Tíminn - 13.02.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1969, Blaðsíða 9
OTMMTUDAGUR 13. febrúar 1969. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fraankvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði Q. Þorsteinsson Fulitrói ritstjórnaa1: Tómas Karlsson *B?íýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- húsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skriístófur sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mán tnnanlands — f lausasölu kr. 10,00 .eint. — Prentsmiðjan Edda h.f Verzlunarhallinn og Gylíi Þ. Gíslason Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam inn- flutningurinn til landsins um 12000 milljónum króna á síðastl. ári, en útflutningurinn 7000 milljónum. Verzlun- arhallinn var því hvorki meira né minna en 5000 millj-- ónir króna. Alþýðublaðið heldur því fram, að það sé rangt að kenna ríkisstjórninni eða viðskiptamálaráðherra henn- ar, Gylfa Þ. Gíslasyni, um þennan halla. Hann stafi all- ur af samdrætti útflutningsins. Það skal viðurkennt og hefur líka verið gert, að samdráttur útflutnings á sinn þátt í verzlunarhallanum á síðastl. ári. En verzlunarhallinn er ekki neitt nýtt og hefur átt sér stað þau árin, þegar útflutningurinn hefur verið allra hagstæðastur. Árið 1964 var hann t. d. óhag- stæður um 1700 millj. kr., árið 1966 um 1600 millj. kr., allar tölur miðaðar við núv. gengi. Árið 1967 mun hann hafa orðið milli 4000—5000 milj. kr., miðað við núv. gengi. Þessi fjögur ár eru beztu útflutningsárin, sem þjóðin hefur búið við, svo að verzlunarhallinn þá verður ekki rakinn til óhagstæðs útflutnings. Ástæða þessa mikla verzlunarhalla í góðærinu hefur verið sú, að innflutningurinn hefur verið gegndarlaus og flest gert af hálfu ríkisstjórnarinnar til að örfa hann. Þrengt hefur verið að iðnfyrirtækjum, sem framleiddu fyrir innanlandsmarkað, og innlendar vörur látnar víkja fyrir erlendum. Fluttur hefur verið inn í landið margs- konar óþarfi, sem hægt hefur verið að vera án. Útkom- an er því sú, að allar hinar miklu gjaldeyristekjur góðu áranna eru horfnar, og að skuldir þjóðarinnar erlendis hafa margfaldazt. í ár verður sennilega að greiða 20— 25% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar til að borga vexti og afborganir af erlendum lánum. Það er sök ríkisstjórnarinnar — og þó viðskiptamála- ráðherra fyrst og fremst — að þessari gáleysislegu stefnu hefur verið fylgt í innflutningsmálunum. Við- skiptamálaráðherrann átti að grípa í taumana strax þeg- ar verzlunarhallinn varð óeðlilega mikill og gera ráð- stafanir til að draga úr innflutningi. Það hefur hann vanrækt og afleiðingarnar orðið eins og raun ber vitni. Eini möguleikinn, sem ráðherrann hefur séð til að draga úr influtningnum, er að skerða lífskjörin og láta fátæktina skammta. Rétt er að geta þess, að hann hefur gert ráðstafanir í þessa átt. En honum hefur ekki aðeins sézt yfir allar aðrar ráðstafanir til að draga úr innflutn- ingnum, heldur þvert á móti barizt gegn þeim, eins og t.d. þeirri, að efldur yrði iðnaður, sem drægi úr inn- flutning. Segja má, að slíkur iðnaður hafi beinlínis verið ofsóttur á undanförnum árum. Sú sök verður því ekki þvegin af viðskiptamálaráð- herranum, að hann ber meginábyrgð á því, hvernig kom- ið er í þessum eínum. Og þrátt fyrir þá reynslu. sem fengin er, hefur stefna hans ekkert breytzt. Hann vill engar hömlur aðrar en þær, að lífskjörin séu þrengd og fátæktin látin skammta. Það skal heldur þrengt að alþýðuheimilinum en takmarka óþarfa. e.r lánlevsisstefna og í algerri andstöðu við það, sem Alþýðuflokkurinn barðist fyrir áður fyrr. Biafrastríðið hefur áhrif á sambúð Breta óheppiieg og Frakka Bretar telja, að Nixon meti de Gaulle of mikils. ÞAÐ er Ijóst af mörgu, að sambúð Breta og Frakka hef- ur ekki verið lakari um langt skeið. Þar kemur ekki aðeins til sögunnar langvarandi gremja Breta vegna þess, að Frakkar hindra inngöngu þeirra í Efnahagsbandalagið. Það hefur bætzt við, að Bretar og Frakkar eru orðnir mjög ósáttir um afstöðuna til Biafra- styrjaldarinnar. Seinast hefur svo það komið til skjalanna, að Nixon forseti Bandaríkjanna virðist leggja alveg sérstakt kapp á að vingast við de Gaulle og tekur hann því fram yfir bæði Wilson og Kiesing- er. Þeir menn, sem eru hand- gengnir Nixon fara ekki dult með það, að hann telur það aðalerindi sitt, þegar hann fer til Evrópu síðar í mánuðinum, að ræða við de Gaulle og vinna að bættri sambúð Frakka og Bandaríkjanna. Johnson fylgdi annarri stefnu. Samvinna hans og Wilsons var niáia og hann taldi nóið sarai- starf Bandaríkjanna og Bret- lands mikilvægt. Hann lagði einnig mikla áherzlu á mjög náið samstarf við Vestur-Þýzka land. Þótt hann og Rusk segðu það ekki berum orðum, létu þeir í það skína, að samvinna við Frakkland skipti minna máli en við Bretland og Vest- ur-Þýzkaland. Nixon virðist hins vegar Ieggja áherzlu á, að samvinna Bandaríkjanna verði ekki lakari við Frakk- land en hin löndin tvö. ÞAÐ er nú kunnugt orðið, að Wilson vildi fara til Washing- ton í þessum mánuði og verða fyrsti stjórnmálaleiðtoginn í Evrópu er ræddi við Nixon. Kiesinger hafði einnig látið í ljós, að hann vildi fara fljót- lega í þessa slóð Wilsons. Nixon sá við þessu með því að ákveða Evrópuför sína miklu fyrr en búizt hafði verið við. Með því útilokaði hann vestur- för Wilsons og Kiesingers áður en hann fengi tækifæri til að ræða við de Gaulle. Upphaflega mun það hafa verið ætlun Nixons að fara fyrst til Parísar. Þetta mætti andspyrnu bæði í London og Bonn. Nixon valdi þá hlutlaus- an stað, Brússel, sem fyrsta viðkomustað sinn. Jafnframt breytti hann ferðaáætlun sinni þannig, að París yrði síðasti viðkomustaðurinn. Þannig hyggst hann láta iíta út, að hann kynni sér öll viðhorf áður en hann hefur þær viðræðurn- ar, sem hann telur mikilvæg- astar. De Gaulle verður sein- asti stjórnmálamaðurinn. sem Nixon ræðir við. áður en hann hverfur frá Evrópu, og viðræð urnar við de Gaulle munu skera úr um það. hvort aðaltilgangur inn með Evrópuferð Nixons hefur náðst. EN ÞAÐ er fleira en sam- Wilson og Kiesinger. keppnin um Nixon, sem veldur auknum ágreiningi Breta og Frakka um þessar mundir. Ef til vill er það öðru fremur afstaðan til styrjaldarinnar í Biafra. Bretar hafa, ásamt Rússum og Egyptum, stutt stjórnina í Nígeríu, með því að selja henni vopn og vistir, og gerðu þeir sér því vomr um, að hún myndi bera sigur úr být- um strax á seinasta ári. Sú hefur ekki orðið raunin á, held ur bendir nú flest til þess, að Biafrastyrjöldin geti staðið lemgi enn Það, sem hefur fremur öðru hjálpað Biafra- mönnum til að halda áfram hinni hetjulegu vörn sinni, er sá stuðningur, sem franska stjórnin hefur veitt henni, ásamt portúgölsku stjórninni. Samkvæmt seinustu frásögnum enskra blaða, fer stuðningur Frakka við Biaframenn stöðugt vaxandi og nema hergagnasend ingar Frakka til Biafra orðið um 150 þús. smál. á viku. Þetta gerir Biaframönnum það mögu legt að halda vörninni áfram. Það, sem vakir fyrir Bret- um og Frökkum með þessum afskiptum, er að tryggja á- framhaldandi áhrif sín í Vest- ur-Afríku. Bretar hafa stefnt að því að Nígería yrði lan."- stærsta og áhrifamesta ríkið þar og náin samvinna Bret- lands og Nígeríu yrði til að viðhalda brezkum áhrifum suð ur þar. í Vestur-Afríku eru hins vegar mörg ný minni ríki, sem áður voru franskar nýlend- ur og hafa haldið áfram meiri og minni samvinnu við Frakk land. Frakkar óttast. að þessi tengsl geti veikzt. ef Nígería verður langöflugasta ríkið þar og samvinna hennar og Bret tands helzt áfraim Fyrir báðum, Bretum og Frökkum. vakir hér gamalt heimsveldissiónarmið, en í þessu tilfelli er þó hlutur Frakka mildu betri, þvf að þeir styðja merkilegan þjóð flokk, sem berst fyrir tilveru sirini. Þáttur Breta og Rússa í Biafrastyrjöldinni er hins vegar eins hiörmulegur og verða má. TIL AÐ rétta hlut sinn nokkuð og vekja aukna athygli, hefur Wilson gripið til þess ráðs að fara í heimsókn til Bonn til viðræðna við Kiesing er kanslara. Orðrómur hermir, að Wilson hyggist jafnvel að bjóða Vestur-Þjóðverjum upp á samvinnu um kjarnorkumál- in, og hefur það vakið vissan ugg Rússa. Stjórnin í Bonn hyggst veita Wilson góðar við i tökur, en reynir hins vegar að I draga úr því, að hér verði um ffl einhvern stóratburð að ræða. ji Hún vill halda áfram náinni i samvinnu við Frakka, þó sam- jf búðin hafi verið heldur stirð I að undanförnu. Hún vill jafn- I framt sýna Nixon sem mestan a sóma og láta komu hans til Bonn verða meiri og sögulegri atburð en heimsókn Wilsons. Staða Breta í alþjóðamálum er því með allra veikasta móti um þessar mundir. Fjárhags- legir örðugleikar þeirra eiga sinn þátt í því. Stjórn Wilsons hefur því síður treyst sér til að fylgja mjög sjá-l.fstæðri ut- anríkisstefnu. Meginatriðið í utanríkisstefnu Wilsons virðist hafa verið það að fylsia Banda ríkjamönnum sem mest að málum Hann hefur líka verið óheppinn með val utanríkisráð herra sinna Brown reyndist oft seinheppinn, þrátt fyrir ýmsa hæfileika, en Stuart er Iitiaus og aðgerðarlaus. Bretar, sem oft hafa teflt fram snjöllustu mönnum á sviði alþjóðamála, i tefla nú lítt fram slíkum mönn ® um, þótt vafalaust eigi þeir þá ff engu síður en áður. Eftir síð- I ari heimsstyrjöldina er Bevin Ú eini brezki utanríkisráðherr- H ann, sem eitthvað hefur kveðið ji að Það er ástæða til að harma þetta, því að Bretar hafa mörg | skilyrði til að vera hér framar ; lega, þótt ekki séu þeir heims- ( veldi lengur. Þ. Þ. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.