Tíminn - 12.02.1969, Qupperneq 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
wrnrn
35. tbl. — Miðvikudagur 12. febr. 1969. — 53. árg.
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323.
Ólafur Jóhannesson, formaóur Framsóknarflokksíns, í vidtali við Tímann:
Þingrof og
mgar
i
Aðeins alger stefnubreyting í atvinnu- og efnahagsmálum getur bætt úr því alvarlega ástandi, sem nú
ríkir í landinu.
Eitt ár
á ísnum
EJ-Reykjavik, þriðjudag. — 21.
febrúar næstkomandi — eftir að-
eins 10 daga — er eitt ár liðið
síðan fjórir menn hófu ferð sína
á hundasleðum frá Point Barrow
í Alaska yfir Norðurheimsskautið
til Svalbarða. Áætlað var, að ferð
in tæki öll 16 mánuði — en nú
eru tæpir 12 mánuðir farartímans
liðnir og enn er um helmingur
leiðarinnar eftir. Leiðangursmenn
verða því að leggja að baki á 100
dögum jafn Ianga leið og þeir
hafa farið til þessa — og í skeyti
frá leiðangursstjóranum, Wally
Herbert, á dögunum segir, nð Ieið
angursmennirnir séu staðráðnir í
að halda þá áætlun og koma til
Svalbarða í júnímánuði næstkom-
andi.
Ferðalag fjórmenninganna gekk
illa í fyrra, einkum vegna þess
hversu ísinn reyndis.t illur yfir-
Framhald á bls. 14.
SEÐLABANKINN OG LANDSBANKINN LÝSA YFIR:
SÍS ER SAKLAUST
FISKSÖLUMÁLUNUM
KrÞ-Reykjavík, þriðjudag.
★ f dag barst Tímanum fréttatil-
kynning frá Seðlabanka fslands
og Landsbankanum, þar sem skýrt
er frá því, að ekkert athugavert
hafi komið í ljós við þá rannsókn,
sem fyrrgreindir bankar létu gera
vegna dráttar á greiðslu andvirð-
is freðfisks, sem fluttur hafði ver-
ið út af sjávarafurðadeild SÍS.
★ Þá er skýrt frá þvi, að bank-
arnir hafi krafizt þess við upphaf
málsins, að Sverri Magnússyni,
framkvæmdastjóra Iceland Prot-
duct Inc., yrði vikið úr starfi á
meðan rannsókn stæði yfir. En
11. júní 1968 tilkynntu bankarn-
ir umboðsmanni Sverris að for-
sendur fyrir brottvikningu væru
ekki lengur fyrir hendi.
★ f fréttatilkynningunni er því
lýst yfir sérstaklega, að ekki hafi
verið um misferli að ræða varð-
andi gjaldeyrisskil. Jafnframt er
skýrður drátturinn á greiðslu af-
urðaandvirðisins. Mikið verðfall
varð á hraðfrystum fislci á Banda-
rikjamarkaði seinni hluta árs 1966
og höfuðástæðan fyrir greiðslu-
drætti var sú staðreynd, að SÍS
tók á sig verðfallið, sem annars
hefði lent af fullum þunga á hrað-
frystihúsunum. Stjórn SÍS hefur
greitt Landsbankanum þetta fé að
fullu.
Fróttatilkynning bankanna fer
hér á eftir:
„Hinn 15. febrúar 1968 til-
Framhald á bls. 14.
SAMIÐ
í NÓTT?
EJ-Reykjavfk, þriðjudag.
Elukkan 20,30 í gærkivöldi
hófst sáttafundur í sjó-
mannadeilunni, og stóð
Framhald á bls. 15.
ALGJORT NEYÐARASTAND I
hOsnædismAlum háskúlans
SJ-Reykjavík, þriðjudag.
Mikið vandræðaástand ríkir
nú í húsnæðismálum Háskóla
íslands. Óhætt er að fullyrða,
að af þessum sökum sé nú orð-
ið mun erfiðara fyrir stúdenta
að ljúka námi sínu en áðm
var. Á næstu árum kemur
fjöldi stúdenta til með að vaxa
gífurlega, má jafnvel búast við
að hann tvöfaldist á næstu
þremur árum. Af þessu má
sjá að algjört neyðarástand er
vfirvofandi í málum Iláskólans
verði ekki eitthvað að gert og
það hið fyrsta. En verði svo
ekki mun Háskóli íslands ekki
geta gegnt hlutverki sínu og
má jafnvel segja að beinast
liggi við að loka stofnuninni.
Húsnæði Háskólans sjálfs er
gjörnýtt frá því kl. 8 á morgn
ana til 6 og 7 á kvöldin, en
einnig er kennt í leiguhúsnæði
á öðrum stöðum í borginni. Að
sókn að sumum greinum er
orðin það mikil, að nemendur
fá ekki allir sæti i kennslustof
um, verða að standa upp á
endann eða sitja á gólfinu. í
þessum troðfullu stofum vill
bera við að þeir nemendur
sem aftast sitja heyri illa til
prófessora sinna eða nemendur
verði fyrir öðrum truflunum
vegna þessa mikla fjölda nem
enda. Þá eru stundatöflur
margra nemenda Háskólans ó-
þægilegar vegna þrengsla í
r’ramnaiC - ols M
TK-Reykjavík, þriðjudag.
„Ef frumvörp oy tillögur Fram
sóknarmanna, sem lagðar hafa
verið fyrir Alþingi, næðu fram að
ganga, myndi það hafa í för með
sér gerbreytta og heillavænlegri
stefnu í atvinnu- og efnahagsmál-
um landsins“, sagði Ólafur Jó-
hannesson, formaður Framsókn-
arflokksins, í viðtali við Tímann
í dag. „Framsóknarflokkurinn hef
ur nú útfært í einstökum atrið-
um í formi þiugmála þá stefnu
og afstöðu til vandamála efna-
hags- og atvinnulífsins, sem hann
lagði áherzlu á í viðræðum stjóm
málaflokkanna í haust. Það er þvi
eins ljóst og frekast má verða,
hver stefna og afstaða flokksins
til þessara mála er. Þessi fmmvörp
scm við höfum flutt, eru bæði um
bráðabirgðaráðstafanir nú þegar
til að bægja frá vanda i vissum
greinum, en einnig um frambúð-
ar skipan atvinnu- og efnahags-
málanna. Við teljum, að nú liggi
nægjanlega ljóst fyrir, að stjóra-
arstefnan hefur gengið sér alger-
lega til húðar og að vandamál
efnahags- og atvinnulífsins verði
ekki leyst nema tekin sé upp ný
stefna. Við teljum atvinnuíeysis-
vandamálin orðin svo geigvænleg
að til þurfi að koma snör hand-
tök og tafarlausar aðgerðir af
hálfu ríkisstjórnar og Alþingis.
Forsætisráðherrann hefur nú við-
urkennt að útdeiling 300 milljón-
anna muni taka all langan tíma,
en hér má engum tíma sóa, á-
standið er orðið svo alvarlegt og
lireint neyðarástand í ýmsum
plássum. Sjómannadeilan á sinn
þátt í því og svo lítið virðist bera
á milli núna, að >verjandi er að
leysa málið ekki þegar í stað.
Ríkisstjórn, sem getur ekki stjórn
að og beðið hefur algert skipbrot,
á að víkja. Það á að rjúfa þing
og leyfa þjóðinni að kveða upp
sinn dóm. Það virðist eina leiðin
til að knýja fram nauðsynlega
stefnubreytingu“.
Tíiminn sneri sér í dag til Ólafs
Jóhannessonar, forimanns Fram-
Framhald á bls. 2.
Ólafur Jóhannesson