Tíminn - 12.11.1968, Page 2

Tíminn - 12.11.1968, Page 2
2 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 12. nóvember 1968. DOLLARINN f 88 KR. OG PUNDIÐ I 210 KR Reykjavík, mánudag. Bankastjórar Seðlabanka ís- lands kvöddu fréttamenn á fund sinn í dag, stundarfjórð ungi áður en þingfundir hófust. Voru þar mættir bankastjóram ir dr. Jóhannes Nordal, Björn Tryggvason og Davíð Ólafsson. Dr- Jóhannes hafði orð fyrir bankastjórunum, og las eftir- farandi fréttatilkynningu, sem hér birtist í heild. „Bankastjórn Seðlabankans hefur, að höfðu samráði við bankaráð og að fengnu sam- þykki ríkisstjórnarinnar, ákveð ið nýtt stofngengi íslenzkrar krónu, og tekur það gildi frá kl. 9 á morgun, hinn 12. nóv- ember 1968. Er í dag að vænta staðfestingar stjórnar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á ákvörðun þessari. Hið nýja stofngengi er 88.00 íslenzkar krónur hver banda- rískur dollar, en það er 35,2% lækkun frá því gengi, sem í gildi hefur verið. Jafnframt hef ur verið ákveðið, að kaup- gengi hvers dollars skuli vera 87,90 krónur og sölugengi 88, 10 en kaup- og sölugengi annn- arra mynta i samræmi við það. 'Ráðgert er að Seðlabankinn birti fyrir opnun bankanna á morgun, þi’iðjudaginn 12. nóv ember, nýja gengisskráningu fyr ir allar myntir, er skráðar hafa verið hér á landi að undanförnu en þangað til slík gengisskrán ing hefur verið birt.helzt sú stöðvun gjaldeyrisviðskipta, er tilkynnt var af Seðlabankanum í g_ær. í tilefni þessarar gengisbreyt ingar vill bankastjórn Seðla- bankans láta fara frá sér eftir farandi Greinargerð: Það er kunnara en frá þurfi að segja að útflutningsfram- leiðsla íslendinga hefur á und anförnum tveimur árum orðið fyrir meiri áföllum og erfiðleik um en um áratuga skeið. Or- saka þessara vandamála er ekki, eins og svo oft áður, sér staklega að leita' í óeðlilegri þenslu innanlands á þessu tíma bili eða meiri hækkun fram- leiðslukostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum, er dregið hafi úr samkeppnishæfni at- vinnuveganna, heldur hefur hér átt sér stað gjörbreyting í ytri skilyrðum þjóðarbúskaparins. einkum aflabrögðum og útflutn ingsverðlagi, sem íslendingar fá lítt eða ekki við ráðið. Hafa þessi umskipti orðið þeim mun tilfinnanlegri að þau hafa kom ið í kjölfar mikiEa veltiára, þegar útflutningsframleiðsla var óvenjulega mikil og verðþróun afurða hagstæð, og höfðu lífs- kjör, tekjur og allur innlendur kostnaður hækkað fyllilega til samræmis við þá miklu' tekju myndun er því fylgdi. Séu bornar saman útflutnings tekjur árið 1966 og síðustu á- ætlanir um útflutning á þessu ári, má öruggt telja, að átt hafi sér stað á þessum tveimur ár- um lækkun útflutningsverðmæt is, er nemi í heild sem næst 45%, ef miðað er við óbreytt gengi á dollar. Við þetta bæt ist svo að erlendur kostnaður sjávarútvegsins hefur lækkað tiltölulega lítið þótt framleiðslu verðmæti hans hafi minnkað, svo að nettó-gjaldeyristekjur af starfsemi hans hafa lækkað enn meir, eða ekki um minna en 55% frá því, sem þær reyndust á árinu 1966. Hefur þessi sam dráttur verið að koma fram jafnt og þétt á undanförnum tveimur árum og er orðið óhjá kvæmilegt að horfast í augu við það, að litlar vonir virðast til þess, að um mikinn eða skjótan bata geti orðið að ræða seðlabankastjóri. á næstunni, hvorki í aflabrögð um né verðlagi á erlendum mörkuðum. Aðgerðir í efnahagsmáium á þessu tímabili hafa stefnt að því að draga úr áhrifum tekju- missisins á lífskjör þjóðarinn ar og atvinnu og hefur það verið gert í þeirri von, að erfiðleik- arnir yrðu skammvinnari en raun ber vitni. Hefur þetta ver ið gert með því að halda uppi meiri eftirspurn innanlands en tekjur þjóðarbúsins hafa raun- verulega leyft, en mismunurinn hefur verið jafnaður með notk un hins mikla gjaldeyrisvara- sjóðs, sem fyrir var svo og með erlendu lánsfé, einkum því, sem komið hefur inn vegna stórframkvæmdanna við Búr- fell og í Straumsvík. Jafnframt hefur verið gripið til margvís- legra ráðstafana til þess að að stoða sjávarútveginn og tryggja áframhaldandi rekstur hans þrátt fyrir sívaxandi örð- ugleika, sem hinn stórfelldi tekjumissir hefur haft í för með sér. Eftir því sem lengra hefur liðið, hefur þó reynzt erfiðara að verja þjóðarbúið fyrir afleið ingum þeirra algjöru umskipta sem átt hafa sér stað í sjávar útveginum. Hafa því samdráttar áhrif þau. sem áttu sér upptök í lækkandi útflutningstekjum, smám saman breiðzt út um hag kerfið og stöðnun og síðar sam dráttur fylgt í kjölfarið. Með versnandi greiðslujöfnuði og minnkandi gjaldeyrisforða hef ur svigrúmið til þess að halda uppi eftirspurn og atvinnu minnkað jafnt og þétt. Er nú svo komið, að allt er í hættu sam- tímis: greiðslustaða og efna- hagslegt öryggi þjóðarinnar út á við, lífskjör almennings og skilyrðin fyrir því, að hægt sé að tryggja nægilega atvinnu. Til þess að bægja þessum hættum frá dyrum er óhjá- kvæmilegt, að nú verði gripið til róttækra efnahagsráðstafana, er hafi það meginmarkmið að skapa atvinnuvegunum á ný við unandi afkomu- og vaxtarskil- yrði. Er það skoðun bankastjórn ar Seðlabankans, að gengisbreyt ing hljóti að verða einn megin þáttur slikra ráðstafana, enda verður ekki séð, að unnt sé eft ir öðrum leiðum að ná þeim markmiðum, sem nú eru brýn- ust í íslenzkum efnahagsmálum, en þau eru bætt atvinnuskilyrði, aukin framleiðsla og hagstæður greiðslujöfnuður við útlönd. Sú gengislækkun, sem nú hef ur verið ákveðin, mun í fyrsta lagi skapa útflutningsatvinnu- vegunum á ný viðunandi rekstr argrundvöll, svo að tryggt verði, að öll tækifæri til fram- leiðsluaukningar, betri nýtingar og fjölbreyttari framleiðslu, verði notuð til hins ýtrasta. Við ákvörðun gengisins hefur verið að því stefnt að sjávarútvegur inn verð^rekinn hallalaust og án rekstrarstyrkja, og hefur þar m.a. verið stuðzt við víðtæk ar upplýsingar um afxomu hans sem einkum hefur verið unnið að á vegum Efnahagsstofnunar innar. , Gengisbreytingunni er þó vissulega ekki einungis ætlað að bæta stöðu sjávarútvegsins heldur mun hún einnig hafa örv andi áhrif á fjölmargar aðrar framleiðslugreinar. einkum í iðnaði, þar sem hvatning til framleiðsluaukningar og til út flutnings ætti að skapast _i skjóli hagstæðara gengis. Á- hrifamáttur gengisbreytingar er fyrst og fremst í því fólginn, að að hún breytir hlutföllunum á milli innlends og erlends kostn- aðar í öllum greinum þjóðar búskaparins, jafnt í framleiðslu sem neyzlu. Hvarvetna hvetur hún ti'l meiri gjaldeyrisöflunar, jafnframt því sem öll verðhlut föll færast íslenzkri vöru og þjónustu í hag. Það er einmitt slíkur tilflutningur eftirspurna frá erlendum til innlendra framleiðsluþátta sem er nauð synlegur til þess, að jafnvægi geti náðst að nýju í greiðsluvið skiptum við útlönd eftir hina stórfelldu lækkun útflutnings- tekna, sem átt hefur sér stað undanfarin tvö ár. Gengisbreyt ingin mun þannig styrkja stöðu þjóðarbúsins út á við og skapa skilyrði þess, að á ný endur heimtist traust manna innan- lands og utan á íslenzkum gjald miðli. Með gengisbreytingunni ættu ný tækifæri að geta skapazt til að auka fjölbreytni útflutnings atvinnuveganna og koma á fót vaxandi framleiðslugreinum við hlið sjávarútvegsins. Eigi ís- lendingar ekki að bíða varanlega hnekki í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum vegna þeirra efnahagsáfalla, sem þeir hafa nú orðið fyrir, verður á næstu árum að eiga sér stað mikil aukning útflutningsfram- leiðslu og gjaldeyrisöflunar. Þótt margvísleg tækifæri séu tvímælalaust enn ónotuð í sjáv arútveginum, er engu að síður Ijóst, að í framtiðinni verður í vaxandi mæli að treysta á auknar gjaldeyristekjur af ann arri starfsemi. Sú þróun, sem orðið hefur að undanförnu sýnir, að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar getur ekki áfram hvílt svo að segja eingöngu á einum atvinnu vegi, sjávarútveginum, en flest ar aðrar greinar notið verndar og góðra lífskjara í skjóli hans. íslendingar standa nú frammi fyrir því mikla verkefni að gera iðnaðarframleiðslu lands- ins samkeppnishæfa, ekki að- eins á innanlandsmarkaði, held ur einnig erlendis. Þetta verður hins vegar aldrei gert, nema á grundvelli gengis, sem er hag- stætt innlendri framleiðslu, þannig að hún geti vaxið og dafnað án óeðlilegra tollvernd ar- Með almennri örvun at- vinnustarfsemi og auknu svig rúmi í gjaldeyrismálum er þess loks að vænta, að gengis- breytingin geti átt mikilsverð an þátt í því að bæta atvinnu- ástandið og koma í veg fyrir samdrátt framleiðslu og fram kvæmda og þá alvarlegu aukn- ingu atvinnuleysis, sem nú virð ist framundan, ef ekkert er að gert. Þessi og önnur markmið gengislœkkunarinnar munu þó því aðeins nást, að hagstæðum áhrifum hennar á starfsemi at- vumuveganna verið ekki eytt með hækkunum kaupgjalds og innlends framleiðslukostnaðar. Hjá því verður ekki komizt, að svo mikil gengislækkun hafi í för með sér ýmsa erfiðleika og komi í fyrstu við hagsmuni margra aðila. Engu að síður verður að vona, að hún valdi ekki sundrung og dýrkeyptum kjaradeilum, heldur verði mönn um hvatning til þess að gera sameiginlegt átak til þeirrar framleiðsluaukningar og verð- mætasköpunar, sem ein getur búið íslenzku þjóðinni bætt lífs kjör í framtíðinni. Gæti þá vel svo farið, að þjóðarbúið nái sér fyrr eftir undanfarna erfið leika en flestir þora nú að gera sér vonir um.“ Á blaSamannafundi Seðlabankans i dag. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóH fyrir miðju, og hægra megin við hann er Davíð Ólafsson (Tímamynd G. E.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.