Tíminn - 13.02.1969, Blaðsíða 6
6
TIMINN
FIMMTUDAGUR 13. febráar 1969.
■
Jóhannes Sigmundsson formaður HSK lýsir Skarphéðinshúsinu. Aðrir
Héraðssambandið
Skarphéðinn flytur
í eigið húsnœði
KENNARANÁMSKEIÐ I SKYNDIHJÁLP Á
Á VEGUM SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS
Hinn 19. janúar s.l. hótfst á
veguim Slysavarnafélags ís-
lands kennaranámskeið í
skyndihjálp og í meðtferð og
flutningi sjúkra og slasaðra, og
var námskeiðið haldið í húsi
fólagsins á Grandagarði.
Kennaranáimskeiðið sóttu 22
fulltrúar slyisavarnardeilda og
björgunarsveita félagsins hvað-
anætfa af landinu, en það var
fámennari hópur en í fyrstu
var áætlað, vegna inflúensufar-
aldurs og ófærðar í sumum
landshlutum.
Námskeiðið stóð yfir á hverj
um degi frá kl. 9 að morgni
tl kl. 4 s.d. og lauk með skrif-
le-gum, verklegum og munnleg-
um prófum helgina 23. og 26.
janúar s.l.
f fyrstu var fyrirhugað að
efna til slíks kennaranám-
skeiðs á vegum S.V.F.f í janú-
ar 1968 og minnast þannig 40
ára afmælis félagsins, en vegna
hinna umfangsmiklu verkefna,
sem fólaginu var falið að ann-
ast vegna væntanlegrar umferð
arbreytingar þá um vorið, var
ákveðið að fresta því þar til
nú.
Kennslulkerfi það, sem lá til
grundvallar og kennt var eftir
á námskeiði þessu, hefur ný-
lega verið tekið í notkun hér
á landi, og hatfa S.V.F.Í.,
R.K.f. og Almannavarnir ákveð
ið að útbreiða það og nota í
framtíðinni á námskeiðu-m
þessara samtaka, bæði á al-
mennum námskeiðum svo og
sérnámslkeiðum björgunar-
sveita. Slíkt kennaranámskeið
var í fyrsta sinn haldið á s.l.
hausti í húsi S.V.F.Í., og stóðu
samtökin þrjú að því nám-
skeiði.
Tilgangur Slysavarnafélags
íslands með því að efna til
sliks kennaranámskeiðs með
þátttöku fulltrúa hinna ýmsu
byggðarlaga, er fyrst og fremst
sá að ná til sem flestra félags-
deilda og björgunarsveita, og
telur félagið, að svo geti orðið
með því að annast þar kennslu
í Skyndihjálp. Það er einnig
von S.V.F.Í., að hið nýja
bennslukerfi stuðli að því, að
skyndi'hjálp verði same;"n al-
þjóðar og búi þegnana sem
bezt undir að mæta þeim
vanda, þeirri ábyrgð og
skyldu, sem þjóðtfélagið legg-
ur þeim á herðar, þegar slys
og skelfingar hafa að steðjað.
Kennarar á námskeiðinu
voru Jónas Bjarnason, lög-
regluvarðstjóri og S'veinbjörn
Bjarnason, starfsmaður R.K.Í.,
Framhald á bls. 12.
STUTTAR
FRÉTTIR
Peningastofnanir
taka við fjárframlögum
Nú hatfa safnazt í Bíafra-hjálp
Rauða krossins kr. 540.387,42 til
viðbótar við aðalsötfnunina s.l.
haust, en hún nam 7.7 millj. kr„
sem þegar hef-ur borizt hjálpar-
þurtfandi fólki í Bíafra.
Allir bankar og sparisjóðir í
landinu, ásamt útibúum, hafa góð-
fúslega fallizt á að veita viðtöku
framlögum til Rauða krossins. Er
Löggildingar-
stofan 50 ára
Ein af stofnunum ríkis-
ins, löggildingarstofan var
50 ára þann 1. jan. sl.
Hún var stofnuð 1. jan
1919 samkv. lögum frá 14.
nóv. 1917 og hefur starfað
óslitið síðan.
Löggildingarstofan hefur
frá stofnun starfað að eft-
irliti og löggildingu mæli-
tækja og vogaráhalda fyrir
alU landið.
því fólki um allt land gert auð-
veldara en áður að koma framlög-
um sínum til skila með því að
leggja gjafafé sitt inn á reikning
Rauða krossins í næsta banka eða
sparisjóð. Framlög til Rauða
krossins er frádráttarhæf til
sk-atts, skv. lögum þar um.
7 smálestir af skreið til Mali
Nýlega var afskipað 7 smálest-
um af skreið, sem fara eiga til
Mali sem gjötf frá íslandi.
U'ramlagi því er Alþingi veitti
á fjárlögum 1965 og 1966 til
World Food Program að fjárhæð
kr. 215.000,00 hvert ár, hafði eigi
verið ráðstafað þar til nú, að til-
mæli bárust frá Matvæla- og land-
búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna um að fyrrgreint skreiðar-
magn yrði sent til Mali. Er fram-
lagið háð því skilyrði, að því sé
varið til skrjiðakaupa.
Aðaltilgangur World Food Pro-
gram, sem starfar á vegum Mai-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, er að veita
matargjafir til þróunarlandanna,
en auk þess er nokkru fé varið
til neyðarhjálpar vegna náttúru-
hamfara.
Samlag skreiðarframleiðenda
annaðist afskipun skreiðarinnar,
en Eimskipafelag íslands h.f. sér
um flutning hennar til megin-
landsins.
Utanrikisráðuneytið,
Reykjavík, 5. febrúar 1969.
Frímerkjasöfnun
Geðverndarfélagsins
Geðverndarfélag íslands, hefur
undanfarin ár unnið að frímerkja-
söfnun, en fyrrverandi súklingar
og velunnarar félagsins, vinna
síðan úr frímerkjunum og setja
þau á spjöld, sem seld eru, og
rennur ágóðinn óskiptur til starf-
seminnar.
Frímerkjanefndin, sem sér um
þennan lið startfseminnar, hefur
þegar afhent félaginu þrjú sjón-
varpstæki--í hús þau, sem félagið
er að byggja að Reykjalundi.
Fólagið vill vekja athygli al-
mennings á þessu starfi, og von-
ast til, að sem flestir leggi þessu
lið og sendi frímerki, innlend og
erlend til skriifstofu félagsins,
Veltusundi 3, pósthólf 1308,
Reykjavík.
Vor við sæ
Vor við sæinn heitir nótnahefti
með lögum eftir Oddgeir Kristj-
ánsson úr Vestmannaeyjum. Heft-
ið kom út á síðasta ári, og er hið
vandaðasta að allri gerð. í því eru
26 lög eftir Oddgeir Kristjánsson
við texta Ása úr Bæ og Árna úr
Eyjum.
Þegar höfundur lézt 18. febrú-
ar 1966, hafði hann gengið frá
handriti laganna ásamt svofelld-
um orðum: „Ég flyt vini mínum
Róbert A. Ottóssyni alúðarþakkir
fyrir hvatningu og margháttaðar
leiðbeiningar fyrr og síðar. Einnig
Framhald á bls:' 12.
Stjas, Vorsabœ, sunnudag.
í gær var tekið í notkun nýtt
húsnæði, sem Héraðssambandið
Skarphéðinn hefur komið sér upp
á Selfossi. Það var í febrúar í
fyrravetur að sambandið festi
kaup á fokheldri hæð í húsi við
Eyrarveg. Nú hefur þetta hús-
næði verið innréttað og búið hús-
gögnum. Af þessu tilefni bauð
stjórn H.S.K. allmörgum gestum
til kaffidrykkju í hinu nýja hús-
næði síðdegis í gær.
Jó'hannes Sigmundsson, formað-
ur sambandsins bauð gesti vel-
komna, lýsti húsinu og hvernig
að var unnið, svo þessum átfanga
var náð. Hafsteinn Þorvaldsson
ritari Skarphéðins rakti bygging-
arsögu hússins og Eggert Hauk-
dal gjaldkeri Skarpihéðins, skýrði
frá byggingarkostnaði og fjárhags-
horfum.
Allt er húsnæðið 140 fermetrar.
í því er 80 ferm. samkomusalur
sem hægt er að hólfa sundur með
lausum skilrúmum. Einnig er í
húisinu aðstaða til Ijósmyndunar-
framköllunar, eldhús, snyrtiher-
bergi og fleira. Fullgert með hús-
gögnum mun húsið kesta um eina
og hálfa millj. kr. Sfjórnarmenn
H.S.K. lögðu áherzlu á hið ágæta
samstarf er ungmennatfélögin á
sambandssvæðinu höíðu sýnt í
þessu máli. Einnig þökkuðu þeir
fjárhagsaðstoð frá sýslu og sveit-
arfélögum, Búnaðarsambandi Suð-
urlands og ómetanlega að-stoð frá
ýmsum fólagasamtökum, sem lán-
að höfðu fé til byggingarinnar.
Einnig einstaklingum og o-pinber-
um stofnunum sem veittu ýmiss
konar hjálp og fyrirgreiðslu.
Meðal. gesta í samkvæminu, er
fluttu árnaðaróskir til Skarp-héð-
ins, voni Gísli Halldórsson for-
seti Í.S.Í., sr. Eiríkur J. Eiríksson
sambandsstjóri U.M.F.Í, Ingólfur
Jónsson landbúnaðarráðherra, Þor
! steinn Einarsson íþróttatfulltrúi,
I Sigurður I. Sigurðisson oddviti á
' Selfossi, Björn Sigurðsson form.
! U.M.F. Biskupstungna og Sigur-
\ jón Sigurðsson fyrrverandi féhirð-
úr H.S.K.
Góðar gjafir bárust húsinu.
! Bræðurnir Gísli, Björn og Jón
Sigurðssynir frá Úthlíð gáfu m'ál-
verk eftir Gísla. Gluggatjöld fyr-
ir alla gluggana í húsinu gáfu
hjónin Hafsteinn Þorvaldsson cg
Ragnbildur Ingvarsdóttir.
Fyrst í stað verður hluti hús-
næðisins leigður ýmsum félaga-
samtökum á Selfos-si. Að sjálf-
sögðu verður starfsemi Skarphéð-
ins í hinu nýja húsnæði eftir því
sem unnt er. Ársþing saimbandsins
verður þar um næstu helgi, laug-
ardag og sunnudag.
Á síðasta H.S.K. þingi var sam-
þykkt reglugerð fyrir styrktarfé-
laga H.S.K. þar segir m. a.: „Ævi-
félagsgjald er kr. 1000,00.“
„Ævifélagar geta þeir orðið,
sem náð hafa 50 ára aldri og bú-
settir eru á sambandssvæðinu og
þeir utanhéraðsmenn sem orðnir
eru 40 ára.“
Fyristi ævifélagi H.S.K. er Þór-
ir Þorgeirsson íþróttakennari. Í
samkvæminu í gær lá frammi bók
sem geyma mun nöfn þeirra er
gerast ævifélagar. Fjölmargir
samkvæmisgestanna skráðu nöfn
sín í bókina og gerðust ævifélag-
'ar með 1000,00 króna framlagi.
Golfklúbbur Vest-
mannaeyja 30 ára
Á síðastliðnu ári varð Golf-
klúbbur Vestmannaeyja 30 ára.
Stoifnfundur klúbbsins var haldinn
11. desember 1938. Á þessu tíma-
bili hafa margir mætir menn
þessa byggðalags verið liðtækir
félagar. Fyrsti formaður klúbbs-
ins var Þórhallur heitinn Gunn-
laugsson símstöðvarstjóri, og var
hann j afnframt aðalhvatamaður
að stofnun hans.
Starfsemin hefur ávallt verið
Framhald á bls. 12.
Bókasýningin á
Akurevri og í Vest-
mannaeyjum
FB-RrJ,kjavík, fknmtudag.
Bókasýningin, sem verið hefur
í Norræna húsinu, verður opnuð
á Akureyri 15. febrúar næstkom-
andi, en þar mun hún verða fram
til 15. marz. Þá verður sýningin
flutt til Vestmannaeyja og opnuð
þar 1. apríl en sýningin stendur
þar trl 10. apríl. Á Akureyri verð-
ur sýningin í Amtsbókasatfninu en
í AKOGES-húsinu í Vestmanna-
eyjum.
á myndinni eru f.v.: Hafsteinn Þorvaldsson ritari HSK, Eggsrt Hauk-
dal féhirðir HSK og Eysteinn Þorvaldsson ritstjóri Skinfaxa. i skapn-
um á.bak við eru verðlaunagripir HSK. Forsetabikarinn í miðju.