Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 5
FEMMTUDA€UR 3. október 1968. TIMINN 5 Hví er ekki svarað? Ásg. Gu'ðmurid.sdóttir skrifar; „Kæri Landfari minn! Þótt ég sé nú bara venju- leg sveitakerling, ekki Iþó sro gömul — langar mig til að biðja þig fyrir nokkrar línur héðan að austan. Ég var að hugsa um það í sambaiidii við íorstjóra Nor- ræna hússins. Hann rauk til og svaraði strax dylgjum ein- hvers manns um kostnað við húsið og gaf greinargóð svör. En hvemig er þetta hér hjá okkur fsiendingum. Einum og öðrum eru bomar á brýn allar vammir og skammir, en þeir sem ráðizt er á þegja þunnu hJjoði. Ég skal nefna dæmi: Dr. Gunnl. Þórðarson flutti núna á dögunum þátt um dag- inn og veginn. M.a. sagði hann jarðaðar, oig fyrir fordildar Sakir hvorki meira né minna ©n 100 millj. kr. í Kópavogs- hálsinum að óþörfu. Baldivn Þ. Kristjánsson hiefir öpinberlega lagt athyglisverð- ar spumingar fyrir Slysavárna- félagið okkar. Og áður hefir hann af alkunnri einurð sinni borið það félag þungum sök- um vegna óheilinda þeirra gagn vart nýju samtökunum Varúð á vegum. Jakob Hafstein hefir borið veiðimálastjóra á brýn aliskon ar mistök og að þvl er virðist stórvítaverða framkomu í em- bætti. Éngu áf þesku hefir verið svarað. Hvað kemur til? Hvern ig eigiim við „saúðsvartur al- rnúginn", að líta á svona aum- ingjaskap og ræfildóm þeirra, sem fyrir svörum eiiga að standa? Halda þessir herrar, að þeir séu friðhelgir í emfoætt- um sínum og trúnaðarstöðum, og þurfi aldrei að standa fyrir máli sínu? Landfari minn geturðu frætt mig um þetta, vinurinn?“ Aðvörun gegn reykingum Sjónvarpsleikarinn William Talman tapaði sem opinber á- kærandi í myndaflokki Perry MaSon 231 máli á móti Mason, / En fyrir skemmstu átti hann — hálfum mánuði eftir lát sitt — að koma fram sem alvarleg ur aðvarandi í auglýsingamynd gegn reykingum. Talmann, sem dó af lungna- krabba 53. ára gamall, var van- ur að reykja úr 3 pökkum af vindlingum á dag. í hinni nýju mynd sýnir hann heimili sitt í Californiu, Peggy eiginkonu sína og börn. — Svo breytist sviðið, og áhorfendur sjá Tal- man sitja við hlið Raymond Burr, sem lék Perry Mason, og hann segir: „Þér vitið vel, að ég gerði mér ekki rellu út af því að tapa öllum þessum málum, en nú hefi ég lent í máli, Sem ég vil sízt tapa, því að geri ég það, þá missi ég eiginkonuna og drengina, sem þér hafið séð. — Ég hefi fengið lungna- krabba." Éeikarinn heldur áfram og segir: „Hlustið því á það, sem ég hefi að segja um það að reykja og tapa, því að hvort tveggja , hefi ég reynt. Ef þér ekki reyk ið, þá byrjið aldrei á því, og séuð þér reykingamaður, þá hættið að vera það. Gerið yður ekki leik að þvi að tapa í slíku máli.“ Kvikmynd þessi er gerð af Krabbameinsvarnafélagi Banda ríkjanna, og er búizt við að hún verði sýnd af flestum sjónvarpsstöðvum vestra á næst unni. Birt í Norges Haodels og Sjöfartstidende með til- visun til „Politi'ken“ Borgarstjórinn og garðarollurnar „Reykvíkingur skrifar: Kseri Landfari í fréttum að undanförnu hef ur verið fjallað mikið um fram komu Borgaryfirvalda Reykja- víkur gagnvart fjáreigendum, sem eiga hús í Fjárborg við Breiðholtsveg. Var þeim bann- aður aðganigur að húisunum með lögregluvaldi, en sem kunnugt er voru fjáreigendur að flytja þangað slátunfé, sem safnað var saman úr hinum ýmsu réttum og beið slátrunar. Því hlaut svo að fara, sem fór, að fjáreigendur báru sigur úr býturn í þessari viðureign, enda voru ofbeldisaðgerðir þessar ávöxtur vanþekkingar og vítaverðrar þvermóðsku ráðamanna borgarinnar. í fréttatíma Sjónvarpsins 23. september var skýrt laus- lega frá þessu máli og var í því tilefni vitnað í orð borgar- stjóra hr. Geirs Hallgrímsson- ar varðandi áganig sauðfjár í borgarlandinu. Full ástæða þykir til að vekja sérstaka at- hygli á því, að margt af því, sem haift var eftir þeim mæta manni reyndist ekki sannleik- anum samkvæmt að öllu leyti, og var augljóslega víða hallað réttu máli. Ætla má, að slíkur málflutningur stafi af vanþekk ingu á málefninu, og var þetta ekki í fyrsta skipti sem borgar stjóra hendir slíkt, er sauðfjár hald ber á góma. Borgarstjóri lét hafa eftir sér að Sauðfé Reykvíkioga skemmdi mjög garðagróðnr, jafnvel þyrnirósir. og var Ar- bæjarhverfi tiltekið í því sam- bandi. Þá væri og gæzla borg arlandsins ákaflega erfið þrátt fyrir girðingar og veiríðandi gæzlumenn, og var látið að því liggja, að lausn vandans byggð ist á útrýmingu sauðfjár í Reykjavík. Ekki allt fé Revkvíkinpa Rétt er að sauðfé veldur nokkru tjóni og skemmdum, sérstaklega í ógirtum görðum, en getur okkar ágæti borgar- stjóri og aðrir af hans Ffluða- búsi aldrei skilið, að mjög verulegur hluti þess fjár, sem veldur tjóni, er ekki úr Reykja vík? Þetta er óhagganleg stað- reynd og mundi því niðurskurð ur hluta Reykjavíkurfjár vera til lítilli bóta við lausn vand- ans. Ég segi hluta Reykjavíkur fjár vegna þess að stór hluti alls sauðf.iár í lögsagn'arum- dæmi Reykjavíkur mun verða sjett á vetur vegna undanþágu frá „fjárbanni" því sem aug- lýst var af borgarverkfræðingi í byrjun ágústmánaðar. Þess mætti geta, að síðastliðinn vet- ur voru um 2200 vetrarfóðrað- ar kindur á þessu svæði. Þá var og haft eftir borgar- stjóra, að búið væri að girða fjárhelda girðingu úr Grafar- vogi í Rauðhóla. Þetta er ósatt Hafizt var handa við gerð þess arar girðingar á síðastl. sumri, en henni hefur ekki verið lok- ið á þann hátt, að hún megi koma að fullu gagni og því miður sjást þess engin merki enn, að girða eigi borgarland- ið af á viðeigandi hátt. Hvað þessu viðvíkur gæti Reykjavik mikið lært af Akureyri þar Sem hliðstætt vandamál heíur verið leyst farsællega með hjálp tryggrar girðingar. og er sauðfé ekki til ama. Er þetta norðanmönnum til mikiis sóma Ekki að vænta að árangur náist Á meðan Reykjavík er ekki afgirt á viðunandi hátt er þess SVISSNESK UR I GÆÐAFLOKKI. ÞER GETIÐ VALIÐ UM UPPTREKT, SJÁLFVINDUR, DAGATAL OG JAFNVEL DAGANÖFN. BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR UM TISSOT. ekki að vænta að ágangur bú- W fjiár sé útilokaður og gæzlan | hilýtur því ávallt að vera kostn 1] aðarsöm, jafnvel þótt lógað sé g stórum hluta Reykjavíkurfjár. i Það er réttlát krafa, að borgar- | stjóri aifli sér staðgóðrar þekk- 1 ingar á málefni.nu, í stað þess M að láta hafa eftir sér fremur || ómerk og lágkúruleg ummæli | í opinberum fjölmiðlunartækj- I um. Svo virtist, sem hann hafi | orðið fyrir djúpstæðum áhrif- | um af óheiðarlegum áróðri of- i stækisfullra undirmanna. sem w marga skortir nauðsynlega i þekkingu og víðsýni til þess að glíma við vandamál, er skapast 1 geta af sauðf.járhaldi og búfj'ár p haldi yfirleitt. Borgarstjóri og fylgisvemar | hans hafa gerzt sekir um að ala á úlfúð gagnvart íjárejg- i endum í Reykjavík og eru með I því að reyna af veikum mætti | að breiða yfir þau mistök, sem þeim hefur orðið á við lausn | þessara mála. Garðeigendur i N Árbæjarhverfi og annars stað i ar eiga fulla heimtiugu á | vernd gegn ágangi búfjár, og ! vonandi láta þeir ekki blekkj- \ sat af falsorðum borgarstjóra, því mi'klar líkur eru á því, íi að forhertar garðarollur ásæki eftir sem áður garða þeirra að ■ sumri, þótt Reykjavíkuifé sé sent til slátrunar. Fjáreiigendur í Reykjav'ík og ýmsir aðrir, hafa um áraibil bent á hvernig leysa beri þessi mál endanlega og er ekki á- stæða tiil að fara nánar út í þá sálma, það hefur oft komið fram í fréttum og blaðagrein- um. Það er og alkunna að Fj áreigendafélag Reykj avíkur hefur boðizt til að taka gœzl- una í sínar hendur, en það boð hefur ekki verið þegið. Hefði getað sparað útgjöld Slíkt ætti þó að spara að nokkru, þau útgjöld vegna vörzlu Reykjavíkur, sem nú lenda á borgarsjóði og fara vaxandi að sögn borgarstjóra. Hví ekki að girða í eitt skipti fynir öll fyrir það og llosna við óþörf útgjöld? Það er mikill misskilningur, að fjáreigendur vilji vera í þéttbýlinu. Þeir eru enn í Fjár borg, vegna þess að þeir fengu ekki það land er þeir höfðu gert löglegan samning um. Væri ekki viturlegast að út- vega þeim eitthvað annað land? Þá myndu þessi mál leysast ,og slíkt væri raun- | hæfara en breiða út óhróður um fjáreigendur og stofna til illinda meðal borgaranna. Ólíklegt er að Borgaryfir- völd með borgarstjóra í broddi fylkingar, leysi þessi mál, á meðan þeir streitast við með þrjózku og reyna með öllum tiltækum ráðum að níða niður fjáreigendur með ofbeldisað- gerðum og hótunum. Hvað er orðið af lýðræðinu margum talaða? Málstaður fjáreigenda í Reykjavík er sterkari en ráða menn hafa gert sér grein fyrir og áfram munu fjáreigendur og fylgismenn þeirra berjast fyrir raunhæfri og réttlátri lausn mála, öllum borgarbúiim 'I til heilla, en láta stóryrði og ofstæki sem vind um eyru þjóta, enda eflast nú fjáreigend J ur við hverja þraut. Vonandi f ber borgarstjórn gæfa til þess að endurskoða þessi mál og léti þá af þeim leiða sið að níða niður málefni er varða sauðfjárhald í höfuðborg ís- lands. Með beztu kveðju Landfari [ góður." éa A VÍÐAVANGI Skemmíikraffur Austri sá, sem skrifar „frá degi til dags“ í Þjóðviljann, fjallar í fyrradag um hina 111- vígu sérkennilegu deilu, sem staðið hefur alllanga hríð milli hinna gömlu bræðrablaða, Verkamannsins á Akureyri og Þjóðviljans í Reykjavík. Þjóð- viljinn hefur gengið svo hart frarr. í því að stimpla þennan blaðbróður sinn lygara, að hann hefur birt á forsíðu stækkaðar myndir af símskeytum frá Jóni A. Bjarnasyni á ísafirði, og talið sig sanna með því, að Verkamaðurinn hafi aldrei átt við hann það viðtai, sem hann birti fyrir nokkru á síðum sínum. í fyrradag tekur Austri mál ið enn fyrir og segir: „Höfund- ur þessara pistla reynir stund- um að skemmta lesendum sín- um, og því tekur hann sér það bessaleyfi að prenta grein Verkamannsins upp í heilu lagi án athugasemda, raunar fylgir því gamni sú alvara, að ekki sakar að menn kynnist málefna legri röksemdafærslu, sem brotthlaupsmenn ástunda um þessar mundir“. Af þessum formála gætu menn talið, að Austri ætlaði að láta Verkamanninn vera skcmmtikraftinn þennan daginn og aðhlátursefni lands- manna. En þegar menn lesa grein Verkamannsins, verður þeim ljóst, að hann stendur með pálmann í höndum í glím unni við Þjóðviljann. Hann sannar með öðru skeyti frá Jóni A. Bjarnasyni, að ritstjór- inn hefur átt viðtal við hann og farið rétt með upplýsingar hans. Skemmtikrafturinn verður því Austri sjálfur, og að hon- um hlæja menn. Raunar er all ur hamagangur Þjóðviljans í þessu máli, svo og þessi síðasti Austra-pistill svo skrítinn og kyndugur, að menn eni farnir að kalla Magnúsar-veiki sér- kennilcgan kviUa, sem stund- um hefur verið kenndur við annan mann. Aðeins opið út Ekkert hefur skort á glæsi- lýsingar Mbl. af aukaþingi ungra Sjálfstæðismanna að und anförnu, bæði af fjölmenni þess og heimssögulegum sam- þykktum, sem blaðið telur helzt að valda muni aldahvörfum í pólitíkinni. Mbl. sagði, að þing ið sætu 200 eða jafnvel 220 manns. Ekki treystust hinir ungu Sjálfstæðismenn þó til þess að háfa þingið opið, þann ig að ölluin, einnig fréttamönn um útvarps og blaða, væri heimil áheyrn eins og ungir Framsóknarmenn gerðu á sínu þingi. Síðan segir Mbl. frá því í gær að hinar miklu ályktanir hafi verið afgreiddar með um 100 atkvæðum. Það er þvi augljóst, að þingið hefur aðeins verið opið út, og það upp á gátt, og hinir ungu Sjálfstæðismenn hafa notað sér það veL Hver voru málefnin? Morgunblaðið segir í leiðara i gær, að þetta þing ungra Sjálfstæðismanna liafi lagt „stóraukna áherzlu á nýja mála flokka, sem ungir Sjálfstæðis- menn hafa lítið sinnt fram til þessa, þ.e. félagsmál, heilbrigð Framhaid á bls. lð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.