Tíminn - 03.11.1968, Side 2
2
SUNNUDAGUR 3. nóvember 1968.
TIMINN
Auðmýkt um vetrarnott
Fyrir utan gluggann bærast
blöð á ofurlitlum víðirunna,
sem stungið hefur verið niður
endur fyrir löngu. Blöðin eru
fölnð og hvísla saman eins og
gamlar manneskjur á elliheim
ili um allt, sem var meðan enn
var bjart allan sólarhringinn,
sólin brosti, fuglarnir sungu
og anemónurnar ilmuðu.
Og svo kúrir runninn sig
niður og gægist út á gang-
brautina og athugar háifsofn
um sjónum vegfarendur sem
koma og fara í sífellu eftir
stígnum. Hann gleðst yfir hverj
um geisla, sem gegnum nótt-
ina brýzt og bíður rólegur
þess að aftur komi vor.
Hann á djúpar rætur. Hann
kann að beygja sig og reisa
sig við aftur. Hann óttast enga
storma, engin frost, engar
skammdegisnætur, hversu
langar sem þær kunna að
verða.
Því hærri sem þessi runni
varð, því lengra niður teygði
hann rætur sínar. því lengra
út rétti hann greinar sínar.
Og sama gerði blómið
lengra uppi í beðinu. Strax
við andblæ fyrstu hélunætur
haustsins kúrði það sig niður
að rótinni eins og barn, sem
byrgir sig i vangakot mömmu
sinnar. Heimurinn sér það
ekki framar, það er honum
horfið. En seinna, þegar sól-
in skín vaknar það aftur til
vorsælustunda, af því að frost-
ið náði aldrei tökum á litla
blómhjartanu, sem kunni að
lúta að lágu. Og fuglinn sem
hæst flaug og forðum söng í
greinum reynitrésins, hann
kúrir nú í klettaþröng, sting-
ur höfði undir væng og bíður
auðmjúkur hljóður söngvari
vorsins.
Er auðmýktin svona mikils
verð. Auðmýkt og biðlund
skilyrði til lífs í vetrarfrost-
inu og skammdegisstorm-
um?
Þetta að kunna að slá af öll
um kröfum og bíða, báða hins
góða, bíða í trú, bíða í vissu
þess að aftur komi vor.
Sagði ekki einmitt ást-
sælasta skáldið okkar:
„Veit þá engi að eyjan hvíta
á sér enn vor, ef fólkið
þorir
Guði að treysta, hlekki
að hrista
hlýða réttu, góðs að bíða“.
Ekki verður auðmýkt hjart-
ans betur lýst, auðmýkt og bið-
lund, sem jafnt á við í blóma-
garðinum og mannshjartanu,
jafnt í Tékkóslóvakíu nútím-
tímans eins og á íslandi 19.
aldar.
Og er ekki einmitt auð-
mýkt og trú á sigur hins góða
aðalsmerki hverrar sálar og
hverrar þ.jóðar, sem skilur sitt
hlutverk og enga uppgjöf
kann.
Ættum við ekki á byrjuðum
vetri að læra af blómum og
trjám að slaka á kröfum til
prjáls og tildurs og beygja
okkur í auðmýkt fyrir örðug-
leikum líðandi stundar, en
stefna hærra og dýpra í senn
til að safna vaxtarmagni fyrir
næsta sumar, hvenær sem það
kemur. Ef til vill verður ísa-
vetur með stormum og ógn-
unum. En er þá ekki kalið
verst? O^ það kemur fyrst og
fremst þar. sem grösin kunna
ekki að kúra sig nógu djúpt
til að varast blekkingar og
smjaður gervivorsins eða ætla
sér að lifa hátt á gerviefnum
og nautnaáburði. Er það ekki
einmitt h’ð sama með hjart-
ans ís og hjartans köl, sem
eru öllum hafís verri?
Ef hjartaísinn tilfinninga-
leysið, trúleysið, kæruleysið
„gripur sál, þ'á er glötunin vís,
þá gagnar ei sól né vor“.
■Þess vegna er hinn myldi og
frjósami jarðvegur auðmýktar
og tilbeiðslu svo nauðsynlegur
öllum andlegum gróðri.
Því hærri markmið, þeim
manna og í ríki náttúrnnar:
Því hærri markmið, þeim
mun æðri hugsjónir, sem við
eigum til að keppa að, þeim
mun dýpri rætur í jarðvegi
auðmýktar og biðlundar verð-
um við að hafa á leiðinni að
markinu, annars er rótslitið ör
uggt og um leið uppgjöf og
angur.
Af þessu auðmjúka fólki,
sem gengur í sporaslóð spá-
manna Heilagrar Ritningar og
á andans eld skálda og hetja
eiga allar þjóðir eitthvað, en
flestár, of fátt, og sums stað-
ar er það misskilið og for-
dæmt, grýtt ofsótt og hrakið
af blindum stjórnarvöldum.
En samt verður það ekki af
velli hrakið, ef auðmýkt þess
er nógu djúp, þrá þess eftir
ljósinu og frelsinu nógu heit.
Þá rís það alltaf úr eldi og
gröf að nýju eftir hverja vetr
arnótt.
Einungis þá sál, sem ekki er
full af síngirni og sjálfselsku
getur Guð fyllt með blessun
sinni. Auðmýktin gerir vitund
ina móttökuhæfa fyrir dýrmæt
ustu gjöfum lífsins.
Þú getur ekki gefið þeim,
sem ekki vill þiggja. Það er
móttökuhæfni þiggjandans,
sem skapar gefandann. Jafn-
vel Guð verður að sætta sig
við þetta undarlega lögmál.
Sá, sem ekki á nóga auðmýkt
til að þiggja, fær ekki neitt
Hrokafull og sjálfbirginsleg
sál getur ekki hlýðnast æðsta
boði Kristins dóms um að
elska samferðafólkið á lífsleið-
inni.
Einhver vitur maður á að
hafa sagt: „Auðmýkingin ber
eigin mistök í fyrir, en ann-
arra yfirsjónir í bák“ og sér
því síður eða ekki galla ná-
ungans og verður því auðvelt
að umbæ-ta og fyrirgefa.
Auðmýkt táknar sannleika
sjálfsþekkingar. „Þekktu sjálf
an þig“ var lífsregla spekings-
ins mikla, Sókratesar. Gætum
við dregið úr sjálfsánægju og
sjálfselsku, vex auðmýktin að
sama skapi
En sé auðmýktin ekta verð
Ur hún aldrei að þýlyndi og
skriðdýrshætti, hræsni og
smjaðri. Þeir eiginleikar eru
af allt annarri tegund,
og þekkjast fljótlega á feyskju
sinni og holfúa.
Þar gaf meistarinn mikli,
konungur kristninnar sitt
fagra fordæmi auðmjúkur og
hljóður án þess þó að beygja
sig fyrir valdi ranglætis og
kúgunar. ' -
Enginn hefur betur tileink-
að sér skapgerð hans en
Franz frá Assisi: Frægasta
bæn hans er þessa leið:
„Ó, Drottinn! Lát mig sækj-
Framhald á bls. 12
SéB út um glugga Asgríms Jónssonar. Olíumálverk, málað 1945—50.
Tímamynd GE.
Reykjavíkursýning í Ásgrímssafni
Trollvírar
fyrirlíggjandi
Kristján Ó. Skagfjörð h.f.
Tryggvagötu 4, Reykiavík Sími 24120
Poly-vírar
Að þessu sinni verða nær ein
göngu sýndar myndir frá Reykja-
vík á haustsýningu Ásgrímssafns,
en hún er 25. sýning safnsins.
Á árunum 1910—20 var höfuð
borgin Ásgrími Jónssyni marg
þætt viðfangsefni, sérstaklega hús
in í Miðbænum. Eftir 1920 byrj
aði hann að mála umhverfi borg
arinnar, Elliðárvoginn og Rauð
arárvíkina.
Nýlega komu nokkur gömul
málverk af Miðbænum úr viðgerð
frá danska ríkislistasafninu, og
þegar sjáanlegt var, að í eigu
safnsins væru nægjanlega marg
ar myndir í heildarsýningu, á
kvað stjórn þess að sýna Reykja
víkurmyndirnar á þessu hausti.
Á sýningunni eru nokkrar vetr
armyndir sem Ásgrímur málaði
frostaveturinn 1918. En síðustu
æviárin voru viðfangsefnin, sem
bundin eru borginni, eingöngu út
sýn úr glugga hans, sólsetur, hús
og garðar í nágrenninu. Sú síð
asta af þessum myndum er mál
uð 21. nóvember 1956.
í eigu safnsins er olíumálverk
af gömlum manni, sem fannst í
húsi Ásgírms að honum látnum,
og hefur myndin aldrei verið
sýnd fyrr en nú, en þessi
gamli maður. sem allar líkur
benda til að sé Sigurður Símon
arson, var v^ þekktur í bænum
á sinni tíð. Hann var mikill sjó
sóknari, og starfaði hjá Geir
Zoega. Réðist hann á skútuna
Tanneyju árið 1869. Myndin mun
vera máluð á árunum 1910—15,
es Sigurður andaðist 1916. Á
þeim árum bjó Ásgrímur Jóns
son í Vinaminni í Mjóstræti, en
skammt þar frá var útgerðarstöð
Geirs Zoega og heimili Sigurðar.
Eins og undanfarin ár kemur
út á vegum Ásgrímssafns nýtt
jólakort. Er það gert eftir olíu
málverkinu „Vor á Þingvöllum"
en sú mynd er máluð um 1930.
Ásgrimssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 1.30—4.
Aðgangur ókeypis.
Dieselrafstöð
Dieselrafstöð í góðu ásigkomulagi óskast.
Afl 10 — 20 kílóvött, 3x220, 50 eða 60 rið.
Tilboð sendist blaðinu merkt ,,Dieselrafstöð“.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
RANDERS
Snurpuvírar