Tíminn - 28.12.1968, Side 14

Tíminn - 28.12.1968, Side 14
14 TÍMINN LAUGART>AGTJR 28. (íesember 1968. GeimfariS í sjónum eftir lendingu. (Símamynd—UPI) MET SLEGIN km. á meðan þeir voru á braut umhverfis tunglið 24. des. Þeir urðu fyrstir allra til þess að komast á braut um- hverfis tunglið. Þeir urðu fyrstir til þess að fara út fyrir aðdráttarsvið jarðarinnar. Þeir urðu fyrstir til að !:om- ast inn á aðdráttarsvið tungls- íns. Þeir urðu fyrstir til að sjá dimmu hlið tunglsins. Þeir urðu fyrstir til að sjá tunglið í nálægð, eða um það bil 3000 sinnum nær, en menn- irnir hér á jörðunni sjá það. Október 1957: Sovétmenn senda upp fyrsta gerfihnött sinn — Sputnik 1. Nóvember: Sputnik 2 flutti tíkina Laika út í geiminn. Janúar 1958: Fyrsta gerfihnetti Bandaríkj- anna, Explorer, skotið á loft. Apríl 1961: Sovézka geimfarinu Vostok 1 skotið á loft, innanborðs var fyrsti maðurinn, sem út í geim inn fór, Jurí Gagarín. Maí: Alan Shephard skotið út í gciminn. Febrúar 1962: John Glenn fer þrjá hringi um- hverfis jörðina. Júní 1963: Fyrsti kvengcimfarinn, Valen- tina Tereshkova, er í 48 klst. á ferð umhverfis jörðina í Vos- tok 6. Október 1964: Fyrsta sovézka geimfarið Vos- tok, sem rúmaði fleiri en einn geimfara flytur þrjá menn út í geiminn. Marz 1965: Sovézki geimfarinn Aleksej Leono'v varð fyrstur allra til þess að bregða sér í gönguferð úti í geimnum. Júní: Bandaríski geimfarinn Edward White gengur í geimnum. Desember: Tvö bandarísk Gemini-geimför hvort um sig með tvo geimfara innanborðs, mætast í geimnum. Aðeins um 30 cm voru á milli geimfaranna. Vigfús ísleifsson, bóndi, Flókastöðum, Fljótshlíð, lézt að heimili sínu 25. þ.m. Jarðarförin verður auglýst sígar. Vandamenn. Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, Hallfríður Jónasdóttir, Hraunbæ 98, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. desember kl. 1,30. Þeir, sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beðnir um að láta þá félagsstarfsemi sem hún lét sér annt um, njóta þess. Brynjólfur Bjarnason Elín Bryn jólfsdóttir Gottfred Westergaard. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Arnlaugar Samúelsdóttur, fyrrverandi húsfreyju á Seljalandi. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Marfa Kristjánsdóttir, Sigurður Jónsson Sigríður Kristjánsdóttir, Hálfdán Auðunsson, Ólafur Kristjánsson, Guðrún Helgadóttir, Þuríður Kristjánsdóttir, Guðjón Einarsson, Svanlaug Sigurjónsdóttir, Guðni Jóhannsson, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Andrés Ágústsson, Magnús Kristjánsson, Laufey Guðjónsdóttir og barnabörn hinnar látnu. OTTESEN Framhaiö a: bls 16 ár alls á 52 þingum eða lengur en nokkur annar maður allar götur síðan Alþingi var endureist 1845. Á þingi kvað svo að honum, að hann hlýtur að teljast í hópi þing skörunga. Hann var góðviljaður. Hann naut óvenjulegst trausts í heimahéraði sínu langt út fynr stjórnmálasamstöðu og jafnan kos inn þar með yfirgnæfandi meiri- hluta. Hann var kjördæmi sínu traustur fulltrúi. Fjölmörg ti-únaðarstöi-f voru falin honum, og uinstakt mun, að hann sat í stjórnum meginsamtaka tveggja höfuðatvinnuvega lands- manna, landbúnaðar og sjávarút- vegs, mjög lengi. í sjálfstæðismálum þjóðarinnar var hann jafnan í fararbroddi, með an þau voru efst á baugi, og undi aldrei hálfum sigri. Hann beitti sér á efri árum fast að endur- heimt íslenzku handritanna, og hon um var mjög í mun að gera gild andi fornan samríkisrétt íslands og Grænlands. Landhelgismálið var honum hugleikið baráttumál. Þótt Pétur væri alla tíð Sjálfstæðis- flokksmaður, var afstaða hans til mála ætíð mjög sjálfstæð og persónuleg, og hann gerði oftar en einu sinni opinberan ágreining við flokksforystuna. Pétur Ottesen var kvæntur Petrínu Helgu Jónsdóttur frá Káraneskoti í Kjós. Hans mun nánar verða getið í íslendingaþáttum Tímans. Nærmynd af mánanum, jörðin sést í fjarska. ÓEIRÐIR Framhald af bls. 16. stað frá Austurvelli og gekk und ir fánum og spjöldum beint í flas- ið á fjölda lögreglumanna, sem höfðu raðað sér þvert yfir endann á Austurstræti við Lækjargötu. Fjöldi manns varð vitni að þegar fylkingunum laust saman. Stóðu lögreglumenn fast fyrir en urðu að hörfa í fyrstu undan þunganum og bai'st þá liðsauki og þokaðist nú þvagan niður í Austurstræti aft ur. Einkennishúfur lögregluiþjón- anna flugu eins og skæðadrífa um loítið og fánastengur, spjöld og kylfur voru á lofti.. Margir göngu manna komust aftur fyrir varnar- vegg lögreglunnar og upp í Banka strætið en héldu þó ekki áfram göngunni heldur reyndu að ryðj- ast aftur fram fyrir lögregiuþjón- ana til að ryðjast að þeim framan- frá aftur. Svona var þvælst um fram og til baka í nær 40 mínúttir. Spjöld og fánar voru lengi vel á lofti en fækkaði ef.tir því sem á leið og sama er að segja um húfur lög- reglumanna. Eins og fyrr segir var fjöldi manns í miðbænum í verzlunarer- indum og lentu margir vegfarend- ur í stimpingum, sumir óvart, en aðrir til að taka þátt í bardagan- um. Sumir reyndu að veita lögregl unni lið, en það var heldur illa þegið og þótti lögreglumönnun- um orðin erfið aðstaða að þurfa bæði að fást við göngumenn og vernda þá fyrir mönnum sem vildu aðstoða verði laganna. Talsverð hætta var á að þarna træðist fólk undir, en svo varð ekki. Einkenn- ishúningur sumra lögreglumann- anna voru illa leiknir eftir að- gerðirnar. M.a. voru skorin klæði utan af einum lögregluiþjóni. Var sá sem hafði hnífinn á lofti hand- tekinn. Forsprakkar göngumanna voru sumir hverjir handteknir fljót- lega og um síðir komst ró á. Alls voru 12 menn handteknir. Var þeim haldið fram yfir miðnætti og sleppt siðan. Hafa þessir menn verið kærðir til sa'kadómara fyrir sakir sem þær að sparka í lögreglumenn, ber'ja þá og hræ'kja á þá og skemma einkennistoúninga Nókkrir vegfarendur urðu fyrir meiðslum, sumir af völdum lög- reglumanna, en þetta fólk lenti inni í þvögunni, mest fyrir for- vitni og óaðgæzlu. Nokkrir aðilar hafa komið á lögregluvarðstöðina til að kæra lögregluna fyrir mis- þyrmingar á sér. Var þeim vísað til sakadómara með kærurnar. í dag hafði embættinu ekki toorizt neinar kærur frá þessu fólki. KYRRLÁT Framhald af bls. 16. kvatt út, en hvergi var um al- varlega bruna að ræða. Á Akureyri voru hvít iól hald in í stillu og Jöluverðu frosti. Hátfðin fór hið oezta fram, kirkju sókn var mikil, jg ekki urðu veru leg óhöpp jóladagana. Þó var slökkvilið Akurevrar kvatt að Fjólugötu 5 á jóiadag. Þar hafði kviknað í eldhúsrofti. os þrátt fyr ir að slökkvistarfið hefði gengið vel, urðu allmiklar skemmdir af eldi og vatni. Fvri? hádegið á að fangadag urðu fimm minniháttar árekstrar í umferðinni um mið bæinn, sem var gríðamikil. Á jóladag urðu einnig smáárekstrar. skemmdir á bílum urðu litlar, og engin meiðsli á mönnum. Ljósadýrð var í Akureyrarhöfn um hátíðina, því skip SÍS, Helga- fell og Dísai-fell og Mánafoss Eim skipafélagsins voru þar stödd. Nokkrir síldarbátar láu einn'g í höfn, A'kureyrarbátarnir Súlan og Snæfell og slangur af aðkomu bátum. Allir Akureyrartogararnir voru á veiðum um jólin. Nú standa jólaböll barnanna yfir, og ára- mótaundirbúningun er í fullum gangi. Leyfi hefur verið fengið fyrir 17 áramótabrennum hjá lög reglunni á Akureyri. Þær stærstu verða á Klöppunum við Þórunn- arstræti, og Krókeyri fyrir innan bæ og á auðu ^væði á Oddeyri, skamm't frá Slippstöðinni. ÞREFALT SYSTKINA BRÚÐKAUP Þ.Þ.-Reykhólum, 9. des. 1968 Á sunnudaginn var haldið þre- falt systkinabrúðkaup á Brjáns- læk á Barðaströnd. Gifti þá Guð- mundur Einarsson, bóndi á Brj«Ans læk 3 dætur sínar þrem bræðr- um, og eru þeir synir Þórðar Njálssonar, bónda og kennara á Auðkúlu. Prófasturinn í Barðastrandar- sýslu, séra Þórarinn Þór á Reyk- hólum vígði brúðhjónin í kirkj- unni á Brjánslæk að viðstöddum nær hálft hundrað gestum. Flaug hann vestur á Barðaströnd á laug ardag með flugvél frá Flugþjón- ustu Björns Pálssonar, sem kom til Reykhóla með lækni úr Reykja vík. Að lokinni hjónavíxlunni var efnt til veglegrar brúðkaupsveizlu á heimili Guðmundar Einarssonar og konu hans Theódóru Guð- mundsdóttur og var þar vel veitt i mat og drykk og stóð veizlan langt fram á nótt við glaum og gleði. Brúðirnar heita í aldursröð: Hildigunnur Guðmundsdóttir, sem giftist Hreini Þórðarsyni; Ragn- hildur Guðmundsdóttir, sem gift- ist Sigurði Þórðarsyni og flytjast þær með.eiginmönnum sínum norð ur í Auðkúlu, þar sem bræðurn- ir báðir eru bændur. Yngsta dótt irin, Hildur Inga Guðmundsdóttir giftist Þorkeli Þórðarsyni og verð ur heimili þein-a fyrst um sinn á Brjánslæk.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.