Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að TÉmanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tímanum kernur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Skreið til Frönsku- Kamerún KJ-Reykjavík, laugardag í þessari viku hefur verið afskipað rúml. tvö hundr- uð tonnum af skreið á veg- um Sjávarafurðadeildar SÍS, og fer þessi skreiðar- sending til Frönsku Kam- erún í Afríku. Skreið þessi var lestuð á Snæfelisneshöfinum, Akra- nesi og hér á Suð-vestur-landi, og er hún á frá mörgum aðil- um. íslenddngar hafa nokkrum sinnum áður selt skreið til Frönsku Kamerún, en þetta mun vera mesta magn sem selt hefur verið þangað í einu lagi. Með afskipun á þessum rúm- lega tvö hundruð tonnum af skreið hafa skreiðarbirgðirn- ar í landinu minnkað nokkuð, en svo sem margsinnis hefur verið sagt frá áður, þá hefur Framihald á bls HAFÍSHÆTTAN ENGU MINNI EN SÍÐASTLIÐINN VETUR Berjaáti er lokið Hann er eins og dúðaður barnungi þessi þröstur, sem sat á trjágrein í einum garði borgarinnar, þegar ljósmyndar inn átti leið fram hjá. En það eru ekki umbúðirnar, sem gera hann svona ummálsmikinn held ur er hann búinn að innbyrða sinn vetrarforða, og er nú búst inn og myndarlegur af berja áti. Það veitir heldur ekki af, því veturinn gæti átt eftir að reynast honum þungur í skauti að minnsta kosti hefur hann þegar sýnt hvað kaldur og nap ur hann getur orðið. Sennilega er það þó snjórinn, en ekki kuldinn, sem þrösturinn óttast mest, því snjórinn kcmur í veg fyrir, að hann geti aflað sér matar. (Ljósmynd Gunnar) Birgðasöfnun þarf a Ijúka fyrir áramótin IGÞ-Reykjavík, laugardag. Vetur er genginn í garð, og hefur kuldinn verið heldur ómjúkur undanfarna daga. Norður af íslandi hefur kuldinn að sjálfsögðu verið töluvert meiri, og íshellan á því svæði hefur raunar verið óvenju mikil í allt sumar. Hvað þekkingu snertir stöndum við nú betur en áður að vígi við að fylgjast með hafísnum. Og þótt ekki sé ástæða til að vera með hrak- spár, þá er hafísinn, eins og undanfarin ár, svo að segja við bæjardyrnar. Með þetta í huga snéri Tíminn sér til Stefáns Valgeirssonar, alþingismanns, en hann á sæti í Haf- ísnefndinni, og spurði hann hvað gert hefði verið til að und- irbúa okkur undir hugsanleg vandkvæði af völdum hafíss. Til hliðsjónar ér það, að í fyrra vetur var lítið um olíu og kjarn- fóður á sumum ver*lunarstöðum, þegar hafísinn kvaddi dyra. Þa'ð var hrein heppni, að þetta skyldi ekki leiða til stórvandræða. ís- inn var þá á stöðugri hreyfingu og fraus því aldrei saman. >að leið því ekki langur tími á milli þess að skip gætu brotizt til hafna. Skýrsla í september Hvað hefur Hafísnefndin lagt til að gert verði, til að tryggja hafíshættusvæðið Stefán? Nefndin skilaði allítarlegri greinargerð til ríkisstjórnarinnar í byrjun septembermánaðar. Var hún tvíþætt, annars vegar um störf nefndarinnar og hins veg- ar um, hvað gera þarf að okkar dómi, til að tryggja það, að ekki verði skortur á brýnustu nauð- synjum, þó hafís hindri sigling- ar um lengri tíma norður og aust ur fyrir land. Það, sem við töld- um nauðsynlegt að gera af hálfu ríkisvaldsins, var þetta í stuttu máli: Að skipuleggja rannsóknir á möguleikum fyrir hafísspám. Að skipuleggja ískönnunarflug. Að fela án tafar einhverjum aðila yf- irumsjón með að auka og fá á leigu geymslurými fyrir olíu, og sjá um, að birgðasöfnun eigi sér stað fyrir áramót, fyrst og fremst á olíu og kjarnfóðri á því svæði, sem hafís getur hindrað sigling- ar, og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að fjárskortur hindri ekki nauðsynlegar framkvæmdir til aukninga birgðarýmis og til birgðasöfnunar. Birgðir til 4—5 mánaða. Við lögðum til, að frá Horni til VopnafjarÖar yrðu birgðir miðaðar við 4 til 5 mánaða notk- un, en á Vestfjörðum fyrir vest- an Horn og Austfjörðum sunn- an Vopnafjarðar yrði miðað við 3 mánaða birgðasöfnun. Athugun leiddi í ljós, að geymslurými fyr ir kjarnfóður og neyzluvörur al- mennings væri alls staðar nægj- anlegt. Hins vegar vantar mikið á, að geymarými fyrir ólíu sé fyrir ir hendi til nauðsynlegrar birgða- söfnunar. Á Norðurlandi er geyma FraminaJd a ois. 13 SAIGON-STJÓRNIN MÓTMÆLIR NTB Saigon, Hanoi, Singapore. New York, laugardag. -k Nguyen van Thieu, forseti Suður-Víetnam, skýrði þjóð sinni frá þvi í niorgun, að Saigon- stjómin myndi ekki senda full- trúa til friðarviðræðnanna, sem hefjast eiga i París á miðviku dag, ef fulltrúar Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar kæmu fram sem sjálf- stæðir samningsaðilar og stjórn Norður-Víetnam setti ekki trygg- ingu fyrir því. að hún æflaðl ekki að notfæra sér stöðvuu loftái-ás- anna til þess að bæta hernaðar aðstöðu sína. ir Hanoi-útvarpið skýrði frá því nákvæmlega sólarhring eftii til- kynningu Johnsons um hlé á sprengjuárásum, að Norðin- Víet- nam myndi taka þátt ' fjögurra aðila friðarviðræðunum í París, en það fæli þó ekki í sér viður- kcnningu á Saigoii-stjóruinni, seni aðeins væri leppstjórn. Það má óllitm ljóst vera. að friðarviðræðurnar í París verða bæði langar og erfiðar, og búast má við, að fyrst svo erfiðlega gengur að koma sér saman um formsatriði og grundvöll viðræðn anna, þá taki fyrst í linúkana. þegar til eiginlegra friðarumleit ana kemur. Þó er almennt álitið, að friðarhorfur í Víetnam hafi aldrei verið betri en nú. Ilanoi ineð í París. Stjórn Norður Víetnam til- kynnti i dag, að fulltrúar lienn ar myndu taka þátt í friðarvið ræðununi (—Saigon, Hanoi, pjóð frelsishreyf., Washington), sem hefjast eiga í París á miðviku daginn, en um leið var tekið skýrt fram, að Norður-Víetnam myndi halda áfram baráttunni, unz fullum sigri yrði náð í til- kynningunni sagði, að Norður- Víetnamar hyggðust sitja við samningaborðið með fulltrúum Suður-Víetnam og Bandaríkja- stjórnar. Hins vegar var lögð á- herzla á,að Hanoi viðurkenndi ekki ■tjórn Thieus sem tulltrúa óinn Framhald á bls. 13 Stefán Valgelrsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.