Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.11.1968, Blaðsíða 16
10-20 í forseta- framboíi vestra - og einn göltur Talið er sennilegt, að um 75 milljónir manna muni fara á kjörstað á þriðjudaginn kemur í Bandaríkjunum og kjósa næsta forseta þess lands. Sá forseti — ef einhver nær kjöri — mun taka við embætti 20. janúar næst komandi, og sitja í fjögur ár að öllu forfallalausu. Auk þess munu Bandaríkjamenn kjósa 34 af 100 þingmönn- um í Öldungadeild Bandaríkjaþings og alla þingmenn fulltrúadeildarinnar, 435 talsins. Einnig 21 ríkisstjóra. Aðeins tveir eru taldir koma til greina sem sigurvegar- ar í forsetakosningunum, Hubert Humphrey, varafor- seti Bandarikjanna, frambjóðandi demókrata og Richard Nixon, frambjóðandi republikana. En Bandaríkin eru stór, og eins og gengur og gerist, þá er þar mikið af sérkennilegu fólki. Vonlegt er því, að nokkuð beri á sliku fólki á kosningatímum, og er ætlunin hér á eftir, að skýra nokkuð frá því. Stjörnuspámenn bera kápuna á báðum öxlum í þessari kosn- ingabaráttu sem öðrum, þótt þeir telji stjörnurnar fremur benda til sigurs Richards Nix- ons. Eða, eins og bandaríska \dkuritið „Time", sagði nýlega um álit stjörnuspámannanna: „Nixon er heppinn- Hann er steingeit, sem er t.ákn stjórnun ar, og menn, sem fæddir eru í þvf stjörnumerki, eru beztir frgmkvæmdamenn. Auk þess kemur Júpíter, pláneta góðs gengis, honum til aðstoðar, og i byrjun nóvember er staða plá netanna mjög hagstæð honum. En hann verður að gæta sín. Plútó, pláneta breytinganna, ber við Marz 30. október, og sú staðreynd, að bæði Uranus pláneta hins óvænta, og Júpíter stefna að sól Humphreys, er honum (Humphrey) til ávinn- ings“. Samt sem áður telja flestir stjörnuspámenn, að Richard Nixon muni sigra á þriðjudag- inn — og þarf ekki stjörnuspá- menn til. Auk frambjóðenda tveggja stóru flokkanna — demókrata og republikana — eru fimm aðrir frambjóðendur í kjöri í einhverju fylki Bandaríkjanna — og margir til viðbótar eru eins konar sjálfskipaðir fram- bjóðendur. Fylgismestur þessara „auka- frambjóðenda" er að sjálfsögðu George Wallace, frambjóðandi „Bandaríska sjálfstæðisflokks- ins“, sem virðist hafa meira fylgi en frambjóðandi „auka- flokks" hefur haft i banda- ískum forsetakosningum um langt árabil. Er Wallace á at- kvæðaseðlinum f öllum 50 ríkj um Bandaríkjanna. Þeir aðrir frambjóðendur, sem eru á atkvæðaseðlum í einu eða fleiri ríkjum eru þess ir: Henning A. Blomen, fram- bjóðandi „Socialist Labor Parthy". Þessi fiokkur er sá marxíski flokkur, sem lengst hefur starfað í Bandaríkjunum. Var hann stofnaður árið 1890, og hefur þvi starfað í 78 ár. Árið 1964 bauð flokkurinn fram í 16 rikjum, og fékk þá rúm- lega 45 þúsund atkvæði, eða nokkru færri en 1960, er hann hlaut rúmlega 47 þúsund at- kvæði. Frcd Halstead, frambjöðandi „Socialist Workers Party“. Sá flokkur var stofnaður árið 1938 af stuðningsmönnum Leon Trotsky, rússneska byltingar- leiðtogans, sem myrtur var með öxi árið 1940 í Mexikó. Flokk urinn bauð fram í 11 ríkjum árið 1964, og fékk rúmlega 32 þúsund atkvæði — eða 8 þúsundum færri en í næstu for setakosningum á undan. Frú Charlene Mitchell, fram- bjóðandi Kommúnistaflokksins — ung blökkukona. Kommún- istaflokktirinn bauð síðast fram í forsetakosningum árið 1940, en þá fékk frambjóðandi hans Earl Browder, rúmlega 46 þús- und atkvæði. E. Harold Munn eldri er frambjóðandi „Prohibition Party“, þ.e. flokksins, sem vill koma á algjöru áfengisbanni í Bandaríkjunum. Flokkur þessi var stofnaður árið 1869 til að koma fram málefnum templ- ara. Er þetta elzti flokkurinn meðal smáflokkanna. Árið ’64 var frambjóðandi flokksins á atkvæðaseðlinum í 11 ríkjum, og hlaut rúmlega 23 þúsund atkvæði. Auk þess eru í eins konar framboði frambjóðendur ým- issa hægri flokka, sem heita ýmsum nöfnum. Má þar til nefna „Constitution Party“, „Theoeratic Party“, „Conserva- tive Society of America“, „Greenback", Tax Cut“, Uni- ted Taxpayers11 og „American Vegetarian". Þessir flokkar eru þó ekki á atkvæðaseðlunum. Svo er heldur ekki um ýmis konar sérvitringa og skringi- legheitarfólk, sem einnig er í Framtoald á 15. síðu. 239. tb!. — Sunnudagur 3. nóv. 1968. — 52. árg. Nixon og kona hans fagna hér stuðningsfólki sínu, sem fyllir járnbrautarstöðina í Kansas City, en hjónin fóru þar um 16. okt. s. I. á leið sinni til Missouri, en þar ætlaði Nixon að ávarpa fund „Bandariskra bænda framtíðarinnar". Edmund Muskie iildungadeildarmaður virðir hér fyrir sér mynd, sem áköf stuðningskona réttir að honum á kosningafundi í Trenton í New Jersey 10. október. Hubert Humphrey ávarpar hér mikiuii fólksfjölda á götu í Kansas City í Missouri 15. október s.l.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.