Tíminn - 07.01.1969, Page 9

Tíminn - 07.01.1969, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. janúar 1969. TIMINN s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán Innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. Isinn nálgast Norðanáttin ber heljarkuldann norðan úr Dumbshafi inn yfir landið þessa dagana, og jafnframt nálgast haf- ísinn jafnt og þétt. Vitað var, að óvenjulega mikill haf- ís er nú norðan íslands og liggur í samfelldri breiðu austur með Norðurlandi en þó var nálægð ísrandarinnar ekki meiri en oft og einatt áður framan af vetri. Hins vegar er nú meginísinn miklu kyrrstæðari en oft áður vegna þess hve hafsvæðið er fullt af ís. Enginn vafi er á því, að við erum nú staddir á miðju ístímabili. Þó er engan veginn víst, að ís reki að land- inu endilega í vetur. Á slíkum ístímabilum geta kom- ið íslausir vetur. Hins vegar verður hiklaust að gera ráð fyrir ísalögum við landið eigi að telja nokkra frambæri- lega fyrirhyggju ráðandi. Síðustu dagar hafa sýnt að slíkt er ekki þarflaust. Grímseyingar hafa nú hafísinn við fjöruborð. Hann er skammt undan Horni, svo að siglingaleið getur teppzt hvaða dag sem er héðan af. Hið sama getur gerzt við Sléttu og Langanes. Hafís getur lokað flóum og fjörðum á tveimur eða þremur dögum milli Homs og Langaness, alveg eins og gerðist 1918. Eftir reynsluna af ísnum í fyrra gerðu menn sér þetta fullljóst og hugðust hafa meiri viðbúnað. Alþingismenn höfðu um þetta forgöngu og nefnd þeirra hefur starfað síðan s. 1. vor. Hún hefur gert margar athuganir og ábendingar og jafnvel skil- góðar áætlanir um birgðasöfnun. Hún taldi nauðsyn- legt, að birgðasöfnun yrði lokið. um áramót. Munu flest- ir, sem til mála þekkja, sammála um að svo þyrfti að vera. Hins vegar hafa stjórnarvöld orðið höndum seinni í framkvæmdum. Augljóst er, að viðhlítandi birgðasöfn- un getur ekki farið fram, nema til komi sérstakar opin- berar ráðstafanir um lánsfjárstuðning. Skortur á olíu- geymum er einnig Þrándur í Götu. Nú eru komin ára- mót, og engin sérstök birgðasöfnun hefur átt sér stað, nema sú sem samvinnufélög bænda og neytenda hafa staðið fyrir eftir mætti, en geta þeirra til þess að hafa verulegt fjármagn liggjandi í birgðum er að sjálfsögðu mjög takmörkuð. Augljóst er þó, að hefði slík viðleitni samvinnufélaganna, raunar langt umfram getu, ekki komið til, væri fullkomin vá fyrir dyrum. Svo er raunar þrátt fyrir þetta. Nú loks berast þau tíðindi, að ríkis- stjórnin hafi samið við innflutningsfyrirtæki um að koma upp varabirgðum gegn fyrirheiti um lánafyrir- greiðslu, en úr því sem komið er, getur þessari sér- stöku birgðasöfnun ekki lokið fyrr en í janúar- lok. Má það hamingju kalla, ef ekki verður um seinan, og vonandi tekst fyrirtækjum þeim, sem um þetta eiga að sjá, að afla varanna og koma þeim á tilteknar hafnir sem allra fyrst, og því verður að treysta að næstu ísa- lausu dagar og greið færð um landið verði dyggilega til þess notað. En margvísleg önnur vá vofir yfir af völdum hafíss- ins en beinn vöruskortur, til dæmis hættan á skemmd- um og eyðileggingu hafnarmannvirkja og skipa við land. Ýmis bæjarfélög reyna tiltækar heimafundnar varnir, svo sem að strengja stálvíra fyrir hafnarmynni. í þessu er stundum nokkur vörn en þó afar veik. Hér þyrfti einnig að koma til opinber forysta, sem léti rannsaka og kanna, hvaða mannvirkjavarnir gegn hafís eru hæf- astar og síðan þarf að beita samtökum við útvegun þeirra og tækni við að koma þeim fyrir. Ekkert virðist hafa verið gert í þessa átt, og mætti þó vafalaust ná mikilvægum árangri með því að beita tæknikunnáttu og betri varnartækjum en nú er. / Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: ■ ■ ADFORIN AD ATVINNUREKSTRINUM Morgunblaðið helgar borgar- málum leiðarabút 29. desem- ber s.l. undir fyrirsögninni „Að- förin að atvinnurekstrinum". Tilefni þessa leiðara er af- greiðsla á fjárhagsáætlun fyrir Reykjavikurborg, sem fram fór 19. desember s.l. í sambandi við afgreiðslu á fjárhagsáætl- uninni komu fram margar til- lögur eins og gengur, sumar til hækkunar en aðrar til lækkun- ar. Sumar þessara tillagna náðu fram að ganga en aðrar ekki. Meðal þeirra tillagna, sem samþykktar voru, má nefna ýmsar tillögur um hækkanir á gjöldum, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu að og samþykktu, t.d. tillaga um 50% hækkun fasteignaskatts, hækkun á rafmagni um 15%, hitaveitu um 15%, strætis- vögnum um 30%. Sitthvað fleira mætti nefna af gjald- skrárhækkunum auk hækkun- ar á áætlaðri útsvarsupphæð um 40 milljónir, sem sennilega þýðir í reynd minni afslátt á útsvarsstiga en verið hefur og því auknar útsvarsálögur al- mennt. / i ■ | C; J En leiðarbúturinn í Mbl. fjallaði ekki um þessar hækk- unartillögur og frá þeim hefur iítið verið greint í því blaði. Hann fjallaði um tillögur, sem ekki náðu fram að ganga, mis- munandi tillögur um hækkun aðstöðugjalda, sem borgarfull- trúar minnihlutaflokkanna báru fram en borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins komu í veg fyr- ir, að næðu fram að ganga. Samkvæmt því, sem blaðið segir, var þarna forðað stór- felldri aðför að atvinnurekstr- inum í borginni og ógnun við launþega. Þarf svo sem engan að undra þótt Sjálfstæðisflokkurinn standi vörð um reykvískan at- vinnurekstur, cr vondir menn gera aðför að honum í borgar- stjórn, þegar haft er í huga, hve annt flokkurinn hefur látið sér um atvinnureksturinn i borginni á löngum valdaferli sínum og hvernig atvinnuveg- irnir eru staddir núna eftir langvarandi umönnun og hand- leiðslu Sjálfstæðisflokksins. En svo ég víki að tillögum okkar Einars Ágústssonar í borgarstjórinni um hækkun á <S I ■Ml"——— Vér flughetjm- fyrri tíma a frummálinu „Those magnifi- cent men in their flying mac- hines“. Leikstjóri: Ken Anakin. Tónlist: Rod Gnodwin. Kristján Benediktsson gjaldskrá aðstöðugjalda, þá held ég, að þar hafi ekki verið á ferðinni nein aðför að at- vinnurekstri né ógnun við laun- þega. Kannski er bezt, að láta Morgunblaðið svara sjálfu sér í blaðinu 20. desember s.l. er greint frá umræðum í borgar- stjórninni daginn áður og svo- felld ummæli eftir mér höfð: „Kristján Benediktsson (F) mælti fyrir tillögum Framsókn- armanna. Hann taldi, að útsvars upphæð á fjárhagsáætlun væri í það hæsta, ef veita ætti sama afslátt og undanfarin ár. Þá gagnrýndi hann mjög tillögu- gerð kommúnista og krata um aukin álögugjöld á atvinnufyr- irtæki, og sagði, að það væri algjör misskilningu að halda að aðstöðugjöld væru einhver óskapleg aurahít til að moða úr. Það væri með varkárum huga að Framsóknarmenn leggðu til að hækka aðstöðu- gjöld um 30 milljónir, og ein- ungis til að standa straum af nauðsynlegustu framkvæmdum. Þá gagnrýndi hann eins og við fyrri umræðu hækkun húsa- gjalda.“ Ýmsir telja aðstöðugjöldin ranglátan gjaldstofn og get ég vel fallizt á að svo sé. Hins vegar hefur Iöggjafinn ákveðið þau sem einn lielzta tekjustofn sveitarfélaganna, sem þau eru tilneydd að nýta í flestum til- fellum, hvað sem öllu réttlæti eða ranglæti líður. Reykjavík- urborg nýtir aðstöðugjöldin ein ungis að 60% miðað við það hámark, sem lög leyfa. Aðrir gjaldstofnar eru nýttir til hins ýtrasta, nema svo vel takist til, að hægt verði að veita einhvern smávegis afslátt á útsvarsstig- anum. Engan þarf því að undra þótt það hvarfli að borgarfull- trúum að hækka eitthvað að- stöðugjöldin, þótt þeir geri það með varfærnum huga eins og við Einar Ágústsson, þegar við blasir sú staðreynd, að verkleg- ar framkvæmdir á vegum borg- arinnar hljóta að dragast sam- an vegna fjárskorts. Tillaga okkar miðaðist reynd ar við það, að framkvæmdir borgarinnar á árinu 1969 gætu orðið að magni til svipaðar og tvö síðastliðin ár. Um það þarf ekki að deila, að margt vantar lijá Reykjavíkurborg. Hér vant ar meira skólahúsnæði, fleiri barnaheimili og sjúkrarúm, svo nokkuð sé nefnt. En einnig ber að líta á hitt og það teljum við ekki minna atriði, hver áhrif það hefur á atvinnulífið, ef framkvæmdir á vegum borgar- innar og stofnana hennar drag- ast saman. Ef hér vær vel og skynsamlega stjórnaðX hefði borgin átt að auka framkvæmd- ir sínar og draga með því úr atvinnuleysi í stað þess að minnka framkvæmdir og auka með því atvinnuleysið, sem vissulega er nóg fyrir. Mörg góð tekjuöflunarár að undanförnu hefðu átt að gera þetta kleift, ef vel hefði verið á spilunum haldið. Engum dettur í hug í alvöru, að hækkun aðstöðugjalda úr 1% í ca. 1,3% sé á nokkurn hátt tilræði eða ógnun við at- vinnureksturinn í borginni. Slíkt er vitanlega algjör fjarstæða sem betur fer, þótt Viðreisnar- stjórnin hafi með stefnu sinni gagnvart atvinnuvegunum bæði varðandi innflutning, tolla- og lánamál komið því til vegar, að undirstöðuatvinnuvegir Reyk- Framhald á bls. 15. ÞRIÐJUDAGSGREININ Bandarísk frá 1965. Sýningarstaður: Nýja bíó, is- lenzkur texti. Þetta er hreint út sagt bráð- skemmtileg mynd með skop- legum tiltektum sem koma á- horfendum til að hlæja frá upphafi ti'l enda. Sem vel gerð skopmynd minnir hún mest á Cat Ballou sem Eliot Silver- stein stjórnaði og var sýnd Stjörnubíó í fyrra, þó að hér sé ekki um stjörnuleik að ræða eins og hjá Lee Marvin, leika allir sérstaklega vel sín hlutverk. Gömlu flugvélarnar eru hr’eint afbragð og tiltektir eins og að binda vængstoð með beltinu sínu á meðan ó- vön stúlka stjórnar vélinni, er Framhald a öls 14 Stuart Whitman sem Orvil Newton

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.