Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 3. október 1968. 14 TIMINN ER ÁFANGI Framhald af bls. 1 bandsms, um grundvöllinn og álit bænda á honum. — Hver er afstaðað yðar, og Stjórnar Stéttarsambandsins í heild, til þess verðlagsgrundvall- ar, sem nú 'hefur verið úrskurð- aður? — í>ess er fyrst að geta, að á grundvellinu-m hafa verið gerðar verulegar skipulagshreytingar. í fyrsta lagi er búið stækkað ú-r 315 ærgild-um í 400 ærgildi, sem er rétt tæplega 27% stækkun. En á móti þessu eru felldar út tekjur af aukabúgreinu-m, hlunn- indum og launatekjum utan bús, þannig að þe.tta er hreint naut- gripa- og sauðfjárbú með garð- ávaxtaframlejðslu til heimilisn-ota Að þes'su leyti er grundvö-llu-rinn n-ú einfaldari og að mínu viti betri ■ bví það er mikl-u auðveldara að framreik-na hann vegna verðlireyt inga þegar hann er eingöngu bund ; inn við þessar tvær aðalbú-g-rein- > ar, en ef aukabúgrei-narnar og i launatekjurnar væru hafðar m-eð. Er því stefnt hér í réfta átt. Það er ein-nig í rétta átt að búið er stækkað, því að við vitum að búin hafa stækkað á undanförnum árum. Nokkur atriði gagnrýnd — Aftur á móti finnst okkur, að nokkuð sko-rti á að í nokkrum atriðum hafi verið tekið tillit til kostnaðarins eins og hann raun- verulega er. ‘’að er í fyrsta lagi í sambandi við tilbúinn áburð. Þar er tekið 5 ára meðaltal að frádregnu áætl- uðu magni s-em aðrir en bændur inota. Nú vitum við, að ábu-rðar- not-kunin hefur vaxið ár frá ári undan-farið, um ca. 10% á ári. Teð því að taka 5 ára meðaltal hö-fum við í gr-u-ndvellinu-m magn- tölu, sem er verulega fyrir neðan óað sem raunveruleg notkun er núna, t.d. í fyrrg og á þessu á-ri. Ég hefði talið eðlileg-t, að byggja magnið á þriggja eða fjögurra ára meðal-tali til þess að reyn-a að fá nokkurn ve-ginn réttan grund- völl, í öðru lagi er fyrningarkostnað u-r vélanna ekki í samræmi við véla-magn, se-m bú af þessari stæ-rð þarf. Þetta . kemur enn frekar fram í sambandi við vexti af því fjármagni, sem stendur í búiou. Vaxtafjárhæði-n er núna aðeins aukin til samræmis við stækkun búsins, eða rétt rúmlega það, e-n bessi þáttur í verðlagin-u er orð- inn allto-f lár, og hefur alls ekki fylgt þeim miklu verðlagsbreyt- ingum, sem orðið hafa á undan- "örnum árum, og mjög aukinni fjármagnsþörf, og þá með sér- stöku tilliti til þess, að sú mikla vélvæðing, sem orðið hefur í land- búnaðin-um, hefur kra-fizt. s-tórauk ins fjármagns. Það kemur einnig fram í því, að þörf er á meiri og betri húsakosti heldur en áður var, en aftur á móti minnkar / Öllum vinum og vandamönnum sem á ýmsan hátt glöddu mig á áttatíu ára a-fmæli mínu 26. sept. votta ég innilegt þakklæti og bið þeim blessunar guðs. Vilhjálmur F- Helgason Útför eiginmanns míns, Sigurðar Guttormssonar, hreppstjóra, Hailormsstað, sem lézt á Landakotsspítala 27. september, fer fram fimmtu-dag- inn 3. október frá Vallaneskirkju kl. 14. JarSsett verSur frá Hallormsstað. ArnþrúSur Gunnlaugsdóttir. Sonur mlnn, stjúpsonur og bróSir, Herluf L. Georgsson verSur jarSsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 4. þ.m. kl. 1,30. Halldóra Einarsdóttir GuSmundur Árnason og bræSur. EiglnmaSur minn, Hafsteinn Lúther Lárusson, fyrrum bóndi IngunnarstöSum, Kjós, andaðist 23. sept. JarSarförin hefur farið fram. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. GuSrún Sigtryggsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarSarför Bjarna Stefánssonar Héðinshöfða. •HólmfríSur Jónasdóttir, Ljótunn Bjarnadóttir, Jónas Jakobsson, Jónas Bjarnason, Valgerður Jónsdóttir, Bergijót Bjarnadóttir, Sigurður Friðbjarnarson, Sigríður Bjarnadóttir, Jónína Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuathöfn móður minnar, Halldóru B. Biörnsson, skáldkonu, fer fram í Dómkirkjunni, föstudaginn 4. okt. kl. 10,30. JarSaS verSur aS Saurbæ, Hvalfjarðárströnd kl. 3 sama dag. Þóra Elfa Björnsson. vinnuaflið í samræmi við a-ukna vélanotkun. Það, sem okkur í stjórn Stéttarsambandsin-s finnst úikum að þessum gru-ndvelli, er að það er ekki samræmi annars vegar í vinnu-magninu og hins vegar í vélakostinum o-g því fjár- magni, sem ætlað er til búsins. í fjórða lagi er það vinnumagn- ið, sem leiðir af því se-m áður er nefnt. Það er ákveðið miðaö við mjög mikla vélvæðingu, en fjármagnið og vélakos-turinn er ekki ein-u sinni miðað við meðal- lag. Þarna er mikið ósamræmi. Stefnt í rétta átt — Hitt er svo annað mál, — sagði G-unnar, — að við telj-um að -það hafi stefnt í rótta átt með þær breytingar, sem ge-rðar voru, og við erum út af fyrir s>g mjög á- nægðir með, að vel hef-ur verið un-nið að g-erð grundivailarins: þ.e. a.s- að hver-t atriði fyrir sig var tekið fyrir og reynt að finna nið urstöðu eftir rökum í hverju til- felli, og þótt við séum ekki ánægð ir með allar niðurstöðurnar, þá cr unnið þannig að þesísu eins og við teljum eðlile'gt að gert sé. Við teljum, að eftir atvikum verði bændur að una þessari nið- urstöðu, þó að við telj-um ekki að hún tryggi bændum ja-f-nrétti við aðrar stéttir. En okkur er Ijóst, að bað er erfitt að gera í einu-m á- fanga, eins og ás-tæður eru núna í þjóðfélaginu, þegar víða krepp 'r að. Af þessum söku-m munum við sætta okkur við þetta um sinn ig munum þá freista þess að fá ’eiðréttingu síðar á því sem við telj-um á-f'átt í þes's-um úrskurði. Gildir í tvö ár — Hver er gildistlmi verðl-ags- grund'vallarins? — Hann gildir til tveggja ára, en það á eingöngn við magntölur, þ.e. magn rekstrarvara, fjármagns fjárhæðina og vinnumasnið. Verði verðbreyting-ar á tímabilinu, þá er heimilt að breyta útreikningi á verðlaginu til samræmis við þær verðbreytingar. Ef t.d. að gerð verður á samningsti-mabilinu gengisfelling eða eitthvaö annað j þess háttar, sem leiðir til stór-1 felldrar hækkun-ar á rekstrai’vúr-! um bænda, þá er he-imilt að um- reikna verð þeirra, og útsöluverð búvaranna, til samræmis við þær breytingar. Einnig er heimilt að umre-ikna kaupgjaldsliðinn, ef j kaupbreytingar verða hjá öðrum ! stéttum. Þróun bændum í óhag Aðspurður um greinargerð yfir j nefndarinnar um verðlagsgrund-! völlinn, sagði hann að í henni * 1 væri gerð hlutlaus grein fyrir því, i hvaða atriði hafi verið tekin til úrskurðar, og hvaða gögn hafi verið lögð til grundvallar ákvörð un-um. — En ég vil vekja athygli á einni grein í greinargerðinni, sem ég tel vera viðurkenning á því, sem ég hef haldið fram að undan förnu, og kom mj'ög ákveðið fram hjá mér um daginn á aðalfundi Stéttarsambandsins ,en það er sá kafli greinagerðarinnar, þar sem segir að skýrslur Hagstofunnar um nettótekjur fíamleiðenda af búrekstri samkvæmt verðlags- grundvelli, og nettótekjur búa eftir landbúnaðarfi-amtölum til skatts, leiða í ljós, „að bflið milli nettótekna samkvæmt verðlags- grundvelli og samikvæmt úrtalinu hefur vaxið á síðustu árum fram- leiðslunni í óhag“. Og raunar ^r j það viðurkennt með úrskurðinum núna að svo hafi verið. í greinargerð yfirnefndarinnar er þess einnig getið, að í úrskurð inum sé aðeins teknir % hlutar | af áhrifum 20% innflutningsgjalds ! ins á rekstrarvörurnar, þannis að % hluti komi til framkvæmda 1. desember. Er áfangi — 0° að lokum, Gunnar? — Já, ég vil endurtaka að mér finnst 1-ang stærsti gallihn á þess um grundvelli sá, að vinnumagniö er ekki i samræmi við þann fjár- magnskostnað og vélakost, se-m búinu er ætlað í þeim liðum grundvallarins sem um það fjalla. Það er aðal misræmið, en ég skil vel að það hafa verið ann-markar á að leiðrétta það allt í einu lagi núna, og yfirnefnd'armenn hafa því valið þann kost að fara milli- veg. Ég skoða þennan úrskurð sem áfanga, en enda endanlega leið- réttingu, á því, sem hefur h-allað á bændur undanfarið. En eftir at vinnu, og vegna þess ástands sem nú ríkír í þjóðfélaginu, þá tel ég að bændur verði að sætta sig við þessa niðurstöðu. LAXNESS-BÓKIN Framhald af bli. 16 jökli og geymir heillandi náttúru lýsingar þaðan. Um hvað er hún? Með jöfnum rétti mætti segja, að hún fjallaði um galdrakonur og fullkomið hjónaband, til dæm- is. Lykilorð nútíðar og fortíðar, alþjóðleg og íslenzk kenniorð standa hlið við hlið í sögunni. Það er oft eins og -persónurnar lifi samtímis í nútíð og grárri fortið. Rök ævinlýris og lygasögu gilda til jafns við lögmál svo- kallaðs veruleika. Sumar pei'són urnar eiga sér dularfulla sögu úti í löndum, og konan, sem stund um heitir Úrsúla, er öðrum þræði goðsögn og vættur, ef vill. Þjóð saga og veruleiki renna saman á áhrifamikinn hátt í sögulok og hvorugu gert hærra undir höfði. Sú skáldlega samhæfing, sem er reyndar mjög í ætt við fornar, íslenzkar hefðir, skapar þessari nútímalegu „dæmisögu" djúpar og furðulegár víddir: „Kristnihald undir jökli" er í 45 köflum og 334 bls. FISKABÓK AB Framhald at ols. 3 fjölbreytilegan- texta, fallegar myndir og vandaðan frágang. — Bókin er miðuð við fiskveiðar undan ströndum Norðvestur-Evr- ópu og helztu i.egundir fiska á því hafsvæði. Þótt hér sé því get- ið allra peirra tegunda, sem mesta þýðingu hafa í veiðum íslendinga, þótti mér ckki fært annað en að bæta inn - textann ýmsum frek- ari upplýsingum um lifnaðarhætti helztu nytjafiska okkar, svo og þær veiðar, er á þeim byggjast. Hefur þá verlð fellt úr frum- texta annað efni okkur fjarskyld- ara“. Fiskabók AB er 244 bls. að stærð, sett í Lithoprenti, en prent uð og bundin í Danmörku. Verð bókarinnar til félagsmanna í AB er kr. 385.00. HARÐUR ÁREKSTUR Framhald af bls. 1 Aftur í lögreglubílnum var lögregluþjónn ásamt manni og slösuðust þeir illa, lög- reglumaðurinn þó meira. Aðr- ir sluppu ómeiddir úr þess- um árekstri. Bruninn í Mýr- arhúsum var óverulegur- Áreksturinn varð kl. 15.40 á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar; Dælubíll slökkvi- liðsins og sjúkrabíl-linn voru á leið vestur Hringbraut, en lög- reglubíllinn var við Hafnarbúðir, þegar skipun barst til lögreglu mannanna sem í honum voru að fara að Mýrarhúsum vegna til kynningar um eld í byggingunni. í bílnum voru þrir lögreglumenn. í framsæti sat lögreglumaður hjá bílstjóranum og aftur í bílnum var lögregluþjónn ásamt manni sem ætlaði mcð bílnum í austur- hluta borgarinnar. Á fyrrgreind um gatnamótum ók lögreglubíil inn aftarlega á hægri hlið dælubílsins. Við áreksturinn snér ist lögreglubíllinn á götunni og sjúkrabíllinn, sem var á mik illi ferð rétt á eftir dælubílnum ók á vinstri hlið lögreglubflsins, sem gekk inn við höggið og er bíllinn stórskemmdur. Mennirnir sem sátu aftur í bfln um slösuðust báðir, og voru flutt ir beint á Borgarsjúkrahúsið. í kvöld voru þeir báðir komnir til meðvitundar. Við rannsókn kom í ljós að farþeginn var ekki mjög alvarlega slasaður, en lögreglu þjóninn miklu meira. Eru meiðsli hans ekki fullran-nsökuð enn. Tiltölul-ega litlar skemmdir voru á dælubílnum en nokkru meiri-á sjúkrabílnum. DREIFINGARKOSTNAÐUR Framhald af bls. 1 þ-ungaskatti og öðru sem snertir bílare-ksturinn, og áhrif 20% inn- flutningsgjaldsins. Þetta kemur allt saman inn í dreifingarkostn- aðinn n-úna, þannig að hann h-ækk ar, bæði í heildsölu og smá-sölu, meira heildur en grundv-öllurinn til bænda hækkar. Eins og fram hefur komið, h-æk'kar grundivöllurinn til bænda um rú-m 7%, en hækikunin í dreif ingarkostnaðinum er frá 12% og upp í 17%. Þá er rétt að geta þess, að varðandi dreifingarkostnaðinn 1 varð ekki samkomulag um tvö j atriði, og þeim v-ísað til yfir- nefndar. Það var annars vegar ákvörð- un um v-exti og geymslukostnað' kjöts. Það hefur verið venja í ein tíu ár, að hækika verð á kjöti mánaðarlega sem svaraði kostn- aði við geymslu þess, þ.e. annars vegar kostnaður í frystihúsum og hins vegar kostnaður við afurða- lánin, sem fellur á jafnóðum ef kjötið gey-mist. Þessi kostnaður hefur -undanfarin ár verið 50 aur ar á mánuði, og verið greitt niður af ríkinu, þanhig að útsöluverð- ið he-fur ekki hækikað. En athug- un hefur leitt í ljós, að þetta er ekki nema hekningur af raunveru leg-um kostnaði við geymsluna. Við fórum fram á leiðréttingu á því, en um það náðist ekki sam- k-omulag í sexmannanefndinni og það fór til úrskurðar, en sá úr- skurður hefur enn ek'ki fallið. Deilt um mjólkurumbúðir. Hitt atriðið er um umibúðir mjólkur. Undanfarandi hefur stað ið yfir deila í sexm-annanefn-d um umbúðarkostnað mjólkurinnar. Upphaflega var verðlagning mjólkur hagað þannig, að þeir sem kaupa í lausu máli, kaupa það, sem hún kostar án allra um búða. Síðan komu flöskurnar Sem ! voru verðlagðar miðáð við kostn að við þær. Þar á eftir komu hyrnurnar, sem einnig fengu slíka verðlagningu í samræmi við tilkostnað þei-rra. Þega-r fernurn ar komu í fyrra, var 'reynt að fá verðlagning-u á þeim í sam- ræmi við þeirra tiilkostnað, og það var gert í vor. En aðr-ar um- búðir ,svo sem plastpokar og kassar af ýmsum gerðum, sem , notaðir eru víða á landinu, hafa alls ekki verið verðlagðir af sex mannanefndinni, og hefur staðið j mikil deila um það, hvort ve-rð- leggja ætti þessar um'búðir í sam bandi við tilkostnað eða ekki. i Við fuilltrúar framleiðenda höf um litið svo á, að þáð ætti að verðleggja allar umbúðir eins og þær raunverulega kosta, og fólk ætti að geta valið um hvort það ka-upir mj-ólk í dý-rum umibúð- um eða ódýrum, eða ’<í lausu máli, og geti þá gert það eftir e-fnum og ásjtæðum. Þeir, sem vildu mjólkina í dýrum umbúðum yrðu þá að borga sjálfir þann kostnað, en ekki að jafna því að einhverju leyti yf-ir á alla mjólkursöluna. Væntanilega fell-ui: úrskur'ður í þessu máli í mánuðinum. Það er einmitt þessi deila um verðlagninguna sem hefur hamlað því, a'ð t.d. 10 lítra kassar kæmu á Reykjavíkurmarkaðino.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.