Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.10.1968, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 3. október 1968. 6 HÚSVÍKINGAR SUÐUR-ÞINGEYINGAR Aðalfundur Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Suður-Þingeyjarsýslu verður haldinn í Félags- heimili Húsavíkur n.k. miðvikudag, 9. október kl. 21.00 Dagskrá: 1. Ávarp: Formaður klúbhsins, Finnur Kristjáns- son„ kaupfélagsstjóri 2. Viðurkenning Samvinnutrygginga fyrir örugg- an akstur: Þormóður Jónsson, tryggingafulltr. 3. Afhending viðurkenningar- og verðlaunamerkja SAMVINNUTRYGGINGA 1967 fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. 4. Dagur og vegur í H-umferð: Baldvin Þ. Krist- jánsson félagsmálafulltrúi 5. Aðal'fundarstörf samkvæmt Samþykktum klúbbsins 6. Kaffidrykkja í boði klúbbsins. Skorað er sérstaklega á bifreiðatryggjendur Sam- vinnutrygginga að mæta á fundinum! Allt áhugafólk um umferðamál velkomið! Stjórn Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR í Suður-Þingeyjarsýslu NÝTT HÚSNÆÐI Höfum flutt starfsemi okkar frá Laugavegi 11 að ÁRMÚLA 5 (hornið á Ármúla og Hallarmúla) Getum nú sýnt viðskiptavinum okkar fjölbreyttara úrval eldhúsinnréttinga og heimilistækja í rýmri og vistlegri húsakynnum. Verið velkomin að Ármúla 5 HÚS OG SKIP HF Ármúla 5, símar 8441S og 84416 Tónlistarmennt Skólastjóri óskast að Tónlistarskóla Rangæinga. Aðalkennslugreinar verða piano og orgelleikur. Upplýsingar gefa Truman Kristiansson, Hvols- velli og Jón Þórarinsson, Reykjavík. HURÐIR Gen gamlar hurðir sem nýjar, margra ára reynsla í notkun efna, gef einnig upp nákvæma kostnaðar áætlun án endurgjalds Set einriig skrár i hurðir og þröskulda, ásamt allri viðarklæðmngu- — Upplýsingar í síma 36857. TÍMINN f skugga risans; á frum- málinu „Cast a giant shadow“ Leikstjóri: Melville Shavel son. Kvikmyndari: Aldo Tontí. Tónlist: Elmer Bern stein. — Handrit byggt á bók eftir Tcd Berkman. Bandarísk frá árinu 1966. Sýningarstaður: Tónabíó. íslenzkur texti: Loftur Guðmundsson. Þetta er mjög athyglisverð og vel gerð kvikmynd um bar- áttu Gyðinga fyrir stofnun Ísraelsríkis, eftir að Bretar yfirgáfu landið 15. maí 1948. Myndin byggist á sönnum at- burðum og sumar persónur enn á lílfi. Árið 1947 er D'avid ,,Mickey“ Marcus* ákveðinn í að halla sér að lögfræðistörf- um eftir ofdirfskufulla þátt- töku í stríðinu. En ofunsti úr „Hagnnah" leyniher Gyðinga, biður hann um hjálp. Hann felst á þáð, eftir skírskotun til uppruna hans, þegar til lands ins kemur verður honum ljóst hversu vonlaus baráttan er. Annars vegar vel búnir herir Arabaríkjanna, hins vegar margklofin og vopnlaus áð kalla, frelsissamtök Gyðinga. Eftir smátíma neyðist hann að snúa aftur til Bandaríkj- anna, ráða þar einkamál hans mestu um, en snýr aftur með Vince (Frank Sinatra) flug- mann, og vél fulla af hergögn- um frá Tékkóslóvakíu. David Ben-Gurion útnefnir hann „aluft“ íeiðtoga, og Marcus leiðir her Gyðinga áð Jerúsa- lem, sem Arabar héldu í her- kví, fyrir vopnahlésdaginn. Shavelson lýsir vel örvænt- ingarfullrd baráttu þeirra fyrir „fyrirheitna landinu" þar sem innflytjendurnir fara beint í Á myndinni sést Kirk Douglas í hlutverki David „Mickey" Mar- cus, Haym Topol í hlutvcrki Bedúínahöfðingjans og Stathis Giaellelis í hlutverki Ram Oren hins ótrauða ungherja. eldlínuna og skipað er fyrir á sjö tungumálutn og samt eru nokkrir sem ekkert skilja. Or- sökin fyrir sigri þeirra er í myndinni aðeins þökkuð Gyðing unum en lítið minnzt á þá að- stoð sem þeir fengu utanaðfrá. En kvikmyndin gerir atburð unum géð skil og Aldo Tonti hefur kvikmyndavélina mjög hreyfanlega og árangurinn er frábærleg^ góð myndataka. Hver- einasti leikari leikur mj’ög vel, Kirk Douglas kemur fyndni þeirri er l'ögð er í munn Marcusar vel til skila, Stathis Giallelis leikur Ram Oren, for ingjann sem er svo ungur að engin trúir því að hann stjórni heilum herflokki. Yul Brynn- er leikur Asher Gomen, John Wayne leikur hershöfðingja í Bandaríkjunum og Senta Berg er konuna sem elskar Marcus í ísrael og Angie Dickensson Emmu, eiginkonuna, sem elsk ar hann í Bandaríkjunum. Ótal inn er þá Haym Topol í hlut- verki Bedúínahöfðingja er snýst á sveif með Gyðingum, hann er eftirminnilegur. Tónlistin eftir Bernstein er ekkert sérstök en það sama er ekki hægt að segja um He- brezku dansana og söngvana, þeir eiga hvergi sinn líka og mikill fegurðarauki fyrir mynd ina. Tvær myndir, sem hafa ver- ið sýndar hér, fjölluðu um sama efni, Exodus, eftir Otto Preminger og Judith, eftir Daniel Mann. f skugga risans er tekin í litum og sérkenni- leg fegurð eyðimerkurinnar blasir við manni á hvíta tjald inu. JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun Verkir, þreyfa í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. ReyniÖ þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12 - Sími 16510 Vörubílar - Þungavinnuvélar Höfum mikið úrval af vöru bílum og öðrum þunga- vinnutækjum. Látið okkur sjá um söluna. Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg- Sími 23136, - heíma 24109 Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappanum. Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214 frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 — Sími 10600 Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. Sjónvarpstækin skila afburöa hljóm og mynd FESTIVAL SEKSJON Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Me3 öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. eykur gagn og gteði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.