Tíminn - 26.10.1968, Side 1
i
I
I
i
Gerizt áskrifendur ð
Tíinanuni.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í límanum
kemur dagiega fyrir a»gu
80—100 þúsund lesenda.
i
Þingmenn í
Straumsvík
EJ-Reykjavík. föstudag.
Alþingismenn héldu um þi'jú-
leytið í dag til Straumsvikur að
skoða þar allar helztu framkvæmd
ir vegna álbræðslunnar, sem þar
er að rísa. Halldór Jónsson, stjórn
arformaður ÍSAL, og ýmsir starfs
menn fyrirtækisins, tóku á móti
þingmönnunum og skýrðu þeim frá
helztu atriðum í sambandi við
þessar framkvæmdir.
Þingmennirnir fóru síðan um
allt svæðið og skoðuðu mannvirk
in, en á eftir voru veitingar í boj5i
álfyrirtækisins. Þar þakkaði Ól-
afur Björnsson, prófessor, fyrir
góðar viðtökur fyrir hönd þing-
forseta. Lauk heimsókninni um
sexleytið í dag.
Myndin hér að ofan var tekin
er alþingismennirnir voru að
ganga um athafnasvæðið.
(Tímamynd - GE)
SEX NJOSNARAR FLUÐU
EN 1 VAR HANDTEKINN
NTB-Bonn, föstudag.
Sejt austur-þýzkir njósnarar — toppnjósnarar að sögn —, sem stundað hafa njósnir í
Vestur-Þýzkalandi, hafa sloppið yfir landamærin til Austur-Þýzkalands að sögn talsmanns
vestur-þýzku rikisstjórnarinnar í dag. Því var aftur á móti harðlega neitað, að um mistök
leyniþjónustu og lögreglu væri að ræða í þessu sambandi.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar,
Konrad Ahlers, sagði ,að það væri
„rangt og villandi“, sem Ham-
borgarblaðið „Die Welt“ sló upp
á forsíðu sinni í dag, að njósnar-
arnir hefðu verið aðvaraðir um
að gagnnjósnaþjónustan væri á
hælum þeirra. Sagði Ahlers, að
fjórir njósnaranna, tvenn hjón,
hafi verið kölluð til Austur-Þýzka-
lands vegna sundurlyndis, sem
leiddi til þess að yfirmenn þeirra
töldu hættu á að þau yrðu af-
hjúpuð og handtekin. Tveir aðrir
njósnarar hefðu síðan flúið eftir
að þriðji njósnarinn hafi verið
handtekinn. Hafi þeir augsýnilega
óttast, að hinn handtekni myndi
ljóstra upp um þá. ,
Frásögn Die Welt kom ofan á
fjölda sjálfsmorða herforingja og
háttsettra embættismanna, sem
vakið hefur athygli og ugg í Vest-
ur-Þýzkalandi. Sagði blaðið, að svo
virtist, sem flótti njósnaranna
sex væri að kenna enn einum mis j
tökum vestur-þýzkra öryggisiög-1
reglumanna,- þar sem fylgzt hafi
verið með þessu njósnurum í
margar vikur.
Blaðið fullyrti, að meðal njósn-
aranna væru vísindamenn og víxl-
ari, og hafi þeir stundað njósnir í
mörg ár. Hafi þeir lagt mesta
áherzlu á að afla sér upplýsinga
; um þróun og framleiðslu vopna í
Framkfurt, Köln og Karlstorue, en
þar er m.a. kjarnorkurannsóknar
stöð. Sagði blaðið, að þeir hafi ver
ið aðvaraðir, og því tekizt að flýja
áður en lögreglunni tókst að safna
saman nægum sönnunargögnum.
Ahlers vildi engar nánari upp-
lýsingar gefa um málið, en við
þetta er tengd tilkynning sú, sem
út var gefin á miðvikudaginn, um
að ungur rafmagnsverkfræðingur
við rannsóknarstöðina í Karlsruhe
ha.fi verið handtekinn. grunaður
um njósnir fyrir Austur-Þjóðverja
Siálfsmorðsaldan var umræðu-
efnið í vestur-þýzka þinginu í dag
Enunháld á bks. 10
Evrópuráisnefndin
EJ-Reykjavík, föstudag.
Evrópuráðsnefndin, sem hér
hefur setið að fundum síðustu
daga, lauk störfum í dag og
héldu nefndarmenn til Þing-
valla, að Soginu og um Hvera-
gerði, en í fyrramálið halda
þeir utan. Blaðamenn hittu
nefndarmenn í hádcginu, og
voru þeir spurðir um ýmis
evrópsk vandamál og starfsemi
Evrópuráðsins. Kom fram, að
á fundl Evrópuráðsins í janú-
ar næstkomandi, verður tekin
ákvörðun íim, hvaða afstöðu
skuli taka til aðildar Grikk-
lands að ráðinu. Karl Czernetz
formaður nefndarinnar, sagði
erfltt að segja til um, hver
sú afstaða yrði, en aftur á
móti væri það ríkjandi skoð-
un, að ríki, sein ekki býr við
á förum
lýðræðislegt stjórnarfar, gæti
ekki verið fullur aðili að Evr-
ópuráðinu.
Á blaðamannafundinum
gerði Þór Vilhjálmsson, full-
trúi upplýsingadeildar Evrópu
ráðsins, grein fyrir nefndinni
og fundarhöldum hennar hér.
en síðan ræddi formaður
nefndarinnar, Czernetz, sem
Framhald á bls. 10
10 GEIT1IR
TÝNAST í
BJÖRGUM
ÓH-Þórshöfn.
f gær var gerður út leið-
angur til þess að ná geitun-
um, sem Björn Ingvarsson lög
reglustjóri á Keflavíkúrflug-
velli á, en þær hafa gengið
úti og verið týndar í tvö ár.
Þetta voru upphaflega 13 gelt
ur, sem Lúðvík Jóhannsson,
bóndi í Heiðarhöfn átti. Hugð
ist hann leggja niður búskap
og haustið 1966 voru geitum-
ar komnar í sláturhús, þegar
Björn sá þær og festi kaup
á þeim. Ætlaði Lúðvik að
geyma þær fyrir Bjöm yfir
veturinn, þar sem færð spíllt-
ist, eftir að Bjöm keypti geit-
féð, og ekki var hægt að koma
þeim suður til Keflavflcur með
bfl, eins og hann hafði ætlað
sér í fyrstu.
En fljótlega eftir að Björn
hafði fest kaup á geitunum,
hurfu þær úr HeiðarfjaUinu,
þar sem þær höfðu verið, og
fréttist ekkert til þeirra fyrr
en menn á bátnum Ver frá
Norðfirði sáu þær í sumar í
Skálabjörgum, yzt á Langanes
inu. Þeir sáu reyndar ekki
nema þrjár geitur, en menn
héldu, að kannski væru fleiri
geitur þama í björgunum, en
þau eru um 20 til 25 km norð-
ar en Heiðarfjallið, þar sem
Iþœr voru, síðiast þegar til
þeirra fréttist.
í björgunarlei8angrinum í
gær tókst að ná geitunum
þremur upp úr björgunum.
Höfðu menn verið með net
meðferðis, sem nota átti til
þess að handsama geiturnar, :
en þær virtust nú svo spakar,
að ákveðið var að reyna að ,
reka þær. Geiturnar stóðu ró- ,
legar í um 30 metra fjarlægð
frá leiðangursmönnum, og
virtu þá fyrir sér. En þegar
mennirnir fóru að hóa á þær,
komu þær á flugferð og þeir
misstu þær á milli sín niður **,
í bjargið aftur. Sigurður Níels
PYamtoaild á bls. 10
KOMUR HER
MEÐ LENGSTAN
MEÐALALDUR
EJ-Reykjavík, föstudag.
íslenzkar konur hafa lengstan
meðalaldur í heiminum, eða 76
ár. í öðru sæti eru norskar kon-
ur, sem lengi vel voru í efsta
sæti ásamt Svíþjóð, Hollandi,
Frakklandi og Ukrainu.
Þetta kemur fram í manntals-
iskrá Sameinuðu þjóðanna, sem
nýlega er komin út.
Samkvæmt þessari skrá voru
jarðarbúar um mitt síðastliðið ár
3.42 milljarðar talsins, og hafði
fjölgað um 65 milljónir frá ár-
inu næst á undan. Þýðir það, að
á hverjum degi þetta ár hafi 180
þúsund börn fæðzt.
Fram kemur í bókinni, að %
hlutar jarðarbúa hafast við i van-
þróuðum ríkjum. Ilelmingur jarð (
Eramhald á bls. 10