Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 36. októ'ber 1968. _______TIMINN_____________________________________________________7 G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 130,00 á mán. innanlands. — f lausasöiu kr, 8.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Ráðleysisfálm Það kom glögglega fram í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, að sá vandi, sem nú er við að fást í efna- hagsmálum, er jafn stórfelldur og raun ber vitni, vegna þess að reynt hefur verið að leyna þessum vanda í meir en tvö ár, rneðal annars til að blekkja þjóðina fyrir kosningarnar á síðasta ári. Ennfremur er vandinn svo stórfelidur vegna þess, að meinið hefur verið látið grafa um sig. Það hefur ekki verið ráðizt að rótum meinsins, heldur hefur haldlaust bráðabirgðakák og ráð- leysisfálm verið einkenni ráðs-tafana ríkisstjórnarinnar. Höfuðmeinsemdin er, þótt vissulega séu viðurkennd þau áföll, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir vegna verð- falls útflutningsafurða, röng stjórnarstefna. Henni hefur verið haldið áfram með þrotlausri þrákelkni stjórnar- herranna, þótt ein sönnun hafi fengizt um það á sönnun ofan, að hún leiðir ekki til farnaðar þjóðinni og at- vinnuvegum hennar. Undanfarin misseri hefur það blasað við öllum, sem eithvert skyn bera á þessi mál og opin augu vilja hafa, að stórfelldur vandi var framundan. Ríkisstjórnin hefur hins vegar haldið að sér höndum og hún hefur ekki einu sinni látið hagstofnanir sínar afla nægra upp- lýsinga um þetta alvarlega ástand, þvi eftir tveggja mánaða svokallaðar viðræður stjórnmálaflokkanna, eru þær varla hafnar ennþá, vegna skorts á gögnum og skýrslum um hið raunverulega efnahagsástand. Því legg- ur ríkisstjórnin nú fram fjárlagafrumvarp, sem er hreint málamyndaplagg og til þess eins að fullnægja ákvæðum stjórnarskrárinnar um að fjárlagafrumvarp skuli lagt fram í upphafi hvers reglulegs Alþingis. Halldór E. Sigurðsson, ræðumaður Framsóknarflokks í útvarpsumræðunum, dró þesasr staðreyndir ljóslega fram. Hann sagði að ríkisstjórnin reyndi að afsaka að- gerðaleysi sitt með því, að ekki hafi þótt rétt að gera ráðstafanir í efnahagsmálum, fyrr en séð yrði, hvort síldveiðarnar gengju vel eða ekki. Fyrir löngu hafi hins- vegar verið ljóst, að ekki einu sinni metsíldveiði hefði getað leyst vandann. Ekkert sannaði betur, hversu hald- laus fullyrðingin um síldveiðarnar væri, en 20% tollur- inn, sem ríkisstjórnin lagði á í ofboði í byrjun september, án þess að hafa nokkra heildarsýn yfir efnahagsmálin, enda minnti sú framkvæmd á aðgerðir þeirra, sem fram kvæma áður en þeir hafa að fullu losað svefninn. Halldór Sigurðsson sagði, að vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar síðustu 11 mánuði sönnuðu bezt það ráðleysi og fálm, sem ríkt hefði í efnahagsmálastjóm landsins. Það yfirlit væri svona: Nóvember 1967: Gengisbreyting, sögð sérlega vel undirbúin. Desember '67: Fjárlagaafgreiðsla. Tollalækkun um 250 milljónir boðuð síðar. Janúar '68: Uppbótakerfið aukið um 320 millj. ofan á gengislækkunina. Febrúar '68: Tollalækkunin var aðeins 160 milljónir f staðinn fyrir 250 milljónir. Marz '68: Hækkun á tekjustofnum, áfengi, tóbaki og fl. og fl., frestun ríkisútgjalda til framkvæmda, stofnað til nýrrar lántöku vegna ríkisútgjalda. Apríl: Skattahækkun vegna vegamála 160—190 millj. Maí —júní: Síldarvíxillinn samþ., fjárhæð ókunn. Júlf—ágúst: Viðbótaruppbætur til frystihúsa 25 millj. Sept: 20% tollur á allan innflutning og ferðagjald- eyri — 5—600 milljónir miðað við heilt ár. Október: Fjá»-lagafrumvarp lagt fram — hefur enga raunhæfa þýðingu. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvfemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði Fréttamaður „Politiken" i Belgrad: Jugóslavar óttast að nýr Stal- inismi hefjist í Sovétríkjunum Það getur haft mikil áhrif á sambúðina milli austurs og vesturs JÚGÓSLAVNESKIR kommú- nistar óttast æ meira að leið- togar Sovétríkjanna séu í þann veginn að aðhyllast ný- Stalínisma, sem ekki veiti mik ið svigrúm til umbótaviðleitni í Tékkóslóvakíu né aukins frjálsræðis í Austur-Evrópu yf irleitt. Leiðtogarnir í Kreml hafa heitið að hverfa á burt með meginhlutann af hernámsliði sínu frá Tékkóslóvakíu, en reyndir rýnendur álíta eigi að síður, að stjórn Sovétríkjanna ætli í raun og veru að þjarma að ríkinu unz það hefur svip- aða aðstöðu og Austur-Þýzka- land. Pólland og Búlgaría, — og þarna verði ekki höfð hlið- sjón af því frjálsræði í menn- ingarmálum og efnahagsmál- um og efnahagsendurbótum sem Ungverjum hefur verið leyft að koma á undangengin ár. Hér eystra er yfirleitt álit- ið, að Sovétleiðtogarnir ætli að nota Tékkóslóvakíu sem dæmi til viðvörunnar kommúnista- flokkum í Austur-Evrópu, sem hugsanlegt væri að tækju upp á því að reyna að koma á til- raunum til frjálsræðis í stjórn málum eða efnahagsmálum, án þess að hafa tryggt sér sam- þykki Kreml-stjórnarinnar fyr irfram. Talið er, að þessari á- bendingu sé fyrst og fremst haldið að Rúmenum, sem hneigjast til frjálsræðis, og hinni hófsömu stjórn í Ung- verjalandi Efalaust er ætlun- in að sýna uppreisnarmönn- um, að þeir geti átt von á allt annarri og ómýkri meðferð en hinir sæta, sem hollir eru Moskvumönnum í hvívetna. RÚSSAR náðu fyrsta tatk- marki sínu í Tékkóslóvakíu um daginn méð undirskrift samn- ingsins, sem gerir setu rúss nesks hers til „bráðabirgða" í Tékkóslóvakíu löglega. Næsta skrefið er talið að vera að fá yfirlýsingu leiðtoganna í Tékkóslóvakíu um, að yfirvof- andi hætta á „gagnbyltingu" I sumar hafi réttlætt innrás Sovéthersins. Fróðir menn hér eru þeirrar skoðunar, að stöð- ugur þrýstingur Rússa að rík- isstjórninni í Prag knýi slíka yfirlýsingu fram innan skamms. Rússar þurfa á þessari rétt- lætingu að halda til þess að endurvekja traust kommú- nistaflokksins í Vestur-Evrópu sem hafa fordæmt innrásina í Tékkóslóvakíu. Leiðtogarnir ) Kreml gera sér enn vonir um að geta kvatt saman alheims- ráðstefnu hollra kommúnista- flokka til staðfestingar á rétt- mæti hinnar sovésku stefnu. Kommúnisttaflokkar 65 landa eða svo höfðu fallizt á þátt- töku í slíkri ráðstefnu, sem átti að koma saman 25. nó- vember í haust en mótmæli kommúnistaflokka í Vestur-Ev rópu gegn hernámi Tékkósló vakíu gerðu frestun óhjá- kvæmilega. Leiðtogar Sovétríkjanna TITÓ þjarma að forustumönnunum í Prag til þess að knýja fram skjallega staðfestingu á rétt- lætingu innrásarinnar, og sam tímis er lagt hart að mikilvæg- ustu kommúnistaflokkunum í Vestur-Evrópu, sem nú eru klofnir um afstöðuna til at- burðanna í Tékkóslóvakíu. 20 —30 af hundraði kommúnista- flokkanna í Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi hafa lýst sig and víga fordæmingu flokksins á innrásinni. Leiðtogarnir í Kreml hafa lýst yfir, að þeir séu reiðubúnir að fallast á klofning flokkanna ef nauð- syn krefur. og ennfremur er kunnugt, að ekki hafa, að svo komnu, verið innt af hendi mikilvæg fjárframlög, sem flokkar þessir eru háðir að verulegu leyti. MlðSTJÓRN kommúnista- flokks Ítalíu heldur fund nú á næstunm. þar á í fyrsta sinni að ræða opinberlega að hve miklu leyti flokkurinn eigi að segja skilið við Moskvu. Ekki er unnt að segja fyrir um, hver niðurstaða umræðn- anna verði, en ítalir eru kunn ir að því að jafna ágreining og fresta ákvörðunum um mik- ilvæg mál. Slíkur fundur sem þessi fjali ar um „hin almennu mál, sem snerta baráttuna gegn heims valdasinnum" og þar verða mál Tékkóslóvakíu ekki rædd. Kínverjar verða fordæmdir, svo og tilraunir Júgóslava til frjálsræðis, en lýst yfir fylgi við skelegga stefnu Rússa í málefnum Þýzkalands og málefnum Þýzkalands og hinna nálægari Austurlanda. Þá mun og verða samþykkt yfirlýsing til staðfestingar þeirri kenningu Rússa, að hert barátta gegn vestrænni heims valdastefnu hafi f för með sér nauðsyn á eflingu alþjóðlegs aðhalds og yfirstjórnar, bæði ríkjanna í Austur-Evrópu og heimshreyfingar kommúnista. SOVÉTMENN gera ráð fyr- ir að hafa náð fullu valdi á kommúnistaflokki Tékkó slóvakíu. oegai fvrirhuguð ráð stefna verður haldin i vor. „Samstarfsmenrí' eins og Al- ois Indra og Vasil Bilak — (sem frjálslyndir menn í Tékkóslóvakíu höfðu úthýst fyrir löngu) — eru farnir að sitja fundi flokksleiðtoga í Tékkóslóvakíu á nýjan leik. Gamlir fylgismenn Novotnys eru búnir að mynda virkan áróðurshóp utan flokksforyst- unnar, og þar eru þeir meðal annarra Anton Kapek og Kar- el Mestek. Þá er einnig gert ráð fyrir, að klofningurinn meðal fyrr- verandi umbótamanna haldi á- fram að grafa um sig, sam- tímis og umheimurinn — og þó sérstaklega erlendir komm únistaflokkar — taka að gleyma hinni hersetnu Tékkó- slóvakíu. Jósef Smrkovsky, hinn vin- sæli forseti þingsins, er efst- ur á hinum svarta lista Sovét- manna og gert er ráð fyrir, M að hann dragi sig í hlé þá og g þegar. Alexander Dubchek, for I maður fiokksins, er í afleitri 8 aðstöðu. Dragi hann sig í hlé, i losna Moskvumenn við fyrir- p höfnina við að undirbúa brott- rekstur hans. Verði hann hins vegar kyrr á sínum stað og framkvæmi hin ströngu skil- yrði, sem Rússar settu í samn- ingnum, glatar hann vinsæld- um sínum bæði meðal Tékka og Slóvaka. og þá verður auð- velt verk að fjarlægja hann eins og pretssaða sítrónu“ eins og komizt var að orði hér. ÞRÁTT fyrir þá einingu, sem virzt hefir ríkja meðal leiðtoganna í Prag til þessa, eru þegar risin ágreiningsefni með umbótasinnunum Veru- leg ástæða virðist til að ótt- ast, að viðvarandi þrýstingur af hálfu Sovétríkjanna knýji þá Oldrich Cernik forsætis- ráðherra og ef til vill einnig Ludvig Svobota forseta til sam vinnu við nýja flokkaforustu, sem Sovétmenn ráði yfir og starfi í anda þeirra Indra og Bilaks. Að því er áhrærir ágrein- ing flokksforustu Sovétmanna um afstöðuna til Tékkóslóva- kíu er það álit fróðra manna hér, að þar hafi ekki verið um að ræða ágreimng um stefnu- mið, heldur framkomu oe að- ferðir Þeir Kosygin forsætis- ráðherra, Mikhai) Suslov. Al- exander áielepin Dimitri Pol- inskij varaforsætisráðherra og Boris Ponomarev ritari flokks ins andmæltu innrásinm 20. ágúst. Enginn þeirra tók þá afstöðu af samúð með tilraun- unum. sem verið var að gera 1 Tékkóslóvakíu, eða vegna umhyggju um frelsi smáþjóð- anna. (Jugoslavneskir leiðtog- ar minnast nú allt í einu ör- laga baltnesku ríkjanna árið 1940 þegar þau voru innlim- uð í Sovétríkin) Talið er, að hinir reyndu leiðtogar í Kreml hafi annað hvort séð fyrir þá erfiðleika. sem hlytu að skap- ast á Vesrurlöi ,mm og meðal kommúmstahrevf ngarinnar þar, eða álitið að reyna bærí Framh á bls. 11. I ---------»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.