Tíminn - 09.10.1968, Page 14

Tíminn - 09.10.1968, Page 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 9. október , 1968. f dag verður nerð útför Magnúsar Helga Kristjánssonar frá ísaflrði, Þinghólsbraut 20 Kópavogi, frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin kl. þrjú. Mlnningargrein um Magnús heltinn mun birtast f naestu ís- lendingaþáttum blaðsins. Látið stilla i tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 (illi).lfl\ Sl’YliKÁKSSON H/CSTARÉTTAHLÖCMADU« AUSTURSTRÆT! 6 SÍMI 18354 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla Sendum geon póstkrötu. GUDM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. ÞARAÞURRKUN Framha'P at íls 3 stjóri í Há'bæ hafði framsögu um vegamál héraðsirus og gerði ítar- lega grein fyrir því hve þetta hér að hefði verið afskipt með fjár- veiting&r til vega á s.l. árum. Þá ræddi hann ennfremur um og gerði grein fyrir hvar vœri mest þörf fyrir umibætur sýndi fram á þá miklu nauðsyn að fá bætt vega samiband við Búðardal vegna mjólkursölu þangað, nauðsyn á bættu veigasambandi við Stranda- sýslu yfir Tröllatunguiheiði. Á fundinum tóku allir alþingis- mennirnir til móls og ennfremur margir héraðsmenn. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar: 1. Fundur sveitarfélaga í Austur- Barðastrandarsýslu haldinn að Bjarkalundi laugardaginn 21. sept. 1968, fagnar samkomulagi því, Sem náðst hefur utn byggingu framhaldsskóla á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Skorar fundurinn á þingmenn kjördæmisins að vinna að því, að næista Alþingi veiti svo ríflegt fjármagn til unglingaskóla að Reykhólum, að byggingu 1. áfanga geti orðið lokið haustið 1970. 2. Vegna hins mjög erfiða árferð- is tvö s.l. ár og þar með stórverín andi afkomu bænda, skorar fund- ur sveitarfélaga Austur-Barða- strandarsýslu á þingmenn Vest- fjarðakjördæmis að beita sér fyrir því að bændum verði gert mögu- legt að breyta lauisaskuldum sín- um í föst lán með viðráðanlegum kjörum. Jafnframt telur fundurinn nauð Syn á eflingu Bjargráðasjóðs mjög brýna. svo að hann sé færari til að gegna hlutverki sínu, þegar slíkan vanda ber að höndum. 3. Fundur sveitarfélaganna í Aust ur- Barðastrandarsýslu haldinn í Bjarkalyndi 21. si-pt. 1968, skor- ar á Alþingi og rikisstjórn að veita stofnun þaraþurrkstöðvar á Reykhólum fyllsta stuðning, þann- ig að framkvæmdir geti hafizt strax og fullnaðarrannsókn máls- ins er lokið. 4. Fundur sveitarfélaga í Austur- Barðastrandarsýslu haldinn í Bjarkalundi 21. sept. 1968, skor- ar á hafnarstjórn og Alþingi að ætla nægilegt fjármagn á fjár- lögum 1969 til þess að hægt sé að ljúka við ferjubryggju við Skálanes í Gufudals'hreppi í næsta sumri. 5. Fundur sveitarfélaga í Austur- Barðastrandarsýslu haldinn í Bjarkalundi 21. sept. 1968, skorar á vegamálastjórnina að ítárleg athugun fari fram á því hið fyrsta, hvort tiltækilegt sé að leggja veg frg Stað á Reykjanesi yfir að Skálanesi, enda sé jafnframt haft í huga að efnt verði til stórfetldr- ar fiskiræktar í fjörðum þeim, sem þannig yrði lokað. 6. Fundur sveitarfélaga í Austur- Barðastrandarsýslu haldinn i Bjarkalundi 21. sept. 1968, skorar á þingmenn kjördæmisins að vinna að því við samningu næstu vegaáætlunar að fjárframlög til nýbyggingar vega í Austur-Barða- strandarsýslu verði stóraukin og áframhaldandi vegarlagningu um Þorskafjörð verði hraðað og veg ur um Halleteinsnes tekinn á vega áætlun. Jafnframt verði unnið að því að bæta aðstöðu bænda í Reyk- hóla- og Geiradalshreppi til vetr- arsamgangna við Búðardal. Ennfremur telur fundurinn brýna þörf á endurbótum á veg- inurn yfir Tröllatunguhciði. í fundarlok talaði sýslumaður- inn Ásberg Sigurðsson og lýsti ánægju sinni yfir þeirri samstöðu sem hefði ríkt á þessum fundi og hvatti fundarmenn til að athuga möguleika á sameiningu sveitar- félaga sem styrk og stoð í þeirri baráttu sem sífellt yrði að heyja fyrir hagsmunamálum byggðar- laganna. Konan mín Björg Stefánsdóttir, Skólavörðustíg 29A, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 10. október kl. 3 e h. Árnl S. Bjarnason. TYND KONA Framhald af bls. 1 leita átti var komin fram. Lögreglan í Kópavogi auglýsti í hádegisútvarpi eftir konu sem ekki hafði komið heim til sín um nóttina. En þegar auglýst var eftir henni hringdi vinkona þeirrar týndu og tilky.nnti að hún hefði dvalið hjá sér um nóttina og væri enn stödd á heimili sínu. Kópavogslögreglan vissi ekki um hvarf konunnar fyrr en rétt um hádegisbil, en þá var þegar hafin leit að henni. Voru nokkrar I björgunarsveitir kallaðar til leitar að týndu konunni, Flugbjörgunar isveitin, Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Hafnarfirði og björg unarsveitiin Ingólfur. Að vanda ; brugðust meðlimir þessara sveita vel við og gáfu sig strax fram er þeir vissú að þeirra var þörf Hins vegar var aldrei leitað til björgunarsveitar Slysavarnarfélags ins í Kópavogi, sem að sjálfsögðu jhefði tekið þgtt í leitinni ef kon an hefði ekki komið fram svo fljótt fram sem raun bar vitni. LEIFSDAGUR Framhatd at bls 1 myndi koma öllurp þeim 22 milljónum Ameríkumanna, sem af ítölsku bergi eru brotnir, í skilnimg um að Humprey hafi rekið rýting í bak Kristófers Kólumbusar. Enginn skyldi ætla að reiði ítalsk-ameríska sögufélagsins sé neitt gamanmál fyrir Hump- hrey, því eins og áður segir eru 22 milljónir manna af ítölsk- um ættum og í New York borg einni getur fjórði hver maður rekið ættir sínar til Ítalíu. Forseti sögufélagsins sagði að í ágúst 1964 hafi Ilubert Humphrey, þáverandi öldunga deildarþingmaður, lagt fram lagafrumvarp sem að lokum var samþykkt og varð að lög- um nr. 88-566. Þessi lög heim iluðu Johnson forseta að gera 9. okt. að hátíðisdegi í minn- ingu Leifs Eiríkssonar. Lacorte kvað þing ítalsk-ameríska fé- lagsins ekki geta horft fram hjá þeirri staðreynd að um vandlega úthugsað samsæri hafi verið að ræða þegar 9. okt. var gerður að rhinningar- degi Leifs. — Sú staðreynd að Hump hrey varaforseti, hefur ekki svarað margsikonar fyrirspurn um, sem beint hefur verið til hbns af sögufélaginu, sannar það að varaforsetinn hefur ver ið vitorðsmaður í þessu sam- særi. Hann hefur neitað að gefa einhverja skiljanlega út- skýringu á því hvers vegna 9 okt. hafi verið valinn". sagði I.aeorte á fundi með frétta- mönnum. Þess má geta að Nelson Rockefeller. ríkisstjóri, hefur lögleitt 9. okt. «em hátíðisdag í New York ríki. Kosningabaráttan hefur hing að til verið þungur róður fyrir Hubert Humphrey og það má sannarlega kalla það kaldhæðni örlaganna ef íslenzki víkingur- inn Leifur Eiríksson verður endanlega til þess að reka rýt- inginn í bak Hubert Hump- hrey. LÁNAMÁLIN ^ Framhald af bls. 1 Ráðstefinan telur brýna nauðsyn bera til, að þegar verði komið á fót lánakerfi, til þess að aðstaða hér verði a. m. k. jafngóð fyrir kaupendur innlendrar framleiðslu og þar með sköpuð eðlileg sam keppnisaðstaða til handa þessum þjóðnýtu atvinnugreinum. 2. Losað sé um bindifé við- skiptabankanna hjá Seðlabankanum í þeim tilgangi, m. a. að auka fyrirgreiðslu vegna verkefnaöflun- ar málmiðnaðarfyrirtækja og skipa smiðja á innlendum vettvangi. 3. Ráðstafanir séu gerðar til þess að Iðnlánasjóður fái sérstaka fyrirgreiðslu a. m. k. 50 millj. króna á yfirstandandi og næsta ári til hagræðingarlán'a og framleng ingar eldri lána skipa- og málmiðn aðarfyrirtækja, sem hafa ekki get að staðið í skilum vegna alvar- legra erfiðleika að undanförnu. Stöðvaðar verði nú þegar þær að gerðir opinberra aðila, sem valda auknum kostnaði við skuldir málm iðnaðarfyrirtækja. 4. Nú þegar komi til fram- kvæmda almenn lánafyrirgreiðsla til íslenzks skipasmíða- og málm iðnaðar í samræmi við það, sem gilt hefir um árabil fyrir landbún að og sjávarútveg, með endurkaup um Seðlabankans á framleiðslu- víxlum. Vextir af stofnlánum og framleiðslulánum málm- og skipa smíðaiðnafiarins verði jafnframt færðir til samræmis við það, sem gildir fyrir framangreinda at- vinnuvegi. 5. Ráðstefnan telur eitt brýn- asta verkefni ríkisstjórnar lands- ins að vinna að því að áfram verði haldið framkvæmdum til að efla aðstöðu skipasmíða og skipavið- gerða hérlendis þannig að smíði og viðgerðir skipa fari eingöngu fram innanlands. Fagna ber þeim áfanga, sem þegar hefur náðst, að nú skuli svo komið, að sjö skip eru í smíð- um innanlands á móti einu erlend is. Ef tryggja skal, að skipasmíðar verði hér öruggur atvinnuvegur, er nauðsynlegt að gera ákveðna; áætlun um endurnýjun og viðhald flotans og smíða fáar staðlaðar stærðir skipa. Á þennan hátt verð ur bezt tryggð hagkvæm nýting þeirrar fjárfestingar og annarra framleiðsluþátta, sem þegar eru fyrir hendi í þessari atvinnugrein. 6. Ráðstefnan telur afar mikil- vægt, að lánamálum málm- og skipasmíðaiðnaðarins, vaxtagreiðsl úm og tollamálum sé komið í það horf, að innlendum skipasmíða- stöðvum og málmiðnaðarfyrirtækj um verði sköpuð þau skilyrði af hálfu valdhafanna, að aðstaða þeirra varðandi skatta-, tolla- og lánakjör sé hvergi verri held ur en nágrannaþjóðir okkar hafa skapaö sínum málm- og skipa- smíðaiðnaði. Meðal annars verði nú þegar gerðar ráðstafanir til þess að vextir' á byggingatíma skipa séu ekki hærri en vextir Fiskveiðasjóðs eru að lokinni smíði skipanna. 7. Að dæmi frændþjóða okkar verði nú þegar komið á fót lána sjóði til örvunar á framleiðslu- nýjungum í málm- og skipasmíða- iðnaði. Bendir ráðstefnan á. að hagkvæmt væri að stofna sl'íka sjóði sem deild við Iðnlánasjóð, með sérstakri ráðgjafanefnd, til- nefndri af samtökum málm- og skipasmíðaiðnaðarins. Til þess að ^ slík lánadeild kæmi að gagni,; þyrfti að afla henni tekna. semi næmu 5 milljónum króna árlega í 5 ár, en síðan yrðu reglur og lánaþörf endurskoðað með hlið- sjón af reynslu og breyttum að- stæðum.“. Hagnýtari fjárfestingu I ályktuninni um skipulagsupp- byggingu málmiðnaðarins télur ráðstefnan nauðsynlegt, að stuðl- að sé að betri hagnýtingu fjár- festingar í þeim iðnaði, m. a. með stækkun rekstrareininga, sem skapi grundvöll fyrir notkun fullkomn- ari tækja, er auki framleiðni í iðngreininni. Ráðstefnan bendir m. a. á, sem leið að þessu marki, að komið verði á nánara samstarfi í milli vélsmiðjanna við notkun vélakosts þeirra til þess að stuðla að full- nýtingu þessarar fjárfestingar, að samtök málmiðnaðarfyrirtækja komi á fót samstarfsnefnd, sem kanni hvernig megi stuðla að nýrri uppbyggingu í iðngreininni og samruna fyrirtækja til aukin-n ar hagræðingar og framleiðni, einnig verði leitað leiða til að taka nýja tækni í þjónustu iðn- greinarinnar, auk þess sem komið verði á fót hlutafélagi. sem annist efnissölu og efnisbútun og verði útbúið fullkomnustu tækjum, og loks að samtök málmiðnaðarfyrir tækja hefji samstarf um könnun markaða og athugun á skipulegri hagnýtingu þeirra. Samkeppnisaðstaðan verði bætt í ályktun um samkeppnisaðstöð una segir, að til þess að tryggja hana verði rekstraraðstaða hér- lendra fyrirtækja að vera sam- bærileg við aðstöðu erlendra fyr irtækja, og jafnframt verði að vera unnt að tryggja launþegum í iðngreininni sambærileg kjör við launþega í öðrum iðngreinum. Sem úrbætur er bent á: 1. að taka beri upp hvetjandi launakerfi til að gera þessar iðn- greinar sambærilegar um vinnu- afl. 2. að komið verði á fót sam- sttarfsnefnd atvinnurekenda og launþega, er fjalli um stöðu og framtíð málmiðnaðarins hverju sinni og stuðli að samstöðu þess- ara aðila. 3. að iðnaðarmenn fái tækifæri til að vinna að staðaldri að sem líkustum verkefnum og verði þannig vel þjálfaðir og samkeppn isfæri-r. 4. að orkuver til iðnaðar verði ekki hærra en í samkeppnislönd- um okkar. 5. að fylgzt verði með áhrifum gengisskráningarinnar á iðnaðinn og jafnaður út sá aðstöðumunur er röng gengisskráning hefur í för með sér. Ráðstefnan gagnrýndi þau vinnubrögð opinberra stofn- ana að bjóða út og semja erlend- is um ýmis verk og framkvæmdir án þess að gefa innlendum aðil- um kost á að gera tilboð eða verksamning á sama tíma og inn anlands ríkir verkefnaskortur og atvinnuleysi. Um þetta segir m. a.: „Ráðstefnan telur það mistök, sem ekki megi endurtaka sig, að erlendum verktökum hefur verið fengin í hendur megnið af verk- efnum við álbræðslu-na í Straums vík. Leggur ráðs-tefnan áherzlu á að þess verði sérstaklega gætt þegar til stækkunar álbræðslunn ar kemur og sú framkvæmd verði fengin íslenzkum verktökum í hendur, og einnig sé þessa sama gætt ef til kemur við áframhald- andi stóriðjuframkvæmdir í land inu“ í ályktuninni um iðnmenntun og tækniþróun er bent á, að traust verkmenntun þjóðarinnar sé ein meginforsenda allrar tækniþróun- ar og framfara i iðnaði. Er bent á ýmis atriði. m. a. að tímabært sé að komið verði á fót sérstöku iðnaðarmálaráðuneyti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.