Tíminn - 28.12.1968, Síða 15

Tíminn - 28.12.1968, Síða 15
LAUGARDAGUR 28. desember 1968. Climex Gólfteppahreinsun vanir menn með margra ára reynslu. Einnig vélahrein- gerning. ÞRIF. Símar 82635 • 33049 Bjarnj — Haukur. I Þ R Ó T T I R Framhald ai bls. 13. á annað þúsund manns. Er ekki fráleitt að álykta, að um 5—6 þús. manns hafi sótt þessa fyrstu æf- ingaleiki landsliðsins og þarf knatt spyrnan ekki að kvarta undan því, að hana skorti fylgjendur. Annars er ástæða að benda fólki á að koma vel búið, því mönnum get- ur orðið býsna kalt að standa og horfa á knattspyrnu í 6—7 stiga frosti. Á VÍÐAVANGI nú. Um leið og menn undrast og dást að hinu mikla vísinda- afreki Bandaríkjamanna og á meðan menn bíða eftir næsta afreki Rússa á þessu sviði, þá skulu menn leiða hugann að eymd mannkynsins. Ef þau orð hins bandaríska geimfara, er hann mælti til jarðar utan úr geimnum, að frá hans bæjar- dyrum séð væri það fáránlegt að mennirnir gætu ekki búið í sátt og samlyndi á þessari plá- netu, verða leiðarljós ráða- manna heimsins og mannkyns- ins alls á næstu árum og ára- tugum, þá hefur þessi geimferð ekki verið til einskis farin. Þau orS kunna að gleymast þegar „gladiatorum geimsins“ verður hampað á næstu dögum. En menn ættu að hafa þau í huga, þegar reikningurinn verð ur gerður upp og menn komast að því, hvað það kostaði mikið fé að fá þessa undrunaryfir- lýsingu utan úr geimnum.. — Tjeká. VlfJTAL VIÐ GUMNAR í LEIFTRI Fra.nhald ai b síðu möllestræde í Kaupmannahöfn og komst þar að því, hvað Dan- ir höfðu lítið vit á ísl. þjóð- lögum, er hann fann stafla af hinu mikla þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar prests á Siglufirði uppi á geymslulofti hjá Möller. Þegar Gunnar fal- aðist eftir eiutaki af safninu, sögðu Danir, að hann mætti hirða stafiann, þetta væri ösku haugamatur hvort eð væri. Hið sanna átti þó eftir að koma á daginn, því mörg seinni tíma tónskáld íslenzk hafa skoðað í kistu séra Bjarna og ausið hressilega úr safni hans í verk sín. Árið 1929 varð Gunnar prent smiðjustjón ísafoldar og að ári liðnu var honum boðinn hlutur í fyrirtækinu. Prent- smiðjan var litil, er hann tók við henni, en á næstu árum stækkaði hún hröðum skrefum samfara því, sem bókaútgáfa ísa foldar iókst Enda er það skoð un Gunnars að erfitt sé að reka prentsmi'ðju án þess að hafa stuðning af blaði eða bóka útgáfu. En hvernig var bókmennta- smekkur manna, ætl: hann hafi verið eitthvað líkur því sem hann er í dag? — Það voru ljóðabækur og rómanar, sem gengu hvað bezt út. Þá var ljóðlistin enn á því stigi, að menr. höfðu gaman af að lesa og iæra ljóð. Jóhann Jóhannesson, kallaður próki, af því að hann fékkst við fast- eignasölu, kynntist nokkuð spennandi neðanmálssögum í Lögbergi og Heimskringlu gegnum bróður sinn, sem bjó Vestanhafs, Sigurð Júl. Jóhann- esson, skáld. Þetta æxlaðist þannig, að Jóhann fór að gefa út Kapitólu og allmargar bæk- ur á borð við þá geysivinsælu sögu. Próki hagnaðist vel á þessari útgáfu, en ekki leið á löngu þar til hann var harð- lega gagnrýndur fyrir hana. Breytti hann þá til og hóf að gefa út ljóðabækur í viðhafn- arútgáfu eins og það kallast nú. Fyrsta bókin í þessu formi var IjóSasafn Rristjáns Jón- sonar, Fjallaskálds, og var skrautrammi um kvæðin á hverri síðu bókarinnar. Þetta gerði mikla iukku. Fyrir utan ljóðabækur og reifara voru bibl ían, Passíusálmarnir og sálma- bækur gefnar út reglulega, með sama góða árangrinum. Valtýr Stefánsson, ritstjóri, skrifaði afmælisgrein um Gunn ar fimmtugan í Morgunblaðið. Líkti hann Gunnari við útsynn inginn, sem alltaf er nokkúð um hleypingasamur, ýmist með skini, skúrum eða éljagangi, eftir því á hvaða árstíma hann blæs. — Það hefur alltaf verið út- synningur í mér, öll þessi 75 ár. Maður er ofinn og spunn- inn úr misjöínum þráðum og skapgerðin mótast af því, hvaða þræðir liggja á yfirborðinu og trana sér fram í dagsljósið. Og veilurnar eru eins og lykkju- föll á vel spunnum þræði. En kannski er útsynningurinn bæði mitt lykkjufall og minn sterki þráður, alla vega hefur mér alltaf þótt þetta góð lýs- ing á mér hjá Valtý. Árið 1955 lét Gunnar af prentsmiðjustjórn í ísafold og keypti litla prentsmiðju, Leiftur, sem í fyrstu var til húsa í kjallaraholu í Þingholts- stræti. Að tveim árum liðnum fluttist Leiftur þaðan inn í Höfðatún 12 og þar reis á skömmum tíma rúmgott og hentugt prentsmiðiuhúsnæði. Starfsemi Leifturs og útgáfu Gunnars þar þarf ekki að kynna. Gunnar Einarsson í Leiftri hefur frá mörgu að segja. skyldi hann vera byrjaður á æviminningunum, að hætti svo margra merkismanna. — Ég hef ekkert hugsað um 1 mína ævi enn. Mér finnst hreint ekki, að mínu æviskeiði sé að ljúka, ég kenni mér einsk- is meins og starfsþrekið er ekki tekið að bila enn. Margir hyglast til að hugsa um liðna tíð, er starfsdeginum tekur að halla, en ég held hverjum manni sé tjón af að hætta að vinna og lifa í samtímanum fyrr en hann finnur sig vera farinn að bila. Vinnan er bezti heilsugjafinn og hún ein held- ur í við elli kerlingu. Um ævi- minningar minar verður ekki að ræða, ég held ég láti afmæl- isspjöllin duga. Einar Karl. Sinfóníuhljómsveit fslands 7. fónleikar í Háskólabíói mánudaginn 30. des. kl. 20,30. Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikari: Einar Vigfússon, eelloleikari. Flutt verða verk eftir Mozart, Boecherini og Stravinský. Nokkrir aðgöngumiðar hjá BlÖndal. TÍMINN Djengis Khan íslenzkur texti. Hörkuspennandi og viðburða- rík ný amerísk stórmyad í Panavision og Technicolor. Omar Sharif, Stephen Boyd, James Mason. Sýnd kl. 5 og 9 Hvað gerðir þú í stríðinu, pabbi? (What did you do in the war. daddy?) Sprenghlægileg og spennandi. ný, amerísk gamanmynd í lit- um. James Coburn. Sýnd kl 5.15 og 9. Órabelgirnir Afbragðs tjörug og skemmti- leg ný, amerisk gamanmynd í litum, með Rosalind Russel, Hayley Mills fslenzkur texti. Sýnd kL 5, 7 og 9 JÆJARBíP Siml 50184 Fegurðardísin, Gyðja Dagsins (Belle de Jour) Áhrifamikil frönsk stórmynd í litum, gerð af snillingnum Luis Bunuel. Verðlauna- mynd, sem hvarvetna hefur hlotið metaðsókn. Aðalhlut evrk: Catheriue Deneuve Jean Sorel Michael Piccoli Francisco Rabal — íslenzkur texti — Sýnd kl. 9 Ormurinn Rauði Spennandi litmynd um hctjur og bardaga. Sýnd kl. 5. Slmi '1544 Vér flughetjur fyrri tíma (Those Magnificent Men in treir Flying Machines) Sprenghlægi’leg amerísk Cin emaScope litmynd, sem veitir fólki á öllum aldri hressilega skemmtun. Stuart Whitman Sara'h Miles og fjöldi annarra þekktra úr- valsleikara. Sýnd kl. 5 og 9 GAMLA BtO | Sfml 11475 Ferðin ótrúlega (The Incredible Journey) Ný Walt Disney-mynd í litum með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Angelique og soldáninn Mjög áhrifamikil ný, frönsk kvikmynd í litum og Cinema Scope. — fsl. texti. — Michele Mercier Robert Hossein Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5 og 9 Eltingaleikurinn (Follow that Camel) 8/tXO'jows me OIÆWO//' Berzk gamanmynd í litum frá Rank. — íslenzkur texti — Aðalhlutverk: Phil Silvers Kenneth Williams Jim Dale Sýnd kl. f, 7 og 9 15 ÞJOÐLEIKHUSIÐ DELERÍUM BÚBÓNIS, í kvöld kl. 20 SÍGLAÐIR SÖNGVARAR, sunnudag kl. 15. PÚNTILA OG MATTI sunnudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Sími 1-1200. MAÐUR OG KONA í kvöld YVONNE sunnudag Næst síðasta sýning. Aðgöngumðasalan i iðnO e.r optn t’rá kl 14 strrd 13191. LITLA LEIKFÉLAGIÐ, TJARNARBÆ EINU SINNI Á JÓLANÓTT Sýning í dag kl. 15. Aðgöngumiðasalan í Tjarnar- bæ er opin frá kl. 13,00- — Sími 15171. Sími 50249. Frede bjargar heimsfriðnum Bráðskemmtileg dönsk mynd í litum. Úrvalsleikarar. sýnd kl. 5 og 9 LAUGARAS Slmar 32075, og 38151 Madame X Frábær amerísk stórmynd í litum og með ísl. texta. Sýnd kL 5 og 9 Tónabíó Slm iliBV Rússarnir koma ísleu/.kiir texti. Víðfræg og suiildar vel gerð. ný, amerísk gamimmynd í lit Alan Arkin. Sýixi kL 5 og 8. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.