Tíminn - 05.10.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.10.1968, Blaðsíða 1
Viðræðum Tékka og Sovétmanna lauk í Moskvu í gær: Tékknesku leiðtogarnir knúðir til undanhalds! NTB-Moskvu, föstudag, Tveggja daga viðræður tékk- neskra og sovézkra leiðtoga lauk í Moskvu í kvöld. Alexander Dubcek, Oldrich Cernik og Gustav Husak, leiðtogi Slóvaska komm- únistaflokksins tóku þátt í við- ræðunum af hálfu Tékkóslóvaka, SfLDIN TÝND! OÓ-Keykjavík, föstudag. Gott veður er nú á síldar- miðunum fyrir norðaustan land og sjólag sæmilegt .Síidveiði- skipin leituðu i nótt og í dag um allan sjó en fundu litla síld, og það litla sem vart var við stóð djúpt og þýddi ekki að kasta. Síldin sem fannst var nokkru austar en veiðisvæðið, þar sem síðast var veiði. Rúm vika er nú liðin síðan fiotinn fékk síð- ast síld. Á fimmtudag í fyrri viku skalil á rok á miðunum og hefur verið bræla á þeskum slóðum síðan og hafa um 100 íslenzk síldveiðiskip haidið sjó og beðið betra veðurs. Þegar svo lygndi í gærkvöldi var far- ið að leita að síld, en eins og fyrr segir virðist hún hafa stungið af. I en æðstu leiðtogar Sovétrikjanna, þeir Kosygin, Brésnev og Pod- gorny fyrir hönd Kreml-stjórnar- innar. f yfirlýsingu, sem birt var í lok fundarins kemur fram að ! herlið Varsjárbandalagsins verð- . ur áfram í Tékkóslóvakíu eftir að 1 ástandið þar er komið í eðlilegt horf, og að tékkneska stjómin skuldbindur sig til að gera allt sem hugsanlegt sé til þess að Moskvusamkomulaginu verði framfylgt. Tékkneska sendinefnd- in hélt heim í kvöld stuttu eftir að yfirlýsingin var birt. Um erlent herlið í Tékkóslóvakíu segir svo í yfirlýsingu fundarins: „Einn liður samningaviðræðn- anna voru umræður um nærveru hersveita Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Viðræðuhóparnir tveir komu sér saman um að und inrita samkomulag um staðsetn- ingu herliðs Varsj'árbandalagsins á tékknesku umraðasvæði til bráðabirgða. Samkvæmt samning Framhald á bls. 14 Innflutnings- bann á saltfisk til Portúgal? Síldarsöltun á Vopnafirði á dög ununt. (Tímamynd:—Gunnar) KJ-Reykjavik föstudag. f blaðinu Dansk Fiskeri Tid- ende, sem út kom fyrir skömmu, er frétt frá fískimálaráðunaut Dana f London um söluhorfur á saltfiski í Portúgal. Er sagt frá þvf, að þúast megi við innfltitn- ingsstöðvun á saltfiski til Portú- gal um tíma, þar sem í landinn séu 6—8000 lestir af óseldum salt fiski. Segir í fréttinni að orsök þess ara miklu saltfiskbirgða sé að á miðju ári 1967 hafi saltfiskinn- flutndngurinn til Portúgal verið gefinn frjáls. Segir í blaðinu að inn hafi verið fluttar óheppilegar stærðir af salbfiski og lélegir flokkar frá Spáni. íslandi, Noregi og Vestur-Þýzkalandi. í fréttinni segir að innflytjenda Framhald á bls. 14. ÚEIRÐIRNAR Í MEXIKÚ: SAMSÆRI NTB-Mexico City, föstudag. Opinberlega er því haidið fram í Mexíkóborg að 25 manns hafi fallið í óeirðunum á mið vikudagskvöld, en talsmenn ríkisstjómarinnar segja að ó- eirðimar geti hafa verið liður i vel skipulögðu samsæri er miðaði að því að eyðileggja heið ur landsins fyrir Ólympíuleik- ina. Hinar gífurlegu óeirðir virðast ekki ætla að hafa áhrif á straum ferðamanna til Ólymp íulcikana og hafa mexíkönskum ferðaskrifstofum aðeins borizt fáar afpantanir végna ástands- ins í landinu. Allt er með kyrrum kjör- um í Mexíkóborg í dag en vopnaðir verðir og hervagnar voru hvawetna í miðborginni, enda hefur mexíkanska stjórnin lýst því yfi(- að hún muni bæla niður með hörku hverja þá tilraun sem gerð verður til þess að koma af stað nýjum óeirð- um. Yfir fimmtíu þúsund ferða- menn eru þegar komnir til Mexíkóþorgar tii þess að vei-s viðstaddir leikana. Hótel og ferðaskrifstofur segja að þeim hafi aðeins borizt fáar afpant- anir vegna óeirðanna og for- ráðamenn hins stóra Hilton hó tels í hjarta Mexíkóborgar full yrða að þeim hafi engin af pöntun borizt. Flestar ferða- skrifstofur halda því þó fram að afpantanir nemi 5%, en taka fram að ferðamannastraum urinn geti þó talizt mjög eðli- legur. Framhald á bls. i4. KAMBARNIR LOKS LAG- FÆRÐIR! KJ-Reykjavík, föstudag. Fyrir dyrum stendur nú nokkur lagfæring á Suður- landsvegi í Kömbum, og er það svo sannarlega tími til kominn því nú upp á síð- kastið hefur vegurinn ver- ið svo að segja ófær fyrir minni bíla, — og jafnvel stærri bila líka. í hinum miklu rigningum sem gerði um síðustu helgina í ágúst, spilltist vegurinn mik ið. Fór ofaniburðurinn í burtu á köfium, svo upp úr stóðu berar klappirnar. Hefur vegur inn af þessum sökum veriS mrjög slæmur yfirferðar. Nú mun í ráði, að gera nokk rar endurbætur á veginum. Er ætlunin að sprengja í burtu verstu klappirnar sem skaga út í veginn, og síðan mun eiga að bera vel ofan í hann. Þá mun verða gerð vatnsrás norðan- megin við veginn, svo vatn flæði ekki eins yfir hami í rign mgatíð. Er ekki að efa að þeir sem þarna eiga leið um, munu fagna þessari lagfæringu, — sem hefði átt að koma miklu fyrr, en hér verður ekki um neina breytingu á veginum sjálfum áð ræða, heldur að- eins reynt að lagfæra verstu kaflana. Ekki hafa verið gerðar nein ar stórbrevtingar á veginum í Köm'bum um margra ára skeið, og mun þar aðallega j hafa valdið, að óviss'a héfur rílri um framtíðarveginn aust- ur fyrir fjall. ÚTTAZT STÚRFELLT ATVINNULEYSI BYGGINGAMANNA Almennur fundur i Trésmiðafé lagi Reykjavíkur, haldinn 3. okt. 1968, Ieggur áherzlu á nau'ðsyn þess að þegar í stað séu gerðar ráðstafanir. til þess að koma i veg fyrir stórfelit atvinnulcysi bpgginganianna. Þegar á síðasta vetri var um alvarlegt atvimiu- leysi að ræða, í suniar hcfur at- vinna verið af skornum skammti og verði ekki að gert, er fyrir- sjáanlegt, að atvinnuleysi í vetur verður mun víðtækara cn á síðasta vetri og mjög iiiikið vandamál. Mikill meirihluti byggingamanna hefur atvinnu við ibúðarhúsabygg Jngar. Á því sviði er svo ástatt, að mjög margar íbúðabyggingar, sem hafnar voru á síðasta ári, hafa stöðvazt og í ár hcfur miklu minna verið hafið af byggingu nýrra íbúða en áður. Ástæðnn er stór- felldur samdráttur á tekjum al- mennings og skortur á fjármagni. Fundurinn skorar á stjórnar- völdin að gera nú þegar ráðstaf anir til þess að haldið verði áfram þeim íbúðarhúsabyggingum, sem hafnar eru, með því að tryggja Byggingasjóði ríkisins, og öðrum jaeim sjóðum, sem varið er til íbúðarhúsabygginga, nægilegt fjármagn, til þess að standa við lögbundnar skuldbindingar sínar, svo koma megi í veg fyrir að skort ur á ibúðarhúsnæði verði sívax andi vandamál á nýjan leik. Fundurinn bendir sérstaklega á það að hér er um að ræða at- Framhald á bls. J4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.