Vísir - 04.07.1977, Qupperneq 4
Mánudagur 4. jlill 1977 VÍSIR
Viðrœður á ný um Rhódesíu
Fulltrúar Bretlands og
Bandaríkjanna koma
saman í Lusaka enn einu
sinni í þessari viku til að
reyna að finna friðsam-
lega lausn í deilunni um
Rhodesiu.
Flestir virðast svartsýnir á aö
friðsamleg lausn fáist á málinu.
Hvitur minnihluti stjórnar
landinu, en meirihlutinn, svert-
ingjar, vilja taka við völdum.
Stjórn Ian Smith forsætis-
ráðherra hefur verið treg til að
gefa frá sér aðstöðu sfna.
Diplómatar sem fylgjast með
málinu segja að nú séu friðsöm-
ustu leiðtogar svertingja jafnvel
orðnir úrkula vonar um að
árangur náist nema með skæru-
hernaði.
Segjast keyptir
til að myrða
ambassadorinn
Nú ásakar
Bhutto stjórn-
arandstöðuna
Tveir menn sem
myrtu ambassador Thaiti
í Rio de Janeiro/ lýstu því
yfir við handtöku að
fyrsti sendiráðsritari
ambassadorsins hefði
ráðið þá til verknaðarins.
Sendiráðsritarinn, M. Louis
Robert Mac Kenzie, neitaði i
gær að hafa nokkuð með menn-
ina né tilræðiö að gera.
Tilræðismennirnir tveir voru
handteknir stuttu eftir aö
ambassadorinn, M. Delorme
Mehu, var skotinn i bakið þegar
hann var að yfirgefa bar á hóteli
i borg í norðausturhluta
Brasiliu.
Annar tilræðismaðurinn hefur
unnið fyrir sendiráðsritarann.
Báðir mennirnir sögðust hafa
átt að fá um 700 þúsund krónur
fyrir verkið, en hefðu ekki
fengið nema rúmar 20 þúsund
krónur til að greiða fyrir far-
gjöld
Zulfikar Ali Bhutto, forsætisráð-
herra Pakistan.
Zulfikar Ali Bhutto, for-
sætisráðherra Pakistan,
hefur sakað stjórnarand-
stöðuna þar f landi um að
hafa gengið á bak orða
sinna eftir gerð samnings
við stjórnina um nýjar
þingkosningar.
Bhutto sagði á blaðamanna-
fundi i gærdag, að þótt samning-
urinn, sem undirritaður var sl.
laugardag, ætti að teljast endan-
legur, vildu stjórnarandstöðu-
flokkarnir bæta 10 nýjum atriðum
inn i hann.
Stjórnarandstaðan hefur lýst
yfir efasemdum um að
kosningarnar geti farið heiðar-
lega fram.
Eftir þingkosningar i mars sl.
neitaði. stjórnarandstaðan að
viðurkenna úrslitin, og ásakaði
Bhutto um að hafa svindlað.
Þessar fjórar blómarósir eru fulltrú ir frændþjóða okkar á hinum
Noröurlöndunum I Miss Universe keppninni, sem fram fer 16. júli.
Stúikurnar voru á leið um New York fyrir helgina, og voru þá
myndaöar fyrir framan hótel sitt. Þær heita, frá vinstri: Armi Anja Or-
vokki frá Finnlandi, Inge Eline Erlandsen frá Danmörku, Ashild Jenny
Ottesen frá Noregi, og Birgitta Lindvall frá Sviþjóð.
Hnútukast á fundi
Einingarsamtakanna
Oeining ríkir á fundi
Einingarsamtaka Afríku-
ríkja eftir ásakanir leið-
toga Eþíópíu um að
nágrannar hans, Súdan og
Sómalía, væru með sam-
einaðtilræði gegn Eþíópíu.
Mengistu Mengbutu, einræðis-
herra Eþiópiu, sagði i ræðu á
fundi Einingarsamtakanna i gær
að löndin tvö reyndu að skapa
upplausn i hlutum Eþiópiu.
Fulltrúi Nigeriu lýsti yfir
áhyggjum vegna deilu landanna
þriggja, og sagði að Einingarsam
tökin yrðu að finna aðferð til aö
leysa deilumál milli aðildarrikja.
Einræðisherra Nigeriu,
Olesegun Obasanjo, sagði hins
vegar á lokuðum fundi Einingar-
samtakanna að ástæðan fyrir
aukningu óeiningar innan þeirra
væri aðallega „aðferðir svo-
kallaðra vina okkar að utan.”
Obasanjo mælti með stofnun
nefndar sem gæti tekið að sér að
lægja ófriðaröldur milli aðildar-
rikja samtakanna.
Ök á 29 manns á
fundi Ku Klux Klan
Tuttugu og níu manns
slösuöust þegar hvítur
maður ók á Jagúar sport-
bil sínum á hóp
áhorfenda aö Ku Klux
Klan fundi í Plains í
Georgíu, heimabæ
Carters Bandaríkjafor-
seta.
Fundur Ku Klux Klan hófst
eftir að tveir grunaðir kyn-
ferðisafbrotamenn sem höfðu
morð á samviskunni, gáfu sig
fram við lögreglu i bæ austan
viö borgina Americus i Georgiu.
Klansmenn heimtuðu dauða-
refsingu fyrir mennina á
fundinum i Plains.
Maðurinn sem ók inn i hópinn
sem fylgdist með fundinum
hefur verið ákærður um 19 laga-
brot.
Klansmenn i hvitum sloppum
og áhorfendur þeyttust i allar
áttir þegar maðurinn ók á tals-
verðri ferð beint á fólkið þar
sem það hlýddi á ræðumann.
Fyrrum dómsmálaráðherra Uganda:
Amin lét drepa alla sem hlógu að honum
Fyrrum dómsmála-
ráðherra Uganda sagði
i viðtali við enska
blaðið Daily Mirror um
helgina að Idi Amin
Ugandaforseti hefði
verið svo reiður eftir
Entebbe-björguninar,
að hann hefði skipað að
láta drepa alla sem
hlógu að honum.
Dómsmálaráðherrann fyrr-
verandi, Godfrey Lule, flúði til
Englands i siðustu viku.
I viðtali við Daily Mirror
sagði hann að Amin hefði hagaö
sér eins og villidýr eftir að
ísraelsmenn björguðu gislunum
á Entebbe. Almenningur var
hins vegar ánægður með að ein-
ræðisherranna hafði verið auð
mýktur.
Þegar Amin frétti að fólk
væri að hlæ.ia að honum, skipaði
hann hermönnum að skjóta
hvern þann sem sæist hlæja,
sagði Lule i viðtalinu.
Að sögn hans var 50 manna
hópur fjarlægður frá strætis-
vagnabiðstöð, og siðar allir
myrtir fyrir að hafa hlegið að
Amin.
Aðeins einn maður var á
vakt i flugturninum þegar
íraelsmenn lentu á Entebbe-
flugvelli. Lule sagði að þrátt
fyrir það hefði Amin skipað svo
fyrir að þrir flugumferðar-
stjórar sem áttu fri skyldu
einnig skotnir. Tveir starfs-
menn veðurstofunnar á flug-
vellinum voru einnig skotnir,
sagði Lule.