Tíminn - 28.12.1968, Síða 13

Tíminn - 28.12.1968, Síða 13
TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Innan nokkurra daga taka handknattleiksmenn okkar að leika að nýju eftir nokkurra vikna hlé. Við gerum því hlé á knattspyrnuskrifum í bili og spjöllum um handknatt- leik í þættinum „Á vítateigi" á sunnudaginn. Tveir leikir á Valsvellinum á morgun. Þetta eru liðin, sem léku á sunnudaginn, unglingaliðið í fremri röð. Þessir piltar eru staðráðnir í að lyfta merki íslenzkrar knattspyrnu hátt á loft á næsta ári. Þórólfur aftur með landslsðinu Alf-Reykjavík. — Áfram knatt- spyrna! Knattspyrnumenn okkar fá enga hvild þessa dagana og kæra sig sennilega ekkert um hana. Á sunnudaginn fara fram tveir æfingaleikir á Valssvæðinu samtímis. Landsliðið leikur gegn Val á grasvellinum, en á malar- vellinum mætast KR og unglinga landsliðið. Báðir leikirnir hefjast kl. 2. Gerðar hafa verið nokkrar breyt ingar á landsliðinu fná síðasta leik, m.a. er Þórólfur Beck valinn á nýjan leik í liðið. Þórólfur hef- ur ekki verið með í tveimur síð- ustu leikjum. Hann átti að leika móti KR, en var þá veikur. Liðið, sem lék á móti KR, þótti standa sig svo vel, að ekki þótti ástæða til að breyta því mikið og lék Þórólfur því ekki með á móti ung lingaliðinu. Annars verður lands- liðið á sunnudaginn þannig skipað: Þorbergur Atlason, Fram Jóhannes Atlason, Fram Þorsteinn Friðlþjófsson, Val Halldór Björnsson, KR Guðni Kjartansson, Keflavík Ársæll Kjartansson, KR Hreinn Elliðason, Fram Þór'ólfur Beck, KR Hermann Gunnarsson, Val Eyleifur Hafsteinsson, KR Helgi Númason, Fram Vestmannaeyiiigurinii Sævar Tryggvason, lengst til vinstri, sækir hér að marki unglingaliðsins, en knött- urinn er vel geymdur í faiigi Harðar Helgasonar, markvarðar unglingaliðsins. (Tímamynd—Gunnar). Ungu liónin gáfu þeím eldrí ekkert eftír Landsliðið og unglingalandsliðið gerðu jafntefli, 1:1. menn leika með landsliðinu, þá Sævar Tryggvason og Sigmar Pálmason, en það eru tveir snjöll ustu framherjar Vestmeyja. Þeir sýndu góð tilþrif og sannar það, að Vestmannaeyingar slá ekki slöku við æfingar þessa dagana, þrátt fyr'ir einangrun. WWMM. Þórólfur Beck Þökk sé stjórn KSÍ fyrir að | eftir jólasteikina. Leikurinn olli bjóða okkur upp á jólaknatt- í ekki vonbrigðum og enn einu sinni i spyrnu. Leikur landsliðsins og getum við tekið ofan fyrir ung- I unglingalandsliðsins á annan í jól lingalandsliðspiltunum, sem gcrðu ' um, var eins konar eftirréttur jafntefli við a-landsliðið, sem er vel af sér vikið. Leiknum lauk með 1:1 og voru piltarnir fyrri til að skora. Marteinn Geirsson, skoraði í fyrri hálfleik, en Eyleif ur I-Iafsteinsson jafnaði fyrir lands liðið úr vítaspyrnu í síðari hálf- leik. Frammistaða unglingaliðsins var sérstaklega ánægjuleg. Þessi ungu Ijón gáfu þeim eldri ekkert eftir. Börðust frá fyrstu mínútu til hinn ar síðustu. Ef við sköpum þessum piltum verkefni við hæfi, þui’fum við ekki að óttast um framtíð ísl. knattspyrnu. Baráttuhugur þeirra er til fyrirmyndar og þeir leika góða knattspyrnu. Ekki er víst, að landsliðsmennirn ir hafi búizt við svona öflugri mót spyrnu. Var landsliðið frekar dauft í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik sótti það mun meira og skall hurð oft nærri hælum við Mikil'l mannfjöldi fylgdist með mark unglinganna. leiknum á sunnudaginn, örugglega ÁnæeiuleEt var að siá tvo Evia i Framhaid á bls. 15. Megum vara okkur á Spánverjum Nýlega för fram í Rúmeníu keppni milli nokkurra þjóða í handknattleik. Sigruðu Rúm- enar í keppninni, en Júgóslav- ar urðu í 2. sæti. Gerðu þessi lönd jafntefli í leik sínum 20:20 Meðal keppenda voru Spán- verjar og kom þeir á óvart með því að sigra Ungverja 19:15. Spánverjar eru í mikilli fram- för og mega ísl. handknattleiks menn vara sig á þeim, þegar þeir leika gegn þeim í Rvík í næsta mánuði. Knattspyrnufundur í Laugarásbíói f dag, laugardag, gengst mun flytja nokkur ávarpsorð. Knattspyrnufélagið Þróttur fyr Árni Ágústsson, formaður ungl ir knattspyrnufundi í Laugarás inganefndar KSÍ mun kynna biói fyrir yngri félagsmenn unglingastarf KSÍ. Örn Stein- sína. Þróttarar hafa smám sam sen mun kynna knattþrautir an verið að flytja starfsemi KSÍ og loks verður sýnd knatt sína inn að Sæviðarsundi, en spyrnukvikmynd. þar er framtíðarsvæði félagsins Eru allir ungir Þróttarar (16 Fundurinn 'í Lauga'rásbíói í ára og yngri) hvattir til að dag hefst kl. Í.30. Guðjón Sv. sækja fundinn og taka nýja Sigurðsson, formaður Þróttar, félaga með. FRAMLEIÐENDUR: .TIELSA, VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA OG JÓN PÉTURSSON HÚSGAGNA FRAMLEIÐANDI laEsiIalalalátalálalaEIalálslalalalalsIali Ieldhús- QUálaláláláláláSIálálálálálá Iáialá ífcKAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI % STAÐLAÐAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI OG ÖLL TÆKI FYLGJA # HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR ODDUR HF. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN KIRKJUHVOLI SÍMI 21718 og 42137 FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS ! KIRKJUHVOLI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.