Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 11
FIMMTVÐAGUR 3. október 1968. TIMINN 11 DENNI DÆMALAUSI — Skáti verSur aS vera lög. hlýSinn og hjálpsamur og hreinn .......... HREINN? oSJÓNVARPIÐ Föstudagur 4. okt. 1968: 20.00 Fréttir. 20.35 Vatn til Eyja: Senn líð- ur að þvi að langþráður draumur Vestmannaeyinga rætist, og þeir fái gótt, renn andi vatn í hús sin. í mynd þessari er saga vatnsveitu- málsins rakin og sýnt, þeg- ar neðansjávarleiðslan var lögð síaðstliðið sumar. Þulur er Magnús Bjamfreðsson. 20.55 Sprettlilauparinn Jesse ✓ 2/ 3 5“ b 7 * m má's w 9 /o // |p^/ nt /Z /3 /y * /T Lárétt: 1 BitbMunafn 6 Kindina 7 Stafrófsröð 9 Kindum 10 Dauða 11 Belju 12 Nafar 13 Sigað 15 Uppsátrið. Krossgáta Nr. 132 Lóðrétt: 1 Iilflátið 2 Leít 3 Ásjúnu 4 Tónn 5 Lánsfé 8 Vend 9 'Svif 13 Tvólhljóði 14 Tveir eins. Biáðning á gátu no. 131 Lárétt: 1 Samræmd 6 Mat "7 Læ 9 GG 10 Fjandar 11 UA 12 La 13 Æða 15 Skrifli Lóðrétt: 1 Silfurs 2 MM 3 Ragnaði 4 Æt 5 Digrari 8 Æjja 9 Gal 13 Ær 14 Af. Owens. — Bandaríski íþrótta maðurinn Jesse Owens heim sækir Olympíuleikvanginn í Berlín. f myndinni eru sýnd ar svipmyndir frá Olympíu- leikunum 1936, er Owens vann fem gullverðlaun og einnig sjást helztu leiðtogar „Þriðja ríkisins“. íslenzkur texti: Ásgeir Ingólfsson. 21.40 Maverick: fslenzknr texti Ingibjörg Jónsdóttir.' 22.30 Erlend málefni. Umsjón: Markús Öm Antonsson. 22.50 Dagskrárlok. . : ................................................ .................................................................................................... ... . . ........................................ mmfc Jæja, jæja, ég skal láta svipuna niöur. 33 Um leið og drengurinn fór út, kom Óli Pétur inn. — Góðan dag, kaupmaður sæll. Bráðókunnugt fólk hjá þér í dag, sé ég er? sagði hann. — Er verið að meina það til mín? mælti Beta. — Er nú Ágúst strokinn frá þér, fyrst þú verður að fara sjálf að verzla? — Hann strýkur hvorki eitt né annað í dag, maður sem er með þursabit, svaraði Beta. — Hann sleppir þá vinnu í dag, skilst mér. Hvað starfar hann? — Hann er við byggingarnar í Glaumá. Beta var tekin að skýra ná- kvæmlega frá þursabiti manns síns er dyrnar opnuðust á ný. Það var Óskar, einkasonur Óla Péturs, sem inn kom. — Nei, svo það er Óskar! mælti kaupmaður ánœgjulega. — Þú kemu alveg mátulega til að hitta föðu þinn. — Já, ég sé að svo er. Hvern- ig líður þér, pabbi? — Kemur þér það nokkuð við? — Já, vist ætti það að vera. — Nú, eins og þú sérð, stend ég enniþá á báðum fótum. Nú fór að lifna yfir lýðnum. Enn glumdi í dyrabjölunni, og Eiríkur frá Skógarkoti gekk inn. Hann var ríkari efnuðum óðals- bóndasyni en fátækum bónda, sem ekki átti annað en starfs- vilja og vinnuþrek. Það hafði æ- tíð verið Maríu móðir hans metn- aðarmál að hafa fatnað hans í góðu lagi, jafnvel vinnufötin. Ilann fór inn að búðarborðinu. — Hvernig gengur á Skóg- arkoti, Eiríkur? sagði Óli Pétur og heilsaði honum. — Kemurðu niokkru tauti við þetta? — Ójá, það er að smálagast, svaraði Eiríkur. — Bærinn og fjósið eru orðin eins góð og þau geta orðið á þessu ári. — Þú ætlar að vinna hjá tengdasyni mínum í vetur, er! mér sagt? Kaupmaðurinn kallaði á Olla og bað hann hjálpa sér. Hann hafði séð út um gluggann að fleiri við- skiptavinir voru á leiðinni. — Ég held að hér sé að verða ættarsamkoma, mælti hann í spaugi. — Nú kemur Kristín á Hellulæk líka. Og er með hest. Óli Pétur leit út. — Það er meri, sem hún á. — Það er falleg skepna, þetta mælti kaupmaðurinn. — Fylgir henni meir að segja ættartala. Eiríkur fylgdi Kristínu með aug imum þegar hún beygði heim að búðinni. — Þetta er reglulega falleg hryssa, sagði hann., * Hann óskaði þess að hann ætti svipaða skepnu sjálfur. — Og stúlkan indæl líka, bætti kaupmaður við. Óli Pétur tók þegar undir það. — O-já, hún þarf ekki að skamm- ast sin fyrir neitt, mælti hann með illa duldu stærilæti. Hún var þó dótturdóttir hans. — Og lagin er hún við hesta, mælti kaupmaður í aðdáunarróm. — Það er yngri systir hennar að vísu líka. Hún sómir sér vel á hestbaki, sú litla. — Kannski ég ætti að fara út og vita hvað hún viU, ha? sagði Olli og var ákafur. — Hún kemst náttúrlega ekki frá hryss- unni. — Þess gerist ekki þörf, kvað kaupmaður og var kímileitur. — Nafni þinn var að koma í vegar- beyjuna, sá ég var, svo hann get- ur gætt hryssunnar fyrir hana. — Jú, rétt, þessi skeifnasmið- ur! sagði Óli Pétur með lítilsvirð- ingu. — Hann er víst á hött- unum eftir henni, eins og fleiri. En hún á völ á þeim sem betri er, ef hún kærir sig um. —• Ég hefi heyrt því fleygt. — Já, mælti Beta uppveðruð, — það er ekki Hinriki að kenna, ef ekki verður hjónaband úr því. — Jæja, var það eitthvað? spurði Olli vonsvikinn og sneri sér að Eiríki. — Hálft kíló af kaffi, eitt kíló af molasykri og saumnálabréf, las Eiríkur upp og sneri sér frá glugg- anum þótt honum væri þvert um geð. —- Og einn pakki af pappa- saum. Svo held ég það sé ekki meir. — Nú færð þú líklega góða ferð heim, mælti búðareigandinn við Betu. — Já, ef ég á það á hættu . . . anzaði Beta. — Þessi skepna er svo tryllt af f jöri. Eiríkur hló. — Já, hún er dá- lítið ólm. En ég hef séð að Kristín er ágætur ekill. — Hvort hún er! gall Óli Pét- ur við. — Það tekur henni eng- inn fram í að fara með hesta. Reyndar ekkj beljur heldur. Skeifnasmiðurinn hafði nú tek- ið í tauminn á hesti Kristínar og hún stökk niður úr léttikerrunni. — Það var heppilegt að þú komst, mælti hún létt í máli. — Ég fann á mér að ég myndi hitta þig, anzaði hann, — og þess vegna kom ég. Kristín hló. — Þetta getur þú sagt! Er gættu nú að Vegu. Hún ætlaði sér ekki að standa og skrafa við Óla fyrir augum allra í búðinni, svo hún brosti og kinkaði kolli til hans, flýtti sér svo inn. — Nei, ert þú þarna úti á labbi! mælti hún og heilsaði afa sínum._ — Ójá, ef maður lokaði sig stöðugt inni, væri maður ekki lengi að verða eitthvað smáskrít- inn, gegndi Óli Pétur. Kristín varpaði einnig kveðju á móðurbróður sinn. — ^æll, Óskar! Hvernig líður Grétu? — Aldrei bonta ég £ því hvers vegna fólk er alltaf að pyrja um það, hraut út úr Óla Pétri. — Sé einhver sjúkur, er það ekki lengi að fréttast, en sé hann það ekki, nú þá er hann heilbrigður. Kristín kinkaði kolíi til Eiríks. — Komdu sæll, Eiríkur! Ég (ók ekki eftir þér fyrst í stað. — Og samt er hann „stórkarl“ eins og Agnes segir, enda þótt hann sé ekki 192 sentimetrar eins og skógarvörðurinn, sagði Óli Pét- ur. — Hvað ertu annars hár? — Hundrað áttatíu og sjö! Svo ég verð víst aldrei neinn „stór- karl.“ — Ekki skeifnasmiðurinn held- ur, Kristín, sagði Óli Pétur íbygg- inn. — Það kemur ekki máli við mig, æizaði Kristín. — En hann er ágætur skeifnasmiður, og hann ætlar að koma og járna fyrir okk- ur hestana, einhvern daginn. — Svo er að sjá sem Vega hafi góða hófa, tók Eiríkur til máls, — og létt er hún líka í spori. — Já, þú ættir nú að sjá það . . . mælti Kristín glaðlega. — En hvert ætlar þú annars. — Heim. — Þá getur þú orðið mér sam- ferða til vegamótanna! Svo skaltu sjá Auðvitað er ekki hægt að aka hratt í kerrc á þjóðveginum, en ég skal gefa henni lausan taum- inn spottakorn, þar sem malar- vegur er, og þá geturðu séð hvern ig hún teygir sig! " — Því get ég trúað. — Verður þú ekki líka með, Beta? Beta hikaði við. — Bara að hún standi kyrr þangað til ég er komin upp í kerruna . . . Óli Pétur hló. — Við erum hér fimm karlmenn fyrir utan skeifna smiðinn, svo bað væri til skamm- ar ef við gætum ekki lyft þér upp í vagninn! — Ert þú bráðum viðlátinn? spurði Kristín Olla. — Já, en Eiríkur var á undan. — Nú skal ég afgreiða þig, sagði kaupmaðurinn. — Eruð þið þegar byrjuð að búa undir jól- in á Hellulæk? spurði hann með- an hann vóg vörurnar og bjó um þær. Kristín hló. — Byrjuð! Það stendur pem hæst. — Þannig var það líka hjá ömmu þinni, sagði Óli Pétur. — ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 3. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Á frívaktim.i Ey- dís Eyþórsdóttir stjórnar óska Iagaþætti sjómanna. 14.40 Við, sem heima sitjum. Kristmann Guðmundsson les sögu sína „Ströndina bláa“ (14) 15.00 Miðdegisútvarp 16.45 Veður- fregnir. Ballettónlist. 17.00 Fréttir Tónlist eftir Mozart 17. 45 Lestrarstund fyrir litlu börn in 18.00 Lög á nikkuna 18.45 Veðurfregnir 19.00 Fréttir Til kynningar. 19.30 Amerískir dansar. 19.40 Nýtt framhalds leikrit: „Guileyjan“ Kristján Jónsson samdi útvarpshandrit ið eftir sögu Roberts L. Steven sons, sém Páll Skúlason íslenzk aði. Kristján stj. einnig flutn ingi. 20.10 Ástarduettar 20.35 Um kirkjubyggingar Séra Áre líus Níelsson flytur erindi. 21. 00 Þrjú impromptu op. 142 eft ir Schubert 21.25 Útvarpssag an: „Húsið í hvamminum“ eft ir Óskar Aðalstein. Hjörtur Pálsson les sögulok. (18) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: „Nótt á krossgöt um“ Jökuil Jakobsson les (7) 22.35 Kó^söngur i Háteigs- kirkju 7. ágúst: Evanaelische Singgemeinde frá Bern syngur. 23.15 Fréttir í stuttu máli. Dagskpárlok I DAG Föstudagur 4. október. 7.00 Morgunútvarp. 1200 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum: Kristmann Guðmundsson les. 15.00 Miðdesisútvarp. 16.15 Veðurfregnir. Tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. — 17.00 Fréttir. Tónlist eftir Mozart. 17.45 Lestrarstund fyr ir litlu börnin. 18.00 Þjóðlög. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Til kynningar. 19.30 Efst á baugi: Elías Jónsson og Magnús ÞórS- arson fjalla um erlend mál- efni. 20.00 Sónata í G-dúr fyrir fiðlu og píanó • ftir Guillaume Lekau 20.30 Sumarvaka 21.35 Tólf etýður op 10, eftir Chopin. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: 22.35 Kvbld tónleikar. 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.