Tíminn - 28.12.1968, Side 1
Auglýsing i Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Gerizt áskrifendur að
Túnanum.
Hringið í síma 12323
283. tbl. — Laugardagur 28. des. 1968. — 52. árg.
Geimfararnir á þilfari Yorkstown að lokinni ferðinni til tunglsins, talið frá vinstri: Frank Borman, James A. Lovell jr. og Wiltiam A. Anders. (Símamynd—UPD.
GLÆSILEGT AFREK UNNID í
KONNUN HIMINGEIMSINS
Mikið afrek hefur verið unnið í geimrannsóknum með hinni glæsilegu ferð hinna bandarísku þremenn-
inga til tunglsins og umhverfis það. Nöfn þeirra verða skráð í sögunni við hlið nafna annarra mikilla og djarfra
könnuða frá þeim tímum, þegar menn leituðu landa á eigin hnetti. Þeir eiga það sammerkt með öðrum miklum
könnuðum að taka á sig mikla áhættu og bera sigur úr býtum. Mest var hættan er þeir þurftu að skjóta sér af
braut um tunglið, og svo, er þeir urðu að þjóta á ofsahraða inn í gufuhvolf jarðar. En útbúnaður þeirra var
góður og þrautkannaður, og útreikningar og stjóm stóðst prófið svo engu skeikaði. Þessi ferð á sér margar hlið-
stæður í sögunni, og henni hefur verið líkt við hnattsiglingu Magellans. Henni má einnig líkja við siglingu
Leifs heppna, er hann fann föðurland þeirra, sem nú halda á loft merki hinna miklu og mörgu könnuða, er
kenndu okkur að þekkja til hlítar eigin hnött. Eftir þessa ferð hafa jafnvel þeir, sem enn trúðu því að jörðin væri
flöt orðið að láta af trú sinni.
NTB-Houston-Yorkstown, föstud.
Þegar geimfarið kom inn í
gufuhvolfið var það á 39 þús.
kílómetra harða á klukkustund.
og fjarskiptasambandið við
strandstöðvar rofnuðu vegna
hitans sem loftmótstaðan mynd
aði á hitaskildi geimskipsins.
Geimhylkið með geimförun-
um þrem lenti á hafinu 1200
sjómílum fyrir suðvestan
Hawaii, nokkuð nákvæmlega á
hinu fyrirfram ákveðna lending
arsvæði. Geimfararnir voru
teknir úr geimhylkinu einum
og hálfum tíma eftir lending
una, eða eftir að lýsa tók af
degi þarna á Kyrrahafinu. Þeg
ar geimhylkið lenti á hafinu
rigndi aðeins, en skyggni var
ágætt. Ölduhæð var 5—6 fet.
Geimfararnir komu aftur til
jarðarinnar nákvæmlega sex
sólarhringum og þrem klukku-
stundum eftir að hin volduga
fimm þrepa Saturnus-eldflaug
skaut þeim út í himingeiminn
á hina 768 þúsund kílómetra
löngu ferð til tunglsins og til
baka aftur til jarðarinnar og
t£u hringi í kring um tunglið.
Stuttu eftir lendinguna til-
kynntu geimfararnir að allt
væri í lagi með þá. Átta mín-
útum fyrir lendinguna á Kyrra-
hafi heyrðist í Lovell í gegn-
um skruðningana frá geimfar-
inu: „Okkur líður öllum vel“
og þulurinn sem lýsti geimferð
inni í geimferðamiðstöðinni í
Houston í Texas, lýsti hljóðinu,
sem heyrðist frá geimfarinu
„sem reglulegu flugeldabraki"
Af og til heyrðust raddir geim-
faranna í gegnum þetta yfir-
gnæfandi flugeldabrak og þul-
irnir í Houston margendurtóku,
að fallhlífarnar þrjár, sem
geimhylkið sveif á síðustu
metrana, væru í góðu lagi. Og
skyndilega sögðu þulirnir um
borð í Yorkstown að þarna sæu
þeir geimfarið birtast á himn
inum, og hverfa siðan í sjóinn-
Þá voru á sveimi yfir svæðinu
fjórar þyrlur, auk björgunar-
flugvéla.
Johnson forseti Bandaríkj-
anna bauð geimfarana þrjá úr
Apollo 8. geimfarinu, Frank
Borman, James Lovell og
William Anders, velkomna til
jarðarinnar, eftir hina sex daga
löngu geimferð til tunglsins, —
og ferð, sem er lýst sem þeirri
bezt heppnuðu i sögu banda-
rískra geimferða.
Strax eftir að geimfarið hafði
lent á Kyrrahafinu, sást það á
radarskermum bandarísku her-
skipanna sem voru á lendingar
svæðinu. Geimfarið sást Iíka
úr þyrlu, sem var á flugi yfir
svæðinu.
Hitt í mark
Fljótlega eftir lendingu var
tilkynnt að geimhylkið hefði
lent í aðeins fimm kílómetra
fjarlægð frá Yorkstown, sem
var eins konar móðurskip þama
á lendingarsvæðinu á Kyrra-
hafi. Þaðan voru þyrlurnar,
sem fluttu geimfarana úr geim
hylkinu og um borð í skipið.
Geimhylkið flaut með réttan
enda upp, svo ekki kom til
kasta froskmanna, að snúa því
við í sjónum.
Lending Appollo 8 er sú
lang nákvæmasta sem gerð hef
ur verið af bandarískum geim
förum. Þegar geimhylkið lenti
á hafinu var það á 27 kíló-
metra hraða á Mst.
Um borð í fiugvélamóðurskip
icvu Yorktown var móttökuat-
höfnin undirbúin meðan geim
Framhald á bls. 3
BBMHBBi