Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 1
BENFICA - VALUR 8:1 SJÁ BLS. 13 Gerizt. áskrifendur ð Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, um nýja verðlagsgrundvöllinn: Er áfangi, sem bændur munu sætta sig við vegna ástandsins '■'v. • (Tímamynd—GE). ^M I.ögreglubíllinn og sjúkrabíllinn eftir áreksturinn. Mennirnir serr. slösuöust sátu aftur í lögreglubílnum. Lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbifreiðar í hörðum árekstri: Lögreglumaöur og „far- þegi“ slösuöust mikiö EJ-Reykjavík, miðvikudag. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur sent út yfirlýs- ingu, þar sem segir að þær breytingar, sem orðið hafa á verðlagsgrundvellinum, séu til bóta, þótt hún telji hins vegar ekki horfur á að hann tryggi bændur tekjujafnrétti við hinar svokölluðu viðmið- unarstéttir, sem þó er lögum samkvæmt meginverkefni þeirra, sem verðlagsgrund- völl ákvarða á hverjum tíma. Sérstaklega bendir stjórnin á, að fjórum atriðum sé ábóta- vant: 1. Magn tilbúins áburðar telur stjórnin of lágt áætlað. 2. Fyrningarkostnaður véla er ekki í samræmi við vélaþörf bús af þeirri stserð, sem á- kveðin er í grundvellinum. 3. Vextir eru í algjöru ósam- ræmi við fjármagnsþörf grundvallarbúsins. 4. Vinnumagn í launakostnað- arliðnum er mun minna en búreikningar og vinnumæl- ingar benda til, að þörf sé fyrir búi af þessari stærð. Sérst.aklega vill stjórnin benda á þá staðreynd, að sé fjármagnskostnaður lítill, hlýtur vinnuaflsiþörfin að auk ast að sama skapi. • Blaðið ræddi í dag við Gunnar Guðbjartsson, formann Stéttarsam Framhald á bls. 1.4. OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Mjög harður árekstur varð í dag milli lögreglubíls, slökkvi liðsbíls og sjúkrabíls. Tveir menn í lögreglubíinum slös- uðust alvarlega og voru flutt ir beint á sjúkrahús. Bílarnir voru allir á leið að Mýrarhús- um á Seltjarnarnesi, þar sem tilkynnt hafði verið um bruna Á öllum bílunum voru rauð blikkandi ljós og sírenur í gangi. Heyrðu ökumenn bíl- anna ekki í öðrum sírénum en sem þeir þeyttu sjálfir. Framhald á bls. 14. Giiunar Guðhjartsson Dreifingarkostnaður landbúnaðar vara hefur hækkað um 12-17% EJ-Reykjavík miSvikudag.' Hækkun dreifingarkostnaðar hef ur haft meiri áhrif til hækkunar á verð Iandbúnaðarvara á almenn um markaði en hækkun ágrund- vellinuin til bænda. Sem kunnugt er hækkaði grundvöllurinn um rúm 7%, en dreifingarkostnaður- inn hefur hækkað um 12% til 17%. Þetta kom fram í viðtali, sem blaðið átti í dag við Gunnar Guð- bjartsson, formann Stéttarsam- bands bænda, um nýja verðlags- grund'VÖUinn. — Það hefur komið i ljós í sam handi við þessa veiðlagningu, sagði Gunnar, — að dreifingar- kostnaðurinn hefur auki/t mjög mikið á siðastliðnu ári, og það er auðvitað þáttur, seim kemur mjög illa við neytendur, þ.e. að verð- lagið hækkar miklu meira í út- sölunni heildur en það hækkar til framleiðandanna, eins og reyndar hefur oft skeð áður. Það liggur í því, að áhrif geng isbreytingarinnar kermur öll fram núna ,en voru að mjög litlu leyti komin fram í dreifingarkostnaðin- um áður. Eins er að áhrif hækk- ana á vinnulaunum í dreifingunni koma einnig fram í verðlaginu núna, ennfremur áhrif af breyt- ingu vegalaganna, þ.e. hækkun á Framhald á bls. 14. Froskmenn íundu tvo séniverkassa / höfninni KJ-Rcykjavík, miðvikudag. ,í dag fundu froskmeim frá Landhelgisgæslunni tvo kassa af Hulstkamp sénivcr i Reykja víkurhöfn, rétt þar sem Fjall foss liggur. TÓflgæzlan hafði grun um að áfengi liofði verið komið und an eftir að Fjallfoss kom í Reykjavíikurhöfn á dögunum. Var búið að taka einn skip- verja at Fjallfossi á laugardag inn með 72 flöskur. er hann ætl aði að fara með áfengið og 20 þúsund vindlinga í burtu í bifroið. Við leit í Fjallfossi um helgina sáu tollverðir þess merki að meira ólöglegt á- fengi hefði verið um borð, en það hafð' verið fjarlægt úr felustöðunum. Eftir ítarlega leit í skipinu, var helzt hall ast að því, að áfenginu hefði Framhald á ols. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.