Tíminn - 02.03.1969, Blaðsíða 1
BLAÐ II
Norskur blaðamaður, Gunnar Filseth, skrifar frá Canberra:
Ástralíumenn vilja aukna
samvinnu viö Asíumenn
— í augum ykkar Evrópu-
búa táknar Asía hin fjarlægu
austurlönd. í augum okkar er
Asía lönd, sem eru skammt fyr
ir norðan okkur, sagði ástr-
alskur stúdent við mig. Og um
leið og hann sleppti orðinu,
gengu tvær stúdínur framhjá
í malaiískum þjóðbúningum,
eins og til áróttingai' máli hans.
Fjölbreyttur og litskrúðugur
austurlenzkur klæðnaður setur
svip sinn á lífið í háskólum
Ástralíu, en þar stunda nám
um 10.000 stúdentar frá Asíu.
— Ástralía er orðin svo
miklu nálægari Asíu en áður
var, staðhæfði ungur háskóla-
kenoari. — Þegar ég var í
skóla, var aðalinnihald landa-
fræðikennslunnar „Ástralía og
Heimsveldið (brezka)“. Dreg-
in var upp fyrir okkur mynd
af heimi, þar sem það sem
mestu máli skipti, voru hinar
frægu borgir og flotahafnir
brezka heimsveldisins, og sigl-
ingaleiðirnar, sem lágu á milli
þessara staða. Núna læra mín
börn mest um annað, sem sagt
um þjóðinnar, sem við nefnum
„nágrannalönd okkar skammt
í norðri“. ....
„Að lifa í sambýli við Asíu“,
er orðið viðurkennt slagorð í
Ástralíu dagsins í dag. Áður
fyrr reyudu Ástralíumenn að
einangra sig frá hinum fjöl-
mörgu milljónum Asíubúa. Nú
vilja Ástralíumenn gegna hlut
verki í Asíu. Útflytjendurnir
frá Evrópu, sem byggðu
fimmta meginland heims, eru
nú í þann veginn að komast
að raun um, hver þeirra sess
er í þeim hluta heims, sem
byggður er Asiufólki.
Fram til þess tíma, er Japan-
ir köstuðu sprengjum sínum
á Pearl Harbour og réðust inn
í Singapore, álitu Ástralíu-
menn sig engan veginn Asíu-
veldi, eða Kyrrahafsríki.
Fimmta meginlandið var mjög
•nátengt Stóra Bretlandi bæði
efnahagslega, menningarlega
og tilfinningalega, og íbúarn-
ir fumdu ekkert athugavert við
að utanríkisstefnunni í stjórn-
málum væri í raun stýrt frá
London. Brezki flotinn hafði
varið Ástralíu gegn öllum ut-
anaðkomandi hættum í hálfa
aðra öld, og Ástralíumönnum
fannst þeir vera alveg hólpn-
ir, sem einn liður í hinni löngu
„líflínu" — keðju af brezkum
flotamönnum, sem náði alla
leið frá Singapore til Gibraltar.
Nú tilheyrir brátt herveldi
Breta í Austurlöndum mann-
kynssögunni. Stóra Bretland
hefur tilkynnt ,að landið muni
hætta að gegna hlutverki her-
veldis austan Súezskurðs fyr-
ir árslok 1971. Bandaríkja-
menn hafa fyrir löngu tekið
við hlutverki Breta sem hern-
aðarlegur verndari Ástralíu. en
engu að síður hafa Ástralíu-
menn nú fyrir alvöru hafizt
handa um að kanna, hvað það
er að vera eina landið, byggt
hvítum mönnum, innan um
lönd, sem byggð eru óteljandi
milljónum hörundsdökkra
manna.
í höfuðborg Ástralíu, Can-
berra, verður sú skoðun æ al-
mennari, að framtíð landsins
verði nátengd framtíð Asíu.
Flestir telja, að sambúðin við
Asíu muni án efa hafa í för
með sér vandamál, en einnig
mörg tækifæri.
— Framtíð Asiu færir Ástra
líu geysimiklar hættur og einn
ig glæstar framtíðarvonir, full-
yrti Harold Holt heitinn, fyiT-
um forsætisráðherra Ástralíu.
Eftirmaður hans, John Gorton,
leggur ríka áherzlu á, að víð-
tæk samvinna muni geta orð-
ið hagkvæm fyrir báðar heims
álfurnar.
Utanríkismála- og landvarna
stefna Ástralíumanna er í mót
un, og verið er að semja áætl-
anir í þessum málum langt
fram í tímann. Augljóst virð-
ist, áð sú hægfara þróun, sem
átt hefur sér stað síðan í lok
heimsstyrjaldarinnar, í þá átt
að tengja Asíu og Ástralíu
nánari böndum, haldi áfram,
og að Ástralía muni á næsta
áratug taka virkan þátt í ým-
iss konar samvinnu með ná-
grannaþjóðunum.
Sir Robert Menzies, forsæt-
isráðherra Ástralíu 1949—‘65,
gat sagt, að hann væri brezk-
ur í húð og hár, og Harold
Holt lýsti því yfir, að hann
stæði með Lyndon B. Johnson
í Vietnam, hvað sem á dyndi.
Slíkar yfirlýsingar verða ekki
gefnar út í Canberra í fram-
tíðinni, segja þeir, sem eru
fróðir um stefnuna í utanríkis-
málum í höfuðborginni. Ástra-
líumenn ætla að halda áfram
víðtækri samvinnu við Banda-
ríkin og þeir ætla ekki að láta
af hinini gömlu og grónu holl-
ustu sinni við Bretland, en leið
togar þeirra vilja nú augsýni-
lega, að Ástralía gegni virkara
og sjálfstæðara hlutverki í al-
heimsstjórnmálunum. Það er
setlun þeirra, að öðlast aukin
áhrif í Asíulöndum.
Sérfræðingur í málefnum
Asiu, sem starfar við utanrikis-
ráðuneytið hefur bent á að nú
sé Evrópubúinn ekki lengur
húsbóndinn og Asíubúinn
þjónninn eins og áður var.
.Þannig var Sambandið milli
Asíubúa og Evrópubúa, og enn
hefur ekki komið í þess stað
annað nýtt og gagnlegt sam-
baind milli kynstofnanna. En
það þarf að koma og því fyrr
því bétra, því að ef það dregst
geta afleiðingarnar orðið ör-
lagaríkar.
Ástralíumenn vonast til að
geta gegnt sérstöku hlutverki
við myndun þessa nýja sam-
bands milli kynstofnanna.
Land sem á sér vestræna menn
ingu og siði. en er staðsett í
Austurlöndum, getur orðið eðli
legur tengiliður milli vesturs
og austurs. EJf til vill munu
þeir geta áorkað miklu sem
sáttasemjarar, en til þess þarf
víðsýni, þolinmæði og fyrir-
hyggju. Reyndar virðist sem
Ástralíumenn hafi viss þjóðar-
einkenni, sem geri þeim auð-
veldara að ná samkomulagi
við Asíubúa en Bandaríkja-
mönnum og Evrópubúum.
Nú þegar gegnir Ástralía
sérstöku hlutverki iinnan utan-
í'íkisþjónustunnar í Asíu. Ástra
líumenn eru fulltrúar Banda-
i'ikjanna í Kambodíu, en þar
hafa Bandaríkin ekki sendiráð,
og gæta einnig hagsmuna Kam
bodíu í Suður-Vietnam. Ástra-
líumenn veita Laos hjálp og
eru í nánum tengslum við
stjórn Chiang Kai-sjeks á For-
mósu, þótt þeir selji mikinn
hluta hveitiuppskeru lands síns
til Kína Pekin'gstjórnarinnar.
Fyrir _ síðustu heimsstyrjöld
áttu Ástralíumenn aðeins tvo
sendifulltrúa erlenflis, einn í
Londion og annan í Washing-
ton, en nú reka þeir 16 ræðis-
mannsskrifstofur og sendiráð
víðsve^ar í Asíu.
Holt forsætisráðherra og Gor
ton forsætisráðherra hafa á
síðustu tveimur árum heim-
sótt nær öll lönd í Asíu, þar
sem ekki er kommúnistísk
stjórn. Þótt Ástralía sé evr-
ópsk að menningu, lítur út
fyrir að leiðtogar þessara Asíu
landa hafi fallizt á það við-
horf, að Ástralía sé staðsett í
útjaðri Asíu og hafi rétt til að
hafa áhrif á málefni Asíu, án
þess að litið sé á þjóðina sem
utanaðkomandi aðila, sem sé
að skipta sér af því sem hon-
um komi ekki við.
Viðhorf Ástralíubúa til
sjálfra sín hafa einnig breytzt
nokkuð á síðasta áratug, að
því er bæði Asíusérfræðingur-
inn og háskólakennarinn töldu.
Ástralíumenn eru farnir að
hafa tilhneigingu til að líta á
sig sem „hvíta Asíubúa." Áð-
ur fyrr álitu flestir Ástralíu-
menn sig vera útflytjendur frá
Evrópu. En smátt og smátt
hefur þeim orðið tamt að líta
á sig sem Asíubúa af evrópsk-
um uppruna. Unga kynslóðin
er heilluð af Asiu, og mikil
aðsókn er að fyrirlestrum um
Asíu og tungumál Asíulanda,
einkum japönsku.
Meirihluti Ástralíubúa hef-
ur nú öðlazt skilning á nauð-
syn þess að vera í nán-
um tengslum við nágranna-
þjóðirnar í norðri; Öll sú fjár-
hagsaðstoð, sem Ástralía veitti
þróunarlöndunum í fyrra fór
til landa í Asíu, og er vernd-
arsvæðið Nýja Guinea þá talið
þar með.
Hugmyndin um nánari og
fastmótaðri samvinnu milli
Ástralíu og Asíulanda hefur
verið ofarlega á baugi að und-
anförnu, og menn búast við að
þessi samvinna muni komast í
fastari skorður á milli 1970 og
80. Um margar leiðir er ytð
velja. Er Indira Gandhi, for-
sætisráðherra Indlands heim-
sótti Ástralíu síðastliðið sum-
ar, kom í ljós, að Indverjar
1
\
Ástralskur bóndi
hafa áh-uga á einhvers konar
bandalagi Indlands, Ástralíu
og Japan. Öxullinn De'hli —
Canberra — Tokío skyldi
verða upphafið að samvinnu í
efnahagsmálum, en síðan gætu
önnur ríki á þessu svæði tengzt
Þær staðreyndir að Bretar
hyggjast kalla heim herdeildir
frá Malasíu og Singapore, og að
vaxandi óánægja gætir í Ástra-
líu með íhlutun Bandaríkja-
manna í Suðaustur-Asíu, hafa
valdið því að ríkisstjórnin í
bandalaginu fyrir tilstilli þess- j Canberra hefur tekið stefinuina
ara þriggja aðalstöðva — þar í varnarmálum til endurskoð-
kæmu fyrst Malasia, Singapore,
Ceylon, Filippseyjar og Indó-
tiesía. En til þessa hefur ekki
komið fram raunhæf tillaga
um skipulag og stofnun þessa
bandalags.
En brýnasta vandamálið sem
stendur eru hermálin. Þegar
Bretar draga sig í hlé, skapast
tómarúm í hermálum í ná-
gjannalöndum Ástralíu, og um
leið raskast sú undirstaða, sem
verið hefur í stefnu Ástralíu í
varnarmálum frá því í stríðs-
lok.
Þessi stefna hefur verið að
stöðva framgang kommúnism
ans í Asíu áður en hann væri
orðinn bein ógnun við Ástra-
líu, og hún hefur verið nefnd
vörn framan aðalvíglinu. Sam-
kvæmt henni skyldi, ef svo
bæri undir barizt í öðrum lönd
um með herjum verndarþjóða
Ástralíu sjálfrar — Stóra-Bret-
lands og Bandaríkjanna.
Eftir stríð settu Ástralíu-
menn upp herstöðvar í Asíu
vegna þess að Bretar og Banda
ríkjamenn gerðu slíkt. Á þenn
an hátt vildu þeir Sýna stór-
yeldunum, sem tryggðu öryggi
Ástralíu, hollustu. Þeir gerð-
ustvþví bandamenn Bandaríkja-
manna í Vietnamstyrjöldinni,
af þvi að það var talið við-
leitni í þá átt að stöðva út-
breiðslu kommúnismans, og
með því töldu þeir sig tryggja
sér hernaðaraðstoð Bandarfkj
manna ef á þyrfti að halda í
framtíðinni.
unar, Hingað til hefur ekki
annað verið ákveðið en, að
áströlsku herdeildirnar verði
áfram í Malasíu og Singapore
þangað til Bretar hafa kallað
sína heri heim 1971. Báðar
þjóðirnar vilja að Ástralíu-
menn verði um kyrrt, en þeir
hafa ekki bolmagn til að taka
við þessurn gríðarmiklu her-
stöðvum. í framtíðiinni er trú-
legast að heraflinn verði ein-
skorðaður við heimalandið, en
til greina kemur að Ástralía
haldi áfram fyrri stefnu (for-
ward defense) með aðild sinni
að ANZUS og SEATO sátt-
málunum.
í efnahagsmálum hefur
Ástralía skapað sér góða að-
stöðu. Mikið af útflutningnum
hefur á síðustu árum farið til
Asíu. Einkum hafa viðskiptin
við Japana blómstráð. Fyrir
tveim árum tók Japan við af
Stóra Bretlandi sem aðalút-
flutningsland Ástralíu, og má
líta á þetta síðasta atriði sem
lykilinn að framtíð Ástralíu.
Þau nánu tengsl, sem orðið
hafa síðustu ár milli landanna
tveggja, hefðu verið óhugs-
andi fyrir 20 ár-um.
Það að Ástralíumenn hafa
leitað nýrra leiða í utanrikis-
verzlun stendur m.a. í sam-
bandi við tilraunir Breta til
að ganga í Efnahagsbandalag
Evrópu. Þegar Bretar sóttu
um aðild að því 1963, urðu
Ástralíumenn fyrir mesta á-
Framhald á bls. 14