnað á altari
aflsmunarins og af því leiðir
aukna spennu í alþjóðamálum.
Framtíð heimsfriðarins og al-
þjóðaöryggis er vissulega ærið
skuggaleg ef ekki auðnast að
snúa þessari hneigð við og
hefja að nýju til vegs þá meg-
inreglu, að þjóðirnar skuli
sjálfar ákvarða örlög sín án
afskipta annarra.
ÞÁ svartsýni, sem nú verð-
ur vart á ástand alþjóðamála
eða þá hryggilegu atburði, sem
gerðust í Evrópu fyrir
skemmstu, má þo alls ekki not
færa sér til þess að draga úr
viðleitninni til að koma á friði
í Vietnam. . .
Ég hef hvað eftir annað og )
ævinlega næl tneð því, að
allir aðilar dragi úr hernaðin-
um, og byrjað sé á því að
hætta öllum loflárásum og öðr
um hernaði gegu Norður Viet
nam. Mér eru mjög vel ljós
þau andmæli, sem fram eru
borin gegn þessu bráðnauðsyn
lega fyrsta skrefi. Ég efa ekki,
að allir aðilar eiga nokkuð á
hættu ! egar hafizt er handa
um jafn erfiða samninga og
hér er am að ræða.
,Að mínu aliti á sí aðilinn,
sem er sterkari hernaðarlega,
að taka að sér frumkvæðið. Ég
vil ítreka þá sannfæringu
mína, að stöðvun loftárásanna
yrði upphaf jákvæðrar fram-
vindu. sem leiddi á sínum tíma
til friðsamlegrar 'ausnar í mál
efnum suð-austur Asíu í sam-
ræmi við Genfarsamkomulagið
frá 1954.
má