Tíminn - 12.11.1968, Síða 8
8
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 12. nóvember 1968.
„Ýli þín af sul
arlaus fyrir næsti
Sagt frá nýútkominni bók Guðlaugs
Guðmundssonar, Reynistaðabræðrum
Á miðjum Kili getur að líta allmikið af beinum, sem liggja þar á víð og dreif í brekku
við hól í hrauninu. Þessi bein týna reyndar tölunni með ári hverju, enda eru þau orðin
allmörg árin, sem þau hafa legið þarna. Bein þessi munu vera leifar af fé og hrossum,
þeirra Reynistaðabræðra úr Skagafirði, sem urðu úti þarna í öræfunum, ásamt mönnum
sínum og skepnum fyrir nær tveimur öldum. Höfðu þeir farið suður til fjárkaupa eftir
niðurskurðinn vegna fjárkláðans, sem hingað barst á síðari hluta 18. aldar. Gengu þeim
seint fjárkaupin og urðu úti á norðurleið.
Það er áhrifamikil sjón ferða-
manni að virða fyrir sér bein
þessi, og flestum verður tíðhugs-
að um hvaða sögu þessar göml j
menjar hafi að geyma meðan v'ð-
dvöl er höfð við hraunhólinn, sem
nú er nefndur Beinahóll. Við, sem
komum á Kjöl á miðju sumri get
um ekki varizt þeirri hugsun, að
öræfafegurðin muni hafa nokkuð
annan og kuldalegri svip að haust
og vetrarlagi í hríðarveðrum. Og
ef jarðneskar leifar veslings dýr
anna, sem þarna urðu að láta líf
ið, hefðu mál, þá hefðu þær ugg
laust óhugnanlega sögu að segja
Og senn verða ekki þessi gömlu
bein til að minna okkur á örlög
bræðranna frá Reynisiað og fylgd
arliðs þeirra. Margur ferðamaður
teKur heim með sér hrosslegg eða
kjálka úr kind til minningar um
komu sína á þennan sögufræga
stað, og þannig hverfa þau eitt
af öðru.
Já, mörgum hefur orðið tíð-
hugsað um afdrif Reynistaða-
bræðra en um þau eru slitróttar
og ósamhljóða frásagnir. Einn af
þeim mönnum, sem snemma urðu
sagnirnar um afdrif leiðangursins
hugstæðar, er Guðlaugur Guð-
mundsson, verzlunarmaður og höf
undur barnabókarinnar Vinir dýr-
ajina. Hann fékk ungur áhuga á
aö sjá staðinn þar sem leiðangur
inn á að hafa orðið úti fyrir nær
tvöhundruð árum, en þó varð
það ekki fyrr en fyrir nokkrum
árum að hann kom á Beinahól í
fyrsta sinn, þá full-orðinn maður
Strax þá á heitum sumardegi fékk
hann mikla löngun til að kanna
sögu þessa atburðar, og ákvað
liann að kynna sér allar fáanlegar
sagnir um hann. Eftir að Guðlaug
ur fór að kynna sér þessar gömlu
heimildir fór hann að velta því
fyrir sér, hvort hann gæti ekki
skrifað bók um þennan atburð.
Ákvað hann að reyna það og nú
rúmum þremur árum síðar er
árangurinn kominn í ljós, nýút-
komin bók, sem ber nafnið Reyni
staðarbræður.
Guðlaugur hefur stuðzt við þær
beimildir, sem hann taldi beztar
og mest við Söguþætti Gísla Kon-
í áðssonar. Þá hefur hann talað við
gamla menn, einkum úr Hreppum,
sem kunnu ýmsar sögur af veru
Reynistaðarbræðra þar sunnan-
lands, sem ekki hafa birzt á prenti
fyrr. Þegar heimildir þraut og sér
staklega þegar segir frá atburð-
um þeim er í óbyggðum gerast
styðst Guðlaugur við eigin hug-
leiðingar um atburðarásina og
endalok mannanna. Hefur hann
leitazt við að brúa bilið mill
þeirra sagnapunkta sem geymzt
hafa svo úr verði samfelld saga.
Guðlaugur byggir einnig frásögn
sína að nokkru ieyti á eigin
reynslu, því að hann tók þátt í
hliðstæðum fjárrekstp á kreppn
árunurn Rak íann þá ásamt fleiri
mönnum 700 lömto úr Vatnsdal
suður heiðar fyrir Ok að haust-
lagi Var það 10 daga rekstrar
leið.
Á aí'ari kápusíðn er kort af leið
þeirri sem rekstrarmenntrnir
munu líklega hafa farið allt fró
efstu bæjum í Hreppum sem pa
voru í byggð norður til Beinahóls.
Þá er í bókinni æftartaia Revni-
staðarbræðra eftir Bjarna Jónas-
son, bónda á Eyjólfsstöðum i Vatns
c'al. Halldór Pétursson het'ur teikn
að myndir við söguna en auk þess
eru ljósmyndir frá þeim slóðum
á Kili þar sem leiðangurinn á að
hafa orðið úti. Að öðru levti skipt
ist bókin í þrjá kafla auk eftir
Guðlaugur GuSmundsson
mála, nefnast þeir Reynistaðabræð
ur, Jón Austmann, Reynistaðar
Grána.
Sagan hefst norður í Skagafirði
árið 1780 en þar bjuggu þá á hinu
forna höfuðbóli og klausturjörð,
Reynistað, Halldór Bjarnason Ví-
dalín, klausturhaldari, og kona
hans, Ragnheiður Einarsdóttir.
Bæði voru þau h]ón stórrar ættar
og auðug að fé. Og var Ragnheið
ur skörungur mikill, gáfuð og
framkvæmdasöm og hafði ekki
minni forystu um búsýstu en bóndi
hennar.
Þau hjónin áttu margt barna,
en aðeins tveir synir þeirra koma
við sögu. Sá eldri hét Bjarni og
var um tvítugt. Er honum lýst
sem fríðleiksmanni, mannvænleg
um og glaðlyndum, en orðhvatur
var hann og mesti æríngi. Urðu
glettur aans stundum fullgráar, og
urðu tveir pi estar til þess að spá
honum illra örlaga er þeir reid.i-
ust honum fyrir tiltæki hans.
Hljóðuðu báðir spádómarnir á þá
leið, að Bjarni ætti eftir að deyja
úr sulti.
Yngri sonurinn, Einar, var 11
ára. Honum er lýst sem ein’stökum
efnispilti, gáfuðum, stilltum og
ljúfum. Þótti öllum vænt um hann'
er honum kynntust.
Jón Austmann, hét ráðsmaður á
Reynistað og var hann skyldur
Halldóri bónda. Getið er um, að
ekki verði Jón talinn göfugmenni,
drengskapar- eða tilfinningamaður.
Hann haifi verið skapharður og
óvæginn og oft bætt lítið um fyr
ir kotungum og klausturlandset-
um. Þrátt fyrir þessar staðhæfing
ar er Jón engan veginn ógeðfelld
ur í sögunni. Hann er mikill fyrir
sér og hið mesta karlmenni. Þeg
ar erfiðleikarnir steðja að finnur
hann mjög fyrir þeirri ábyrgð að
honum beri að koma leiðangrin
um heilum heim og fyrir kemur
að þessi harðgeri maður finnur
fyrir viðkvæmni og vöknar um
augu.
Sagan segir frá því, að mikil
fjárfæð er á Norðurlandi eftir a'ð
niðurskurði lauk 1779. Sumarið eft
ir 1780 hugðust Reynistaðahjón
endurnýja fjárstofn sinn, og
sendu Bjarna, son sinn, og
Jón Austmann suður á 1 andi til
fjárkaupa. Voru þeir vel útbúnir
og höfðu með sér nokkra klyfja-
hesta, sem báru m. a. drjúga sjóði
í silfurpeningum og smáðuðu
silfri, sem kvensilfri, en'á þessum
tíma var algengt að slíkir gripir
væru notaðir sem gjaldmiðill.
Seint um sumarið sendu þau
Reynistaðahjón tvo menn suður til
að aðstoða Bjarna og Jón við fjár
kaupin. Annar var landseti þeirru
Sigurður á Daufá en hinn Einar
sonur þeirra. Hjónin urðu ekki á
eitt sátt um að senda Einar í fór
þessa. Halldóri /arnst hann of
ungur, komið væri fram á haust og
allra veðra von. En Ragnheiður
vildi að Einar færi. Hún taldi að
hann mundi auðvelda þeitr. félög i
um fjárkaupin og auk þess væri j
hann stór og þroskaður og hefði
aldrei orðið misdægurt. Leiðangur j
inn ætti að geta lagt upp norður
aftur strax úr fyrstu réttum og I
Jón Austmann ríður frá Reynistaðabræðrum.
þá væri vetur enn ekki genginn í
garð. Varð það úr að Ragnheiður
réði þessu.
Einar var engan veginn fús tii
fararinnar. Hann var skyggn og
hvað eftir annað er því lýst, að
hann hafi verið sannfærður urn
að enginn mundi aftur koma úr
þessari för.
Þeim fjórmenningum gekk öll-
um vel suður bæði þeim er fyrr
fóru og síðan Einari og Sigurði.
Fóru þeir víða um Suðurland og
gengu fjárkaupin ekki vel í fyrstu
en úr rættist er Einar kom í hóp
inn. í Vestur-SkaftafeUssýslu
gengu fjárkaupin betur því að
þangað hafði fjárkláðinn aldrei
komizt og því meiri fjárstofn.
Ýmsum atburðum er lýst, sem
gerðust meðan Reynistaðamenn
dvöldu sunnanlands, og þótti sunn
anmönnum mikið til gjörvileiks
þéirra koma. Margoft kom það
fyrir að reynt var að koma í veg
fyrir að leiðangurinn héldi norður
Kjöl, en dvölin syðra hafði orðið
lengri en til stóð og kominn nóvem
ber. Einkum urðu ýmsir til að
bjóða Einari litla að dvelja hjá
sér um veturinn, en hann var kvíð
inn og enn jafn sannfærður um,
að enginn þeirra kæmi heim úr
þessari ferð.
En allt kom fyrir ekki. Reyni
staðarmenn voru ákveðnir að kom
ast norður. í dögun mánudaginn 6.
nóvember var lagt af stað. Átta
bændur úr Hreppum fylgdu Stað
armönnum áleiðis, og þá háfði
ungur maður Guðmundur Daða
son ráðist til farar með þeim norð 1
ur. Svo nú voru þeir 5, mennirnir
sem ætluðu norður Kjöl. Sunnan- j
menn fylgdu Reynistaðarmönnum
vestur yfir Jökulfallið, en síðan
skildu leiðir. Var þá kominn mð-
vikudagur. Hrepptu Sunnlending
ar ill veður á leið heim, en veður
hélzt lengur allgott í óbyggðum.
En útlitið var ekki gott og eitt
hvað síðar skall óveðrið einnig á
þá norðanmenn. Komust þeir al-
drei lengra en að hraunhólnum.
Næsta vor fundust l£k þeirra
Sigurðar á Daufá og Guðmundar
Daðasonar í tjaldi þeirra félaga.
Lík Reynistaðarbræðra og Jóns
Austmanns fundust ekki. Um vor-.
ið fann kona mannshönd í vettling
við Blöndu. Á þumal vettlingsins
voru saumaðir stafirnir J. A., upp-
hafsstafir Jóns Austmanns. Og 65
árum síðar fundu Skagfir'ðingar
bein tvéggja manna í klettaskoru
skammt frá tjaldstað Reynistaðar
manna, voru það álitnar vera jarð
neskar leifar bræðranna.
Ýmsar getgátur hafa verið áð
því leiddar með hvaða hætti dauð
daga fimmmenninganna hefur bor
ið að. Þá hafa ýmsir talið að lík
bræðranna hafi verið rænd og
þau síðan falin. Því sennilega var
eitthvað eftir af silfrinu sem þeir
fóru með suður. Var þannig talin
fundin skýringin á því hversvegna
líkin tvö fundust á öðrum stað
mörgum áratugum síðar. Þá var
talið að maður einn hefði sézt bera
silfurhnappa, sem voru á fötum
Bjarna frá Reynistað Þótti það
styðja þá skýringu að um rán
hefði verið að ræða
Guðlaugur Guðmundsson er
ekki sammála þeim sögum sem
/ Framhald á 15. síðu.