Tíminn - 13.02.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1969, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. febrúar 1969. TIMINN Á VETTVANGI DAGSINS Opíð bréf tií Styrmis Kæri Styrmir! Eins og þér er kunnugt, hef ég ekki lagt í vana minn, að leiðrétta frásagnir þínar eða annarra fréttamanna Morgun- blaðsins, þótt því sé ekki að leyna, að stundum hafi verið full ástæða til slíks. Fréttir þínar frá umræðum í borgarstjórn bera þess æði oft vitni, að þú sért að reyna að hefna einhvers í héraði, sem annars staðar hallaði á, svo notuð sé líking við frægt orð- tak. Þetta er vitanlega ekki í samræmi við þá stefnu, sem Matthías ritstjóri telur Morgun blaðið fylgja í fréttaflutningi. En, ef ég man rétt, er ekki svo ýkja langt síðan, að sjálfur Matthías húsbóndi þinn, varð að taka sér penna í hönd, til þess að mótmæla skrifum þín- um í Morgunblaðið, svo ekki er við góðu að búast í þessum efnum. Sumir menn eru alltaf að verða fyrir einhverjum óhöpp- um og slysum í störfum sín- um. Því er ekki að neita, að mé_r finnst þú vera einn þeirra. A tæpum tveimur mánuðum hefur þig hent hvert óhappið á fætur öðru. Þetta byrjaði í desember, þegar verið var að afgreiða fjárhagsáætlun Reykja víkurborgar, og þú lentir öfugt í atkvæðagreiðslu, um hækkuð framlög til æskulýðsmála. Þetta var dálítið slæmt, vegna þess, að þú ert formaður æsku- lýðsráðs. Þér hefur hins vegar verið fært það til málsbóia, að þú hafir verið orðinn syfjaður, þegar umrædd atkvæðagreiðsla fór fram. Ég skal viðurkenna, að það er illa gert að vera að rifja þetta upp og líklega hefðir þú ekki minnzt á svona óhapp f blaði þfnu, ef það hefði hent einhvern andstæðing þinn í borgarstjórninni. En mennirnir eru nú einu sinni misjafnlega gerðir eins og þú veizt. Skömmu síðar henti þig annað slys, þegar þú tókst þér fyrir liendur að fræða lesend ur Morgunblaðsins um skoðan- ir þínar á ýmsum flokksbræðr um þínum í Sjálfstæðisflokkn- um. Lesendum til frekari glöggvunar skiptir þú þeim í hópa eftir verðleikum með AS líkindum gera borgarar lands Ins og ráSamenn þjóöfélagsins sér ekki Ijóst, hva'ð'a níðingsskap- ur er hafður í frammi við aldrað fólk i landinu f þeim svipting- um verðbólgu og genglshruns, sem yfir hafa dunið j sístækk- andi skriðum síðasta áratuginn. Annars mundi hafa verið gripið til einhverra úrbóta. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sparifé aldraðra og ellilaun hafa sífeilt verið a9 minnka þegar litið er á þao, sem gamla fólkið verður að taeupa fyrir þau, og sífellt verð- ur petta fóTk að herða meira að sér til þess að táta lífeyri sinn duga. ★ ★ ViS erum að hreykja okkur myndum og öðru tilheyrandi. Ég býst við, að ýmsum hafi fundizt þetta forvitnilegt og dágott lestrarefni, miðað við það sem almennt gerist í Morg unblaðinu. En varla fer milli mála, að maður, sem slíkt verk efni tekur að sér í sjálfboða- vinnu, er til ýmissa stórræða líklegur og ekki þjáist hann af minnimáttarkennd. Fróðlegt hefði verið fyrir Sigmund heit- inn Freud að kynnast slíkum manni. Máltækið segir, að allt sé þá þrennt er. Þriðja slysið henti þig svo s.l. laugardag í staksteinapistli þínum, þegar þú telur það hina mestu fjar- stæðu og bera vott um mikið sjálfsálit hjá mér eða „sjálf- umgleði“ eins og þú kallar það, að ég skyldi leggja til, að afrit af umræðum um ákveðið mál, sem þér finnst ekki eins sinni þess virði að nefna, yrði sent Félagsmálaráði Reykja- víkurborgar. Lesendum þessa bréfs til glöggvunar ætla ég að birta hér umræddan pistii þinn, svo allir megi sjá, hvað formaður æskulýðsráðs og varaborgar- fulltrúi hafði fram að færa til stuðnings hinu „góða“ máli eins og þú nefnir það í pistli þínum: „Kristján Benediktsson, borg arfulltrúi Framsóknarflokksins flutti ræðu í borgarstjórn s.l. fimmtudag um gott málefni, svo sem hans var von og vísa. Hins vegar kom í ljós, að borg- arfulltrúanum þótti ræða sín harla góð, þar sem hann lagði til í lok umræðnanna, að ræð- an yrði send Félagmálaráði borgarinnar ásamt afriti af öðr um umræðum til yfirlestrar. Þótti mönnum nóg um sjálfum gleði Kristjáns." Á fundi borgarstjórnar Rvík- ur s.l. fimmtudag hóf ég um- ræður um mál, sem þú hefur greinilega engan áhuga né skiln ing á. Á dagskránni kallaði ég það: „Heimilislausir einstakling ar í höfuðborginni“ Ég hafði kynnt mér þetta mál allsæmilega, að ég held, og dregið þær upplýsingar sem ég hafði fengið, saman í stutt inngangserindi. Engu, sem þar af því, að hér sé velferðarþjóð félag og tryggingamál séu I sæmilegu horfi. Samt brennum við ár eftir ár lífeyri gamla fólksins bótalaust og skiljum það eftir í fjárhagsvandræðum og sífelldum ótta og áhyggjum um afkomu sína. Þetta fólk hef- ur unnið landi og þjóð langa ævi við erfiðari kjör og harðari en flestir þeir, sem nú eru á góðum árum, þekkja. Það hefur -«rgt grunn, sem er betri og traustari en sú bygging, sem af- kómendur þess reistu á honum. Samt launum við því með því að ofurselja það fjárskorti og ótta um afkomu sína. Margt þetta fólk hefur haft fyrirhyggju um að leggja ofurlítið fé fyrir til elliáranna, og það hefur lengi kom fram, var mótmælt af öðrum, sem á eftir mér töluðu. Ég benti m.a. á, að hér í Reykjavík væru 30—40 algjör- lega heimilislausir menn, flest- ir drykkjumenn og að meira eða minina leyti orðnir andlegir og líkamlegir sjúklingar vegna óreglu, kulda og vosbúðar. Næturstaðir þessara manna væru gömul skip, óupphitaðir skúrar og kjallarakompur. Þeg ar kaldast væri og frostið mest, fengju þessir menn að liggja inni í fangageymslu lög- reglunnar í Síðumúla. Ég drap einnig á starfsemi Verndar, rifj aði upp lög, sem í gildi eru um meðferð drykkjusjúkra manna, og hæli, sem þeim eru ætluð, en flest hver óbyggð ennþá. Að lokum kom ég fram með þrjú ákveðin atriði, sem ég teldi að Reykjavíkurborg ætti að gera til úrbóta í þess- um málum og þá hið fyrsta að finna húsnæði án taíar, þar sem þetta fólk gæti fengið húsa skjól og aðhlynningu. Sjálfsagt hefur þú, kæri for- maður æskulýðsráðs, ekki hlustað á neitt af þessu. Þú varst svo afskaplega upptekinn af öðru á síðasta borgarstjó'-n- arfundi, máli sem snerM þig sjálfan. Þú hefur kannski ekki einu sinni lagt við hlustirnar, þegar ég minntist á, að meðal hinna 30—40 heimilislausu óreglumanna, væru nokkrir kornungir menn, sem ennþá væru líkur til, að nægt væri að bjarga frá ævilangri óreglu, ef eitthvað væri gert til úr bóta. Umræður um þetta mál urðu miklar á fundinum, eins og þú manst, oig þar töluðu þrír mætir menn, sem allir hafa áhuga og skilning á þessu vandamáli. Kom margt at- hyglisvert fram í ræðum þeirra, en umræðurnar í heild voru mjög málefnalegar. Þeir sem þátt tóku í umræðunum voru Þórir Kr. Þórðarson próf- essor, Páll Sigurðsson læknir, og Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur. í lok umræðna var sam- þykkt tillaga, sem Sigurjón Björnsson, Þórir Kr. Þórðarson og ég fiuttum sameiginlega, greitt tryggingag jöld sín í tryggingakerfiS í þeirri trú, aS það vaeri lagt þar í góSa geymd. ÞaS hefur trúað forráðamönnum lands og ríkis fyrir þessu, en þeir hafa reynzt slíkir fjárhalds- menn gamla fólksins að skila því aðeins helmíngi eða minna aftur f stað arðs og vaxta. Þetta er meira afbrot en unnt er aö fyrirgefa forráðamönnum í „vel f e rða rþ j óðf élag i“. Það má auðvitað segja, að þeir ráði ekki við veröbólguna og efnahagsvandræðin. en þjóð félagið má ekki láta þá skuld, viðráðanlega eða óviðráðanlega, skella á gömlu og varnarlausu fólki. Það er lágmarkskrafa til velferðarþjóðfélags, að það tryggi þvi kaupgildi þeirra fjár- þar sem borgarstjórn telur Fé- lagsmálaráði að kanna aðbúð heimilisleysingjanna og taka upp samninga við ríkisvaldið um ráðstafanir til úrbóta. Fréttamanni sjónvarpsins, sem hlýddi á þessar umræður þótti þær ekki ómerkari en svo, að hann ræddi við Bjarka Elíasson, yfirlögregluþjón, um þetta mál í fréttatíma sjón- varpsins tveimur kvöldum síð- ar. Þótt ekki væri nema vegna ungu piltanna í hópi hinna ólán sömu útigöngumanna, hélt ég, ef satt skal segja, að þú mund ir hafa jákvæðari afstöðu til málsins en fram kemur í Stak steinapistli þínum s.l. laugar- dag. Ég var að vona, að þú mundir í þessu máli nota áhrifamátt blaðs þíns og þá að- stöðu, sem þú hefur, sem fréttamaður, til að vinna að framgangi þess og meta það meira en pólitískan skæting. En sjálfsagt er ég ekki sá eini, sem þú hefur valdið vonbrigð- um um dagana. Það sem hneykslar þig mest er sú óskammfeilni mín að lgggja til, að afrit umræðnanna yrði sent Félagsmiálaráði. Þér finnst það bera vott um sjálfumgleði. Þú verður að fyrirgefa mér þá skoðun mína, að ég taldi eðli- legt og sjálfsögð vinnubrögð, þegar fyrir lá, að Félagsmála- ráð fengi málið til meðferðar, fengi það einnig afrit umræðn anna. Mér þótti málið það veigamikið. Nú get ég ekki stillt mig um að minna þig á, að flokks- bróðir þinn, borgarstjórinn, lagði til á fundi borgarstjórnar fyrir ári síðan eða svo, að afrit af umræðum, sem hann var annar aðalþátttakandinn í, yrðu send, ekki einni stofnun, held- ur mörgum. Samkvæmt skoð- un þinni hlýtur því borgar- stjórinn að vera meira en lítið sjálfumglaður. Kannski hefur þú lí’ka flokkað hann sem slík an, þegar þú varst að skil- greina flokksbræður þína i Morgunblaðinu um daginn og vikið er að hér að framan. Það hefur löngum þótt einkenna störf Reykjavíkurborgar, að muna, sem það leggur fyrir í sparisjóð eða trygginga og líf- eyrissjóðakerfi. Hvað sem á dyn- ur f gengishruni og dýrtíð, á verögildi lífeyris gamla fólksins að vera tryggt. ★ ★ Nú er sparifé gamla fólksins orðið að engu og ellllifeyrir þess úr tryggingakerfinu er sá sami að krónutölu og hann var fyrir gengishrapið í haust, svo naum ur sem hann var þó og marg skertur fyrir, Verðlag neyzlu- vara hefur hins vegar þegar hækkað um 20—40% og er si- fellt að hækka. Ríkisstjórnin hefur lofað að bæta einhverju ofan á ellilaunin, og á það vist að nema 10—17%, en mánuöur líður eftir mánuð, én þess að Tneiri samvinnu vantaði mdlli hinna ýmsu stofnana borgar- innar. Þú hefur sjálfsagt o¥t heyrt á það minnzt, að verið væri að vinna sama verkið upp aftur og aftur eða fleiri en ein stofnun væri að vinna að sama málinu og hvorug vissi, hvað hin væri að gera. Það spáir hins vegar ekki góðu um lag- færingar á þessu, ef ungur maður eins og þú, sem sækir fast að komast til áhrifa og valda í borgarmálum Reykja- víkur, lítur á málið á þann hátt, sem fram kemur í Stak- steinapistli þínum s.l. laugar- dag. Þetta bréf er nú orðið öllu lengra en ætlað var í upphafi. Ég minntist á það hér að fram an, að líklega hefðu umræðurn ar í borgarstjórninni s.l. fimmtudag, um útigöngumenn- ina í Reykjavík, farið fyrir of- an garð og neðan hjá þér, enda hafðir þú mikið „hugsijónamál“ að berjast fyrir á þeim fundi, sem sjálfsagt hefur tekið hug þinn allan. Það var um að ræða ekki ómerkara mál, en það, hvort nota ætti nafnið Hlíðabær eða Tónabær á gömlu Lídó við Skaftahlíð. f umræðum um það mál sýndir þú ótvírætt, að þú ert mikill málafylgjumaður, þegar þú vilt svo við hafa og verkefnið er við hæfi,- enda fórst þú með frækilegan sigur af hólmi í þeirri viðureign. Hér er hins vegar óþarfi að rekja það mál, þar sem það var gert mjög ítarlega í Morg unblaðinu daginn eftir fundinn og frásögnin af þinni fram- göngu ekki skorin við nögl, enda sýnilega um stórmál að ræða að þínum dómi. Það er nauðsyn ungum mönn um, sem stefna hátt, að eiga hugsjónamál að berjast fyrir. Og jafnvel þótt þau séu ekki veigameiri en ákveðið nafn á skemmtistað, er það þó betra en ekki. En sannfærður er ég um, að reykvískt æskufólk al- mennt á sér stærri og rismeiri hugsjóna- og baráttumál. Að síðustu vil ég láta þá von mína í Ijós, að þegar þú hefur komið nafnamálinu heilu í höfn, gerist þú liðsmaður þess, að útigöngumennirnir í borginni fái húsaskjól og þá aðhlynningu, sem þeir þarfnast og eiga rétt á samkvæmt lög- um okicar mikla velferðarþjóð- félags, jafnvel þótt þú græddir ekkert á því persónulega. Reykjavík, 9. febrúar 1969 Kristján Benediktsson. þessi viðbót, sem þó er ekki nema helmingur af skerðing- unni, sem gengislækkunin olli, bætist við. Gamla fólkið verður í hvert sinn enn að ganga út með sömu krónutöiuna og fá minna fyrir hana og herða meira og meira að sér. Það er ekki ofsagt, að margt gamalt fólk, t.d. einstæð öldruð hjón, búa nú við hin kröppustu kjör og hefur varla sæmilega til hnífs og skeið ar. Enn þyngri *>vr8i er þessu fólki þó oftast óttinn við ör- yggisleysið. Þegar gamla fólkið spyr um það, hvenær ábætir ríkisstjórn- arinnar komi, svarar Trvgginga stofnunin að það verði kannski Pramiiaid a 12. síðu Umhugs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.