Tíminn - 17.11.1968, Qupperneq 5

Tíminn - 17.11.1968, Qupperneq 5
8BNNUMGUE 17. nóvember 1968. TIMINN 5 vísu jaðrar hann við að vera einum of viðkvæmnislegur á stundum, en í heild er text- inn virkilega vel gerður. „Mamma ætlar að sofna“ er fjórða og síðasta lag plötunn- ar. Þetta sígilda og undur- fagra lag Sigvalda Kaldalóns þekkja allir, og ljóðið auðvitað líka, en það er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, hug stætt öllum þeim, er unna fögrum ljóðum. Undirleikurinn í öllum lög- unum er afar viðamikill og fjölskrúðugur, enda lig-gur við, að hér sé heil sinfóníuhljöm- sveit á ferðinni. Þar gefur að heyra fiðlur, blásara og harpsi- kord, svo eitthvað sé nefnt. Tii bragðbætis eru fengnir tveir liðsmenn úrr Fl-owers, Arnar Sigurbjörnsson, gítar- leikari, og Gunnar Jökuil, trommuleikari, hvoru tveggja úrvals hljóðfæraleikarar. Allar útsetningar gerði Si-gurður Búnar Hauksson, og hefur und- antekningalaust u-nnið þær eins og bezt verður á kosið, þótt verkefnið væri umfangs- mikið. Pétur Steingrimsson, tæknimaður hjá útvarpinu, annaðist hljóðritunina, oft hef ur Pétri tekizt vel, en sjaldan eins og núna, það er alveg stórfurðulegt, hvað hann get- ur unnið út úr þessum forn- gripum, sem nefnd eru hljóð- ritunartæki Ríkisútvarpsins. í heild er þessi hljómplata sú vandaðasta, sem TÓNA-útgáf- an hefur látið frá sér fara til þessa. Væntanlegar hljómplötur. Ég enda þáttinn með því að ræða stuttlega við hljómplötu- útgefendur. Næst á dagskrá hjá SG-hljóm plötum er barnaplata, upplýsti Svavar Gests. Hér er um að ræða barnasöngleikinn Litla Ljót, sem flutt var í sjónvarp- inu við mikla lukku, flutning- ur tekur um 14 mínútur. Hljóma-platan kemur út í kring um 25. nóvember, hélt Svavar áfram, þetta eru 12 lög, hljóð- rituð í stereo í London. Sex laganna eru eftir Gunnar Þórð arson, en Þorsteinn Eggerts- son samdi alla textana og er það sannkallað þrekvirki. Um mánaðamótin er meiningi-n að skella á markaðinn fimmtán laga jólaplötu með Ómari Ragn arssyni, það sem þar fer fram Gunnar Þórðarson hefur samið helming þeirra laga sem eru á væntanlegri plötu Hijóma. dóttir er meðal okkar beztu söngkvenna. Magnús Eiríksson hefur sam ið fyrstu tvö lögin og textana einnig, þetta er hvort tveggja með afbr'gðum gott framlag og eftirtektarvert. Magnús er vissulega laga- og textasmiður, sem ástæða er að hvetja til frekari dáða. Fyrra lagið nefn ist „Koma engin skip í dag“ og er afar fallegt. Textinn er harmi þrunginn og magnaður. Hann segir frá konunni, sem misst hefur mann sinn í hel- greipar hafsis: „. . .en síðan er hún undarleg, og syngur þennan brag, guð minn góð- ur, koma engin skip í dag.“ „Flóttamaðurinn“ lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu heyrn, en það vinnur á. Textinn fjall- ar um piltung, sem er að flýja að heiman, því hann fann ekki neina ástúð í foreldrahúsum. „Örlög mín“ er afar fallegt lag, en það er búið að þræl- spila það í óskalagaþáttunum, þá eingöngu í hljómsveitar- flutningi, undir sínu upphaf- lega nafni, Love is blue, en textinn og allur flutningur gæða það lffi á ný. Jóhanna Erlingsson hefur samið text- ann, og er enginn vafi á því, að þetta er eitt bezta framlag hennar á þessum vettvangi. Að Jónas Jónsson annast söngin á Flowers-plötunni. Afar vönduð plata með Kristínu Ólafsdóttur. er jólatrésskemmtun, og auð- vitað tekur Ómar að sér hlut- verk jólasveinsins, þetta er plata, sem allir ættu að hafa gaman af að hlýða á um há- tíðina. Síðasta platan frá SG- hljómplötum er 14 laga sálma- plata með Kirkjukór Akureyr- ar, hljóðrituð í stereo í Matt- híasarkirikju á Akureyri, hinn snjalli organisti frá Akranesi, Haukur Guðlaugsson, var feng inn gagngert norður til að annast orgelleikinn. er hljóð- ritunin fór fram. — Það standa vonir til að við getum sett hina margum- töluðu plötú með Flowers á markaðinn nú um helgina, sagði Pálmi Stefánsson hjá Tónaútgáfunni. Þessa dagana er verið að taka upp plötu með Erlu Stefánsdóttur, henni til aðstoðar verður sama lið og annast undirleikinn á plötu Kristínar Ólafsdóttur. Meðal laganna er „I only live to love you“, sem öðlazt hefur vinsældir í flutningi Cillu Black, ebki er endanlega á- kveðið, hvort platan verður sett á markað fyrir jól. Að- spurður gat Pálmi þess, að Póló, Erla og Bjarki kæmu fram í sjónvarpsþætti Tage Ammendrups n.k. laugardag, og flyttu f jögur lög. Beatles-albúmið kemur á markaðinn 22. nóvember, sagði Ólafur Haraldsson hjá hljóm- plötudeild Fálkans, það hefur að geyma tvær L.P. plötur, samtals 24 lög. Rolling Stones platan er væntanleg fyrir jól- Hljóðrituð hefur verið 16 laga plata, sem gefin er út af æsku- lýðsráði Hólastiftis í samvinnu við Fálkann. Hér er um að ræða helgimúsik, flutta af norð lenzku söngfólki, þar á meðal er Sigrún Harðardóttir. Þor- valdur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir, þá er einnig væntanleg fjögurra laga hljóm plata með Lúðrasveit Reykja- víkur. Þeir þættir, sem eftir eru af „Með á nótunum" fram að jól- um, gera ekki betur en að duga til umsagnar um þær inn lendu plötur, sem getið er hér að ofan, að viðbættri LP plötu Hauks Mortens, en þeim verð- ur ætlað misjafnlega mikið íiúm, eftir því hvers eðlis þær eru. Undanfarið hef ég sjallað um allar plötur Beatles, og meiningin er að svo verði einnig um næsta framlag þeirra, þó lögin séu ískyggilega mörg. í næsta þætti verður birt gagn- rýni um plötu Flowers. Benedikt Viggósson.. í febrúar 1967 gat ég þess hér í þættinum, að væntanleg væri hljómplata með Kristínu Ólafsdóttur. en þessi kornunga stólka hafði vakið allmikla at- hygli fyrir vandaðan flutning é lögum í þjóðlagastíl. Kristín hafði farið til Lund- úna, þar sem hljóðrituð voru mtíð henni átta lög fyrir UF- úfcgáfuna, en sú upptaka hefur aMred séð dagsins ljós á hljóm pietumarkaðinum, enda reynd ÍSt útgáfan meira byggð á stór biDotinum hugmyndum og bjart sýni, heldur en raunsæi og fj&rhagslegri getu. Um svipað leyti kom Kristín fram í sjónvarpinu og heillaði áhorfendur með seiðandi flutn ingi sínum og sérstæðum per- sónutöfrum. En nú hefur söngur hennar verið endurvakinn, bæði í sjón varpi og á hljómplötu. Platan barst mér „express" frá Akur- eyri í síðustu viku, frá TÓNA- útgáfunni. Flutningur Kristín- ar á þessum fjórum lögum er afar vandaður og erfitt að gera upp á milli laganna, hvað það snertir, en þó finnst mér hún ekki ná sömu innlifun og mýkt í raddbeitingunni og áður- Hvað sem því líður fer ekki milli mála, að Kristín Ólafs- BIFREIÐAEIGENDUR Vorurn að fá í rafkerfið: Dinamó og startaraanker, segulrofa, bendixa, spólur, kúplingar, fóðringar, kol o.fl. í Benz 220, 180 d, 190 d, 200 d, 319 d, 1113 Volvo, Scania Vabis o.fl. Einnig dínamóanker í: Austin, Ford Cortina, Ford Taunus, Gibsý, Hillmann, Land-Rover, Ópel o.fl. ítölsk úrvals vara. Sendum. BlLARAF s/f Borgartúni 19 (Höfðavík v/Sætún) Sími 24700 FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3 A 11. hæð Sölusími 22911 SELJENDUR Látið okkur annast sölu á fast- eignum yðar Áherzla lögð á góða fyrirgreiðslu. Vinsamleg ast hafið samband við skrif- stofu vora er þér ætlið að selja eða kaupa fasteignir sem ávallt eru fyrir hendi í miklu úrvali hjá okkur. JÓN ARASON, HDL. Fasteignasaia Málflutningur Þriggja- og fjögurra herbergja íbúðir. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Til sýnis og upplýsingar veittar á byggingarstað, írabakka 20 milli kl. 2 og 4 sunnudag. Jón Hannesson. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.